Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRpAR 1985
„Hvað átti
eg að gera?“
— sagði Larsen eftir að Spassky hafði boð-
ið honum jafntefli eftir aðeins 12 leiki
„HVAÐ átti ég að gera,“ sagði Bent Larsen eftir jafnteflisskák sína við Boris
Spassky í 9. umferð afmælismóts Skáksambands íslands í gærkvöldi. Áhorf-
endur Loftleiða urðu fyrir miklum vonbrigðum þegar Boris Spassky bauð
Larsen jaftefli eftir aðeins 12 leiki, sem Larsen þáði; eftir aðeins 33 mínútur
og 25 sekúndur. Hvílík vonbrigði fyrir fjölmarga áhorfendur á Hótel Loft-
leiðum.
Larsen var að vonum ánægður
eftir jafnteflið. „ Spassky var að
bera sigur úr býtum," sagði Lar-
sen við blaðamann Mbl. „Vissu-
lega líkar mér að tefla á íslandi,
eins og á mörgum öðrum stöðum í
heiminum. Ég hef fundið að ís-
lenzkir áhorfendur standa við
bakið á mér. Svo er líka víða um
heim,“ sagði hann.
En lítum á úrslit í 9. umferð:
Helgi — Van der Wiel 1-0
Hort — Margeir 'k - 'k
Spassky — Larsen 'k-'k
Jusupov — Karl Þorsteins 1-0
Guðmundur — Jóhann 1-0
Jón L. — Hansen 'k - 'k
Helgi Ólafsson lék illa af sér í
lok setunnar gegn hollenska stór-
meistaranum Van der Wiel og
tapaði. Hann lék Hollendinginn
sundur og saman og stefndi í sigur
en lék slysalega af sér og varð að
sætta sig við ósigur. Karl Þor-
steins missti endanlega af mögu-
leikum á alþjóðlegum meistara-
titli þegar hann varð að sætta sig
við ósigur gegn sovéska stórmeist-
aranum Jusupov. Guðumundur
sigraði Jóhann Hjartarson og þak-
aði sér nær efstu mönnum.
Biðskákir úr 8. umferð voru
tefldar í gærdag. Skák Margeirs
og Jóns L. fór áfram í bið, svo og
skák Guðmundar og Hansens.
Margeir stendur til vinnings að
flestra dómi, en Guðmundur er
peði undir gegn Hansen, en skákin
þó talin jafnteflisleg.
Staðan efstu manna er nú: 1.
Bent Larsen 7. 2. Boris Spassky 6.
3-5. Van der Wiel og Jusupov 5. 6.
Margeir og Guðmundur 5 og
biðskák.
9. umferð:
Hvítt: John van der Wiel.
Svart: Helgi Ólafsson.
Silileyjar-vörn.
1. e4 - c5, 2. Kf3 - dG, 3. d4 -
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 - a6
Najdorf-afbrigðið sem alltaf er
vinsælt.
6. Be2 — e5, 7. Rf3
Venjulega er leikið hér 7. Rb3 —
Be7, 8. 0-0 - 0-0, 9. a4 - Be6, 10.
f4 - Dc7, 11. Khl - Rbd7, 12. a5
- exf4,13. Bxf4 - Re5,14. Rd5 -
Bxd5, 15. exd5 — Rc4 með betra
tafli fyrir hvítan.
Svartur má ekki drepa á c5: 20.
— Rxc5 21. Bxf7+ - Hxf7 22. Hxf7
— Kxf7, 23. Rxc5 - Bxc5, 24. Dd5+
— Be6, 25. Hxc5 - De7, 26. Df3+
— Kg8, 27. Hxe5 o.s.frv.
21. Del - a5, 22. Hc2
Hvítur verður að koma riddar-
anum á a2 í spilið.
22. — Dc6!, 23. Racl
Eftir 23. Bb5 — Hxb5!, 24. axb5
— Dxb5 hefur svartur mjög góða
stöðu.
23. — Dxa4, 24. Dg3! ~ Bb7, 25.
Dxe5
í þessari stöðu kemur 25. Rd3
með hótun um að koma riddaran-
um til e5 og Hal mjög sterklega til
greina.
25. — Hbe8, 26. Dc7 — Be4, 27.
Hd2 — Dc6, 28. Dxa5
Skárra hefði verið að fara í
drottningakaup með 28. Dxc6 —
Bxc6, 29. Rd3 o.s.frv.
28. — Rg4!, 29. Bb5 — De6, 30.
Bxe8
- Bg5??
Helgi átti klukkutíma eftir af
umhugsunartíma sínum en Hol-
lendingurinn aðeins nokkrar mín-
útur! Hörmulegt! Eftir 30. — Hxe8
hefur svartur yfirburðastöðu.
31. Bd7!
Nú er drottningarleik svarað
með 32. Bxg4 og sókn svarts renn-
ur út í sandinn.
31. - Bxe3+, 32. Khl - Rxh2
Þessi leikur er jafn vonlaus og
aðrir.
33. Bxe6 — Rxfl, 34. Hd8
og svartur gafst upp því hann á
tapaða stöðu eftir 34. — Rg3+, 35.
Kh2 - Rfl+, 36. Kh3 o.s.frv.
8.946 títuprjónar
í eina appelsínu
NEMENDUR í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ settu heimsmet í nýrri
„íþróttagrein" á dögunum: þeim tókst að stinga alls 8.946 títuprjónum í
eina og sömu appelsínuna.
Afrekið var unnið þegar
haldnir voru í skólanum svokall-
aðir „Imbrudagar". Skiptu nem-
endur sér í hópa og tóku fyrir
ýms verkefni. Einn hópurinn
einsetti sér að setja kjánalegt
heimsmet og komust liðsmenn
hans að þeirri niðurstöðu, að
ekkert gæti verið fáránlegra en
að stinga títuprjónum í appel-
sínu. Tók það nemendurna þrjá
daga, tvo tíma á dag, að setja
heimsmetið. Aðrir nemendahóp-
ar voru duglegir við að útvarpa,
baka vöfflur, prjóna, tefla, spila
og dansa.
Á myndunum er hluti heims-
metshóps Imbrudaga og heims-
metsappelsínan með títuprjón-
unum 8.946.
Vilja reisa
skemmtistað
í Öskjuhlíð
LÖGÐ hefur verið fram umsókn um
lóð fyrir skemmtistað í Öskjuhlíð og
hefur borgarráð vísað erindinu til
umsagnar skipulagsnefndar og
skrifstofu borgarverkfræðings.
Umsækjendur eru Gunnlaugur
Ragnarsson og Vilhjálmur Svan
Jóhannsson og í erindi þeirra er
gert ráð fyrir lóð við Hlíðarfót og
hyggjast þeir reisa þar hús til
starfrækslu skemmtistaðar fyrir
um það bil 2.000 til 2.500 manns.
Áætluð stærð hússins er um það
bil 1.500 til 2.000 fermetrar.
Davíð Oddsson
Þrír síðustu
hverfafundir
borgarstjóra
FIMMTI hverfafundur borgarstjóra
verður í Menningarmiðstöðinni við
Gerðuberg klukkan 14.30 í dag. Á
fundinum flytur Davíð Oddsson
ræðu og svarar síðan fyrirspurnum
Breiðhyltinga.
Á morgun, sunnudag kl. 14.30,
hefst fundur í Félagsmiðstöðinni
Árseli fyrir íbúa Árbæjar og Sel-
áshverfis. Á þriðjudag klukkan
20.30 verður síðan sjöundi og síð-
asti hverfafundur borgarstjóra í
Ártúni fyrir íbúa í Grafarvogi.
A fundinum verða sýnd líkön,
litskyggnur og skipulagsupp-
drættir.
6 — Dc7
Önnur leið er hér. 7. — h6, 8. 0-0
- Be6, 9. a4 - Rc6, 10. b3 - Hc8,
11. Bb2 - Be7, 12. Hel - 0-0, 13.
Bfl — Dc7,14. Dd2 með betra tafli
fyrir hvítan.
8. Bg5 - Rbd7, 9. Rd2
Einnig er hægt að leika hér 9. a4
- b6, 10. 0-0 - Be7, 11. Rd2 -
Bb7, 12. Bc4 - 0-0, 13. De2 með
betra tafli fyrir hvítan.
9. — b5, 10. a4 — b4, II. Ra2
{ framhaldi skákarinnar stend-
ur þessi riddari mjög illa, en 11.
Rd5 — Rxd5, 12. exd5 — Bb7, 13.
Bf3 — f5 er gott fyrir svartan.
11. — d5, 12. exd5 — Rxd5, 13. Hcl
- h6, 14. c4 — Re7, 15. Be3
Hollendingurinn álítur að hann
nái sókn á f-línunni en Helgi verst
þeim tilraunum auðveldlega.
Sennilega hefði verið betra fyrir
hvítan að drepa á e7.
15. — Rf5, 16. c5
Hvítur opnar biskupi sínum leið
til c4 og þótt ótrúlegt megi virðast
getur svartur ekki unnið peðið á
c5.
16. — Rxe3, 17. fxe3 — Hb7, 18.
Rb3
Ekki gengur 18. Re4 — Be7 og ef
19. Rd6+ - Bxd6, 20. exd6 - Db6
ásamt 21. — 0-0, stendur svartur
vel.
18. - Be7, 19. 0-0 — 0-0, 20. Bc4 —
Davíð Qddsson borgarstjóri:
Skaðvænleg umræða
um ráðherraembætti
DAVÍÐ ODDSSON borgarstjóri lýsti því yfir í viðtali við rás 2 á fímmtu-
dagskvöldið, að öll umræða um ráðherraembætti handa Þorsteini Páls-
syni, formanni Sjálfstæðisflokksins, hefði vafalaust skaðað bæði for-
manninn og flokkinn. Borgarstjóri sagðist vona, að staða Þorsteins væri
sterk, því að það ætti hann sannarlega skilið. Þorsteinn Pálsson sagði í
samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að það hefði aldrei verið neitt
vandamál fyrir sig, hvort hann sæti í þessari ríkisstjórn eða ekki.
1 samtalinu við rás 2 sagði
borgarstjóri, að Þorsteinn Páls-
son hefði aldrei lýst því yíir, að
hann vildi taka sæti í ríkis-
stjórninni, umræðurnar um mál-
ið hefðu hins vegar verið skað-
vænlegar. Annað hvort ætti ekki
að ræða svona hluti eða fram-
kvæma þá. Þá minnti Davíð
Oddsson ennfremur á það, að
Þorsteinn Pálsson hefði ekki
haft áhuga á því, þegar hann var
kjörinn flokksformaður í nóv-
ember 1983, að taka sæti í ríkis-
stjórninni. Þorsteinn hefði talið
rétt að byggja flokkinn upp eftir
sundrunguna með því að fara um
landið og efla flokksstarfið. „Ég
hefði gert það hinsegin," sagði
Davíð Oddsson ennfremur.
Atli Rúnar Halldórsson,
fréttamaður hjá rás 1, ræddi
þessi mál í kvöldfréttum í gær
og skýrði orð Davíðs Oddssonar
á þann veg, að Þorsteinn hefði
átt að taka sæti í ríkisstjórninni
strax eftir formannskjörið.
Morgunblaðið sneri sér til
Þorsteins Pálssonar og leitaði
álits hans. Þorsteinn sagði: „Ég
hef lítið um þessi ummæli Dav-
íðs að segja. Ég tók mína
ákvörðun og taldi þá og tel enn,
að hún hafi verið rétt. Það hefur
aldrei verið vandamál fyrir mig,
hvort ég sæti í þessari ríkis-
stjórn eða ekki, enda hef ég
beinlínis hafnað boði þar um. Ef
eitthvert vandamál er í þessu
sambandi, þá er það vandamál
ríkisstjórnarinnar en ekki mitt.
Það hefur ekki verið ágreiningur
milli okkar Davíðs um þetta.
En úr því að minnst er á svo-
kallaða fréttaskýringu frétta-
stofu Ríkisútvarpsins," sagði
Þorsteinn Pálsson, „er ekki ann-
að unnt en að lýsa mikilli undr-
un á þeim vinnubrögðum. Ég get
ekki séð að þessi ummæli Dav-
íðs, þó ástæða hafi verið talin til
að segja frá þeim aftur, hafi gef-
ið tilefni til jafnómerkilegrar
umfjöllunar, þar sem fréttamað-
ur þuldi upp eigin hugleiðingar
með ívafi af tilvitnunum í
ónafngreinda menn og fór með
dylgjur um málefni Sjálfstæðis-
flokksins og forystumenn hans.“
Rf6