Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 23
 sem hver og einn hefur fram að færa og þar sem samheldni og samábyrgð sitja í fyrirrúmi". t samræmi við þetta leggjum við til í útvarpslagafrumvarpinu að jafnframt því sem almenningsr- étti á útvarpi verði viðhaldið hér á landi, þá verði valdi og ábyrgð á útvarpsmálum dreift jafnt innan Ríkisútvarpsins sem utan þess. Því er lagt til, eins og ég hef áður nefnt, að bæði hver landsrás svo og hver staðbundin útvarpsstöð verði hver um sig sjálfstæð rekstr- areining þótt til Ríkisútvarpsins teljist og falli undir þau heildarlög sem um Ríkisútvarpið gilda. Einn- ig er í samræmi við þessar hugm- yndir lagt til að starfsskipulagi Ríkisútvarpsins verði breytt á þann veg að sérhver starfsmaður er gerður ábyrgari í starfi og hon- um jafnframt gefinn kostur á að nýta hæfileika sína betur. Því er ákvarðanataka í hinum ýmsu mál- um færð úr höndum deildarstjóra og annarra yfirmanna til starfs- manna þeirrar deildar sem málið varðar hverju sinni. Með þessu er starfsmönnum treyst til að vinna störf sín af metnaöi og ósérplægni sem er Ríkisútvarpinu nauðsynlegt ef það á að fullnægja þeim kröfum sem til þess eru gerðar. Ef upp kemur ágreiningur innan deildar sem ekki semst um á annan hátt er eðlilegt að atkvæðagreiðsla skeri úr um málið, enda er það sú lýð- ræðisaðferð sem löngum hefur reynst þrautabest til að leysa ágreining. Gert er ráð fyrir að starfsmenn hverrar deildar velji sér umsjónarmann til þriggja ára í senn sem sjái um að þær ákvarð- anir sem teknar eru af starfs- mönnum deildarinnar séu fram- kvæmdar. Ef um útvarpsstöð er að ræða, sem skiptist í fleiri en eina deild, s.s. landsrás, er gert ráð fyrir að umsjónarmenn hinna mismunandi deilda myndi fram- kvæmdanefnd sem samræmir störf deildanna. Framkvæmda- nefndir, er jafnframt tengiliður milli deildanna og þess þriggja manna framkvæmdaráðs sem gert er ráð fyrir að taki við þeim störf- um sem nú er gegnt af útvarps- stjóra og sem kosið er af starfs- mönnum til þriggja ára í senn. Með þessu móti má víst segja að sérhverjum starfsmanni gefist færi á að nýta hæfileika sína í þágu starfs síns jafnframt því sem hann sjálfur er fyrst og fremst áb- yrgur fyrir því sem hann er að gera. MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 23 Notendaráð í stað útvarpsráðs I samræmi við þær valddreif- ingarhugmyndir sem frumvarpið byggir á er lagt til að útvarpsráð í núverandi mynd verði lagt af og þar með bein pólitísk afskipti af Ríkisútvarpinu. í stað útvarpsráðs kemur notendaráð skipað 14 kon- um og körlum, sem valin eru með tilviljunarúrtaksaðferð úr þeim hópi landsmanna sem kjörgengi hefur og kosningarétt. Þannig viljum við leitast við að tryggja að notendur sjálfir veiti starfs- mönnum ríkisútvarpsins það að- hald sem þeim er nauðsynlegt í störfum sínum. Þar að auki teljum við að slík tilnefning hafi hvetj- andi áhrif á einstaklinga til skap- andi hugsana og starfa og auki jafnframt áhuga hvers og eins á að hafa mótandi áhrif á umhverfi sitt. Hlutverk notendaráðs er að leggja drög að skiptingu efnis í höfuðdráttum í hverri útvarpsstöð t.d. hlutfall barnaefnis, íþrótta- og afþreyingarefnis og einnig að gæta þess að mismunandi sjón- armið allra málaflokka fái sam- bærilega umfjöllun. Að öðru leyti skiptir notendaráð sér ekki af dagskrárgerð né framkvæmd dagskrár, en gagnrýnir hana eftir á og veitir starfsmönnum Ríkis- útvarpsins þannig aðhald í störf- um sínum. Einnig er lagt til að komið verði á fót föstum notendaþáttum á hverri útvarpsstöð þar sem fjallað er um gagnrýni notenda á útsent efni stöðvarinnar. Þannig mynd- ast bein tengsl milli notenda og starfsmanna viðkomandi stöðvar, þar sem gert er ráð fyrir að starfsmenn svari þeirri gagnrýni sem fram kann að koma. Þessir þættir eru hluti af því aðhaldi sem starfsmönnum Ríkisútvarpsins er veitt í störfum sínum og því er gert ráð fyrir að umsjónarmenn þáttanna séu ekki úr hópi fastra starfsmanna Ríkisútvarpsins. Notendaráð og notendaþættir eru liður í því að tryggja að út- varpsnotendur hér á landi hafi beinan aðgang að því útvarpi, sem með réttu tilheyrir engum öðrum en þeim sjálfum. Aths. f greininni er orðið útvarp notað sem samheiti yfir hljóðvarp og sjónvarp. Reykjavík 19. febrúar 1985. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir er alþingismaður Krennalistans. hekla HF. hefur opnað nýja bfíasölu að Brautarholti 33 fyrír NOTAÐA BÍLA undir nafninu: BÍLASALAN BJALLAN ;.tl - Mjög rúmgóöur sýningarsalur - - Aðgengilegt útisvæöi - - Reyndir sölumenn - Notaleg aðstaða fyrir viðskiptavini - Tökum allar geröir notaöra bíla í umboössölu. Úrval skiptibíla frá HEKLU HF. VERIÐ VELKOMIN í NÝJA „BJÖLLU" SALINN % Bíia- saian bjaUaN I Heklahf. BRAUTARHOLTI 33 - SÍMI: 621240 [hIheklahf I m "I Lauqavegi 170 172 Sim. 212 40 HVERFAFUNDIR BORGARST JORA1985 Hvað hefur áunnist? Hvert stefnum við? DAVÍÐ ODDSSON BORGARSTJÓRI FLYTUR RÆÐU OG SVARAR FYRIRSPURNUM FUNDARGESTA. 5.FUNDUR Breiðholtshverfin Laugardagur 23. febrúar kl. 14.30 í Menningarmiðstööinni viö Gerðuberg. Fundarstjóri: Bjarni Guöbrandsson pípulagningameistari. Fundarritari: Rúnar G. Sigmarsson, verkfræöingur. Davíö Oddsson borgarstjóri flytur ræöu og svarar fyrirspurnum fundargesta. Reykvíkingar! Fjölmennið á hverfafundi borgarstjóra. Komiö sjónarmiðum ykk- ar á framfæri og kynnist umhverfi ykkar betur. Á fundinum verða sýnd líkön, litskyggnur og skipulagsupp- drættir. REYKVÍ KINGAR! FJÖLMENNIÐ Á HVERFAFUNDI BORGARSTJÓRA. KOMIÐ SJÓNARMIÐUM YKKAR Á FRAMFÆRI OG KYNNIST UMHVERFI YKKAR BETUR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.