Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985
19
Kirkjuhjálp og kirkjuorgel
- eftir Jakob
Jónsson
Ég hefi ekki í hyggju að skrifa
langa ritgerð, en get satt að segja
ekki stillt mig um að taka til máls
um þá hugsanavillu, sem fram
hefir komið í blaðaskrifum, þar
sem kirkjuhjálpinni er teflt fram
til óþurftar öðru gagnlegu máli,
sem sé orgeli Hallgrímskirkju.
Mig langar til að ræða málið út
frá ísköldu skynsemisjónarmiði
miðað við þær staðreyndir, er
fyrir liggja.
1. Ég tel kirkjuhjálpina eitt hið
al-merkasta, sem íslenzka kirkjan
hefir stofnað til á þessari öld.
2. Ég tel Hallgrímskirkju í
Reykjavík á sama hátt andlegt og
efnislegt stórvirki, sem eigi eftir
að verða ein af höfuðstoðum
menningar, og miða þá ekki við
fsland eitt.
3. Kirkjuhjálpin beini starfi
sínu mest til Eþíópíu og Póllands,
eins og sakir standa. Gerum nú
ráð fyrir, að vegna þeirra verkefna
sé nauðsynlegt að láta Hallgríms-
kirkju sitja á hakanum. Einhvern
tíma mun kirkjuhjálpin þó eiga
eftir að sinna öðrum verkefnum,
og þá hlýtur sú spurning að vakna,
hvort þá þurfi ekki líka að láta
Hallgrímskirkjú verða útundan.
Niðurstaðan verður einfaldlega
sú, að svo lengi sem kirkjuhjálpin
starfar megi alls ekki fullgera
kirkjuna.
4. Það er ekki Hallgrímskirkja
ein, sem keppir við kirkjuhjálpina
um peninga landsmanna. Við er-
um að koma upp hljómleikahöll,
keiluspilshúsi, reiðhöll, leikhúsi,
skátahöll, bönkum „í massavís",
samkomustað „fyrir 2500 manns",
nokkrum kirkjum, sjúkrahúsum,
elliheimilum, náttúrufræðasafni,
— svo að eitthvað sé nefnt. Ef
orgelið í Hallgrímskirkju stendur
í vegi fyrir nægilegri fjársöfnun
til kirkjuhjálparinnar, þá er at-
hugandi, hvort ekki er nauðsyn-
legt að láta eitthvað fleira „bíða“?
Er rökrétt að líta svo á, að þeir
einir, sem styðja Hallgrímskirkju,
séu líklegir til að láta fé sitt renna
til hjálpar hungruðum, ef slakað
yrði á klónni við þær framkvæmd-
ir, sem þeir bera fyrir brjósti? Ég
held, að slíkur hugsunarháttur feli
í sér fullmikið hrós um okkur, með
fullri virðingu fyrir „velunnurum
Hallgrímskirkju" yfirleitt.
Jakob Jónsson
„ÁstæÖan fyrir því, að
Hallgrímskirkja þarf
stærra og fullkomnara
orgel en aörar kirkjur,
er einfaldlega sú, að viö
setjum ekki trillu-mótor
í skuttogara. ÞaÖ eru til
nokkur orgel í heimin-
um sem þjóna heilum
heimsálfum."
5. Ástæðan fyrir því, að Hall-
grímskirkja þarf stærra og full-
komnara orgel en aðrar kirkjur, er
einfaldlega sú, að við setjum ekki
trillumótor í skuttogara. Það eru
til nokkur orgel í heiminum, sem
þjóna heilum heimsálfum. Ég
minnist t.d. margra ánægjustunda
sem við höfðum á litla prestsetr-
inu í Wynyard við að hlusta á
tónlistina frá hinu fræga orgeli
mormónamusterisins í Utah i
Bandaríkjunum.
6. Það má auðvitað lengi deila
um það, hvað eigi að sitja fyrir,
þegar maður opnar buddu sína til
Sagði hann það hugsanlegt að
17 kg næðust á tilraunabúum.
Samkvæmt tölum sem hann
hefði frá tilraunabúi við búnað-
arskóla í Noregi væri meðaltalið
þar 13,8 til 16,1 kg af eggjum
eftir hverja hænu á ári eftir
hænsnahópum. Hann vildi einn-
ig að það kæmi fram að við sam-
anburð á afföllum í hænsna-
stofninum hér og erlendis yrði
að hafa það í huga að íslenskir
eggjaframleiðendur þyrftu að
búa við mjög erfiðan sjúkdóm á
búum sinum, svokallaða
hænsnalömum. Bannað væri að
bólusetja hænurnar gegn henni
en þaö væri gert i Noregi og öll-
uni nálægum löndum.
Varðandr meiri fóðurnotkun
hér á landi á hvert. kg eggja og
vanhaldaprósentu sagði Einar
~x
_ juglýsínga-
siminn er 2 24 80
að gefa. Einn vill þetta og annar
hitt. En ég hefi alltaf haldið því
fram, að Hallgrímskirkja ætti
nóga peninga, ef þeir, sem hafa þá
undir höndum, koma því í verk að
skila þeim á réttan stað. Og ég
held því einnig fram, að nóg sé til
handa öðrum, þó að hún fái sitt. Á
tslandi er til fjöldi manns, sem á
meira en nóga peninga handa sér
og sínum til dauðadags. Einn
kunningi minn er vanur að segja:
„Líkklæðin hafa enga vasa.“ Sum-
ir frægustu háskólar heimsins og
vísindastofnanir eru til orðnar
vegna dánargjafa efnaðra manna,
sem töldu sjóði sína verða niðjun-
um bezt að gagni með þessu móti.
Hallgrímskirkja hefir á liðnum
áratugum þegið margar gjafir,
bæði litlar og stórar á heimsins
mælikvarða, — og ég vona, að
einnig kirkjuhjálpin njóti góðs af
þeim boðskap, sem fluttur er í tali
og tónum frá Hallgrímskirkju. —
Ég held, að þeir, sem unna Hall-
grímskirkju, séu líklegri til að
muna líka eftir kirkjuhjálpinni —
og „að lokum" (eins og blaðamenn-
irnir segja) vil ég þakka hinu háa
Alþingi fyrirfram fyrir rausnarl-
egan stuðning við kirkju-
bygginguna — enda kirkjan byggð
samkvæmt ákvörðun Alþingis á
sínum tima.
Fyrir mörgum árum safnaði
kvenfélag Hallgrímskirkju pen-
ingum fyrir hinu hljómmikla
klukkuspili kirkjunnar. Einstakl-
ingar og fyrirtæki „borguðu" eina
eða fleiri klukkur. Ég veit ekki,
hvort hægt er að verðleggja
hverja pípu í orgelinu fyrir sig, en
þó að ekki sé hægt að afmarka
gjafir á þann hátt, er gaman til
þess að hugsa, að samhljómarnir
verði árangur af samtökum, sam-
starfi og samskotum allrar þjóð-
arinnar. Það er ekki kirkjan sem
stofnun, er efnir til samskota
vegna orgelkaupa, heldur er það
almenningur, sem vegna áskorana
nokkurra einstaklinga gefur til
kirkjunnar í sérstöku augnamiði.
Og ég vona að enginn, sem ann
Hallgrímskirkju, sýni það smekk-
leysi að átelja samborgara sina
fyrir að styðja samskot í þágu
annarra góðra málefni jafnframt.
Dr. theol. Jakob Jónsson er fyrr-
rerandi sóknarprestur í Hallgríms-
söfnuði.
í--.
ÆmmmÆ
SUMIR VERSLA DÝRT
AÐRIR VERSLA
HJÁ OKKUR
Einar Eiríksson formaður Félags alifuglabænda:
Upplýsingar Sam-
bands eggjaframleið-
enda standast ekki
EINAR Kiríksson í Miklaholtshelli, formaður Félags alifuglabænda, seg-
ir að upplýsingar Sambands eggjaframleiðenda um að norskir eggjafram-
leiðendur fái 70% meira af eggjum eftir hverja varphænu standist ekki.
Hann sagði í samtali við blaðamann Mbl. að samkvæmt skjalfestum
upplýsingum sem hann hefði frá Noregi væri landsmeðaltalið þar ekki 17
kg eftir hverja hænu á ári eins og haldið var fram, heldur 13,5 kg.
og erfitt væri að staðreyna tölur
Sambands eggjaframleiðenda.
Ekki væri hægt að slá þeim fram
með þeim hætti sem gert væri
því þær byggðust ekki á þeim
skýrslum sem nauðsynlegar
væru við slíka útreikninga.
Sagði Einar að þó varphænurnar
væru jafn lélegar og Samband
eggjaframleiðenda teldi, hefðu
egg ekki verið dýrari á íslandi en
í Noregi, og oft ódýrari. Ekki
væri hægt að sjá þann mun á
hænununi sem af væri látið í út-
söluverði eggjanna.
Eiginmenn -
Konudagurínn er á morgun
Hvemig væri að vera
myndarlegur og sjá um
sunnudagssteíkina?
Við eigum uppskriftina:
Sítrónu-Lambahryggur
Sítrónu-Lambalæri
Fylltar Húsbóndabökur
Nýgrillaðir Kjúklingar
J ° - til að taka með sér.
Kynnum í dag í Mjóddinni:
Maarud kartöfluflögur
Sykurlausan 1 \ Q.oo
Svala18stk-■'kassa XAO
Kínarúllur með soyjasósu
Rauð B.C. ^O.OO
Úrvals epli 1. fl.
pr. kg.
\N^
V
Opið til kl. 16
í MJODDINNI
& STARMÝRI
en til kl. 13 í AUSTURSTRÆTI
VÍÐIH
STARMÝR! 2 AUSTURSTRÆT! 17 MJÓDDINN5