Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 á útvarpið? Hver eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur Um útvarpsmálið hefur mikið verið rætt ok ritað að undanförnu, enda iiggja nú fyrir Alþingi tvö frumvörp til útvarpslaga auk fjölda breytingartillagna. Þegar þetta er ritað er nýlokið umræðu, ef umræðu skyldi kalla, um út- varpslagafrumvarp Kvennalistans í efri deild Alþingis og er von á útvarpslagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar úr menntamálanefnd neð- ri deildar innan skamms. Lands- menn mega því eiga von á áfram- haldandi umræðu um útvarpsmái, þótt viðbúið sé að ekki hafi ölium gefist kostur á að kynna sér þau mismunandi sjónarmið sem uppi eru í þessum málum og taka til þeirra afstöðu, þar sem fulltrúar hinna mismunandi skoðana hafa nokkuð ójafna aðstöðu til að koma áliti sínu á framfæri við almenn- ing. Umræöur á Alþingi Þegar frumvarp Kvennalistans til útvarpslaga kom til fyrstu um- ræðu í efri deild Alþingis 11. febrúar sl. gerðust þeir atburðir að Eiður Guðnason, þingmaður Alþýðuflokksins fyrir Vestur- landskjördæmi, geystist í ræðu- stólinn og átti ekki nógu stór orð til að lýsa vanþóknun sinni og fyrirlitningu á því frumvarpi sem til umræðu var. Þau orð voru vandlega tíunduð í Morgunblaðinu og er því væntanlega ekki þörf á að endurtaka þau hér. Sennilega hefur sú kvenfyrirlitning sem endurspeglast í orðum þing- mannsins ekki farið fram hjá mörgum, né heldur það að hann taldi öll tormerki á því að frum- varpið fengi eðlilega þinglega um- fjöllun og lagði til að því yrði veitt „hægt andlát í nefnd“ eins og hann orðaði það. Virtist sem þing- manninum þætti heldur lítið til þinglegra vinnubragða koma og til Alþingis sem vettvangs mismun- andi skoðana. Þessar skoðanir þingmannsins tóku svo til allt rýmið fyrir umfjöllun fjölmiðla um umræður um frumvarpið með þeim afleiðingum að fæstir vita um hvað frumvarpið snýst. Því vil ég gera bragarbót á og fjalla hér eins stuttlega og kostur er um sjónarmið Kvennalistans í útvarpsmálum. Almenningsréttur til útvarps í allri þeirri umræðu, sem fram hefur farið um útvarpsmál að undanförnu, hefur giögglega kom- ið í ljós að menn eru ekki á eitt sáttir um það hver eigi Ríkisút- varpið eða hvað felist í svonefnd- um einkarétti Ríkisútvarpsins á útvarpi hér á landi. Meginatriði frumvarps ríkis- stjórnarinnar til útvarpslaga eins og það liggur nú fyrir er að þar er þessi einkaréttur Ríkisútvarpsins á útvarpi afnuminn og hafa tals- menn þeirrar stefnu í útvarpsmál- um gengið svo langt að kalla einkarétt Ríkisútvarpsins einok- un, án þess þó að skilgreina hver sé að einoka hvern í þessum mál- um. Hefur þeim sem þannig tala að því er virðist gersamlega sést yfir þá staöreynd að Kíkisútvarpið er eign íslensku þjóðarinnar allrar, að því ber samkvæmt lögum að gæta hagsmuna allra sem þetta land byggja og getur því varla tal- ist einoka einn eða neinn á meðan. Einkaréttur Ríkisútvarpsins á út- varpi er almenningsréttur, réttur sem á að tryggja að landsmenn allir hafi sama rétt gagnvart þeirri fjölmiðlun sem fram fer í hljóðvarpi og sjónvarpi og að þar sé öllum sjónarmiðum gert jafn hátt undir höfði. Raunverulegt einkaréttarfyrir- komulag á útvarpi felst hins vegar í þeim einkarekstri útvarpsstöðva sem frumvarp ríkisstjórnarinnar til útvarpslaga kveður á um og sá einkaréttur getur hugsanlega snú- ist upp í raunverulega einokun á þessu sviði, einokun þeirra sem fjármagn hafa til að stunda jafn fjárfrekt fyrirtæki og útvarps- rekstur. Slíkri skipan mála viljum við Kvennalistakonur ekki stuðla að og leggjum því til í útvarps- lagafrumvarpi okkar að almenn- ingsréttur á útvarpi verði áfram tryggður hér á Iandi. En við látum ekki þar við sitja. í frumvarpinu leggjum við til umfangsmiklar breytingar á Ríkisútvarpinu svo það megi sem best gegna hlutverki sínu sem opinn og lifandi fjöl- miðill landsmanna allra. Þriöja hljóövarpsrásin í frumvarpi Kvennalistans er gert ráð fyrir stóraukinni starf- semi Ríkisútvarpsins og að það verði opnað öllum þeim, sem áhuga hafa á að láta til sín taka á þessum vettvangi fjölmiðlunar. Við gerum ráð fyrir að komið verði á fót þriðju hljóðvarpsrás- inni, sem ætluð er fyrir hvers kon- ar efni frá félagssamtökum, hags- munahópum og einstaklingum sem þar með hafa beinan aðgang að þeirri fjölmiðlun sem hljóð- varpstækni veitir. Okkur þykir fráleitt, að félög eða einstaklingar, sem vilja notfæra sér beinan að- gang að hljóðvarpi, þurfi hver fyrir sig að fjárfesta í hljóðveri og öðrum nauðsynlegum tækjabún- aði. Því leggjum við til að Ríkis- útvarpið leggi slíkan búnað til, en þeir sem nýta vilja þessa aðstöðu beri annan kostnað við þáttagerð- ina. StaÖbundnar stöövar Jafnframt er í frumvarpinu gert ráð fyrir að sveitarfélög, eitt eða fleiri, geti tekið sig saman og kom- ið á fót staðbundnum útvarps- stöðvum heima fyrir og er það lagt í hendur íbúa hvers sveitarfélags að ákveða hvort stofna skuli slíka útvarpsstöð á svæðinu. Hlutverk sveitarstjórna í þessu efni er ein- göngu að sjá um að kosning fari fram og sækja, að fenginni vilja- yfirlýsingu íþúa, formlega um að útvarpsstöð verði stofnuð. Gert er ráð fyrir að íbúar á hverjum stað standi undir hluta stofnkostnaðar við slíkar stöðvar sjálfar og að hver stöð standi síðan sjálf undir rekstri sínum, enda renni tekjur hennar beint til hennar sjálfrar. Þannig ber að skoða hverja slíka stöð sem sjálfstæða útvarpsstöð, þótt hver og ein teljist til Ríkis- útvarpsins og falli undir þau lög sem um Ríkisútvarpið gilda. Landsrásir Ríkisútvarpsins þjóna landsmálum fremur en mál- um sem varða einstök héruð og byggðarlög, og með staðbundnu Sigríður Dúna Kristmundsdóttir „Raunverulegt einka- réttarfyrirkomulag á út- varpi felst hins vegar í þeim einkarétti útvarps- stöðva sem frumvarp ríkisstjórnarinnar til út- varpslaga kveður á um og sá einkaréttur getur hugsanlega snúist upp í raunverulega einokun á þessu sviði, einokun þeirra sem fjármagn hafa til aö stunda jafn fjárfrekt fyrirtæki og út- varpsrekstur.“ stöðvunum er komið til móts við þarfir einstakra byggðarlaga, sem landsrásirnar ^eta ekki orðið við. Hvað uppbyggingu staðbundinna stöðva varðar má telja eðlilegt að byrjað verði með landshlutastöðv- arnar þannig að þróunin í upp- byggingu verði sambærileg í öllum landshlutum og fleiri stöðvar bæt- ist síðan við eftir því sem svigrúm leyfir. Með þriðju hljóðvarpsrás- inni og staðbundnu stöðvunum eykst þjónusta Ríkisútvarpsins bæði að umfangi og fjölbreytni jafnframt því sem tryggt er að landsmenn hafi greiðari aðgang að þessum fjölmiðli en nú er. Fjármál Ríkisútvarpsins Það gefur augaleið að til þess að tryggja að Ríkisútvarpið geti í raun aukið starfsemi sína og full- nægt lagalegum skyldum sínum þarf fjármagn og því er lagt til í frumvarpi Kvennalistans að tekj- ur Ríkisútvarpsins verði auknar verulega frá því sem nú er. Er það gert með því að fella niður tolla- gjöld af tækjum sem Ríkisútvarp- ið flytur inn til eigin þarfa og að aðflutningsgjöld af hljóðvarps- og sjónvarpstækjum og hlutum í þau renni beint til Ríkisútvarpsins. Á árinu 1983 var hér samanlagt um rúmar 70 milljónir króna að ræða. Auk þess er lagt til að Ríkisút- varpið verði undanþegið söluskatti af auglýsingum rétt eins og dag- blöðin en árið 1983 nam hann rúmum 35 milljónum króna. Mið- að við árið 1983 er hér um 105 milljón króna tekjuaukningu að ræða en þetta sama ár hljóðuðu rekstrarreikningar Ríkisútvarps- ins upp á rúmlega 250 milljónir króna, þannig að ljóst má vera að frumvarpið gerir ráð fyrir að tekj- ur Ríkisútvarpsins aukist veru- lega. Hitt er svo aftur jafnvíst að ekki er framkvæmanlegt að gera marktæka kostnaðaráætlun um þá uppbyggingu Ríkisútvarpsins sem hér er lögð til vegna þess að hún fer að hluta til eftir óskum íbúa hverju sinni og kostnaðar- hlutdeild þeirra í stofnun og rekstri nýrra stöðva, auk þess sem hún mun taka mið af sífellt nýrri tækni á þessu sviði og því breyti- legum kostnaði. Þó ætti að vera vandalaust að koma upp þriðju, opnu útvarpsrásinni fljótlega, þar sem kostnaður við hana mun vera svipaður og vegna rásar 2, eða um 60 milljónir króna á núgildandi verðlagi, sem er aðeins hluti þess fjár sem frumvarpið gerir ráð fyrir að bætist í sjóði Ríkisút- varpsins árlega. Eftir sem áður er það síðan vitaskuld í höndum Al- þingis að ákveða nýja tekjustofna Ríkisútvarpsins og þar með þann hraða sem á uppbyggingu þess verður. Aukin ábyrgö starfsmanna Við Kvennalistakonur erum þeirrar skoðunar að stuðla beri að valddreifingu og afnámi miðstýr- ingar á sem flestum sviðum þjóð- lífsins án þess að gengið sé á jafn- an rétt landsmanna til lífsins gæða. Því eins og segir í stefnu- skrá Kvennalistans teljum við að valddreifing af því tagi stuðli að „frjórra og fjölbreytilegra mann- lífi, þar sem tekið er tillit til þess Hvaö er virðisaukaskattur? Magnús L. Sveinsson Asmundur Stefánsson Fyrir Alþingi liggur frumvarp um virðisaukaskatt. Ef frumvarpið verður að lögum: Hækka nauðsynjavörur? Hefur það áhrif á kjör launafólks? Verður afkoma heimilanna verri? Leiðir það til betri skattskila? Þessum spurningum og fleiri svara framsögu- mennimir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Árni Koibeinsson skrifstofustjóri í Qár- málaráðuneytinu á almennum fundi Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur á Hótel Sögu, Súlnasal, mánudaginn 25. febr. kl. 20.30. Fundurinn er öllum opinn. Fundarstjóri: Magnús L. Sveinsson. Verzlunarmannafélag KeyHJavikur Danmörk: Atvinnuleysi niður í 10% Kaupnunnahofn. 22. rebrúar. AP. ALLS voru 262.400 manns atvinnu- lausir í Danmörku í desember og hafði fjölgaö um 4.000 frá því í nóv- ember, en fækkað um 23.700 frá því á sama tíma árið áður, að því er fram kom í frétt frá dönsku hagstof- unni í dag, föstudag. Samkvæmt desembertölunum nam atvinnuleysið 10% af heild- arvinnuaflinu, samanborið við 9,8% í nóvember og 10,9% í des- ember 1983. Mannrán á Sri Lanka Colombo, 22. febrúar. AP. SKÆRULIÐAR Tamíla rændu tveimur embættismönnum í norður- hluta Sri Lanka í dag samkvæmt opinberri tilkynningu. Mönnunum, sem báðir eru Tam- ílar, var rænt úr langferðabíl sem var á norðurleið. Skræruliðarnir, sem rændu mönnum, voru vopnað- ir vélbyssum, en ekki er vitað hve margir þeir voru. Annar þeirra sem rænt var var héraðsstjórinn í héraðinu Mulla- itivu. Aðstoðarmanni hans var rænt ásamt honum. Dóttir héraðs- stjórans skýrði frá ráninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.