Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 Síldarverksmiðjur ríkisins: Hættir að keyra bræðslurnar á lýsi SÍLDAKVERKSMIÐJÚK ríkisins eru hættar að nota loðnulýsi sem eldsneyti í bræðsluverksmiðjum sínum. Að sögn Jóns Reynis Magnússonar forstjóra Síldsarverksmiðjanna er ástæðan sú, að verð á lýsi hefur hækkað um sem svarar $15 á tonnið. Jón Reynir sagði, að ekki hefði verið brætt í Siglufirði í nokkuð langan tíma þar sem þangað hefði ekki fengist loðna. Notað hefði verið súrt lýsi þar sem lýsi hefði verið notað, aðallega á Seyðisfirði upp á síðkastið, en nú væri því hætt og svartolía notuð í staðinn. Hið sama væri að segja um Rauf- arhöfn. Þar hefði lýsi verið notað en væri nú búið að skipta yfir í svartolíu. Jón sagðist ekki geta gefið upp neinar tölur um hagkvæmni þess að nota lýsi, en sagðist vilja í því sambandi benda á, að þjóðhags- lega væri hagkvæmara að nota olíu og selja lýsið, en kerfið byði upp á að tilraunir væru gerðar með lýsisnotkun. Seðlabankinn: Hætt við breytingu á meðferð dráttarvaxta SEÐLABANKI íslands hefur fallið frá fyrirhugaðri breytingu á dráttar- vöxtum úr föstum mánaðarlegum dráttarvöxtum í dagvexti. Frá 1. raars verða dráttarvextir 4% á mán- uði í eða fyrir hvern byrjaðan mán- uð. Fréttatilkynning Seðlabankans um þetta efni fer hér á eftir: „Að undanförnu hefur Seðla- bankinn haft til athugunar breyt- ingar varðandi dráttarvexti með það fyrir augum annars vegar að þeir fylgi almennum vöxtum með reglubundnum hætti og hins vegar að þeir séu slíkir að þeir dragi úr vanskilum. Eins og þegar hefur komið fram hefur verið ákveðið að vanskilavextir verði tengdir vöxt- um skuldabréfalána og endurskoð- ist mánaðarlega. Kunna þeir að breytast 1. dag hvers mánaðar, hafi breyting orðið á skuldabréfa- vöxtum. Þá hefur nú verið ákveð- ið, að ekki verði breytingar á með- ferð dráttarvaxta frá því sem ver- ið hefur. Verður því t.d. heimilt að beita vöxtum heils mánaðar, þótt vanskil hafi aðeins staðið í brot úr mánuði. Seðlabankinn auglýsir dráttar- vextina mánaðarlega um ieið og auglýstir eru meðalvextir skulda- bréfa banka og sparisjóða. Frá 1. marz verða dráttarvextirnir 4% á mánuði í eða fyrir hvern byrjaðan mánuð, enda séu vaxtavextir ekki reiknaðir oftar en á 12 mánaða Pí INNLENT fresti. Kröfuhöfum er að sjálf- sögðu heimilt að beita lægri vöxt- um en þessum. Samkvæmt auglýs- ingu Seðlabankans verður t.d. hægt sem fyrr, að beita dagvöxt- um, sem frá og með 1. marz verða hæst 48% á ári séu vaxtavextir reiknaðir á 12 mánaða fresti." Sjö ára drengur fyrir bifreið MorgunblaðiA/Júlíus SJÖ ára drengur varð fyrir bifreið á Háteigsvegi laust fyrir klukkan þrjú í gær. Drengurinn hljóp út á götuna í veg fyrir Lada-bifreið. Læknar komu fljótlega á vettvang með neyðarbílnum og var drengurinn fluttur í slysadeild Borgarspítalans. Meiðsli drengsins reyndust ekki alvarleg. 69 ungmenni í meðferð á Vogi vegna áfengisneyzlu — borgarstjórn lætur gera fræðslumynd um vímuefni til notkunar í grunnskólunum FLJÓTLEGA verður undirbúningur hafinn á framleiðslu fræðslumyndar um áfengis- og vímuefnamál til skipulagðrar notkunar í grunnskólum Keykjavík- ur fyrir aldurshópinn 10—16 ára. Var tillaga þess efnis frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins samþykkt á fundi borgarstjórnar á fimmtudag. Undir- búningsnefnd að gerð þessarar fræðslumyndar verður skipuð fulltrúum til- nefndum frá fræðsluráði, æskulýðsráði, heilbrigðisráði, félagsmálaráði og borgarráði. Á nefndin ennfremur að gera tillögur um fræðslu um áfengis- og vímuefnamál í grunnskólum borgarinnar. I greinargerð með tillögunni sagði að fræðslustarf um áfengis- og vímuefnavandann hefði nánast ekkert verið af hálfu fræðsluyfir- valda í grunnskólum landsins og grunnskólar Reykjavíkur væru þar engin undantekning. Skylt væri að veita slíka fræðslu sam- kvæmt áfengislögum. Færi vel á því að hefja slíkt starf á ári æsk- Áfengisneysla unglinga hefur aukist verulega Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borg- Gunnar Ólafsson, for- stjóri RALA, látinn GUNNAR Ólafsson, forstjóri Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, lést sl. fimmtudag, 50 ára að aldri. Hann var fæddur 1. maí 1934 í Reykjavík, sonur Ólafs Hanssonar, prófessors, og konu hans, Valdísar Helgadóttur, hjúkrunarkonu. Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1954 og búfræðiprófi frá búnaðarskóla Voss í Noregi 1955. Hann varð búfræðikandídat frá Ási í Noregi 1960, stundaði framhaldsnám við sama skóla 1962 og við Grassland Research Institute og Reading University í Englandi 1963—1964 og lauk doktorsprófi (licentiat- prófi) frá Ási í næringarlífeðlis- fræði og fóðurfræði 1972. Gunnar var aðstoðarmaður við Búnaðardeild atvinnudeildar há- skólans 1960—1963, sérfræðingur við sömu stofnun (nú Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, RALA) frá 1. apríl 1963. Hann var settur aðstoðarforstjóri RALA 1976 og forstjóri 1983. Hann átti sæti í ýmsum stjórnum og nefndum arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fylgdi tillögunni úr hlaði og sagði að slík fræðslumynd væri nauð- synleg til að leggja áherslu á ákveðna þætti og hjálpa ungling- um til að taka ábyrga afstöðu til áfengis og annarra vímugjafa byggða á þekkingu, en ekki þrýst- ingi frá öðrum. Áfengisneysla unglinga hefði aukist verulega hin síðari ár og eins færi sá hópur stækkandi sem kemst í kynni við önnur vímuefni, einkum kannabisefni. Erfitt væri að fullyrða nákvæmlega hvers vegna þessi þróun hefur átt sér stað, en líklegt væri, að vaxandi velmegun og breyttir lifnaðar- hættir, vaxandi áróður og aukin kynni okkar af öðrum þjóðum sé hluti skýringarinnar. í 4.-9. bekk grunnskóla Reykjavíkur væru tæplega 7.500 nemendur, þar af í 9. bekk tæplega 1.200 nemendur. Samkvæmt könn- un á tómstundaiðju nemenda ■ 5., 7. og 9. bekk grunnskóla Rvk. 1984 nota 44% nemenda í 9. bekk áfengi og þar af nokkrir önnur vímuefni einu sinni í mánuði eða oftar, eða u.þ.b. 530 nemendur. „Það er orðið nokkuð algengt að ungt fólk milli 15 og 20 ára komi til meðferðar vegna áfengis- og vímuefnavandamála. Af 1.353 ein- staklingum sem leituðu meðferðar hjá sjúkrastöðinni Vogi 1984 voru 69 einstaklingar yngri en 20 ára. Aldursdreifing var þannig: og kynskipting Ár Karlar Konur Ár 15 3 3 6 16 2 2 4 17 9 10 19 18 16 8 24 19 12 4 16 69 Fjórtán þessara einstaklinga höfðu komið á meðferðarstofnanir áður, hinir voru að koma í meðferð í fyrsta sinn. Flestir voru búsettir í Reykjavík, eða 50. Sagði Vilhjálmur að af þessum 69 einstaklingum hefðu 14 konur og 18 karlar misnotað kannabis- efni. 37 leituðu sér meðferðar vegna áfengisneyslu eingöngu. „Nær allir þessara einst iklinga höfðu byrjað áfengisneyslu ,'3 ára. Þó kváðust 2 karlar hafa byrjað áfengisneyslu 10 til 11 ára og fimm, ein kona og fjórir karlar, höfðu byrjað 12 ára. Enginn hafði byrjað kannabisneyslu undir 13 ára aldri, flestir voru 15 til 17 ára er þeir byrjuðu þá neyslu," sagði Vilhjálmur. „Áætlað er að u.þ.b. 30% af ald- urshópnum 20 til 29 ára, sem leit- uðu sér meðferðar hjá sömu stofn- un árið 1984, hafi neytt kanna- bisefna daglega í tvö ár eða leng- ur. Þetta eru um 160 einstakl- ingar," sagði hann ennfremur. „Með samþykkt þessarar tillögu er óskandi að stuðla megi að meiri og betri árangri í fræðslu og fyrir- byggjandi starfi fyrir unglinga og jafnframt koma á skipulagðri og markvissri fræðslu í grunnskólum Reykjavíkur um áfengis- og vímu- efnamál." Háskóli íslands braut- skráir 52 kandídata AFHENDING kandídata, prófskírteina til sem Háskóli íslands Gunnar Ólafsson vegna starfa sinna, m.a. í stjórn Vísindasjóðs, og hann ritaði grein- ar um landbúnað í blöð og tímarit. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Unnur Marie Figved og eignuð- ust þau fjögur börn. Kristnitöku minnst í Ljósa- vatnsskarði árið 2000? í grein eftir Sr. Bolla Gústavsson í Laufási, sem birtist í Morgunblað- inu síðastliðinn sunnudag kemur fram sú hugmynd að árið 2000 verði kristnitöku í landinu minnst með hátíðarhöldum í Ljósavatnsskarði. Að sögn sr. Bernharðs Guð- ar. Það er alveg augljóst að há- mundssonar, fréttafulltrúa þjóð- kirkjunnar, kom fram á síðasta kirkjuþingi tillaga um að stofna nefnd til undirbúnings 1000 ára afmæli kristnitöku árið 2000. Þessi nefnd mun taka allar hugmyndir um hátíðarhöld til athugunar og þar með þessi hugmynd sr. Bolla Gústavsson- tíðarhöldin verða ekki eingöngu á Þingvöllum heldur víða um land. „Hugmynd sr. Bolla er mjög skemmtileg," sagði sr. Bernharð „og það væri gaman að kristni afmælisins væri minnst með sem fjölbreyttustum hættj". brautskráir, fer fram við athöfn í hátíðasal háskólans laugardaginn 23. febrúar kl. 14.00. Rektor há- skólans, prófessor dr. Guðmundur Magnússon, ávarpar kandídata, en síðan afhenda deildarforsetar prófskírteini. Að lokum syngur Há- skólakórinn nokkur lög undir stjórn Árna Harðarsonar. Að þessu sinni verða braut- skráðir 52 kandídatar og skipast þeir þannig: Embættispróf í guð- fræði 1, embættispróf í lögfræði 4, kandídatspróf í sagnfræði 1, kandídatspróf í ensku I 1, BA- próf í heimspekideild 7, lokapróf í rafmagnsverkfræði 3, BS-próf í raungreinum 12, kandídatspróf í viðskiptfræðum 15, kandídats- próf í tannlækningum 1, BA próf í félagsvísindadeild 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.