Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 Sá snjóflóðið hrífa félaga mína með sér „ÉG HELD AÐ ég hafi aldrei haft tíma til að verða skelkaður. Ég hugsaði strax um að bjarga félög- um mínum sem ég sá fara niður með snjóskriðunni, sem stöðvaðist hundrað metrum neðar við mig í hlíðinni. Þegar ég var búinn að ná einum upp úr snjónum og hann gat hjálpað mér að finna hina þrjá fannst mér ekki ástaeða til að ör- vænta," sagði Ævar Aðalsteinsson í samtali við Morgunblaðið en um sl. helgi grófust tvær stúlkur og tveir piltar í Hjálparsveit skáta í snjóflóði í EyjafjallajöklL Tókst að bjarga þeim ómeiddum. Fimmtán meðlimir Hjálpar- sveitarinnar höfðu verið á göngu á jöklinum á sunnudag i tveimur aðskildum hópum er skriðan féll á annan þeirra. Hópurinn sem Ævar var í, lenti í skriðunni, sem var 10—15 metra breið. „Við höfðum verið að ganga niður af- líðandi brekku i hnédjúpum lausasnjó. Mér varð litið við og sá þá snjóflóð hrifa félaga mina með sér, en þeir voru allir tengd- ir saman í línu. Ég rann síðan sjálfur af stað en tókst að stöðva mig með þvi að spyrna hælunum niður og horfði á eftir hinum í flóðinu. Er það hafði stöðvast hljóp ég á staðinn. Ég sá strax i þrjá þeirra sem höfðu fallið með flóðinu, en einn var hvergi sjá- anlegur. Þegar ég var búinn að ná þeim fyrsta upp rakti ég lín- una frá honum að þeim næsta, sem við losuðum í sameiningu. I þann mund komu félagar okkar úr hinum hópnum og aðstoðuðu við uppgröftinn," sagði Ævar. „Það tók tæpar 10 minútur að losa alla og hjálpaði mikið að snjórinn var laus i sér og hafði ekki fallið i miklu magni. Það /Evar Aöalsteinsson var aðeins ein stúlka sem hafði grafist alveg á kaf, hinir gátu hreyft einhverja útlimi sem hjálpaði það þeim að halda ró sinni á meðan þau biðu. Stúlkan, sem fór á kaf, var hin rólegasta er við vorum að grafa hana upp, og kallaði til okkar að vera ró- legir við moksturinn. Það væri allt i lagi með hana. Við vorum lánsöm að enginn skyldi meiðast og það að enginn skyldi grafast dýpra undir snjóinn en raun varð á. Það skipti líka miklu máli að ég skyldi sleppa undan flóðinu og komast strax til hjálpar. Þetta kennir manni að ákveðin og snör handtök eru mikilvæg í björgunarstörfum. Það er ekki oft sem menn lenda í snjóflóðum en þau gera aldrei boð á undan sér. Hafa fjall- göngumenn það vonandi hugfast og aðrir sem stunda útivist. Þetta atvik verður vonandi öðr- um víti til varnaðar," sagði Ævar. Eólkinu bjargaó úr snjóflóóinu. MorgunbUaii/FreysWnn Sigmundsaon Fiskyiniislan: Fólki sagt upp í stórum stíl — segir framkv.stj. Verkamannasambandsins „ÞAÐ ER fariö aö segja upp fiskvinnslufólki í stórum stíl um allt land en uppsagnirnar koma varla til framkvæmda fyrr en í næstu viku,“ sagöi Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Vcrkamannasambands íslands, um uppsagn- ir í fiskvinnslu í framhaldi af yfirstandandi sjómannaverkfalli. Enginn árang- ur varö af nærri fjögurra stunda löngum samningafundi í deilunni í gær. Nýr fundur verður væntanlega boöaóur síödegis í dag eftir viðræöur ríkissátta semjara viö deiluaóila. Þórir Daníelsson sagðist giska Lombardy hyggst flytj- ast hingað Bandaríski stórmeistarinn , í skák William Lombardy hefur sótt um atvinnuieyfi hér á landi til félagsmálaráöuneytisins. „Lombardy hefur sýnt áhuga á aö setjast aö hér á landi ásamt konu sinni og ungu barni þeirra hjóna," sagði Jóhann l>órir Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skákar, í samtali viö Mbl. í gærkvöldi. „Lombardy hefur sýnt áhuga á að búa hér á landi um nokk- urra ára skeið á meðan barn þeirra hjónt'. er að vaxa úr grasi/ sagði Jóhann Þórir. Hann sagði aö Lombardy hyggðist. tefla á skákmótum I hér á landi. á, að allt að tíu þúsund manns í fiskvinnslu gætu misst vinnu sína vegna verkfallsins ef öll fisk- vinnsla stöðvaðist. „Alltaf er unn- ið á stöku stað, til dæmis við salt- fiskverkun. Það er frystingin sem er viðkvæmust," sagði hann. Nær allir starfsmenn í fisk- vinnslu munu fá greiddar bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði eftir að hafa verið atvinnulausir í fulla viku. Fullar bætur — þ.e. fyrir þá, sem unniö hafa að minnsta kosti 1700 stundir á síð- ustu tólf mánuðum — nema nú kr. 597,52 á dag. Þórir Daníelsson sagði að ef staðið hefði verið við þau loforð, sem ríkisvaldið hefði gefið í tengslum við kjarasamn- ingana í nóvember sl., um að breytingar á atvinnuleysisbótum myndu fylgja breytingum á kaup- gjaldi i landinu, myndu fullar bætur vera 672,64 krónur á dag. „Þarna munar 12,6% en þetta breytist ekki héðan af fyrr etv þingið hefur samþykkt frumvarp- i6 um breytingar á lögiun um at- vinnuleysistryggingasjóð. sem nú liggur fyrir þinginu,- sagði hann. Morgunbladid/RAX lltboöin opnuö: Fulltrúar tryggingarfélaganna og Innkaupastofnunar ríkisins fara yfír tilboöin. Viö borösendann fjær situr Asgeir Jóhannesson, forstjóri Innkaupastofnunarinnar. * Utboð bifreiðatrygginga ríkisins: Áætlaður sparnað- ur um 3 millj. kr. TILBOD í bifreiöatryggingar ríkisins voru opnuó hjá Innkaupastofnun ríkis- ins í gærmorgun. Alls bánist tilboó frá sex tryggingarfélögum og aó sögn Ásgeirs Jóhannessonar, forstjóra Innkaupastofnunarinnar, er reiknaó meö aó útboóió geti haft í för meö sér sparnað í bifreiðatryggingum ríkisins um allt aö 3 millj. kr. Þau sex tryggingarfélög sem sendu inn tilboð voru Almennar tryggingar, Brunabótafélag ís- lands, Hagtrygging, Trygging hf., Samvinnutryggingar og Sjóvá. Ásgeir Jóhannesson sagöi að á þessu stigi væri erfitt að segja með vissu hvert félaganna væri með lægsta tilboð, þótt við fyrstu sýn virtist tilboð Samvinnutrygg- inga lægst i beinum afslætti. „Þeir bjóða 65% afslátt frá grunni <>g 12% afslátí af þeim hhita sem eft- ir er. Allur bónus er innifalinn i þessu tilboði. Hins vegar bjóða hin félögin hlutdeild af hugsanlegum hagnaði og meö hliðsjón af þvi að menn buðu svolítið mismunandi er ekki endanlega séð hver er með hagstæðasta tilboðið," sagði Ás- geir. Ásgeir sagði að lauslega áætlaö væri gert ráð fyrir að heildar- tryggingarnar lækkuðu um 3 milljónir króna miðað við iðgjaldagrunn síðasta árs. Þá er gert ráð fyrir að út.boö ínnkaupa- stofnunarinnar i bifreiðakaupum ríkisin:; geti sparað ailt aó 4,0 milljónir króna. Útboðiu fóru fram samkvæmt ákvörðun rikis- stjórnarinnar í nóvember sl. að frumkvæði fjármálaráðherra. 9.0C-0Z.OC VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Reykjavík: Hækkun á gjald- skrá sundstaða BORGARRÁÐ samþykkti nýveriö hækkun á gjaldskrá sundstaóa í Reykjavík samkvæmt samþykkt íþróttaráós. Samkvæmt henni hækka einstakir miðar fyrir full- orðna úr 30 krónum í 38 krónur og fyrir börn úr 15 krónum í 20 krónur. Hin nýja gjaldskrá gildir frá og meö deginum í dag, laugardag. I samþykkt íþróttaráðs kemur m.a. fram, að sú gjaldskrá, sem verið hefur í gildi hjá sundstöðum Reykjavíkurborgar, hafi verið óbreytt í um það bil 10 mánuði. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár hafi verið sam- þykkt að stefna að því að tekjur sundstaða árið 1985 nægðu til að mæta 80% af rekstrargjöldum, sem er sama viðmiðun og fyrir ár- ið 1984. Ef sá árangur ætti að nást þyrfti að hækka gjaldskrána sam- kvæmt framkominni tillögu. Samkvæmt hinni nýju gjaldskrá kostar 10 miða kort fyrir fullorðna 250 krónur en kostaði áður 200 krónur. Kort fyrir börn og aldraða kosta nú 125 krónur, en kostuðu áður 100 krónur. Gufubað hækkar úr 50 krónum í 65 krónur, leiga á handklæðum og sundfatnaði úr 30 krónum í 38 krónur og 10 miða kort í sundæfingar fyrir fullorðna úr 90 krónum í 115 krónur og fyrir yngri en 16 ára úr 45 krónum í 58 krónur. Spurt og svar- að um fjármál húsbyggjenda HÚSN/EÐISMÁL eru í brennidepli um þessar mundir og þá sérstaklega fjármál húsbyggjenda og lánveit- ingar til húsnæöismála. Næstu daga og vikur mun Morgunblaóió veita lesendum sínum þá þjónustu aö taka viö spurningum þeirra um húsnæö- ismál, og þá sérstaklega fjármála- hlió þeirra, og leita svara viö þeim. Morgunblaðið hefur fengið nokkra sérfróða menn til þess að svara spurningunum. Þeir eru Sig- urður E. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri og starfsfólk Hús- næðisstofnunar ríkisins, Gunnar Helgi Hálfdanarson fram- kvæmdastjóri og starfsmenn Fjárfestingafélagsins og sérfræð- ingar Útvegsbanka Islands. Þeir, sem óska eftir að leggja fram spurningar, eru beðnir um að hringja í síma 10100 frá klukk- an 10.30—12 frá mánudegi til föstudags. Óskað er eftir að fyrir- spyrjendur geti um nafn og heim- ilisfang.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.