Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Tveir pólitíkusar Tveir pólitíkusar lentu á bein- inu hjá þeim útvarpsmönnum nú á fimmtudaginn. Sá fyrri pass- ar nú kannski ekki alveg inní hinn fríða flokk atvinnupólitíkusa, því honum brá svo við að vera kjörinn á þing að hann leitaði til lögfræð- ings í því skyni að komas undan þingsetu. Á Alþingi sat hann samt í eitt misseri fyrir Alþýðuflokk- inn. Maður þessi er Bragi Níelsson héraðslæknir og sat hann á beini Eðvarðs Ingólfssonar í fyrstu rás- ar þættinum Fyrrverandi þingmenn Vesturlands segja frá. En svona er þetta nú einu sinni í pólitíkinni, einn berst af öllum kröftum fyrir sinn flokk en kemst aldrei á þing, en hinn, sem tók þátt í slagnum af rælni, er skyndilega horfinn í bjargið við Austurvöll, þar sem helgisiðirnir eru svo flóknir að það tekur minnst eitt kjörtímabil að læra vinnubrögðin, eins og Bragi orðaði það. Davíð Helgisiðir stjórnmálalífsins virtust ekki vefjast eins fyrir póli- tíkus númer 2, er lenti á beinið téðan fimmtudag í þætti þeirra Ingólfs Margeirssonar og Árna Þórarinssonar Þriðja manninum, en þar erum við komin yfir á rás tvö. Efast ég reyndar um að Davíð Oddsson hefði leitað til lögfræð- ings hefði hann slysast inn á þing, og þó Davíð greindi frá því í þess- um þætti að hann hefði ekki minnsta áhuga á þingsetu í því skyni að framleiða viljayfirlýs- ingar. Þetta er skiljanlegt, því Davíð Oddsson er fyrst og fremst framkvæmdamaður. Það gustar svo af honum á stóli borgarstjóra að minnihlutinn minnir á áttavilltan rolluhóp í moldarkófi. Hálf vor- kenni ég blessuðu fólkinu er situr með sveittan skallann við að lemja saman tillögur sem vitað er að enda í ruslakörfunni. Hvað um það, í Þriðja manninum kom borg- arstjórinn ekki fram sem hroka- fullur valdsmaður er eys rykkófi yfir þá sem standa við vegar- kantinn. Þvert á móti var Davíð ljúfur viðræðu og svo hnyttinn í tilsvörum að súkkulaðibitarnir í emmessísnum stóðu hvað eftir annað í hálsi mér. Mest kom mér samt á óvart er borgarstjóri lýsti því yfir að hann gæti vel hugsað sér að leggja pólitíkina á hilluna og setjast þess í stað við skriftir. Er mér til efs að Davíð fái nokk- urntíma frið til slíkra starfa, því hann er fæddur pólitíkus, ekki í þeim skilningi að hann hafi fæðst með silfurskeið valdsins ( munni heldur í þeim skilningi að hann hefur til að bera hæfilega ákveðni og stefnufestu ásamt húmórískum sans og ekki spillir hið landsföð- urlega. Glaumbær Persónulega er ég ekki alltaf sammála ákvörðunum Davíðs fremur en annarra stjórnmála- manna, en ég get verið sammála honum um það að ekkert jafnast á við gamla góða Glaumbæ. En í fyrrgreindum útvarpsþætti upp- lýsti Davíð að fyrir utan þennan ógleymanlega skemmtistað hefði hann fyrst hitt konuefnið. Þá upp- lýsti Davíð að sú ríkisstjórn sem sífellt lofaði uppí ermina á sér ætti hiklaust að fara frá. Þessi hreinskilnislega yfirlýsing Davíðs borgarstjóra ýtti eitthvað við hugmyndaflugi þess er hér stýrir penna, því næstu nótt dreymdi hann nýja ríkisstjórn, og hver haldiði að hafi verið forsætisráð- herra? ólafur M. Jóhannesson Hjartarbaninn — myndin ekki við hæfi barna ■MNi Síðari sjón- sysy 30 varpsmyndin er — hin fræga mynd Hjartarbaninn (Thee Deer Hunter) frá árinu 1978. Það skal tekið fram að myndin er ekki við hæfi barna. Myndin fjallar um þrjá vini frá smábæ einum í Pennsylvaníuríki sem sendir eru til að berjast í Víetnam. Þar ganga þeir í gegnum ýmsar hörmung- ar og er stríðinu og við- bjóði þess vel lýst. Aðeins tveir félaganna snúa aftur, annar ör- kumla en hinn sem hetja en allir biða þeir tjón á sálu sinni. Mynd þessi hefur hvarvetna hlotið mikið lof, bæði efnislega og fyrir frábæran leik aðalleikar- anna sem eru allir frægir mjög. Þeir eru Meryl Streep, Robert De Niro, John Cazale og John Sav- age og fara þau hvert um sig á kostum í myndinni. Leikstjóri er Michael Cimino. Meryl Streep fer með eitt af aðalhlutverkunum. Mel Brooks og Sid Cesar Þögla myndin — þögul bandarísk skopmynd ■■^H Fyrri sjón- s\ 1 00 varpsmyndin er & A — þögul bandar- ísk gamanmynd frá 1976 sem nefnist Þögla myndin (Silent Movie). Kvikmyndastjóri í kröggum, leikinn af Mel Brooks, vill ólmur bæta orðstír sinn og fær þá flugu í höfuðið að gera þögla skopmynd sem á að rétta við fjárhaginn. Með aðstoð góðra vina tekst honum að smala saman frægum stjörnum í hlut- verkin og hefjast handa. En myndatakan verður afar söguleg, svo ekki sé meira sagt. Höfundur myndarinnar og leikstjóri er Mel Brooks en hann fer jafn- framt með eitt af aðal- hlutverkunum ásamt Marty Feldman, Dom DeLuise, Bernadetta Pet- ers og Sid Caesár. Auk þess bregður fyrir í mynd- inni fjölda þekktra leik- ara sem áhorfendur geta skemmt sér við að „upp- götva“. Þriðji heimurinn Þátturinn s\sy 35 Þriðji heimur- LtLá~— inn er á dagskrá útvarps í kvöld í umsjá Jóns Orms Hall- dórssonar. Að þessu sinni fjallar hann um borgir þriðja heimsins en þær hafa margar hverjar margfald- ast á síðustu 20 til 30 ár- um. Að sögn Jóns Orms eru nú um 40 borgir í þriðja heiminum sem hafa fjórar milljónir íbúa eða fleiri, en borgir með Jón Ormur Halldórsson svo háa íbúatölu voru að- eins örfáar fyrir nokkrum árum. Nokkrar þessara borga koma til með að verða þær stærstu í heimi innan fárra ára. stærstar af þessum borgum eru Mexíkóborg, Sao Paulo, Kalkútta, Shanghai o.fl. Jón Ormur mun fjalla um afleiðingarnar sem þessi öra fólksfjölgun hef- ur í för með sér, ástæð- urnar fyrir þessari fólks- fjölgun og líklega þróun mála næstu árin. UTVARP LAUGARDAGUR 23. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorð — Hrefna Tynes talar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Oskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir.) Oskalög sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvað fyrir alla Sigurður Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.40 fþróttaþáttur Umsjón: Ragnar örn Pét- ursson. 14.00 Hér og nú Fréttaþáttur i vikulokin. 15.15 Listapopp — Gunnar Salvarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 18.20 Islenskt mál Guðrún Kvaran flytur þátt- inn. 18.30 Bókaþáttur Umsjón: Njöröur P. Njarðvlk. 17.10 Georg Friedrich Hándel — 300 ára minning 1. hluti: Æviágrip — Öperur I London. Siguröur Einars- son sér um þáttinn og spjall- ar við Leif Þórarinsson um hinn löngu horfna tónsnilling. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvðldfréttir. Tilkynn- ingar. 19.35 Úr vöndu að ráða Hlustendur leita til útvarpsins með vandamál. 20.00 Utvarpssaga barnanna: „Grant skipstjóri og börn hans" eftir Jules Verne. Ragnheiður Arnardóttir les þýðingu Hannesar J. Magn- ússonar (4). 20.20 Harmoníkuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 20.50 „Sungiö og spjallað'' Guðrún Guölaugsdóttir ræð- ir við Jón Þorsteinsson óp- erusöngvara, sem einnig syngur nokkur lög. 21.35 Kvöldtónleikar Þættir úr slgildum tónverk- um. 22.00 Lestur Passlusálma (18) 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Þriðji heimurinn Þáttur I umsjá Jóns Orms Halldórssonar. 23.15 „Messlas", óratorla eftir SJÓNVARP I 14.45 Enska knattspyrnan Arsenal — Manchester Unit- ed Bein útsending frá 14.55—16.45. 17.20 Iþróttir Umsjónarmaður Ingólfur Hannesson. 19.25 Ævintýri H.C. Andersen 3. Hans klaufi Danskur brúðumyndaflokkur I þremur þáttum. Jóhanna Jóhannsdóttir þýddi með hliðsjón af þýðingu Stein- grlms Thorsteinssonar. Sögumaður Viðar Eggerts- son. (Nordvision — Danska sjón- varpið.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Við feðginin LAUGARDAGUR 23. febrúar Sjðtti þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur (þreftán þáttum. Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. 21.00 Þögla myndin (Silent Movie) Þögul bandarlsk gaman- mynd frá 1976. Höfundur og leikstjóri Mel Brooks. Aðalhlutverk Mel Brooks, Marty Feldman, Dom De- Luise, Bernadette Peters og Sid Caesar auk þess sem fjölda þekktra leikara bregð- ur fyrir I myndinni. Kvikmyndastjóri I kröggum fær þá flugu ( höfuðið að gera þögla skopmynd sem á að rétta við fjárhaginn. Með aöstoö vina sinna tekst hon- um aö smala saman frægum stjörnum I hlutverkin og hefj- ast handa. Þýöandi Ellert Sigurbjörns- son. 22M Hjartarbaninn (The Deer Hunter) Bandarlsk blómynd frá 1978. Leikstjóri Michael Cimino. Aðalhlutverk: Robert De Niro, John Cazale, John Savage, Christopher Walken og Meryl Streep. Þrlr vinir frá smábæ I Penns- ylvanlurlki eru sendir til að berjast I Vletnam. Tveir þeirra snúa heim, annar ör- kumla en hinn sem hetja, en allir biða þeir tjón á sálu sinnl. Myndin er alls ekki við barna hæfi. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 01.35 Dagskrárlok Georg Friedrich Hándel. Grace Bumbry. Joan Suth- erland, Kenneth McKellar og David Ward syngja með Sin- fónluhljómsveit Lundúna og kór. Sir Adrian Boult stjórn- ar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 3.00. LAUGARDAGUR 23. febrúar 14.00—18.00 Léttur laugar- dagur Stjórnandi: Asgeir Tómas- son. 16.00—18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Barða- son. Hlé 24.00—24.45 Listapopp. Endurtekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 24.45—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Margrét Blöndal. (Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.