Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985
Frá fréttamannafundinum í gær. Idnaðarráðherra situr við enda borðsins næst okkur. Fremst til hægri eru Pálmi Jónsson stjórnarformaður RARIK og Kristján
Jónsson rafmagnsveitustjóri. Þá starfsmenn RARIK og fréttamenn. Fremst til vinstri er Hannes Þ. Sigurðsson starfsmaður iðnaðarráðuneytis, síðan Reynir
Kristinsson Hagvangi, sem gerði grein fyrir niðurstöðunum. Vinstra megin sitja síöan starfsmenn Hagvangs og fréttamenn.
Breytingar á rekstri og skipulagi RARIKS:
Beinn sparnaður rúm-
lega 121 milljón króna
Starfsmönnum fækkað um 100 frá í janúar 1983, yfirvinna minnkuð um
sem svarar 52 stöðugildum frá árinu 1982
ffTARFSMÖNNUM Rafmagnsveitna ríkisins hefur verið fækkað um 100 frá í
janúarmánuði 1983, eða úr 411 í janúar 1983 í 311 í febrúar 1985. Yfirvinna
hefur verið minnkuð um sem nemur 52 stööugildum frá árinu 1982, eða úr 180
stöðugildum í 128 árið 1984. Þá verður bífreiöum fyrirtækisins fækkað úr 129
1. janúar 1984 í 111 31. desember nk., en bifreiðaeignin nam 156 sumarið 1983
og hefur þeim þá fækkað frá þeim tíma um 45 á næstu áramót. RARIK hefur
ennfremur minnkað við sig húsnæði og birgðir, auk þess sem skrifstofukostn-
aður hefur farið lækkandi.
Þetta hefur gerst í tengslum við
úttekt Hagvangs hf. á fyrirtækinu
samkvæmt beiðni iðnaðarráðherra
frá í ágústmánuði 1983. Á frétta-
mannafundi, sem haldinn var til að
kynna árangur framkvæmdar á
nýju skipulagi, sem iðnaðarráð-
herra staðfesti og tók gildi 15.
febrúar 1984, í framhaldi af könn-
uninr.i, kom m.a. fram, að Hag-
vangsi lenn telja varlega áætlað, að
beinn sparnaður vegna aðgerðanna
nemi rúmri 121 millj. kr. á ári. Þá
er gert ráð fyrir að enn frekari
árangurs sé að vænta á næstu ár-
um.
Stefnt var að því að hið nýja
skipulag yrði komið endanlega til
framkvæmda 15. febrúar sl. Á
fréttamannafundinum í gær, sem
iðnaðarráðherra, fulltrúar hans,
auk fulltrúa Rafmagnsveitna rfkis-
ins og Hagvangs hf. sátu, sagði
ráðherra m.a., að sá hluti skipu-
lagsbreytinganna sem kominn væri
til framkvæmda hefði tekist vel og
væru starfsmenn ánægðir með þær
breytingar sem gerðar hefðu verið.
Hann sagði að framkvæmdin hefði
gengið hægar en ætlað hefði verið,
en að hann fagnaði því að þær
hefðu tekist vel gagnvart starfs-
fólki, en starfsmannabreytingar
væru ávallt viðkvæmar. Þá þakkaði
ráðherra öllum þeim, sem staðið
hafa að skipulagsbreytingunum og
framkvæmd þeirra.
Bifreiðum enn fækkað
á þessu ári
Reynir Kristinsson Hagvangi
gerði grein fyrir skipulagsbreyt-
ingunum. Reynir sagði aðalástæðu
þess, að framkvæmd skipulags-
breytinganna hefði dregist, þá, að
erfiðlega gengi að fá heimildir fjár-
málaráðuneytis til ráðningar fjár-
málafulltrúa og tæknifulltrúa á
svæðisskrifstofur. Hann gerði síð-
an grein fyrir starfsmannafækkun
og bifreiða. Ætlunin er að fækka
bifreiðum enn á þessu ári og gert
ráð fyrir að fækka þeim um 17.
Verða 37 seldar en 20 nýjar keypt-
ar. Þá nefndi hann að ljóst væri, að
endurskoða þyrfti í framhaldi af
þessu yfirstjórn RARIK og ýmsa
þætti varðandi hana svo sem lög-
gjöf o. fl. Hann þakkaði að lokum
gott samstarf, sem hann sagði að
hefði á stundum verið nokkuð
stormasamt.
Kristján Jónsson rafmagnsveitu-
stjóri hóf mál sitt á því, að segja að
mjög gott samstarf hefði strax
náðst um þessi mál, en „óheppi-
legur fréttaflutningur", eins og
hann nefndi það, hefði skyggt
nokkuð á. Hann sagði að mikil
vinna lægi að baki en í dag væru
menn ánægðir með breytingarnar,
sem hann gerði síðan grein fyrir.
Á fundinum var lögð fram grein-
argerð Hagvangs hf. og önnur
greinargerð RARIK, auk fréttatil-
kynningar iðnaðarráðuneytis. Það
kemur m. a. fram, að skuldastaða
RARIK er slæm og ljóst að skuld-
breytingar verða að eiga sér stað
innan tíðar. Iðnaðarráðherra sagði
að þessu tilefni, að það ætti ekki að
verða til vandræða, lánstraust
okkar erlendis væri gott þannig að
unnt ætti að vera að framlengja
lán, en alls ekki kæmi til greina að
bæta á skuldabaggann hvorki hjá
RARIK né öðrum fyrirtækjum i
umsjón iðnaðarráðuneytis.
Orkusjóður óþarfur?
í greinargerð RARIK er m.a.
fjallað um Orkusjóð og að því kom-
ið, að iðnaðarráðuneyti ætti fremur
en Orkusjóður að annast greiðslur
úr ríkissjóði til RARIK og mætti
með því fella niður greiðslur RA-
RIK til Orkusjóðs. Iðnaðarráð-
herra var spurður, hvort Orkusjóð-
ur væri e.t.v. óþarfur. Hann sagði,
að nú þegar væri búið að afnema
rennsli verðjöfnunargjalds á raf-
7
orku í gegnum Orkusjóð. Þessi mál
væru öll í athugun og myndi hann
leggja tilögur varðandi sjóðinn
fyrir ríkisstjórn og þingflokka
mjög bráðlega. Það væri á hreinu,
að Orkusjóður kæmist ekki upp
með áframhaldandi skuldasöfnun.
Nokkuð var rætt um dísilkeyrslu
fyrirtækja RARIK, en í nýju
fréttabréfi fyrirtækisins kemur
fram að það hafi sparað umtals-
verðar upphæðir með því að keyra
vélar á dísilolíu í stað kaupa frá
Landsvirkjun. Iðnaðarráðherra
sagði í því sambandi að í tilteknu
dæmi væri um tímabundna ráð-
stöfun að ræða og raunar mistök,
sem ekki ættu að geta endurtekið
sig. Sitt sýndist hverjum um mál
þetta á fundinum.
Þá kom fram að unnið er að því
að koma á nýju innheimtukerfi og
hefur RARIK fest kaup á svoköll-
uðu ABBAS-raforkureikninga- og
innheimtukerfi frá Rafmagnsveit-
um Reykjavíkur. Með því segja
þeir, að unnt verði að upplýsa
kaupendur betur um áætlaða raf-
orkunotkun. Þá verður komið á
vanskilavöxtum og árangursríkari
innheimtuaðferðum beitt, eins og
það er orðað.
„Valddreifíng grund-
vallaratriðið“
1 inngangi skýrslu Hagvangs er
sagt, að skipulagsbreytingarnar
hafi tekist vel og starfsmenn séu
yfirleitt ánægðir. Aðspurðir um
orðið „yfirleitt" sögðu Hagvangs-
menn að kannski mætti finna ein-
hvern sem ekki væri ánægður.
Formaður starfsmannaráðs RÁ-
RIK sagði í þessu sambandi, að rétt
væri að starfsmenn væru ánægðir
með nýja skipulagið. Auðvitað
vildu þeir fyrirtækinu allt hið
bezta og væru því ánægðir, þó „anzi
veðrasamt" hefði verið í fyrirtæk-
inu í upphafi aðgerða. Stjórnarfor-
maður RARIK Pálmi Jónsson, tók
undir orð hans og sagði að vel hefði
til tekist með breytingarnar, þó
stormasamt hefði verið. Hann
kvaðst vilja taka undir orð raf-
magnsveitustjóra og taldi “storm-
inn“ eiga upptök sin í „óþarflega
vondri fjölmiðlun".
Sigurður Eymundsson rafveitu-
stjóri á Blönduósi kvaddi sér hljóðs
í lok fundarins og tjáði fundar-
mönnum, að starfsmenn RARIK
úti á landsbyggðinni væru mjög
ánægðir með þessar breytingar.
„Grundvallaratriðið er valddreif-
ing og við erum mjög ánægðir með
árangurinn,“ sagði hann.
Cap d'Agde er hinn óumdeilanlegi sólarstaður allrar fjölskyldunnar. 36.000 m2
vatnsskemmtigarðurinn Aqualand. 63 tennisvellir „gokart " — akstursbraut, frábær
baðströnd, miðbær með bátahöfn, veitingastöðum og verslunum og tugir diskóteka,
skemmtistaða og næturklúbba. Skammt undan eru stórkostlegir hellar, rómverskar
minjar, Carcassonne virkið, verslunarborgin Montpellier og víngarðarnir við Rhöne,
svo fátt eitt sé nefnt.
Frakkarnir hafa lagt sig fram við að gera Cap d'Agde að fjölskyldustað og tekist það
stórkostlega vel. Úrvalshótelin L'Alhambra og Hotel du Golf eru líka á besta mögulega
stað fyrir fjölskyldufólk, — við hliðina á Aqualandi og örskammt frá slröndinni. Það
verður svo sannarlega enginn fyrir vonbrigðum í Cap d'Agde.
Það er uppselt í I. ferðina en aðrar brottfarir eru: 14/6, 3/7, 24/7, 14/8, 4/9.
Ferðatilhögun: Beint leiguflug til Marseilles. Þaðan er um 3ja klst. akstur með rútu til
Cap d'Agde.
Dvalartími: 3 vikur. Verð frá kr. 28.700,-
Barnaafsláttur: 0—1 árs greiða 10%, 2—II ára greiöa 50%, og 12—16 ára greiða
70%, nema 15 ára sem fá 50% afslátt í tilefni 15 ára afmælis Úrvals.
Cap d'Agde er sólarstaður allrar fjölskyldunnar.
FBHHSKRffSIOraN ÚRVAl
Ferðaskrifstofan Úrval við Austurvöll, sími (91)-26900.
QOTT FOLK