Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 • Bogdan Kowalczyk Bogdan fer til Noregs á B-keppnina BODGAN Kowalczyk, lands- liösþjálfari í handknattleik, fer til Noregs og fylgist meö und- anúrslitum og úrslitum B-heimsmeistarakeppninnar sem þar fer fram þessa dag- ana. Islendingar veröa sem kunn- ugt er meðal keppenda í A-heimsmeistarakeppninni í Sviss á næsta ári, og þar veröa einnig sex efstu liöin í keppn- inni í Noregi. Þar eru margar af bestu handboltaþjóöum heims, svo sem Rússar og Austur- Þjóöverjar, vegna þess aö liö þeirra hunsuöu Ólympíuleikana í Los Angeles. FRAMARAR hafa nú þriggja stiga forskot á KA í 2. deild karla í handknatt- leik eftir viðureign þeirra í Laugardalshöll í gær- kvöldi. Fram sigraði þar ,22:18, eftir aö hafa haft yfir 11:10 í leikhléi. KA-menn byrjuðu betur í gærkvöldi — komust í 8:6, en hroöalegur kafli leikmanna liösins, svo og þaö aö Framar- ar tóku sig mikið saman í and- litinu, geröi það aö verkum aö næstu fjögur mörk komu frá heimaliðinu. Staöan þá skyndi- lega 10:8 fyrir Fram. Framarar leiddu svo í leik- hléi, eins og áöur sagöi, og í síðari hálfleiknum voru þeir betri aðilinn. Héldu forystunni og sigruöu sanngjarnt. Framarar hafa nú leikiö ein- um leik meira en KA, en norö- anmenn eiga möguleika á aö minnka muninn niöur í eitt stig er þeir mæta HK í dag í Kópa- vogi. Morgunblaöiö/Júlíus • Dagur Jónasson Framari hefur hér brotist í gegnum KA-vörnina í leiknum í gærkvöldi og sendir knöttinn í markið. Fram hefur nú þriggja stiga forskot á KA — eftir sigur á norðanmönnum í gærkvöldi í Höllinni Framarar léku nokkuð vel í gærkvöldi. Sóknarleikur liösins gekk vel upp og vörnin stóð sig vel. KA-menn byrjuöu mjög vel, en gáfu eftir. Liöiö getur meira en þaö sýndi í gær- kvöldi. Ekki kæmi á óvart þó KA og Fram færu í 1. deildina í vor, yröu í efstu sætum 2. deildarinnar þegar upp verður staöiö. Ekki skildi þó afskrifa HK. Ðestu menn Fram í gær- kvöldi voru Óskar Þorsteins- son, Hermann Björnsson og Jón Árni Rúnarsson. Jón mjög ógnandi í horninu. Hjá KA var Friöjón Jónsson langatkvæöa- mestur, en auk hans lék Jón Kristjánsson vel. Stórefnilegur handknattleiksmaöur þar á feröinni. MÖRK Fram: Hermann Björns- son 5, Óskar Þorsteinsson 4, Dagur Jónasson 3, Jón Árni Rúnarsson 3, Agnar Sigurös- son 3, Erlendur Davíösson 3 og Andrés Magnússon 1. MÖRK KA: Friöjón Jónsson 7, Jón Kristjánsson 4, Erlendur Hermannsson 3, Erlingur Krist- jánsson 2, Þorleifur Ananías- son 1 og Logi Einarsson 1. í Hafnarfirói léku í gærkvöidi í 2. deildinni Haukar og Þór frá Akureyri. Haukar sigruöu í þeirri viöureign, 23:17, eftir aö hafa haft yfir, 8:5, í leikhléi. Haukar voru yfir allan tímann. Pétur Guönason var marka- hæstur Hauka meö 6 mörk, Siguröur Sigurjónsson og Snorri Leifsson geróu 4 hvor. Guðjón Magnússon og Árni Stefánsson geröu fjögur mörk hvor fyrir Þór og Aðalbjörn Svanlaugsson geröi 3. Talbot út BRIAN Talbot, sem veriö hefur einn besti leikmaður Arsenal í vetur, var settur úr liðínu fyrir leikinn við Manchester United á Highbury í dag. Leiknum verður sjónvarpað beint hingað til lands og hefst útsending kl. 14.45. Landsliösmennirnir Tony Wood- cock og Charlie Nicholas koma báöir inn í Arsenalliöiö aö nýju í dag. „Þetta er stórleikur — upp- selt verður og mikil stemmning. Ég held aö þetta sé rétti leikurinn fyrir þá aö koma inn aftur,“ sagöi Don Howe, stjóri Arsenal, er hann til- kynnti liö sitt. Liöin veröa svona: ARSENAL: John Lukic, Viv Anderson, David O’Leary, Tommy Caton, Kenny Sansom, Steve Williams, Stewart Robson, Paul Davies. Charlie Nicholas, Tony Woodcock og Paul Mariner. MAN. UTD.: Liöiö veröur valiö úr eftirtöldum leikmönnum: Bailey, Gidman, Moran, Hogg, McGrath, Albiston, Strachan, Duxbury, Davi- es. Olsen, Hughes. Stapleton. Whiteside Norskur 1. deildar handbolti Langar þig til að reyna þig sem leikmaður/þjálf- ari með norsku 1. deildar liði karla? Kragerö Idretsforening leitar aö leikmanni meö reynslu sem þjálfari úr íslenzkum topphandbolta, sem gerast vildi leikmaöur/þjálfari í norskum handbolta. Við munum útvega atvinnu og húsnæði. Kragerö er yndislegur bær á suðurströnd Noregs. Góö íþróttaaðstaða og góö kjör. Nánari upplýsingar veitir Sígurður Ásmundsson í símum 36165 og 27222. Kragerö Idretsforening Kragerö — Noregi • Brian Talbot Frestað í Eyjum LEIKJUM Þórs og KR í 1. deild karla í handbolta og ÍBV og KR í 1. deild kvenna, sem fram áttu að fara í Vestmannaeyjum, var frest- aö þar sem ekki var flogið til Eyja vegna veöurs. Liverpool reiðubúið að selja Craig Johnston Fré Bob Henrtessy, fréttamanni Morgunblaöains í Englandi. Morgunblaöiö/Skapti. • Allt lék f lyndi síóastliðið vor er þessi mynd var tekin af Craig Johnston og Joe Fagan á æfingu hjá Liverpool á Melwood, æfinga- velli félagsins. Nú hefur slest upp 6 vinskapinn. FORRÁÐAMENN Liverpool hafa nú ákveöið að Craig Johnston geti farið frá félagínu. Leikmað- urinn hefur ekki komist í liðið að undanförnu og er mjög óánægður, vill komast í burtu en er samningsbundinn meist- urunum. „Ég elska félagiö, áhangendur þess eru sérstakir og leikmenn- irnir frábærir. En í gegnum árin hefur framkvæmdastjóranum ekki líkað viö mig og mór enn síöur viö hann,“ sagöi Johnston í gær. „Ég átti stundum í erfiðleik- um meö aö umgangast Bob Paisley (fyrrum framkvæmda- stjóra, innsk. Mbl.), en ég bar þó virðingu fyrir honum sem manni.“ Joe Fagan, stjóri Liverpool. sagöi í gær aö Johnston væri mjög góður leikmaöur en hann gæti einfaldlega ekki látiö hann spila nú, liöiö væri þaö gott án hans. „Gary Gillespie, Jan Mölby og fleiri hafa veriö settir út úr liöinu og oröiö aö sætta sig viö þaö. Ég er á þeirri skoðun aö þaö yröi best fyrir alla aöila aö Johnston færi frá Liverpool," sagöi Fagan. Liverpool vill fá 500.000 pund fyrir Craig. Chelsea hefur sýnt honurn áhuga í all langan tíma. Þó hefur veriö nefnt aö Liverpool muni jafnvel reyna aö fá forráöa- menn Leicester til aö selja Gary Lineker, skipta á honum og Johnston. Þá hefur Arsenal einn- ig veriö nefnt, þá hugsanleg skipti á Johnston og Charlie Nicholas. Liverpool keypti Johnston frá Middlesbrough áriö 1981 á 650 þúsund pund. Hann hefur aöeins leikiö 12 sinnum í aðalliöi Liv- erpool á einu ári. Var í Ástralíu i haust eins og frægt varö er kona hans eignaöist barn og kom ekki til Liverpool eftir sumarfríiö fyrr en seint i haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.