Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985
Um notkun lyfja
í kjúklingafóðri
- eftir Halldór
Runólfsson dýralœkni
Að undanförnu hefur orðið
nokkur umræða um notkun lyfja í
kjúklingafóðri hérlendis. Þar sem
margar rangar og villandi upplýs-
ingar hafa verið gefnar tel ég að
hinn almenni neytandi eigi rétt á
að fá allar þær upplýsingar sem
nauðsynlegar eru til þess að hægt
sé að mynda sér skynsamlega
skoðun á málinu.
Það hefur sennilega verið á
sjötta og sjöunda áratugnum sem
að svokallaður verksmiðjubúskap-
ur hófst víða um lönd og þá fyrst
og fremst í hænsna- og svínarækt.
Við þennan búskap voru og eru
oftast notaðir kynbættir stofnar
— svo sem holdakjúklingakyn,
sem þykir gefa betra kjöt og er
fljótvaxnara.
Fljótlega tók að bera á alls kon-
ar sjúkdómum og óeðli í þessum
dýrum þar sem kröfur um há-
marks arðsemi urðu þess valdandi
að sífellt fleiri dýrum var troðið
saman á hverja flatareiningu. Því
þurfti annars vegar að leysa ýmis
vandamál vegna óeðlis, eins og
kannibalisma í hænsnum og rófu-
bit í svínum. Hins vegar var meðal
annars gripið til þess ráðs að
blanda fúkalyfjum í fóður þessara
dýra, til að halda niðri ýmsum
sjúkdómum.
Margir urðu þó til að lýsa yfir
áhyggjum sínum vegna svona
stöðugrar fúkalyfja-notkunar og
um 1970 var Swann-nefndin skip-
uð í Bretlandi, sem skilaði því áliti
að takmarka bæri notkun þeirra
lyfja í fóðri, sem jafnframt væru
notuð til lækninga.
Farið var eftir þessum ráðlegg-
ingum í flestum löndum og þróuð
voru önnur lyf — svokölluð sýkla-
eyðandi eða sýklaheftandi lyf
(kemotherapeutica) til notkunar í
þessu skyni og mun hið umdeilda
lyf Nitrovin vera í þeim hópi.
Niðurstöður úr síðari rannsókn-
um hafa leitt í ljós að nauðsynlegt
er að takmarka og banna notkun
allra þessara lyfja í fóðri alidýra í
langan tíma og fyrir þessu Iiggja
nokkrar megin orsakir:
1) Sú hætta er ávallt fyrir hendi,
að ef þessi lyf eru leyfð að stað-
aldri í fóðri, þá geti leifar af
þeim borist með afurðunum í
neytendur, sem margir hverjir
eru með ofnæmi fyrir lyfjum.
Mörg lyfjanna þar á meðal Nit-
rovin hafa verið rannsökuð
með tilliti til annarra skað-
legra áhrifa á neytendur — svo
sem krabbameinsvaldandi
áhrifa og í nokkrum löndum
hafa lyf í þessum lyfjaflokki
verið bönnuð algjörlega á þeim
grundvelii.
2) Stöðug fóðrun lítilla skammta
af þessum lyfjum getur valdið
því að myndast geta stofnar af
gerlum í þörmum þessara dýra,
sem ónæmir eru gagnvart lyfj-
unum. Erfðavísirinn fyrir
þessu ónæmi getur síðan borist
i aðra gerla, bæði sömu tegund-
ar og annarra tegunda. Enn-
fremur getur þessi erfðavísir
valdið því að gerlar verði
ónæmir gegn mörgum tegund-
um lyfja. Sumir þessara gerla í
dýrum geta verið sjúkdóms-
valdar í mönnum og ef þeir
hafa í sér ónæmi gegn mörgum
lyfjum geta þessir sjúkdómar
reynst ólæknandi.
Fúkalyfin og önnur sýklaeyð-
andi og sýklaheftandi lyf eru
dýrmæt vopn í baráttu okkar við
sjúkdóma í mönnum og dýrum og
því ber aðeins að nota þau þegar
þau eiga við — og þá í hæfilega
stórum skömmtum í ákveðinn
tíma. Röng notkun eins og stöðug
fóðrun með litlum skömmtum
veldur því að þessi vopn verða
gagnslaus.
Við íslendingar erum svo
heppnir að íblöndun allra lyfja í
fóður alidýra er bönnuð, að und-
anskildu einu lyfi gegn hnislasótt í
kjúklingum. Aðrar þjóðir sem
leyfðu notkun þessara efna eru nú
sem óðast að takmarka og banna
þessa notkun þar sem mönnum
eru nú orðnar ljósar þær hættur
sem þessu fylgja.
Jafnframt er það almennt orðið
viðurkennt að stöðug notkun á
lyfjum í fóðri, án þess að fyrir
liggi að um sýkingu sé að ræða,
komi einungis í stað góðs hrein-
lætis og skipulags við framleiðsl-
una.
Mest er um vert í nútíma ali-
fuglarækt að viðhafa strangt
hreinlæti við alla umhirðu og þarf
húsakostur að miðast við það,
þ.e.a.s. að hægt sé að sótthreinsa
öll hús og áhöld við hver skipti á
fuglum. í öðru lagi skal fjöldi fugl-
anna vera hæfilegur á hvern fer-
metra hússins. í þriðja Iagi ber að
halda hverri tegund alifuglarækt-
ar vel aðskildri, svo sem eggja-
framleiðslu sér, holdakjúklinga-
framleiðslu sér, útungun skal vera
sér, samkvæmt sérstakri reglu-
gerð, og stofnræktun þarf að vera
sér. Ef að eitt og sama fyrirtækið
rekur allar þessar framleiðslu-
greinar verður að vera fyrir hendi
aðstaða fyrir starfsfólkið, sem
þarf að fara á milli hinna ýmsu
framleiðslustaða, til að sótt-
hreinsa fatnað sinn og öll áhöld.
Því miður er ég hræddur um að
þeir framleiðendur holdakjúkl-
inga, sem orðið hafa fyrir miklum
afföllum í fuglum sínum undan-
farið, hafi við uppbyggingu starf-
semi sinnar ekki virt ofangreindar
þrjár meginreglur. Því verður
þeirra besta lausn að felast í að
endurskipuleggja starfsemi sína
með tilliti til þeirra. Lausnina er
ekki að finna í íblöndun lyfja í
fóðrið.
Umsögn danska
dýralæknisins
I þessari umræðu í fjölmiðlum
undanfarið um mikinn kjúklinga-
dauða hefur verið vitnað í dansk-
an dýralækni, sem er sagður
þekkja vel tii hér á landi.
Síðast kom hann hingað í júní
1981 að tilstuðlan eins fóðurvöru-
innflytjandans. Eftir þá heimsókn
skilaði hann skýrslu og þar segir
meðal annars í lauslegri þýðingu
minni:
„Skipulögð uppbygging á fram-
leiðslunni og skynsamlegur fram-
leiðsluferill eru nokkrir af mikil-
vægustu þáttum í fyrirbyggjandi
aðgerðum vegna alifuglasjúk-
dóma, þó sérstaklega vegna vírus-
sjúkdóma svo sem hænsnalömun-
ar og hvítblæðis.
Um alifuglaframleiðsluna á ís-
landi verður að segjast, að engin
raunveruleg uppbygging hefur átt
sér stað — heldur allsherjar sam-
bland af mismunandi framleiðslu-
greinum, svo og af mismunandi
þáttum innan sömu greinar. Á
nokkrum stöðum eru á sama búi
eggjaframleiðsla og holdakjúkl-
ingaframleiðsla og jafnvel eru á
sama búi stofnfuglar og alifuglar
og útungun á þessum fuglum."
Danski dýralæknirinn leggur síð-
an áherslu á mikilvægi þess að
halda öllum þessum þáttum vel
aðskildum og sérstök áhersla er
lögð á allt inn — allt út lögmálið,
sem felur í sér að þegar holda-
kjúklingar eru fullvaxnir, þá skal
vera mögulegt að tæma öll húsin á
búunum í einu — eða að minnsta
kosti hvert hús fyrir sig.— sótt-
hreinsa og láta þau standa tóm í
nokkra daga til að brjóta smit-
Halldór Runólfsson
„Mest er um vert í
nútíma alifuglarækt að
viðhafa strangt hrein-
læti... í öðru lagi skal
fjöldi fuglanna hæfi-
legur á hvern fermetra
hússins. í þriðja lagi ber
að halda hverri tegund
alifuglaræktar vel að-
skildri.“
hring sjúkdómanna frá einum
framleiðsluhópi til annars. Einnig
verður að koma í veg fyrir smit
frá einu húsi til annars.
Að lokum segir danski dýra-
læknirinn að hann sé sannfærður
um, eftir að hafa séð nokkra fram-
leiðslustaði á íslandi, að ef fram-
leiðslan haldi áfram á þennan
hátt, (þ.e.a.s. öllum greinum
blandað saman) þá verði sjúk-
dómavandamálin óyfirstíganleg.
íslenskir dýralæknar
Nokkuð hefur borið á ósann-
gjörnum árásum á íslenska dýra-
lækna í fjölmiðlum að undanförnu
og þeim legið á hálsi að kunna
ekki til verka við greiningu
hænsnasjúkdóma og að sinna ekki
vandamálum þessarar búgreinar.
Því er til að svara að við Til-
raunastöð Háskólans á Keldum
starfa, auk annarra hæfra
starfsmanna, vel menntaðir dýra-
læknar með framhaldsmenntun i
sjúkdómsgreiningu og örveru-
fræðum. Þessir dýralæknar eru
því miður of fáir og starfsaðstaða
þeirra ófullnægjandi, en ég full-
yrði að þeir hafi reynt af fremsta
megni að aðstoða alifuglaeigendur
við sjúkdómavandamál á búum
þeirra, til jafns við aðra búfjáreig-
endur.
Héraðsdýralæknar, hver í sínu
umdæmi, sjá svo um lækningar og
ráðgjöf um fyrirbyggjandi aðgerð-
ir á búunum, en til þeirra er því
miður oft ekki leitað fyrr en allt er
komið í óefni.
Gunnar Bjarnason
í Morgunblaðinu þann 16. febr-
úar sl. er viðtal við Gunnar
Bjarnason, fyrrverandi forstöðu-
mann fóðureftirlits ríkisins og
landsráðunaut í svína- og alifugla-
rækt. Þar sem ummæli Gunnars
um sjúkdóminn garnadrep og
fóðrun kjúklinga með lyfjum eru
svo röng, að nær er að álykta að
rangt hafi verið haft eftir honum,
verður ekki hjá því komist að leið-
rétta þessi ummæli.
Það er rétt með farið að þeir
stofnar, sem notaðir eru til holda-
kjúklingaframleiðslu, séu þraut-
ræktaðir með tilliti til kjötfram-
leiðslu, en þarmar þeirra eru ekk-
ert frábrugðnir þörmum annarra
hænsna. Frekar mætti segja að
þessir fuglar væru svo þrautpínd-
ir, til að ná sem mestum vaxtarhr-
aða að þeir þyrftu á þessum lyfj-
um að halda þess vegna.
Fráleitt er að halda því fram að
meiri hætta sé á því að lyfin verði
í kjúklingakjötinu við slátrun, ef
kjúklingabændur hafa fengið lyf
til að lækna fugla sína hjá dýra-
lækni. Þá fá þeir ákveðið magn af
lyfjum til að lækna ákveðinn sjúk-
dóm í ákveðið skipti í ákveðinn
tíma og fá um leið nákvæm fyrir-
mæli hversu snemma fyrir slátrun
þeir verði að hætta meðferðinni,
til að hinn ákveðni útskolunartími
hvers lyfs renni út. Ef lyfin eru í
fóðrinu að staðaldri er meiri
hætta á því að ekki sé stöðvað að
fóðra með' þvi fóðri nægilega
snemma fyrir slátrun. En eins og
bent var á áður er mikilvægt fyrir
neytendur að lyfin finnist ekki í
afurðum þessara fugla.
í fyrrnefndu viðtali hrósar þessi
fyrrverandi forstöðumaður fóður-
eftirlitsins sér af því að hafa vísv-
itandi brotið lög um fóðureftirlit
hvað varðar þessi efni. Sé þetta
talið alvarlegt brot, þá tel ég enn
alvarlegra að hann hafi ekki kom-
ið þeim upplýsingum til kjúkl-
ingaframleiðenda að lyfið Nitro-
vin var í fóðrinu og þeir hö‘‘ðu því
ekki ástæðu til annars en að fóðra
með þessu lyfjablandaða fóðri
fram að sláturdegi. Því má búast
við að kjúklingakjöt hér á iandi
hafi verið meira og minna mengað
þessu lyfi þar til núverandi for-
stöðumaður fóðureftirlitsins
stoppaði þessi lögbrot á síðasta
ári.
Eins má leiða rök að því að ef
fyrrverandi landsráðunautur í ali-
fuglarækt hefði aðstoðað kjúkl-
ingabændur betur við uppbygg-
ingu þessarar búgreinar á sínum
tíma, þá ættu þeir ef til vill ekki
við jafn mörg sjúkdómavandamál
að stríða og raun ber vitni.
Halldór Kunólfsson er íormaður
Dýralæknafélags íslands og dýra-
læknir hjá Hollusturernd ríkisins.
/jf
Handavinnupokinn
Móðir og dóttir eins
Vesti:
Stærðir: 6/8 (10/12) 34/36
(38/40) 42/44.
Brjóstvídd: 73 (80) 87 (94)
101 sm.
Sídd: 38 (44) 48 (50) 52 sm.
Mælt frá hálsmáli að aftan og
niður.
Garn: Mohair.
Prjónar: Nr. 5 ‘Æ.
Prjónaþéttleiki: 15 lykkjur
og 22 prjónar á prjóna nr. 5'á
— 10x10 sm. Prjónaþéttleikinn
verður að haldast. Skiptið yfir
í grófari eða fínni prjóna ef
það hentar betur.
Prjónamynstur: 1., 3., 6. og
8. prjónn rangur. 2., 4., 5. og 7.
prjónn slétt.
Endurtakið þessa 8 prjóna
allt vestið.
Vestið:
Byrjið við annað ermaopið:
Fitjið upp 76 (88) 96 (100)
104 lykkjur á prjóna nr. 5 'Á og
prjónið slétt. Þegar prjónaðar
hafa verið 11 (11) 13 (13) 13
umferðir, fitjið þá upp 19 (22)
24 (25) 26 nýjar lykkjur í
hvora hlið. Prjónið síðan tvær
sléttar umferðir, en haldið svo
áfram í mynsturprjóni. Prjón-
ið 37 (41) 45 (49) 53 umferðir í
mynsturprjóni, en fellið þá af í
miðju 54 (60) 68 (70) 72 lykkj-
ur sem er hálsmálið, og þessar
lykkjur eru svo fitjaðar upp
aftur á næsta prjóni. Prjónið
áfram 37 (41) 45 (49) 53 lykkj-
ur í mynsturprjóni. Þá eru í
allt 76 (84) 92 (100) 108 lykkjur
í mynstri.
Prjónið þá áfram slétt, og
fellið af 19 (22) 24 (25) 26
lykkjur í byrjun 3. og 4. prjóns
í sléttu. Prjónið síðan 11 (11)
13 (13) 13 lykkjur slétt.
Fellið af.
Frágangur: Saumið saman
hliðar. Saumið ermaop og
brjótið inn að röngunni og
varpið saman innbrotið.
Gott er að láta vestið liggja
á milli tveggja rakra stykkja
þar til þau eru orðin þurr.