Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985
fclk í
fréttum
Harry
og Victoria
SENN LÍÐUR AÐ HJÓNABANDI
VICTORIU OG HARRY:
Victoria borgar
lögmannskostnaðinn
Skilnaðarmál lýtalæknisins Harry Glass-
man, sem verið hefur fylgihnöttur Victoriu
Principal um margra mánaða skeið, eru nú loks
að komast á hreint og hann hefur fyrir löngu
lýst yfir áformum sínum að ganga að eiga „Pam-
elu“. Hún er auðvitað með í ráðum og hefur
notað tímann til að vinna hug og hjörtu tveggja
barna Glassmans, Brooke og Andrew. Það gekk
illa til að byrja með, en Victoria hefur unnið á
og er nú góður vinur barnanna tveggja þó varla
komi hún í móðurstað, enda börnin stálpuð. Þó
Glassman og Victoria andi eflaust léttar er hið
illskeytta skilnaðarmál verður úr sögunni, þá
mun þó enn loga í gömlum glæðum. Látum vera
tilfinningaglæðurnar, aðrar glæður eru til um-
ræðu hér. Harry er nefnilega skuldum vafinn.
Hann skuldaði 260.000 dollara áður en skilnað-
armálið hófst, aðallega vegna einbýlishúss
þeirra hjóna, en einnig skuldaði hann og skuldar
enn stórar fúlgur í skatta, lífeyrissjóði og fleira.
í hverjum mánuði verður hann að greiða 4000
dollara, niðurgreiðslu á veðsett húsið, og nú:
7000 dollara á mánuði í meðlag til eiginkonunn-
ar Jane og er þó ósamið um hlut hans í uppeldið.
Hann viðurkennir að skulda Victoriu 28.000 doll-
ara og leikkonan fræga hefur í vaxandi mæli
staðið straum af lögfræðikostnaði Glassmans í
málinu. Meðlagið verður Glassman að greiða uns
Jane giftir sig á ný, eða fellur frá. Glassman
hreppir húsið og það gæti komið honum á slétt-
ari fjárhagslegan þjóðveg að selja það. Hefur
hann þegar gert ráðstafanir og sett á það 1,9
milljónir dollara, enda er ekki um neina kjall-
araholu að ræða, en Glassman örvæntir ekki,
það er urmull milljónamæringa í Bandaríkjun-
um. Jane Glassman fær, auk meðlagsins, sinn
skammt af húsgögnunum, yfirráðarétt yfir
börnunum og bensinn sinn.
RANNVEIG
PÁLMADÓTTIR
Hefur haft mat-
\
reiðslunámskeið
í 15 ár
„Fólk notaði salt, pipar og karrý“
Þó að unnt sé að heimsækja núorðið austurlenska matstaði í borginni og
leggja á bragðlaukana nýstárlegan keim, þá er ýmsum sem finnst skemmti-
legt að elda slíkt heima hjá sér. Þeir, sem þetta vilja gera, geta þá brugöið
sér á námskeið í Sigtúninu hjá henni Rannveigu Pálmadóttur.
Eg held að þetta hafi alltaf ver-
ið áhugamál frá því ég man
eftir mér, sagði Rannveig bros-
andi þegar hún fór að spjalla við
blaðamann um matreiðsluáhuga
sinn. Það var þó fyrir hreina til-
viljun að ég leiddist út í þetta.
Vinkona mín var að fara í hús-
mæðrakennaraskólann og ég
ákvað svo að skella mér með henni
og útskrifaðist árið 1960 þaðan.
Ég kenndi um skeið, en fluttist
svo til Bandaríkjanna og þá fyrst
fann ég hve lítið ég kunni og vissi
og það má segja að þar hafi opnast
nýr heimur fyrir mér. Hér heima
var ekki úr miklu að velja hvað
snertir hráefni og krydd. Fólk not-
aði salt, pipar og karrý og hafði
kannski oftast súpukjöt og ýsu í
matinn. Það sem mér fannst erfið-
ast að horfast í augu við þegar ég
kom út var að sjá hversu ég var
fáfróð í þessum efnum, en hafði
samt verið að kenna í nokkurn
tíma. Ég dreif mig þarna á nám-
skeið en lærði einnig af fólki sem
ég umgengst, Filippseyingum og
Kínverjum.
— Hvað hefurðu haft þessi nám-
skeið í mörg ár?
— Ég hef verið í þessu núna í
fimmtán ár og ekki þurft að aug-
lýsa nema einu sinni í byrjun og
það var einmitt í Morgunblaðinu.
— Hverskonar matargerð kenn-
irðu aðallega?
— Austurlenska matargerðar-
list, pottrétti og grill og krydd-
námskeið er ég með. Núna á næst-
unni hyggst ég bæta við fram-
haldsnámskeiði í austurlenskri
matargerð þar sem ég skrapp sl.
sumar á stutt námskeið ásamt
manni mínum, í japanskri elda-
mennsku. Það er þó eitt sem ég á
ekki eftir að gera aftur, þ.e.a.s.
hafa manninn með, því ég féll al-
gjörlega í skuggann af honum!
— Eru þessi námskeið löng hjá
þér?
— Nei, þau standa í fjórar vik-
ur, eitt kvöld í viku. Námskeiðið
byrjar á því að fólk kemur saman
hjá mér og drekkur kaffi og um-
ræðuefnið snýst að sjálfsögðu um
mat. Síðan skellum við okkur út í
matreiðsluna!
Það eru 16 manns á hverju nám-
skeiði en 14 ef um er að ræða bæði
kynin. Ef hópar taka sig saman og
koma, eins og gert hefur verið
mikið að undanförnu, getur þetta
verið virkilega skemmtilegt. Ég
finn líka að hjón eru farin að
koma meira saman og það er
þróun í rétta átt.
— Er ciginmaður þinn duglegur í
eldhúsinu?
— Hann hefur afskaplega gam-
an af því að hjálpa til og vera með
í þessu. En þar sem ég er frekar
stjórnsöm, þá er ég í hlutverki
stjórnandans.
— Er austurlcnsk matargerð mik-
ið frábrugðin því sem við eigum að
venjast?
— Hráefnið er meðhöndlað á
annan hátt, það er óhætt að segja
það. Þetta er afskaplega mikil
handavinna og þarfnast mikils
undirbúnings. Verzlunin Manilla
hefur verið mér mikið innanhand-
ar og ég hefði ekki getað haldið
þessi námskeið ef hún hefði ekki
verið starfandi, því mikið af þessu
kryddi sem ég nota fæst einungis
Mikil drykkja og
eilurlyfjaneysla
er partur af dag-
legu lífí stúlkn-
anna á upptöku-
heimilinu.
LEIKFÉLAG KVENNASKÓLANS FRUMSÝNIR
„7 STELPUR“ í DAG
„Mikil drykkja og
eiturlyfjaneysla"
„7 stelpur" nefnist leikrit-
ið sem Iæikfélag Kvenna-
skólans hefur verið að æfa
undanfarið og frumsýnir nú í
dag á Fríkirkjuvegi 11. Blm.
og Ijósm. Mbl. litu inn á æf-
ingu fyrir nokkrum dögum
þegar verið var að leggja síð-
ustu hönd á undirbúninginn.
Blm. tók nokkra tali og
spurði nánar um leikritið.
„Þetta leikrit er byggt á
sannsögulegum heimildum.
Höfundurinn dvaldi sjálfur
á upptökuheimili fyrir ung-
ar stúlkur, sem gæslumað-
Það hefur verið æft svo að
segja nótt og dag undanfarið
en engu að síður var mikil
stemmning inni í salnum, og
krakkarnir ákveðnir í að
gera vel, og láta þreytuna
ekki á sig fá.
ur, og leikritið er samið út
frá dagbók sem hann skrif-
aði þá og gaf nafnið „Ég gef
skít í hvern einasta imba-
hala.“
Okkur finnst þetta vera
spennandi viðfangsefni og
það hefur verið mjög gam-
an að æfa þetta.
— Hafa æfingar verið
strangar hjá ykkur?
„Við byrjuðum eiginlega
að æfa í byrjun janúar, en
síðan hefur influensa herj-
að á okkur, einn af aðal-
leikurunum sleit liðbönd
o.8.frv. þannig að það hefur
verið nóg að gera þegar all-
ir hafa verið frískir. Við
höfum fengið gesti sem
hafa frætt okkur um mál
unglinga því í þessu leikriti
er ma. mikil drykkja og eit-
urlyfjaneysla og við höfum
lesið og horft á myndir er
fjalla um það vandamál."
Leikararnir í verkinu eru
11 en leikstjóri er Ásdís
Skúladóttir og leikmyndin
er samin í hópvinnu. Leik-
ritið verður sýnt áfram.
Sýttingar eru jafnt ætlaðar
almenningi sem skólafólki.