Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTRÚN GUÐNADÓTTIR, Hóagerði 16, Reykjavlk, lést á heimili sinu 21. febrúar sl. Gunnar Guömundnson, Kristln Lúövíksdóttir, Guömundur Ingi Guömundsson.Ellsabet Jónsdóttir, Páll Axelsson Guómundsson, Softla JÓnsdóttir, Lfsa Guönadóttir, Kristinn Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaöur minn. + CARLGUNNARROCKSÉN fyrrverandi ræöismaöur. er látinn. Helga Rocksón. Maöurinn minn, t GUNNAR ÓLAFSSON forstjóri, Álftamýri 57, Reykjavlk, er látinn. Unnur Marfa Figved. t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, ÞORBJÖRG THORLACIUS, Álftamýri 8, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. febrúar kl. 13.30. Þorleifur Thorlacius, Guörún Thorlacius, Ólöf Thorlacius, Gfsli Steinsson, Anna Thorlacius, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúö og vináttu viö andlát INGIBJARGAR GUÐJÓNSDÓTTUR BJÖRNSSON, Sólheimum 23. Friöþjófur Björnsson, Selma Sigurjónsdóttir, Erla Thorarensen, Haukur Friöþjófsson, Sigurjón Þór Friðþjófsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur og tengdafööur, KRISTJÁNS KONRÁDSSONAR frá Sólbakka. Dagbjörg Magnúsdóttir, Gunnar Krístjánsson, Jóna Gunnarsdóttir, Alda Kristjánssd. Barbacci, John Barbacci, Minning: Einar Guttorms- son lœknir Fæddur 15. desember 1901 Dáinn 12. febrúar 1985 1 dag er til moldar borinn Einar Guttormsson, læknir. Við hjónin kynntumst Einari fyrir tuttugu árum þegar við flutt- um til Vestmannaeyja. Hann hafði þá verið yfirlæknir Sjúkra- húss Vestmannaeyja i þrjátíu ár og jafnlengi starfað einn á lækn- ingastofu sinni. Samkvæmt gild- andi reglum hefði hann þá þegar átt rétt á fullum eftirlaunum. Starfsdegi hans var þó alls ekki lokið og hann tók næstu átta árin virkan þátt í því að koma á nýju skipulagi í Eyjum. A þessum tíma var rætt um hópstarf lækna og heilsugæzlu- stöðvar. Sýndist sitt hverjum um ágæti þeirra hugmynda og var um þær deilt á landsbyggðinni fyrir tveim áratugum, ekki síður en á höfuðborgarsvæðinu nú. Einar Guttormsson gekk strax til liðs við yngri lækna um að hrinda áformum í framkvæmd. Hann studdi eindregið, að heilsu- gæzlu var búið rými í nýju sjúkra- húsbyggingunni. 1 heilsugæzlu- stöðina flutti hann tæki sín, búnað og sjúkraskrár, og þar tók hann þátt í hópstarfi heilsugæzlulækna, þar til eldgosið raskaði högum í ársbyrjun 1973. Einar Guttormsson naut fá- dæma vinsælda. Hann hafði afar hlýtt viðmót og honum var einkar lagið að hughreysta sjúklinga sína. Hann var jafnan boðinn og búinn að fara í vitjanir og allir fengu afgreiðslu á stofu. Kæmu menn of seint, var reyndandi að guða á glugga bakdyramegin á Kirkjuveginum. Af öllu þessu leiddi, að vaktir urðu oft langar og þungar. En þar munaði mestu, að Einar naut stuðnings og hjálpar eiginkonu sinnar, Margrétar Pétursdóttur. Án hennar hefði hann ekki getað helgað sig lækningum svo full- komlega, sem raun varð á. Þegar við fluttum til Eyja, var ætlunin að dveljast þar aðeins f eitt ár; þau urðu níu. Miklu réð þar um viðtökur og viðmót þeirra hjóna, Margrétar og Einars. Er það þakkað nú, ásamt öllu öðru góðu frá þeirra hendi í Eyjum, og síðar í Kópavogi. Margréti og fjölskyldunni vott- um við hluttekningu. Einars minnumst við sem vel- gerðarmanns og vinar. Aslaug Guðbrandsdóttir, Örn Bjarnason. Ýms eru margtiltínd forréttind- in sem því fylgja að búa í notalegu samfélagi á hæfilega afskekktum stað. Þetta þekkjum við Eyjabúar og kunnum vel að meta. Lán okkar er margvíslegt, en á þessari stundu er ofarlega í huga, hve alla tíð hafa valist hingað hæfir læknar. Eldstu menn minn- ast Halldórs Gunnlaugssonar, Páls Kolka og ólafs ó. Lárussonar og við sem yngri erum minnumst sérstaklega Einars Guttormsson- ar læknis, sem í dag verður lagður til hinztu hvílu í Landakirkju- garði. Læknirinn, Einar Guttormsson, verður öllum minnisstæður er fengu að kynnast honum og njóta starfa hans og kemur ávallt f huga er góðs manns er getið. Við, í stjórn Sjúkrahúss Vest- mannaeyja, þökkum þjónustu Ein- ars sem yfirlækni sjúkrahússins í 40 ár, en á sama tíma rak hann lækningastofu og sinnti vitjunum í kaupstaðnum, allt var gert með slfkri elju og alúð að engum gleymist, er því kynntist. Á þess- um árum jókst íbúatalan oft með vermönnunum um 40—50% er þeir unnu hér á vertíðum frá ára- mótum og fram að lokum. Aðbún- aður þessa fólks var því miður ekki alltaf til fyrirmyndar og komu lfknandi hendur læknisins oft í góðar þarfir. Dugnaður Einars læknis og ósérhlifni var oft á tíðum ofur- mannlegur. Enn stendur fyrir hugskotssjónum þessi glæsilegi maður er hann þeyttist um bæinn með læknistöskuna, oft með vind- ilinn, alltaf brosandi og veifandi til vina og kunningja. Fyrstu árin á tveim jafnfljótum, síðan hljól- andi og sfðast akandi. Einar læknir stóð ekki einn, hans ágæta kona, Margrét Pét- ursdóttir, var honum traustur lífs- förunautur er aldrei brást. Þeim varð fimm barna auðið, öll eru þau myndarlegt manndómsfólk. Er komið er að leiðarlokum fyllist hugurinn þakklæti, við Eyjabúar kveðjum nú heiðurs- borgara okkar, en þá sæmd hlaut Einar læknir er haldið var upp á hálfrar aldar afmæli kaupstaðar- ins og bæjarstjórnar Vestmanna- eyja 1969. Á þessari kveðjustund drúpum við höfði við gröf Einars læknis og þökkum alföður fyrir að hafa um svo langa tíð fengið að njóta líkn- arhanda hans og verka til ómældrar blessunar og huggunar á erfiðleikastundum, minnumst mannsins, sem í hálfa öld taldi aldrei eftir sér sporin fyrir Eyja- búa meðan kraftarnir entust. Guð blessi minningu Einars læknis og gefi Margréti læknisfrú og ástvinum öllum styrk og hugg- un. Jóhann Friðfinnsson t Innilegar þakkir tyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, BALDVINS ÁSMUNDSSONAR, Gránufélagsgötu 7, Akureyri. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Útgeröarfélags Akureyrar. Þórunn Jóhannsdóttir, Snjólaug Baldvinsdóttir, Guölaugur Arason, Heiöar Baldvinsson, Anna Ingólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega hlýhug og vináttu viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, HANNESAR FRIÐRIKSSONAR, Arnkötlustööum, Hulda Hannesdóttir, Margrét Hannesdóttír, Bjarni Hannesson, Salvör Hannesdóttir, Ketill Arnar Hannesson, Áslaug Hannesdóttir, barnabörn Sólveig Halblaub, Helga Halblaub, Hannes Hannesson, Auöur Ásta Jónasdóttir, Höröur Þorgrfmsson, barnabarnabórn og Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúö og hlýjan vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, tengdasonar, fööur okkar, tengdafööur og afa, SVEINS BRYNJÓLFSSONAR, Dalsgeröi 2d, Akureyri. Kristrún Jónsdóttir, Jóna Sveinsdóttír, Laufey Sveinsdóttir, Brynjólfur Sveinsson, Hulda Sveinsdóttir, Arnar Sveinsson Ólafla Hálfdánardóttir, Páll Vatnsdal, Gunnar Gústafsson, Jóhanna Skaftadóttir, Gunnar Guðmundsson, og barnabörn. Legsteinar granít — Opéö aUa daga, •innki kvAid WsSSs*np HVVW og hslgar., marmari iia/nii y(. Unnarforaut 19, Saltjarnamaai, slmar 820609 og 72818. Hann Einar Guttormsson er látinn. Lokið er langri starfsævi heiðursmanns. Mig langar til að minnast hans með nokkrum orð- um. Einar fæddist á Arnheiðarstöð- um í Fljótsdal 15. desember 1901. Hann lést 12. febrúar siðastliðinn á Dvalarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Mér finnst Einar Guttormsson vera einn af þeim mönnum sem ég á mest að þakka. Fyrir nokkrum árum, eftir Eyjagos, var tengda- móðir mín, sem var Vestmann- eyingur, sjúklingur hjá mér. Hún hafði raunar verið flutt af spítala í heimahús, eins og margt annað gamalt fólk hefur mátt þola án þess að í heimahúsum væri nokkra læknishjálp að fá eða nauðsynlega hjúkrun. Ég var búin að vaka yfir henni og reyna að lina þjáningar hennar eftir mætti, en bjóst við að þá og þegar gæti skipt um. Ég reyndi að hringja á lækna og á spítala, sem hún hafði verið á þá skömmu áður. Mér var sagt að þangað þýddi ekki að leita. Hún hefði verið útskrifuð þaðan og þeim kæmi hennar mál ekki leng- ur við. Eftir vökunótt rann mér í brjóst. Þá sé ég í draumi ákaflega fagra mannsmynd. Það var sem geislar stöfuðu frá henni í allar áttir, líkt og sólstafir. Ég vissi í draumnum að þetta var Einar Guttormsson læknir. Þó hafði ég aldrei séð hann. Þegar ég vaknaði fer ég að hugsa um drauminn. Og mér dettur í hug að reyna að ná sambandi við Einar lækni. Vissi að hann hafði verið læknir í Vest- mannaeyjum. Hann væri kannski fluttur þangað aftur. Mér tókst að leita hann uppi og fékk að vita að hann ætti heima í Kópavogi. Ég fékk símaviðtal við hann. Rakti fyrir honum málið. Eftir smá- stund var hann kominn sjálfur. Aldurhniginn maður, hættur læknisstörfum fyrir nokkru, en tilbúinn að leggja sjúkum lið eftir mætti. Hann skoðaði tengdamóð- ur mína, fór svo í símann. Hann hringdi í eina 7 eða 8 staði. Það stóðu ekki allar dyr opnar fyrir sjúk gamalmenni. Loks kom hann til mín með sigurglampa í augum og sagði: Hringdu nú í sjúkrabíl. Tengdamóðir mín fékk spítala- pláss með þeirri læknishjálp og hjúkrun sem með þurfti. Oft síðan hef ég hugsað til Einars Gutt- ormssonar með þakklæti í huga. Sjálfsagt hefur hann unnið mörg kærleiksverkin um ævina, enda var hann heiðursborgari Vest- mannaeyjakaupstaðar og sæmdur heiðursmerki Rauða kross Islands. Blessuð sé minning Einars Guttormssonar. Eftirlifandi eig- inkonu hans, Margréti Pétursdótt- ur, og öðrum ættingjum votta ég innilega samúð. Oddrún Pálsdóttir ATHYGLl skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þánnig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.