Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.12.1984, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÖAGUR 16. DESEMBER 1984 t RAGNHILDUR JÓNSDÓTTIR, Njálsgötu 49 áöur Laugavegí 17, tést i Borgarspitalanum 8. desember. Jaröarförin fer fram frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 18. des kl. 1.30. Fyrir hönd aöstandenda, Óskar Jónsson, Gunnar Jónsson, Theodór Óskarsson, Arnheiöur Árnadóttir. Þorsteinn G. Hjálmars■ son — Minningarorð t Eiginmaöur minn og faðir okkar, ÓLAFUR HELGI SIGURÐSSON frá Fiskilæk, Laufbrekku 9, Kópavogi, er lóst 3. þessar mánaöar veröur jarösunginn frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 18. desember kl. 13.30. Bilferö veröur frá Stóra— Lambhaga kl. 11.00 árdegis sama dag. Lára Eggertsdóttir og börn. t Eiginkona min, móöir, tengdamóöir og amma, SELMA KALDALÓNS, sem lést miövikudaginn 12. desember veröur jarösungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 20. desember kl. 3. Jón Gunnlaugsson, Karen Oktavfa Kaldalóns Jónsd.Jtenrik Friis, Þorbjörg Kaldalóns Jónsdóttir, Edward Balys, Elsa Kaldalóns Jónsdóttir, Sólveig Kaldalóns Jónsdóttir, Gunnlaugur Andreas Jónsson, Sigvaldi Kaldalóns Jónsson, Margrát Kaldalóns JÓnsdóttir, Þórhallur Kaldalóns Jónsson, Eggert Stefán Kaldalóns Jónsson, Jón Stephenson og önnur barnabörn. Árni Ólafsson, Helge Grane Madsen, Guörún H. Brynleifsdóttir, Helga Kristinsdóttir, Eæddur 20. september 1911 Dáinn 10. desember 1984 Mig langar með fáum orðum að minnast þessa vinar míns sem kveður nú þegar líður að jólum. Þorsteinn fæddist í Reykjavík 20. september 1911. Ég kynntist honum ekki fyrr en hann var orð- inn 27 ára gamall, eða þegar ég hóf að iðka sund hjá Glímufélag- inu Ármanni árið 1938, þá 12 ára gamall. Ég gerði mér ekki strax grein fyrir hverjum öðlingi ég kynntist þá, sú þekking kom jafnt og þétt eftir því sem kynnin urðu nánari og lengri. Þorsteinn hóf ungur að iðka sund og keppti hann í sundi og sundknattleik í nokkur ár með góðum árangri. Hann var kepp- andi í sundknattleiksliði íslands á Ólympíuleikunum í Berlín 1936, þangað fór hann með opin augu og opnum huga, þvi þar kynnti hann sér helstu nýjungar í sundíþrótt- inni eftir því sem tími leyfði. Árið eftir hóf hann að þjálfa sundfólk Ármanns í sundi og sundknattleik og gerði hann það á fjórða áratug, án þess að taka eyr- isvirði fyrir alla þá vinnu og tíma sem hann lét af hendi fyrir félagið og má raunar segja að hann hafi lifað fyrir þetta áhugamál sitt og verið nkvæntur“ því. Hið sigursæla sundknattleikslið Ármanns þjálfaði hann einnig með þeim myndarbrag að Ár- menningar urðu íslands- og Reykjavíkurmeistarar í 20 ár sam- fleytt. Eins og áður er sagt, var hann í fyrsta landsliði íslands í sund- knattleik og það var engin tilvilj- un að hann var þjálfari og farar- stjóri næsta landsliðs íslendinga í sundknattleik sem sent var til keppni erlendis árið 1953 eða 17 Hemlavokvi Hemlar og hemlakerfi er mikilvægasti öryggisþátturinn í öllum akstri og meðferð ökutækja og vinnuvéla. Þetta vita allir. í því sambandi skiftir mestu, sé fyllsta öryggis gætt; að vel sé séð fyrir viðhaldi og umhirðu allri. Þetta vita líka allir. Við erum sérfræðingar í allskyns hemlum og hemlakerfum. Orginal hemlahlutir í allartegundir bifreiða ÓTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ. NOTIÐ ÞJÓNUSTU FAGMANNA, ÞAÐ TRYGGIR ÖRYGGIÐ. LLINGp Sérverslun með hemlahluti. Skeífunni 11 Sími: 31340,82740, árum síðar. Þetta segir sína sogu um tryggð hans við sundíþróttina og æskuna sem hann fórnaði mestu af sínum frístundum, enda veit ég að þeir foreldrar sem voru svo lánsamir að eiga börn sín á æfingum hjá Þorsteini töldu þau óhult og um leið hjá góðum uppal- anda. Ég held ég láti hér staðar numið þótt margt sé ósagt svo sem hver Iistasmiður hann var, hve sam- viskusamur hann var við hvaðeina sem hann tók að sér og hagmæltur var hann þótt eigi flíkaði hann því. Ég votta aðstandendum dýpstu samúð. Nú, þegar ég flyt vini mínum hinstu kveðju, veit ég að ég mæli fyrir munn allra þeirra mörgu æskumanna sem hafa notið kennslu hans og ljúfu samfylgdar í leik og starfi. Blessuð sé minning hans. Einar H. Hjartarson Síminn hringdi á þriðjudags- morguninn. Mér var sagt að lækn- ir Þorsteins Hjálmarssonar væri að spyrja um mig. Þá vaknaði strax grunur um hvert erindið var. Sá grunur reyndist réttur. Mér var tjáð að Þorsteinn hefði látist kvöldið áður. Þetta kom ekki á óvart, því að Þorsteinn hafði lagst inn á sjúkrahús viku áður alvar- lega veikur. Ég kynntist Þorsteini ekki fyrr en hann hóf störf sem dómvörður hjá Hæstarétti síðla árs 1977. Okkar kynni voru því stutt en góð. Þorsteinn gegndi stafi sínu af stakri vandvirkni og ávann sér fljótt vináttu allra þeirra sem við hann áttu skipti. Það var áberandi í fari hans hve hann var öllum velviljaður og vildi hann hvers manns vanda leysa. Þorsteinn var mjög vinsæll maður og vinahópur hans spann- aði yfir allar stéttir þjóðfélagsins. Ef vantaði mann til lagfæringa eða annarra starfa fyrir Hæsta- rétt, hrást það aldrei að hann fann rétta manninn. Ég vil fyrir mig og allt starfslið Hæstaréttar þakka Þorsteini sam- starfið þessi ár. Ég tel mig geta mælt fyrir munn okkar allra er ég segi að hans sé sárlega saknað. Ég votta systkinum Þorsteins, öðrum ættingjum og vinum samúð mína. Genginn er góður drengur. Björn Helgason Kveðja frá sund- deild Ármanns. Hann Þorsteinn Hjálmarsson vinur okkar, félagi og samherji er látinn og mun mörgum þykja skarð fyrir skildi, hann, sem hafði starfað í rúma fjóra áratugi í fé- lagi okkar sem keppnismaður og þjálfari og löngum í fremstu víg- línu. Ungur að árum gekk hann í Glímufélagið Ármann og hóf sundiðkun undir forustu og leið- sögn Þórarins Magnússonar stofn- anda sunddeildar félagsins og Ólafs Pálssonar sundkennara. Varð Þorsteinn brátt einn af okkar bestu sundmönnum, einkum í bringusundi og sundknattleik. Snemma á þriðja tug aldarinnar sigldi Þorsteinn til Danmerkur til framhaldsnáms í iðngrein sinni, húsgagnasmíði, og iðkaði þá jafn- framt sund af kappi hjá hæfustu þjálfurum Dana. Ér heim kom hóf hann aftur þátttöku í sundkeppni og setti þá íslandsmet í flestum greinum bringusunds. Þá var hann og í sundknattleiksliði því er Island sendi á Ólympíuleikana í Berlín árið 1936. Árið 1937 tók hann við allri þjálfun í sunddeild Ármanns af Ólafi Pálssyni og lék auk þess í t Útför fööur mins, tengdafööur, afa og langafa, BERGSTEINS HJÖRLEIFSSONAR, Flókagötu 4, Hafnarfiröi, fer fram frá Frikirkjunni i Hafnarfiröi þriöjudaginn 18. desember kl. 15.00. Hjörleifur Bergsteinsson, Hafdfs Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, BJARNI ERLENDSSON húsasmiöameistari, Suöurgötu 49, Hafnarfirói, sem andaöist 9. desember veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni, Hafnarfirði, þriöjudaginn 18. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Júlfa Magnúsdóttir, Gunnar E. Bjarnason, Bryndfs Björgvinsdóttir, Magnús Bjarnason, Ólöf Haraldsdóttir, Gróa Bjarnadóttir, Síguröur Guöjónsson, Eygeröur Bjarnadóttir, Geir Þorsteinsson, Sigriöur Bjarnadóttir, Magnús Magnússon, Ásthildur Bjarnadóttir, Guömundur I. Guöjónsson, Kristrún Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaöur minn, BJÖRGVIN JÓNSSON, Úthlfó, Vestmannaeyjum, sem andaöist i Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 10. desember veröur jarösunginn frá Landakirkju Vestmannaeyjum þriöjudaginn 18. desember kl. 14.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Jakobfna Siguröardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.