Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 21
„Rekstur Skíðaskálans
í Hveradölum hefur ver-
ið borgarsjóði mjög erf-
iður undanfarin ár.
Meginástæðan er að hér
er um að ræða veitinga-
og þjónustuhúsnæði
sem staðsett er langt
utan við borgina. Þegar
það síðan bætist við að
húsið er orðið gamalt,
kemur til vibótar við-
haldskostnaður sem er
óvenju hár.“
inástæðan er að hér er um að ræða
veitinga- og þjónustuhúsnæði sem
staðsett er langt utan við borgina.
Þegar það síðan bætist við að hús-
ið er orðið gamalt, kemur til viðb-
ótar viðhaldskostnaður sem er
óvenju hár.
Þegar Gerður talar um að borg-
in hafi ekki sýnt Skíðaskálanum
þann áhuga og alúð sem þurft
hefði, þá er það ekki nema hálfur
sannleikur því borgin hefur þvert
á móti varið fleiri hundruðum
þúsunda á hverju ári undanfarin
ár til viðhalds og reksturs sem að
óbreyttu hefði kostað borgarsjóð
margar milljónir á þessu ári. Auk
þess hafa sérfræðingar borgarinn-
Skíðaskálinn í Hveradölum.
ar eytt ómældum tíma í tæknilega
ráðgjöf og áætlanagerð. Það skýt-
ur einnig skökku við þegar Gerður
talar um að skálinn verði seldur
fyrir of lágt verð því það hlýtur
hún að vita að auk kaupverðsins
tekur kaupandi á sig bráðnauð-
syniegar viðgerðir á húsinu sem
metnar eru á um 6 milljónir króna
í dag. Varðandi leyfi til fram-
kvæmda hafa þau í öllum tilfellum
verið sótt til bygginganefndar í
Ölfushreppi eins og byggingar-
reglugerð segir til um.
Samráð hefur verið haft við
arkiteka um þessar breytingar en
í framhaldi af samþykkt borgar-
stjórnar hefur nú verið leitað eftir
formlegri ráðningu arkiteks að
málinu.
Varðandi þátt Skíðafélags
Reykjavíkur er þar gert meira úr
málum en ástæða er til. Þeir hafa
hingað til og munu einnig í fram-
tíðinni fá aðstöðu til stjórnar og
fundarstarfa eftir því sem þörf er
til enda hefur samstarf við félagið
verið með ágætum ef undan er
skilinn einn stjórnarmaður.
Lykla og aðgang að herbergjum
sem Skíðafélagið hafði áður hef ég
allan tímann haft. Skjöl og muni
félagsins hefur félagið sjálft fjar-
lægt og þeim ekki verið brennt
eins og fullyrt er. Hins vegar voru
brenndir tveir aflóga dívangarmar
aðallega af heilbrigðisástæðum.
Félaginu hefur einnig staðið til
boða að nota söluskálann sem að-
stöðu vegna mótahalds enda hafa
fulltrúar Ölfushrepps ekki verið
hrifnir af því að bráðabirgðaskúr
verði settur á lóðina, og stjórn
Skíðafélagsins alls ekki einhuga
um það hugsjónamál eins stjórn-
armannsins.
Þær framkvæmdir sem nú
standa yfir við Skíðaskálann eru
fyrst og fremst til þess ætlaðar að
skapa líf á ný í þessu gamla skíða-
landi Reykvíkinga þar sem reynt
er eftir föngum að viðhalda sér-
kennum hússins um leið og opnað-
ir eru möguleikar til víðtækari og
fjölbreyttari þjónustu eins og
krafist er í nútímaþjóðfélagi.
Það er von okkar að í framtíð-
inni geti Gerður hvílt lúin bein og
borðað nestið sitt í glerskálanum
okkar án þess að fara úr skíða-
skónum eða skellt sér í heitu pott-
ana sem líka er verið að koma upp
og notið þess með okkur að vagga
skíðaíþróttarinnar var ekki látin
fúna niður eða verða ölmusuþegi
af almannafé. Trúlegast er að
Gerður biðji líka um friðun á
glerskálanum eftir það.
Carl Jónas Johansen er reitinga-
madur og heíur Skíðaskálann í
Hveradölum á kaupleigusamningi.
V.
Það era fleiri í fjölskyldunni sem fagna
• ANNAFARGJALDI
Amamugs ^
því að nú getur pabbi verið heima um helgina
<*
ANNAFARGJALD Arnar-
flugs gerir þér kleift að fara
í stutta ferð til útlanda í
miðri viku fyrir 38% lægra
verð en hingað til og þú þarft
ekki að dveljast erlendisyfir helgi
til að ná þessum sþarnaði. Þú
getur því varið helginni heima
með fjölskyldunni, í stað þess
að dveljast í hótelherbergi er-
lendis einungis til þess að geta
ferðast á lægra fargjaldi. Fjöl-
skyldan verður örugglega
ánægð með þessa breytingu.
Á undanförnum árum hafa
komið á markaðinn ýmis sérfar-
gjöld - giæn, rauð, PEX, APEX
- mun iægri en almenna far-
gjaldið. Farþegar eru að vonum
ánægðir með þessa þróun. En
fargjöldunum fylgir sú kvöð, að
farþegarnir verða að dveljast er-
lendis yfir helgi. Þeir, sem hafa
þurft að fara í stuttar ferðir til
útlanda, gjarnan í viðskiptaer-
indum, hafa því annaðhvort
orðið að greiða hæsta fargjaldið
eða orðið að dveljast erlendis
yfir helgi til að ná lágu sérfar-
gjaldi. ANNAFARGJALD Arn-
arflugs - 20.435 krónur tll
Amsterdam - breytir þessu
dæmi.
Þurfirðu að fara í stutta ferð
erlendis, er ávinningur þinn
margvíslegur: Meira en 12.500
ARNARFLUG
Lágmúla 7 Sími 84477
króna lækkun fargjalds, mið-
að við almennt fargjald, eng-
inn óþarfur dvalarkostnaður
erlendis yflr helgl, betri nýt-
ing vinnudaga og síðast en
ekkl síst - þú getur verlð
helma hjá fjölskyldunni um
helgina. Það eru því fleiri en
þú sem eru ánægðir með nýja
ANNAFARGJALDIÐ.