Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 Víetnamar leggja undir sig útvirki Aranayaprathet. 22.febrúar. AP. VÍETNAMSKT herlið með skrið- dreka í broddi fylkingar braut í dag á bak aftur mótspyrnu fjölmenns varnarliðs Rauðra Khmera á landa- mærum Kambódíu og Thailands. Þessi árás var liður í tilraunum Víetnama til þess að treysta betur yfirráð sín yfir 64 km löngum Rændu presti og nunnum Zamboanga, Filippseyjum, 22. febrúar. AP. VOPNAÐIR menn rændu í dag kaþólskum presti, þremur nunn- um og fimm öðrum á þjóðvegi á Suður-Filippseyjum. Biskupinn, Federico Escaler, sem er eindreginn andstaeðing- ur ríkisstjórnarinnar, var á leið til borgarinnar Zambo- anga ásamt hinu fólkinu, þegar þeim var rænt. Tveir menn aðrir, sem voru í fylgd með biskupnum, voru látnir lausir og skýrðu frá mál- inu þegar þeir höfðu gengið í þrjá tíma um kjarrlendi í hér- aðinu Zamboanga del Sur. Herflokkur var sendur á vettvang, en yfirvöld segja að ekkert sé vitað um ástæðurnar fyrir mannránunum. kafla vígvallarins fyrir sunnan bæinn Aranayaprathet í Thai- landi. Samkvæmt heimildum í thai- lenzka hernum náðu Víetnamar algerum yfirráðum yfir útvirki Rauðra Khmera i Kambódíu gegnt bænum Klong Nam Sai, um 14 km fyrir sunnan Aranayaprathet. Samkvæmt blaðafréttum voru um 600 skæruliðar Rauðra Khmera hraktir á flótta og mun þetta hafa verið einn fjölmennasti andspyrnuhópurinn, sem eftir var hjá landamærunum. Víetnamar hafa beitt meiri skotkrafti en nokkru sinni fyrr til þess að leggja undir sig öll vígi Rauðra Khmera og hafa stöku sinnum þurft að hrinda gagnárásum skæruliða. Enn sem komið er hafa Víet- namar ekki ráðizt á litlar bæki- stöðvar Þjóðarhers Sihanouks fursta. En síðan sókn þeirra hófst í nóvember hafa þeir að mestu þurrkað út stöðvar þriðju skæru- liðasamtakanna, Þjóðfrelsisfylk- ingar Khmera. Thailenzkur embættismaður segir að Víetnamar neyði Kambó- díumenn til að hreinsa akra og reisa gaddavírsgirðingar á 40 km svæði meðfram landamærunum fyrir norðan og sunnan Aran- ayaprathet til að koma í veg fyrir að vietnamskir hermenn flýi inn í Thailand. Síðan sókn Víetnama hófst hafa 74 vietnamskir hermenn flúið yfir landamærin á þessu svæði. Simamyndir/AP Dýrkeypt vinátta DAGINN eftir að ísraelsher hvarf frá líbönsku borginni Sídon fóru andstæðingar þeirra á stúfana og skáru upp herör gegn þeim borgarbúum sem lagt höfðu ísraelum lið meðan á hersetunni stóð. Þessar myndir tók Ijósmyndari AP er óþekktir vopnum búnir menn börðu upp á hjá Mah- moud Habli, ötuium samstarfsmanni ísraela, drógu hann út á náttfötun- rnn og stungu í bflskott. Óku þeir burt með hann og hefur Habli ekki sést síðan. Er það grunur margra að hann sé látinn. Heims- hornamáfar Peking, 22. febrúar. AP. TVEIR mávar sem fundust illa á sig komnir í Shanghai, reyndust vera merktir og höfðu þeir flogið þangað frá Moskvu, 10.000 kflómetra leið. Þrír menn í strandgæslubáti fundu fuglana og á fótum þeirra voru hringmerki með orðinu „Moskva“ á ensku. Sérfræðingar við náttúrugripa- safnið í Shanghai tegundagreindu fuglana og lásu úr merkinu. Þetta voru ungir fiskimávar, tegund sem finnst í Síberíu og Rússlandi, en hefur sést sem flækingur víða í Evrópu, ekki þó á íslandi. Þetta er fugl á stærð við svartbak og eru fullorðnir fuglar einu „stóru" mávarnir sem eru svartir á höfði. Járnbrautastarfs- menn í verkfalli Madrid, 22. febrúar. AP. UM 65.000 starfsmenn ríkisjárn- brautanna á Spáni hófu verkfall í dag, föstudag, til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um hærri laun, að sögn talsmanna stéttarfé- lags þeirra. Tæplega 7.000 starfsmenn sinna enn störfum til að veita lögbundna lágmarksþjónustu. Ferðir á afmörkuðum svæðum, svo sem í Madrid, Barcelona, Bilbao og Valencia, eru aðeins á aðalumferðartímum dagsins. öllum öðrum lestarferðum, þar á meðal til og frá Paris, hefur ver- ið aflýst. Járnbrautastarfsmennirnir krefjast 7,5% launahækkunar. Stjórn járnbrautanna hefur boðið þeim 4% hækkun. MALLORKA - Sólskin og sjór! 3,- 17. aprfl 15 daga Páskaferð (pr. Verð frá kr. mann 2 í stúdíó) 24.900.- 50% Bamaafsláttur. Dagflllg* ffá Keflavík til Palma kl. 10 að morgni. O C5 þar sem gist verður á íbúðarhótelunum Royal Playa de Palma, Royal Torrenova og Royal Jardin del Mar, sem fjölda íslendinga er að góðu kunn. Sólin skín, sjórinn er volgur og næturlífið er á fullu. Þetta verður ferð sem hvílir og byggir upp alla fjölskylduna. Fáir vinnudagar tapast. Komið til Keflavíkur kl. 20 að kvöldi. Umboö á islandi fyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐARHÚSINU HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 283S8 - 28580
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.