Morgunblaðið - 16.12.1984, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 16.12.1984, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 65 sundknattleiksliði félagsins í átta ár. Hann var nær tvo áratugi aðal- þjálfari deildarinnar og þjálfaði síðan öðru hvoru í einn áratug, einkum sundknattleiksflokkinn. Á þessum árum þjálfaði hann margt af fræknasta sundfólki landsins og mörgum mun vera minnisstæð- ur hinn frábæri árangur hans í þjálfun sundknattleiksflokka. Allt þetta starf var unnið í tómstund- um eftir erilsaman vinnudag. Má því nærri geta að oft hafi Þor- steinn lagst þreyttur í hvílu á þessum árum. Allt starf Þorsteins í þágu sunddeildarinnar í þrjá áratugi var unnið í sjálfboðavinnu og aldr- ei léði hann máls á að þiggja greiðslur fyrir, þykktist jafnvel við, ef slíkt var fært í tal. Slík fórnfýsi og félagshyggja er fágæt og víst er að Gímufélagið Ármann og einkum sunddeild þess stendur í ævarandi þakkarskuid við Þor- stein. Nú er Þorsteinn Hjálmarsson allur. Að leiðarlokum minnumst við og þökkum allar þær ótöldu stundir, sem hann vann félagi okkar af fórnfýsi og með ljúfu geði og við þökkum allar þær ánægju- stundir, sem við áttum saman. Við, sem eftir lifum, eigum ógleymanlegar minningar um heilsteyptan og fórnfúsan vin og félaga, sem ávallt átti svo mikið til að gefa, sem hugsaði aldrei um endurgjald, heldur aðeins hvar hann gæti orðið að liði. Slíkra manna er gott 'að minnast. Hafi hann þakkir fyrir samfylgdina. Sunddeild Ármanns Kveðja frá Clímufélagi Ármanns. Á morgun, mánudaginn 17. des- ember, verður gerð útför Þor- steins Hjálmarssonar húsgagna- smíðameistara. Með Þorsteini er fallinn frá einn af bestu og virtustu félögum Ár- manns. Hann hóf ungur að æfa sund hjá Sunddeild Armanns og æfði aðallega bringusund sem keppnisgrein svo og sundknatt- leik. Um líkt leiti hóf hann nám í húsgagnasmíði og að loknu sveinsprófi hélt hann til fram- haldsnáms í Danmörku. Þar æfði hann einnig sund og sundknattleik hjá hæfustu þjálfurum Dana. Að loknu námi þegar Þorsteinn kom aftur heim hélt hann áfram sundæfingum og setti þá íslands- met í flestum greinum bringu- sunds og með Ólympíuliði íslands keppti hann á Ólympíuleikunum í Berlín 1936. Það kvað hafa verið í ársbyrjun 1937 að Þorsteinn tók við allri þjálfun hjá Sunddeild Ármannsog í tvo áratugi samfleytt var Þor- steinn aðalþjálfari deildarinnar. Eftir að Þorsteinn hætti sem aðalþjálfari í sundi hélt hann þó áfram að þjálfa sundknattleikslið Ármanns í áratug til viðbótar. Allt þetta starf vann Þorsteinn af einstakri prýði og samviskusemi enda var árangurinn eftir því. í tuttugu ár samfleytt var Sund- knattleikslið Ármanns bæði Reykjavíkur- og íslandsmeistarar. Állt þetta mikla starf vann Þorsteinn algerlega endurgjalds- laust og í þetta fóru flest kvöld og alla sunnudagseftirmiðdaga var æfður sundknattleikur i gömlu sundlaugunum meðan þeirra naut við. Þorsteinn var dagfarsprúður maður, sem vann öll sín störf af stakri vandvirkni og samvisku- semi enda virtur af öllum sem hann kynntist. Ég byrjaði að æfa sund hjá Þorsteini árið 1938. Betri þjálfara hef ég ekki kynnst. Þorsteinn var svo virtur af öllum sem hjá honum lærðu að allir hlýddu skilyrðis- laust. Þorsteinn var gerður að heið- ursfélaga Glímufélagsins Ár- manns á 95 ára afmæli félagsins fyrir réttu ári. Á kveðjustund færum við þakk- ir fyrir öll þau miklu störf sem Þorsteinn vann fyrir félag okkar. Við kveðjum góðan dreng og dá- samlegan félaga sem alltaf var fús til að vinna fyrir félag sitt. Blessuð sé minning hans. Gunnar Eggertsson t Bróöir okkar, ÞORSTEINN G. HJÁLMARSSON húsgagnasmlöameistari, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 17. desember kl. 13.30. Egill Hjálmarsson, Ólöf Hjálmarsdóttir, Ingibjörg Hjálmarsdóttir, Halldór Hjálmarsson, Guörún Hjálmarsdóttir Waage, Höröur Hjálmarason, Kristln Helga Hjálmarsdóttir, Margrát Hjálmarsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu viö útför JÓNÍNU ÁRMANNSDÓTTUR. Guö blessi ykkur öll og gefi ykkur gleöilega jólahátið. Fyrir hönd barna foreldra og systkina. Lárus Róbertsson. t Okkar innilegustu þakkir til allra er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför JÓHANNS GUÐJÓNSSONAR byggingafulltrúa, Skagf iröingabraut 43, Sauöárkróki. Svanur Jóhannsson, Aöalbjörg Vagnsdóttir og börn. t Þökkum af alhug öllum nær og fjær sem auösýndu okkur samúö og vináttu við andlát og útför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur og afa, ÓLAFSARNLAUGSSONAR fyrrverandi slökkviliöastjóra, Ölduslóö 18, Hafnarfiröi. Rut Guömundadóttir, Guómundur Ólafsson, Eygló Gunnarsdóttir, Guðrún Ólafsdóttír Newman, Robert Newman, Elín Ólafsdóttir, Baldvin Kriatinsaon, Arnlaugur Ólafsson, Björgvin Guómundsson og barnabörn. Ó.P. Tíminn Hljóöfæraleikur, útsetningar og söngur eru meö því skásta sem gerist á islenskum vettvangi. H.K. DV Platan kemur á óvart. Á henni eru hin allra skemmtilegustu lög og flutningur piltanna til sóma. Þjóöviljinn Tónlistin sem KAN spilar er stíl- uö inn á dansvilja fólks, vel vandaö popp-rokk. Útgefandi KAN og Bjartsýni J.ÓI. Timinn Ég tek ofan hattinn í aödáun- arskyni viö hljómsveitina KAN, sándiö er mjög gott. Ég haföi aö mörgu leyti mjög gaman af þessari plötu, ágætis afþreying. Á.T. Samúel ★ ★ ★ Létt melódiskt popp sem hefur sárlega vantaö á flestar nýút- komnar plötur þessa árs. Dreifing stttktofhf Sími 45800 Dr. Wayne W. Dyer er víökunnur bandarískur sálfræöingur og bækur hans hafa farið sem eldur í sinu um allan hinn vestræna heim. Bókin „Elskaðu sjálfan þig” vakti gífurlega athygli og er bók bókanna hjá mörgum þeim er lesiö hafa. Auðveldaðu þér listina að lifa lífinu Qg njóta þess. FRJÁLSASTIR ALLRA ERU ÞEIR SEM ÖÐLAST HAFA ÍNNRI RÓ OG FRIÐ BRÆÐRABORGARSTÍG 16 SÍMI 2 85 55 Vertu þú sjálfur... KENNDU ÖÐRUM HVERNIG ÞÚ VILT LATA KOMA FRAM VIÐ ÞIG Ný bók eftir höfund bókarinnar „Elskaðu sjálfan þig”. Þessi nýja bók __fjallar um að velja sjálfur. Hún byggir á þeirri meginforsendu að þú hafír rétt til að ákveða hvernig þú viljir lifa lífinu, svo framarlega að þú gangir ekki á rétt annarra. Þú getur fylgt eigin sannfæringu og stjómað lífi þínu sjálfur í stað þess að hlaupa eftir dyntum annarra. Þú getur verið ábyrgur og frjáls. Þú getur staðið á þínu án yfirgangs eða sektarkenndar * því þetta er þitt líf og þú einn getur lifað því. §
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.