Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985
17
Óli Björn Kárason formaöur Vöku:
„Ágreiningur
um leiðir en
ekki markmið“
Óli Bjöm Kárason er formaður
Vöku. Hann er frá Sauðárkróki og
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum á Akureyri, en er nú viðskipta-
fræðinemi á 3. ári í háskólanum. Um
starfsemi Vöku um þessar mundir
segir Óli Björn m.a.:
„Nú eins og jafnan áður fylgir
Vaka þeirri stefnu að Stúdentaráð
og önnur stúdentasamtök innan
háskólans beiti sér fyrst og fremst
fyrir hagsmunamálum stúdenta.
Það sem fyrst og fremst skilur
okkur Vökumenn frá öðrum félög-
um í skólanum er það að við vilj-
um beita öðrum aðferðum en þeir
við að ná markmiðum stúdenta.
Sjálf markmiðin eru hin sömu í
meginatriðum. Innan háskólans
eru starfandi þrjár fylkingar —
þ.e. Vaka, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta, Félag vinstri manna og
Félag umbótasinna. Vaka vilí
fylgja hagsmunamálum stúdenta
eftir með því að beita hófsömum
aðferðum, með því að ræða málin
við stjórnvöld og auka skilning al-
mennings á málefnum, en ekki
með því að marséra um allar götur
með spjöld og með gauragangi af
minnsta tilefni. Okkar aðferðir til
að leysa vandamál Lánasjóðs
námsmanna hafa reynzt vel eins
og gleggst má sjá af því að Lána-
sjóðurinn hefur aldrei staðið betur
en nú. Sá vandi sem við var að etja
fyrr í vetur var leystur með skiln-
ingi op velvilja og útkoman varð
sú að ruðstöfunarfé úr sjóðnum til
einstaklings er nú um 16 þúsund
krónur á mánuði. Þess má geta að
lánin úr þessum sjóði eru hin hag-
stæðustu sem um er að ræða á
þessu landi. Afborganir af þeim
hefjast ekki fyrr en þremur árum
eftir að námi lýkur. Lánin eru til
40 ára og þau eru vaxtalaus.
Greiðslur af þeim miðast við tekj-
ur manna, nema rúmum 3% af
svokölluðum útsvarsstofni. Þetta
hljóta að teljast mjög góð kjör og
ég leyfi mér að fullyrða að þau
hefðu varla náðst fram hefðu
vinstri menn verið látnir ráða
ferðinni. Þess ber þó að geta að
löggjöf og reglur um framkvæmd
lánamála stúdenta eru að ýmsu
leyti gölluð og hefur Vaka lagt til
að nefnd, skipaðri fulltrúum
stjórnvalda og námsmanna, verði
falið að endurskoða lögin. Á þess-
um vettvangi hefur verið unnið
mikið starf, ekki sízt innan Vöku.“
„Þú segir að Vaka vilji tak-
marka stúdentapólitíkina við
hagsmunamál stúdenta, en stúd-
entar hafa þó lengst af ekki verið
feimnir við að taka afstöðu til
þjóðmála og beita sér á þeim vett-
vangi.“
„Það er rétt og vissulega erum
við Vökumenn pólitískir í almenn-
um skilningi þess orðs, margir
hverjir. Þó er í félagi okkar fólk úr
hinum ýmsu stjórnmálaflokkum
en ekki síður fólk sem ekki er
flokksbundið og virðist ekki velta
Óli Björn Kárason
hinni venjulegu flokkapólitík fyrir
sér að ráði.“
„Hefur Vaka tekið afstöðu til
sérstakra pólitískra mála að und-
anförnu?"
„Það hefur verið minna um það
í seinni tíð en var t.d. á meðan
utanríkis- og öryggismál voru
stöðugt bitbein. Þau mál ollu lengi
vel djúpstæðum ágreiningi meðal
stúdenta og kom það mjög niður á
því að þeir gætu staðið saman um
hagsmunamál sin. Nýlega tók
Vaka afstöðu til máls sem mikið
hefur verið á döfinni en það varð-
ar takmörkun á aðgangi að há-
skólanum. Vaka beitti sér gegn því
að haldin yrðu inntökupróf með
fjöldatakmörkun sem viðmiðun.
Við töldum ekki forsvaranlegt að
fólk sem hefði lokið stúdentsprófi
gengi síðan fyrirvaralaust undir
inntökupróf, en ég er hins vegar
þeirrar skoðunar að athugandi
værfcað nemendur fengju tækifæri
til að spreyta sig í a.m.k. hálft ár
og tækju síðan próf inn í deildirn-
ar þar sem miðað væri við
ákveðna lágmarkseinkunn en ekki
tiltekinn fjölda nemenda. Þetta
teldi ég vera mun skynsamlegri og
sanngjarnari aðferð til að setja
því mörk hverjir stunda nám við
háskólann,“ áegir Óli Björn Kára-
son formaður Vöku.
Inga Margrét Skúladóttir nemi í þjóðfélagsfræði:
„Fagleg sjónarmið
en ekki flokkapóli-
tík ráði ferðinni“
Inga Margrét Skúladóttir er 3.
árs nemi í félagsráðgjöf. Hún er
virkur félagi í Vöku og vinnur nú
m.a. aö undirbúningi kosninga til
Stúdentaráðs sem fram fara í vor.
Hún er í stjórn Samfélagsins sem
er félag þjóöfélagsfræöinema í há-
skólanum.
„Nú, og svo hef ég líka látið
talsvert til mín taka í hinum
ýmsu skemmtinefndum," bætir
hún við þegar hún er spurð um
þátttöku í félagslífi innan skól-
ans.
„Hvers vegna ég tek þátt í fé-
lagslífi? Að einhverju leyti er
það fyrir bein áhrif frá vinum og
félögum en sá sem er við nám í
þjóðfélagsfræðum kemst varla
hjá því að fá áhuga á félags-
starfi, m.a. með það fyrir augum
að beita sér í þágu deildarinnar.
Það fjársvelti sem háskólinn er í
bitnar mjög harkalega á þjóðfé-
lagsfræðideildinni. Þetta er ný
grein innan háskólans og það
tekur sinn tíma að móta nýja há-
skóladeild og byggja hana upp.
Þjóðfélagsfræðideildin er á þvi
skeiði nú að hún má ekki við því
að svo illa sé að henni búið sem
raun ber vitni.
Nám í félagsráðgjöf er dýrt
nám sem m.a. krefst einstakl-
ingsbundinnar þjálfunar. Það er
nauðsynlegt að fagleg sjónarmið
en ekki flokkapólitík ráði ferð-
inni varðandi skipulagningu
deildarinnar og að mínu mati
eru það einmitt hin faglegu sjón-
Inga Margrét Skúladóttir
armið sem nú eru ríkjandi. Fjár-
skorturinn kemur í veg fyrir að
þau fái notið sín. Tilgangur
minn með þátttöku í félagsstörf-
um í háskólanum — innan Vöku
og á öðrum vettvangi — er sá að
vinna að því að þjóðfélagsfræði-
deildinni verði búin hæfileg
starfsskilyrði."