Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 27 Aldrei í bað: Allra KuaU Lumpur, 22. febrúar. AP. LAI THO MENG og kona hans, Chou Sau Lain, eru 85 ára og ákaflega heilsuhraust. Lai dreg- ur enga dul á hvers vegna þau hjónin verdi varla vör við háan aldur sinn, „við höldum svona góðri heilsu af því við böðum okkur ekki,“ segir Lai og deplar ekki auga, enda er honum fúl- asta alvara. Raunar viðurkennir Lai að hann fari einu sinni í bað á ári, á áramótakvöldi Kínverja, en Sudur-Afríka: Kjarnorkuveri lokað „um tíma“ Cape Town, Subur-Afrfku, 22. febrúar. AP. Kjarnorkuverinu f Koeberg f Suður-Afríku, sem er um 40 km norður af Cape Town, verður lokað „um tíma“, meðan könnun fer fram á, hvort stálrör í verinu séu hugsan- lega gölluð, að sögn embætt- ismanna, en fyrirtækið er f eigu ríkisins. Járnagnir fundust í nokkrum röranna í tveimur af einingum versins, og á nú að prófa þær, áður en rafmagnsframleiðsla verður hafin í næstu viku, að þvi er stjórnarformaður orkustofnunar landsins,I.D. van der Walt, sagði í gærkvöldi. Eining Koeberg-kjarnorkuvers- ins, sem lokað var í janúar vegna hefðbundins viðhalds, verður lok- uð áfram, meðan sams konar rannsókn fer fram þar, sagði van der Walt. Döniim fækkaði um 1022 á síðasta ári Kaupminnaböfn, 22. febrúar. AP. ÍBÚAFJÖLDI Danmerkur var 5.112.130 manns 1. janúar sl., eða 1.022 færri en í ársbyrjun 1984, að því er fram kemur í frétt frá dönsku hagstofunni f dag, föstudag. Þar sagði, að körlum hefði fækkað um 870, en konum um 152. Alls fæddust 51.855 bðrn Mand- inu á árinu, 1.033 fleiri en árið áður. Alls létust 57.140 á árinu 1984, aðeins 16 færri en árið áður. Yngsta fráskilda konan í Dan- mörku í ársbyrjun 1985 var 17 ára gömul. Yngstu eiginkonurnar voru átta 15 ára gamlar stúlkur, en yngsti eiginmaðurinn var 16 ára að aldri. Á sama tíma voru 74 karlar og 178 konur yfir hundrað ára að aldri, sagði í frétt hagstofunnar. IHorjjunblíibib JSÍÖ reglulega af öllum fjöldanum! meina bót þau Lai og Chou eru kínversk þó þau séu búsett í Malaysíu. Lai segir að þau renni aðeins rökum svampi yfir líkama sína daglega, böð valdi hitatapi sem sé heilsuspillandi. „Ég svindla einu sinni á ári, en get ekki sagt að mér líði neitt sérstak- lega vel þegar baðinu árlega er lokið. Kona mín hefur ekki farið í bað í 20 ár. Faðir minn sagði mér frá óheilnæmi baða þegar ég var lítill strákur og nam ég þau orð hans vel. Hann hætti sjálfur að baða sig 23 ára gamall og náði hárri elli,“ segir Lai, sem vinnur 10 stunda vinnudag í sósuverk- smiðju og blæs varla úr nös. Lai segir að það hafi verið , erfitt í fyrstu að snúa baki við böðum, því jafnaldrarnir hafi strítt sér gríðarlega og þrá- faldlega reynt að draga sig nauðugan undir bununa i skólaleikfiminni. „Þeim tókst það ekki og á endanum hættu þeir að reyna,“ segir Lai og bætir við að þau hjónin eigi í erfiðleikum með að sannfæra börn sín sex um galla baða. Elsti sonurinn sem er 54 ára og heitir Lai Pong Yin segir að það sé ákaflega lítt freistandi að hætta að baða sig. „Það er geysilega heitt í veðri hérna lengst af ársins og ef ég færi ekki í bað í hitanum myndi mér ekki líða vel, hvað þá fjöl- skyldu minni og samstarfs- mönnum. Gamla konan, Chou, segir að hún hefði ekkert á móti því að baða sig svo sem einu sinni fyrir forvitnissakir, en sennilega láti hún það ógert, því það kynni að skaða sig að fara í bað eftir öll þessi ár. Ítalíæ Sadolini varn- armálaráðherra til Túnis Róm, 22. febrúar. AP. ÍTALSKI varnarmálaráðherrann, Giovanni Spadolini, fór í dag í þriggja daga heimsókn til Túnis, þar sem hann mun eiga viðræður við Habib Bourguiba forseta og fleiri ráðamenn. Við brottförina sagði Spadolini, að hann mundi ræða heimsókn Shimonar Peres, forsætisráðherra ísraels, til Rómar fyrr í vikunni og viðleitni hófsamra Arabaríkja til að koma á friði í Miðausturlönd- um. VILTU SPARA 15 til 75 þúsund krónur? Vegna mikillar sölu og sérstakra samninga viö verksmiðjurnar, þá er MAZDA 323 DeLuxe 15—75 þúsund krónum ódýrari en sambærilegir bílar í sama gæöaflokki. Eftirfarandi búnaður fylgir Mazda 323 DeLuxe: Rúllubelti — Stillanleg hæð á framsæti með mjóhryggsstillingu — Sportrendur á hliðum — Heilir stuðarar með rauðri innfelldri rönd — Öryggisljós að aftan — Litað gler í rúðum — Niðurfellanlegt aftursætis- bak í tvennu lagi — Handgrip í lofti — Tauáklæði á sætum — Quarts klukka — 60A rafgeymir — Sérstök hljóðeinangrun í farþegarými — 3 hraða rúðuþurrkur — Halogen aðalljós — Stokkur á milli framsæta — Blástur á hliðarrúður — Spegill í sólskyggni hægra mepin — Farangurs- geymsla klædd í hólf og gólf — 3 hraða miðstöð — Utispegill — Bak- sýnisspegill með næturstillingu — Þurrka og sprauta á afturrúðu — Hit- uð afturrúða — Opnun á afturhlera og bensínloki innan frá — Ljós í far- angursgeymslu (HB) — Barnaöryggislæsingar — Vindlakveikjari og margt fleira. MEST FYRIR PENINGANA Opið laugardag frá kl. 10—4____■ ■ BÍLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.