Morgunblaðið - 16.12.1984, Page 70

Morgunblaðið - 16.12.1984, Page 70
70 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984 Ný saga eftir Heinz G. Konsalik ÍIT ER KOMIN hjá Iðunni ný nga eftir Heinz G. Konsalik. Nefnst hún Hákarlar um borð og er þriðja bók böfundar á íslensku. Áður hefur Ið- unn gefið út Hjartalskni mafíunnar og Eyðimerkurlaekninn eftir sama böfund. Efni sögunnar er þannig kynnt á kápubaki: „Ungi læknirinn, Bert Wolff, ræðst til starfa á glæsilegu skemmtiferðaskipi sem siglir um Indlandshaf. Lífið virðist brosa við honum þegar hann verður ástfanginn af Evu, ungri og fag- urri ekkju sem ferðast með skip- inu. En hákarlar leynast vlðar en í hafinu umhverfis skipið. Fjórir harðsvíraðir glæpamenn eru með- al farþeganna og hóta að sprengja það upp. Og fleiri nýta sér upp- lausnina um borð. I skjóli nætur- innar læðast tiu hljóðlausir skuggar upp í skipið. Eva og lækn- irinn eru meðal fjögurra gísla sem þeir taka með sér út í eyðimörk- ina. í brennandi hitanum heyja þessar fjórar mannverur vonlitla baráttu við hungur, þorsta og trylltar ástríður fjandmanna sinna. Með hverjum degi dvínar vonin um undankomu .... “ Hákarlar um borð er 205 bls. Andrés Kristjánsson þýddi. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Brian Pilkington hannaði kápu. þessar standa kímbum rœtur vídsvegar um lan ,d Bókin er harla íjölbreytt aö eínt sjór aí fróðleik, en að auki skemmtilestur. Vertíðarsaga Steíóns Jónssonar á sér ekki hliðstœðu í sjómannabókum. Þekking hans á eíninu, stUI og tungutak er hans einkaeign Tvímœlalaust • raunsannasta bók sem sést heíur um sjómannalíf á vertíð. Rfyrir 20 árum síðan og einum mánuði Ætla O þúsund íslendingurr i hafa komist til vits og ára ieiki hvers vegna hún hlaut þessar / avegi 178, Símat: 17802— Selfoss: Bókaverðir smærri safna á námskeiði SelfosNÍ, 12. < DAGANA 7.-8. desember sl. gekkst Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir námskeiói í rekstri smærri bókasafna í samráði við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Námskeiðið var haldið á Selfossi undir stjórn Steingríms Jóns- sonar yfirbókavarðar Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Selfossi. Þátttakendur í námskeiðinu Á námskeiðinu voru tekin fyrir voru víðs vegar af landinu, af Suð- atriði sem talin eru í 23. gr. reglu- urlandi, úr Reykjavík og m.a. frá Flateyri og Grundarfirði, alls 14 aðilar. Tildrög þessa námskeið voru þau að 2. júni sl. komu bókaverðir í Árnessýslu saman til ársfundar bókasafnanna í sýslunni. Á þeim fundi kom fram mikill áhugi fyrir námskeiði sem þessu þar sem far- ið væri í ýmsa hagnýta þætti sem lyti að bókasafnsrekstri. Fræðslu- miðstöð sveitarfélaga skipulagði síðan námskeiðið i samráði við sveitarfélögin á Suðurlandi þar sem áhugi reyndist nægur til að halda slikt námskeið. gerðar um almenningsbókasöfn og hlutverk bókavarða, að fara með fjárreiður safnanna, að sjá um skráningu bóka þannig að almenn- ingur eigi greiðan aðgang að upp- lýsingum um bækur og önnur gögn og að annast skýrslugerð um safnið og standa sveitarstjórn skil á þeim á tilskildum tíma. Auk þess að sitja á skólabekk að Eyrarvegi 15 á Seifossi fóru þátt- takendur í skoðunarferðir í Egils- búð, bóka- og minjasafn Þorláks- hafnar. Sig. Jóns. Úr ævi og starfi íslenzkra kvenna BÓKRÚN hefur gefið út fyrsta bindi „Úr ævi og starfi íslenzkra kvenna" sem er fyrsti hluti erindaflokks, sem Björg Einarsdóttir hefur flutt í út- varpinu frá því í fyrrahaust. í bókinni, sem er yfir 400 siður með rösklega 200 myndum, er sagt frá 21 konu, sem uppi voru á tima- bilinu frá 1770 til 1982. Þessar konur eru: Ástríður Guðmunds- dóttir, Augusta Svendsen, Kristin Vídalín Jacobsen, Jóhanna Egils- dóttir, Kristín Bjarnadóttir, Ingi- björg Johnson, Torfhildur Hólm, Kristólína Kragh, Þórunn Jónas- sen, Guðrún Björnsdóttir, Katrín Magnússon, dr. Björg C. Þorláks- son, Þóra Melsted, Þorbjörg Sveinsdóttir, Guðný Jónsdóttir, Ólafía Jóhannsdóttir, Ásthildur Thorsteinsson, ólöf Sigurðardótt- ir á Hlöðum, Thora Friðriksson, Guðrún Borgfjörð og Stefania Guðmundsdóttir. Setning og umbrot bókarinnar Björg Einarsdóttir. var unnið í Leturval, filmun og prentun í Grafik og Bókfell annað- ist band. Elísabet Cochran hann- aði útlit bókarinnar og Jóhannes Long tók Ijósmyndir. Saga af jóla- sveinafjöl- skyldunni ísafoldarprentsmiðjan hf. hefur geflð út barnabók, „Jólasveina- fjölskyldan á Grýlubæ", eftir Guð- rúnu Sveinsdóttur á Ormarsstöðum á Fljótsdalsbéraði. f frétt frá útgef- anda segir m.a.: „Þótt þetta sé fyrsta bók Guðrúnar, er hún orðin talsvert kunn af sögum sínura, sem lesnar hafa verið í barnatímum útvarpsins á undanförnum árum, hin siðasta I morgunstundinni á liðnu sumri. Sagan „Jólasveinafjölskyldan á Grýlubæ" segir frá hinum þekktu fjallabúum Grýlu og Leppalúða og sonum þeirra, þrettán talsins, jólasveinunum. Einnig kemur dóttirin Leiðindaskjóða við sögu, svo og jólakötturinn. Nokkrir að- rir íbúar Tröllabyggðar ganga Guðrún Sveinsdóttir fram á sögusviðið, og þar er lífið hreint ekki eins fábreytilegt og halda mætti, síður en svo.“ Bókin er 103 bls. og mynd- skreytt af Elinu Jóhannsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.