Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 45. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Chernenko er sagður sjúkur Mnskvu. 22. febrúar. AP. KONSTANTIN U. Chernenko, forseti Sovétrikjanna, er sjúkur og varA í dag að sleppa kosningafundi í Moskvu en til hans höfftu boftað m.a. þeir kjósend- ur, sem valift höfðu Cbernenko sem sinn mann í vsntanlegum kosningum í Rússlandi. Skýrði Tass-fréttastofan frá þessu í dag. 1 frétt Tass sagði, aö Viktor Grish- in, formaður flokksins í Moskvu, heföi tilkynnt fundarmönnum fjar- veru Chernenkos og sagt, aÖ læknar forsetans hefÖu ráðlagt honum aö halda kyrru fyrir. Að því búnu las Grishin upp boöskap Chernenkos, sem hófst með þessum orðum: „Kæru félagar. Ég þakka það traust, sem verkamenn í Kuibysh- ev-kjördæmi hafa sýnt mér meö því að tilnefna mig enn einu stnni sem fulltrúa sinn á þingi. Ég mun gera allt, sem i mínu valdi stendur til að reynast þessa trausts verður." Að öðru leyti var ræðan lofsöngur um kommúnískt stjórnkerfi og mikil áhersla lögð á hve það væri mikil- vægt að halda kosningar. Cher nenko hefur ekki sést opinber- lega frá 27. desember sl. en haft er eftir heimildum, að hann sé sársjúk- ur af lungnaþembu og eigi sér litla batavon. 1 Sovétríkjunum er það hins vegar venjan að fara i felur með veikindi ráðamanna. Kosningar í So- vétríkjunum fara fram á sunnudag en þá verður kosið til þings í öllum 15 lýðveldunum. Er kommúnista- flokkurinn einn um hituna sem fyrr. Dollar vex enn ásmegin Sú yfirlýsing Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, að ekkert verði gert til að halda aftur af dollaran- um, hefur ýtt enn undir gengis- hækkun hans og hefur hann ekki i annan tíma verið hærri gagnvart breska pundinu, franska frankan- um og itölsku lírunni. Sagði Reag- an á fréttamannafundi i gær- kvöldi, þeim fyrsta á þessu kjör- tímabili, að það hlyti að vera í verkahring annarra þjóða að koma skriði á sitt eigið efnahags- líf. Bandaríkjamenn gætu ekki gert það fyrir þær. Ekki er vitað til, að evrópskir seðlabankar hafi reynt að stemma stigu fyrir hækk- un dollarans í dag. Sjá ennfremur: „Ekkert lit á risi dollarans" á bls. 24. ' fcyt * r Eyjafjallajökull: Fjórum bjargað úr snjó- flóði FJÓRIR félagar í Hjálpar- sveit skáta, tveir piltar og tvær stúlkur, voru hætt kotnnir um síðustu helgi þegar þeir urðu fyrir snjó- flóði á Eyjafjallajökli. Gróf- ust þeir undir snjóskriðunni en öðrum félögum þeirra tókst að grafa þá úr fönn- inni ómeidda. Úykir mesta mildi að ekki skyldi fara verr. Félagarnir í Hjálparsveitinni voru fimmtán saman á Eyja- fjallajökli sl. sunnudag, í tveimur hópum, þegar snjó- skriða féll skyndilega á annan hópinn. Voru þeir fimm saman í honum og fjórir í línu en einn laus. Var það Ævar Aðalsteins- son og sagðist honum svo frá að skyndilega hefði hann séð snjóflóðið hrífa félaga sína með sér. Sjálfum tókst honum að komast undan flóðinu. Ævar sá bóla á þremur félaga sinna í fönninni og tókst með hjálp mannanna í hinum hópnum, sem komu strax á vettvang, að bjarga fólkinu. Sjá frétt á baksíðu. Campomanes, forsedi FIDE. Verður aftur sest að tafli? Nn York, 22. febróor AP. FLORENCIO Campomanes, formaft- ur FIDE, Alþjóftaskáksambandsins, hefur gcfift í skyn, aft e.tv. skipi hann þeim Karpov og Kasparov aft setjast aftur aft tafli og taka upp þráftinn þar sem frá var horfift Sagft frá þessu í The New Yorl; Times í dag. í viðtali við fréttamann Times í Aþenu, þar sem Campomanes staldraði við á leið til Filippseyja, sagði hann aö þegar hann hefði rætt betur við keppendurna og ráðgjafa þeirra myndi hann ákveða hvort heimsmeistaraeinvíginu yrði haldið áfram. Kvaðst hann ekki með nokkru móti hafa getað náð tali at' Kasparov en hefði nú beðið sovéska skáksambandið að koma á símasambandi milli þeirra. Campomanes vísaði þvt á bug, að hann hefði látið sovéska skáksam- bandið segja sér fyrir verkum en margiv telja, að ráðamenn eystra hafi ekki getaö hugsað sér aö Kasp arov bæri sigurorð af Karpov, „eft- irlæti flokksins*'. Málaferlin gegn Treholt hefjast á mánudag: Bannað að útvarpa frá réttarhöldunum Eiginkona Treholts, Kari Storækre, verður kvödd til sem vitni Onló, 22. febnáar. Krá Jmn Krik Laaré, fréttammnni Mbl. ASTRID Rynning, aöaldómarinn í réttarhöldunum yfir Arne Treholt, ákvaó í dag, aft hvorki skyldi útvarp- að né sjónvarpaft frá réttarhöldunum en þaft haffti áður verift leyft að nokkru leyti. Fór hún þar aft tilmæl- um lögfræóinga Treholts og lækna hans. Ráðgert hafði verið að útvarpa og sjónvarpa frá því þegar sak- sóknarinn læsi upp ákæruna á hendur Treholt og síðan varnar- ræðu lögfræðinga hans en læknar hans halda því fram, að það yrði honum andleg áraun að sitja frammi fyrir sjónvarpsvélunum. Hefur að vísu ekki verið skýrt. frá áliti þeirra opinberlega en frétta- ritari Mbl. hefur þetta eftir áreið- anlegum heimildum. 1 dag var einnig frá þvl skýrt, aö eiginkonr. Treholts. Kari Stor- ækre, yrfti kvödd til sem vitni en hún heíur hins vegar rétt til að neita að segja nokkuð sem getur komið sér illa fyrir mann hennar. Ef hún neytir þess réttar mun verða lesið upp úr bók hennar um æviárin með Treholt. í fyrstu stóð ekki til að kalla hana sem vitni en eftir að bókin kom út þar sem hún hefur ýmislegt eftir lögfræðingi Treholts og viðurkennir að hafa smyglað bréfum út úr fangelsinu var ákveðið að gera það. Júgóslavía: Menntamenn gagn- rýna sósíalismann Belgrad, 22. febrvar. AIV UM 200 júgóslavneskir menntamenn hafa hvatt til, aft gcrður vcrfti skýrari grcinarmunur á cfnahagsmálum og stjornmalun og umræftr um þau. Var skýrt fra þessti i júgóslavncski blaftt i daxj en Ktift er a áskorur mcnntamann- ann senr bcini-. gagnrým á koramun jstaflokkinn. Menntamennirnir voru sammála um, að meginástæðan fyrir efna- hagskreppunni i landinu væri sú, að pólitísk óskhyggja væri tekin frant yfir heilbrigða skynsemi. I biaðinu er það haft eftir einum mannanna, féiaga i lista- og visindaakademi- unni, aft þa t'yrst muni sósiaiisminn rata á rétt svör. i efnahagsmálununt þegar hætt verður aö tita a þat með flokksgleraugunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.