Morgunblaðið - 16.12.1984, Page 72
OPIÐALLA DAGA FRÁ
KL. 11.45-23.30
AUSTURSTRÆTI 22
INNSTRÆTI, SlMI 11633
m DAGLEGRA NOTA
SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Meðaltalshækkun
í sérkjarasamn-
ingum um 4,2 %
— Heimilisstörf metin til starfsaldurs í samn-
ingum Reykjavíkurborgar
FJÖGUR félög opinberra starfsmanna med samtals liðlega 8500 félags-
menn hafa lokið gerð sérkjarasamninga, sem fylgja í kjölfar aðalkjara-
samnings BSRB og ríkisins. Meðaltalshækkun vegna sérkjarasamn-
inganna nemur um 4,2%, skv. upplýsingum fjármálaráðuneytisins.
Félögin fjögnr eru Starfs-
mannafélag ríkisstofnana með
um 4700 félagsmenn, Starfs-
mannafélag Reykjavíkurborgar
með um 2500 félagsmenn, Hjúkr-
unarfélag íslands með um 1400
félagsmenn og Ljósmæðrafélag
íslands, sem í eru um 120 félagar.
Sigrún V. Ásgeirsdóttir, launa-
skrárritari í launadeild fjár-
málaráðuneytisins, sagði að sam-
ið hefði verið um eins launa-
flokks hækkun á hvern starfs-
mann og síðan einn launaflokk
Hávaða-
rok á Isa-
firði
MJÖG hvasst var á ísafirði í
fyrrinótt og gærmorgun, svo
ekki var stætt á götum úti um
tíma. Lausir hlutir af ýmsu
tagi, bárujárnsplötur, fisk-
kassar og fleira, fuku um
hafnarsvæðið og ollu nokkr-
um skemmdum á húsum og
bílum, skv. upplýsingum lög-
reglunnar á ísafirði.
Þakplötur fuku af nýbygg-
ingu frystiklefa hjá Niðursuð-
unni hf. og laust fyrir hádegið
losnuðu plötur úr bárujárns-
girðingu umhverfis olíutanka
Olís. „Hann var það hvass
hérna í nótt, að togararnir
komust ekki inn,“ sagði lög-
reglumaður á ísafirði um há-
degisbil í gær, laugardag.
„Þetta er að ganga niður
núna, sýnist manni. Ætli
hann hafi ekki verið 12 vind-
stig og meira í hviðunum."
til viðbótar á 5. hvern félags-
mann. „Þessi félög hafa sett þá
hækkun í auknar starfsaldurs-
hækkanir. Launaflokkurinn gerir
um 3,5% hækkun en með starfs-
aldurshækkununum fer þessi
hækkun að meðaltali í 4,2%,“
sagði hún.
Samningar Reykjavíkurborgar
og starfsmannafélags borgarinn-
ar tókust seint á fimmtudags-
kvöld. Samningarnir eru svipaðir
öðrum sérkjarasamningum en að
auki náðist samkomulag um bók-
un, sem felur í sér að öll fyrri
störf ófaglærðs fólks, þar með
talin heimilisstörf, verða metin
til starfsaldurs samkvæmt sér-
stökum reglum, sem settar verða
síðar.
Samningaviðræður við flest
önnur félög ríkisstarfsmanna
standa yfir og sagðist Sigrún
reikna með, að niðurstaða þeirra
sérkjarasamninga yrðu á svipað-
an veg og félaganna þriggja, sem
þegar hafa gengið frá sfnum
málum. Sérkjarasamningum á að
verða lokið innan 45 daga frá
staðfestingu aðalkjarasamnings,
sem þýðir að um áramót eiga öll
félög að hafa lokið gerð sérkjara-
samninga.
Morgunblaðid/ Friðþjófur
Lagt af stað til byggða
Alþjóðlegt kvenna-
skákmót í Aþenu:
Guðlaug
Þorsteins-
dóttir
í 2. sæti
GUÐLAUG Þorsteinsdóttir
er í öðru sæti á alþjóðlegu
kvennaskákmóti í Grikk-
landi að loknum sjö umferð-
um og vantar aðeins V4 vinn-
ing í tveimur síðustu umferð-
unum til að ná fyrsta áfanga
sínum að alþjóðlegum meist-
aratitli.
„Ég er ánægð með taflmennsku
mína í mótinu og finnst ég vera
komin í góða æfingu," sagði Guð-
laug i samtali við Mbl.
Að loknum sjö umferðum er
rúmenski stórmeistarinn Poli-
hroniade efst með 6 vinninga.
Guðlaug er með 5'/2 vinning, al-
þjóðlegi meistarinn De Armas frá
Kúbu er í þriðja sæti með 5 vinn-
inga, alþjóðlegi meistarinn Drag-
asevit frá Júgóslavíu er með 4'/2
vinning og biðskák. Allar þessar
konur eru mun hærri að stigum en
Guðlaug og hefur frammistaða
hennar komið verulega á óvart —
raunar er hún sjötta stigahæsta
skákkonan í mótinu. I fyrstu um-
ferð tefldi Guðlaug við Polihroni-
ade og tapaði og gerði jafntefli við
Dragasevit í 2. umferð, en hefur
unnið fimm síðustu skákir sínar.
Meðan annars vann hún Kondu og
Kaziura frá Grikklandi, en í
Ólympíuskákmótinu tapaði Guð-
laug fyrir Kondu og ólöf Þráins-
dóttir fyrir Kaizura þegar Grikkir
unnu íslensku sveitina 2—1, þann-
ig að Guðlaug hefur náð fram
hefndum.
ÍSNÓ með áform um 5
milljón seiða eldisstöð
KIGENDUR laxeldisstöðvarinnar i stækkun stöðvarinnar. Næsta skrefið
ÍSNÓ hf. í Lónum í Kelduhverfi hafa verður að auka kvíaeldið úr 100 þús-
komið sér saman um að tilrauna- und tonna ársframleiðslu í 300—350
rekstri laxeldisstöðvarinnar sé nú tonna framleiðslu og síðar í
lokið og er hafinn undirbúningur að I 500—600 tonn. Jafnframt er hugað
Hátíðarnar fara í hönd:
„Oft kallaðir út vegna
elds frá jólaskrauti“
— segir Rúnar Bjarnason slökkvilidsstjóri og hvetur fólk til að sýna aðgæzlu
SÍÐARI hluta desember í fyrra og
fyrri hluta janúar, á 30 daga tíma-
bili var Slökkviliðið ( Reykjavík
kallað út í 42 skipti. „Af þessum
útköllum voru 10 vegna elds, sem
kviknaði út frá jólaskreytingum,
fjögur vegna elds í steikingar-
pönnum, tvö útköll voru vegna
skotelda og átta vegna áramóta-
bálkasta. Við vorum sláandi oft
kallaðir út vegna elds frá jóla-
skrauti { fyrra,“ sagði Rúnar
Bjarnason, slökkviliðsstjóri í
Reykjavík, í samtali við blm. Mbl.
„Nú fer í hönd sá tími ársins
þegar hættan er hvað mest á
íkviknunum á heimilum og
vinnustöðum. Um jól og áramót
er margt sem eykur á. eldhætt-
una, svo sem skreytingar alls
konar, feitipottar, yfirálag á
raflagnir og rafmagnstæki og
ekki síst notkun á skrautljósum,
blysum og flugeldum.
Ég vil því hvetja alla til þess
að sýna ýtrustu varkárni. Sér-
staklega eru kertaskreytingar
hvers konar varasamar og brýnt
að búa svo um hnútana að eld-
hætta skapist ekki. Einnig er
brýnt að sýna gætni við steik-
ingu í feiti, ofhlaða ekki raftaug-
ar og tæki og fara í hvívetna eft-
ir þeim leiðbeiningum, sem
fylgja blysum og skoteldum,"
sagði Rúnar Bjarnason.
að byggingu stórrar seiðaeldisstöðv-
ar og stofnræktun laxastofna.
Eyjólfur Konráð Jónsson,
stjórnarformaður fSNÓ hf., sagði í
samtali við Mbl. að búið væri að
byggja 100 þúsund seiða eldisstöð í
Lónunum. Athuganir stæðu nú yf-
ir á möguleikum til byggingar 5
milljón seiða stöðvar. Til þess
þyrftu að vera tryggir 1.500 sek.
lítrar af 10—14 gráðu heitu vatni
og væri Orkustofnun nú að rann-
saka það. Fyrsti áfangi yrði að
byggja 1,5 milljóna seiða eldisstöð
en nauðsynlegt vatn til hennar
væri öruggiega fyrir hendi. Eyjólf-
ur Konráð sagði að stofnkostnaður
5 milljón seiða eldisstöðvar væri
um 200 milljónir sem væri jafn
mikið og heildarverðmæti árs-
framleiðslu stöðvarinnar miðað
við að seiðin færu í hafbeit og
endurheimtur yrðu 5%.
Snemma á þessu ári fékk ÍSNÓ
leyfi til að flytja inn frjóvguð laxa-
hrogn frá Noregi. Eru hrognin af
laxastofni sem Mowi, sem er með-
eigandi Tungulax hf. í ÍSNÓ hf.,
hefur stofnræktað sem eldislax.
Eyjólfur sagði að miklar vonir
væru bundnar við þennan stofn því
laxarnir yrðu ekki kynþroska fyrr
en eftir 3—4 ár en erfiðleikum hef-
ur valdið að hluti íslenska laxa-
stofnsins verður kynþroska mun
yngri og dregur það úr vexti hans.
Seiðin, sem eru um 50 þúsund tals-
ins, hafa verið í sóttkví á höfuð-
borgarsvæðinu sfðan þau komu til
landsins en fyrirhugað var að
flytja þau flugleiðis norður á
morgun. Jafnframt heldur ÍSNÓ
áfram stofnræktun íslensks haf-
beitarstofns annarsvegar og eldis-
lax hinsvegar.