Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUE 23. FEBRÚAR 1986
Vaka 50 ara
Hálf öld er liðin frá stofnun Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Páll Björnsson
sem kominn er að lokaprófi í sagnfræði í háskólanum vinnur að því að skrá sögu
félagsins og segir m.a. um aðdragandann að stofnun þess og vitnar fyrst í stutta frétt í
Morgunblaðinu 5. febrúar 1
„í gærkvöldi var stofnað í há-
skólanum „Stúdentafélagið
Vaka“. Markmið félagsins er að
stúdentar sameinist um hags-
muna- og áhugamál sín. Grund-
völlur stefnu þess er fulikomið
lýðræði."
Heimildir um stofnunina eru
óljósar en samkvæmt Morgun-
blaðinu voru stofnfélagar 26.
Veturinn 1934—’35 voru stúd-
entar í háskólanum 170 talsins.
Varðveitzt hefur elzta fundar-
gerðabók Vöku og eru þar skráð
nöfn 25 stofnfélaga, en þess er að
geta að nafnalistinn var gerður
einu og hálfu ári eftir stofnun
félagsins. Stofnfundurinn fór
fram í kennslustofu lagadeildar
á neðri hæð Alþingishússins þar
sem háskólinn var til húsa til
hausts 1940. Fyrstu stjórn Vöku
skipuðu Jóhann Hafstein, sem
var formaður, Gunnlaugur Pét-
ursson og Hinrik Jónsson.
Um þær öfgastefnur sem
Vökumenn vildu vinna gegn með
stofnun félagsins segir Páll
Björnsson og vitnar þar í fyrsta
málgagn Vöku sem út kom á
vormisseri 1937:
„í háskólanum hefir að vissu
leyti gætt áhrifa þeirra kenn-
inga — bolshevisma og fascisma
— sem á hverjum tíma hafa
reynzt lýðræðinu hættulegastar.
Kommúnistar hafa hreiðrað um
sig í félagi róttækra studenta og
stýrt þeim félagsskap í anda
sinna kenninga. í neikvæðri and-
stöðu er svo „hakakrossinn" á
hinn bóginn hafinn til dýrkunar
og tilbeiðslu — í nafni þjóðernis-
ins.
Gegn pólitískum áhrifum
Jóhann Hafstein fyrsti formaður
Vöku.
þeirra kenninga og hugsjóna,
sem þannig hafa tvískipt stúd-
entum í öfgakenndar andstæður,
beinist starfsemi Vöku."
„Rétt væri þó að orða þetta á
annan veg,“ segir Páll Björns-
son. „Þeir voru í raun borgara-
legir lýðræðissinnar, með andúð
á öllum gerðum sósíalisma, lýð-
ræðissósíalisma og þjóðernis-
sósíalisma. Þeir voru borgara-
lega sinnaðir vegna þess að þeir
vildu varðveita hið borgaralega
þjóðfélag, í öllum megindrátt-
um, lýðræðissinnar af því að þeir
vildu vinna gegn sósíalismanum
með orðum en ekki ofbeldi."
í ritgerð sinni „Þættir úr sögu
Vöku“ frá 1965 segir Björn
Bjarnason m.a. að á þeim tíma
er Vaka var stofnuð hafi tvær
höfuðfylkingar barizt um völdin
innan háskóíans. Hafi sú barátta
verið hatrömm enda hafi báðar
fylkingarnar fylgt öfgastefnu,
annarsvegar kommúnisma og
hins vegar nazisma. Hafi vissu-
lega verið margir í hópi stúdenta
sem hafi haft andstyggð á slík-
um öfgastefnum og verið ljóst í
hvert óefni stefndi með því að
háskólastúdentar skipuðu sér í
tvo harðvítuga andstöðuflokka
þar sem allri sanngirni var fyrir
borð varpað og um enga hlífð að
ræða á hvoruga hlið, heldur
helgaðist baráttan af aðdáun á
tveimur erlendum einræðisríkj-
um. Hafi þeim er stóðu að stofn-
un Vöku ekki sízt verið ljóst
hvílík hætta íslenzku þjóðfélagi
stafaði af því ef menn sem áttu
það fyrir höndum að verða þýð-
ingarmiklir starfsmenn þjóðar-
innar og hafa að öllum jafnaði
mest áhrif, yrðu boðberar þess-
ara óþjóðlegu niðurrifsafla.
Um þetta segir Jóhann Haf-
stein, fyrsti formaður Vöku og
síðar formaður Sjálfstæðis-
flokksins og forsætisráðherra, í
boðskap sínum til félagsins á 30
ára afmæli þess:
„Hversu furðu margt hefur
ekki skeð í umheiminum og þjóð-
lífi okkar íslendinga á þessum
þrem áratugum: Geigvænleg
heimsstyrjöld með upphafi
atómaldar! Endurreist lýðveldi á
íslandi, — nýsköpun atvinnulífs-
ins, ný tækniþróun haldið inn-
reið sína með nýrri véltækni,
rafvæðingu landsins, áburðar-
verksmiðju og sementsverk-
smiðju, ný fiskiskip og veiði-
tækni, ört vaxandi menning, al-
Páll Björnsson
hliða ræktun, sívaxandi sam-
göngur á landi, sjó og í lofti og
þotið milli heimsálfa á skemmri
tíma en áður tók að komast í
næstu sveit eða milli landshluta.
Og Vaka hefur vaxið í sviptibylj-
um nýrra tíma. Þetta félag hefur
orðið sterkasta aflið í pólitísku
félagslífi háskólastúdenta. Nú er
margur Vökumaður þar sem
mikið liggur við í íslenzku þjóð-
lífi, í þýðingarmestu stofnunum,
í sveitarstjórnum, á Alþingi og í
landsstjórn."
Sigurður Bjarnason ritstjóri,
alþingismaður og síðar sendi-
herra var þriðji formaður Vöku.
Hann segir um starf félagsins
fyrstu árin:
„Starf Vökumanna bar þegar
mikinn árangur. Kommúnistar
voru hraktir á undanhald í há-
skólanum og á örskömmum tíma
var nazisminn kveðinn niður.
Vaka varð langsamlega stærsta
og þróttmesta stjórnmálafélag
háskólans. Hún fékk hreinan
meirihluta í stúdentaráði árum
saman og kom með hressandi
gust heilbrigðra hugsjóna inn í
skólalífið." Sigurður segir enn-
fremur: „Það var stjórnmála-
þróuninni í landinu einnig til
mikillar gæfu að svo vel tókst til
í háskólanum að draga úr áhrif-
um öfgaflokkanna, kommúnista
og nazista."
Jón E. Ragnarsson hæstarétt-
arlögmaður var lengi virkur fé-
lagi í Vöku og ritar hann grein
um nafngift félagsins í afmæl-
isrit þess árið 1965 þar sem segir
m.a.:
„Heitið Vaka er gamalt og gott
félagsheiti og ekki frumsmíð
stofnenda félags okkar, t.d. er
það nafn ungmennafélagsins í
Villingaholtshreppi og fleiri
ungmennafélaga sem eru stofn-
uð og skírð fyrir 1935. Þá kom út
árin 1927—’29 stórmerkt tíma-
rit, sem hét Vaka, tímarit handa
fslendingum. Merking þess heit-
is er hið sama og felst í félaga-
heitunum Vörður, Árvakur,
Varðberg. Þá má nefna latneska
heitið Vigilia, sem er algengt
félagaheiti í útlöndum og gæti
það verið samvizkusamleg þýð-
ing á „Vöku“. Félög sem heita
Vigilia eru ekki talin byltingar-
sinnuð, því að þau leitast við að
standa vörð um eitthvað og má
glöggt merkja tilganginn af heit-
inu.“
Páll Björnsson, sem áður er
getið og vinnur nú að því að skrá
sögu Vöku, telur að harðlínu-
menn í stúdentapólitíkinni séu
að heita má úr sögunni. Hafi
lengi framan af staðið mikill
styrr um utanríkis- og öryggis-
mál en nú á síðari árum hafi
stúdentar einkum beitt sér fyrir
því að efla hagsmuni sína og há-
skólans. Fylgi Vöku innan há-
skólans hafi lengi verið í kring-
um 45% og standi leikar nú
þannig að vinstri menn hafi 12
fulltrúa í Stúdentaráði, Vöku-
menn 12, og Félag umbótasinna
hafi sex fulltrúa.
„Umbótasinnar hafa þannig
verið áhrifamiklir í krafti odda-
aðstöðu sinnar,“ segir Páll, „en
upp á síðkastið virðist svo sem
nokkuð hafi dregið úr áhrifum
þeirra. Hið nýja framboð þeirra
vakti á sínum tíma verulega at-
hygli en nú virðist svo sem nýja-
brumið sé að fara af.“
Gunnar Jóhann
Birgisson laganemi:
„Nú er Vaka hið
róttæka félag í
háskólanum“
Gunnar Jóhann Birgisson er laganemi á 4ða
ári. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Keykjavík og hefur tekið mikinn þátt í
félagsmálum stúdenta frá því að hann kom í
háskólann. Hann var formaður Vöku þar til í
apríl í fyrra. \ður var hann formaður Stúdenta-
ráðs en er nú varamaður í stjórn Félagsstofn-
unar stúdenta.
„Húsnæðismál stúdenta eru það sem ég
hef fyrst og fremst unnið að undanfarið.
Þegar ég var formaður Stúdentaráðs hófst
baráttan fyrir nýjum stúdentagörðum. Af
ýmsum ástæðum hefur þeim málum ekki
miðað sem skyldi, m.a. af því að ekki hefur
verið staðið nógu vel að þeim af hálfu stúd-
enta sjálfra. Fleira hefur komið til, svo sem
ástandið í húsnæðismálum í landinu al-
mennt. En nú hefur lögum um húsnæðis-
málastofnun verið breytt þannig að við eygj-
um möguleika á því að nýju stúdenta-
garðarnir komist upp áður en langt um líð-
ur. Hefði stefnu Vöku í húsnæðismálum ver-
ið fylgt væri þetta mál komið lengra en raun
ber vitni. Við vildum á sinum tíma hraða
framkvæmdum, m.a. með því að nota móta-
tækní sem er bæði hagkvæm og fljótvirk
lausn. Frumteikningar að 150 ibúða bygg-
ingu lágu fyrir og lóðin var tiltæk — við
hliðina á hjónagörðunum við Suðurgötu.
Þetta var árið 1982 en þá hafði Vaka meiri-
hluta í stúdentaráði ásamt umbótasinnum.
Samstarfsaðilinn var á báðum áttum varð-
andi þessi áform og varð það til þess að
málið rafðist. Árið 1983 fengu vinstri menn
aftur meirihlutaaðstöðu í studentaráði með !
stuðningi umbótasinna og þá tafðist málið
enn. Nú er Vaka í meirihlutaaðstöðu, enn
með stuðningi umbótasinna og málið er
nokkurn veginn eins á vegi statt og það var
1982—’83. A meðan Vaka er háð samstarfi
við umbótasinna er erfiðara að þoka þessum
málum áleiðis en væri ef félagið hefði meiri-
hluta í Stúdentaráði. Nú lítur helzt út fyrir
Gunnar Jóhann Birgisson
að í stað þess að halda áfram á grundvelli
þess undirbúningsstarfs sem búið var að
vinna og nýta t.d. þær frumteikningar sem
fyrir liggja, verði farin sú leið að efna til
samkeppni meðal arkitekta um hönnun
nýrra stúdentagarða. Slík samkeppni kostar
bæði fé og tíma sem við teljum að betur
væri varið með öðum hætti.“
Telur þú að hlutverk Vöku hafi breytzt að
einhverju leyti á undanförnum árum?
„Já, vissulega hefur það breytzt mjög
mikið. Það er ekki vafi á því að sú mikla
umræða sem átt hefur sér stað um frjáls-
hyggju á undanförnum árum hefur orðið til
þess að styrkja stöðu lýðræðissinna í há-
skólanum og meðal ungs fólks yfirleitt mjög
verulega. Ekki svo að skilja að samtökin
sem slík eða meirihluti innan þeirra aðhyll-
ist frjálshyggju. Lýðræðissinnar hafa það
nú sem fyrr að eiðarljósi að ekki skuli
skerða frelsi einstaklingsins til orða og at-
hafna og einmitt bessi umræða um frjáls-
hyggju hefur. orðið til að skerpa þann skiln-
ing. Nú er Vaka hið róttæka félag í háskól-
anum. Vinstri menn eru mun hlédrægari nú
en var fyrir fáum árum. Það segir sína sögu
að nú er ekki lengur deilt um Marx og kenn-
ingar hans heldur um Milton Friedman og
réttmæti kenninga hans.“
Guómundur Jóhannsson
ritstjóri Vökublaðsins:
„Vaka hefur frum-
kvæði að efl-
ingu háskólans”
Guómundur Jóhannsson er stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík og leggur stund
á sagnfræði. Hann er stjórnarmaður í Vöku og
ritstjóri Vökublaðsins.
„Vökublaðið kemur út fyrir 1. des. kosn-
ingar og fyrir kosningar til Stúdentaráðs og
eftir því sem henta þykir þar að auki. 1
tengslum við fimmtíu ára afmælið verður
gefið út myndarlegt afmælisrit. Þá má
nefna að um þessar mundir er verið að rita
sögu félagsins og teljum við það vera hið
merkasta framtak. í tilefni 30 ára afmælis
Vöku ritaði Björn Bjarnason, þáverandi
laganemi og núverandi ritstjóri, þætti úr
sögu Vöku.“
„Um starfsemi félagsins nú er m.a. það að
segja að um þessar mundir beitir Vaka sér
fyrir undirskriftasöfnun meðal kennara og
stúdenta þar sem skorað er á stjórnvöld að
efla háskólann. Þannig hefur Vaka frum-
kvæði að eflingu háskólans. Undirtektirnar
sem þessi undirskriftasöfnun hefur fengið
eru í einu orði sagt frábærar. Þegar eru
komin um 1.800 nöfn á listann og við höfum
varla orðið þess varir að nokkur maður hafi
neitað að ljá málinu stuðning með undir-
skrift sinni, hverjar svo sem stjórnmála-
skoðanir hans kunna að vera.“
„En nú eru háskólastúdentar og kennarar
miklu fleiri en 1.800 samtals?"
„Já, eftir því sem næst verður komizt eru
um 4.300 manns innritaðir í háskólann um
þessar mundir. Sú tala segir þó afar lítið.
Margir láta innrita sig án þess að hefja
nokkurn tíma nám og aðrir nætta í miðjum
klíðum, pannig að það er mjög erfitt að gera
sér grein fyrir bví hversu margir eru raun-
verulega við nám í stofnuninni. Við náum
heldur ekki til allra sem eru við nám. í
skólanum er ekki mætingarskylda og tölu-
verður hluti námsins fer fram utan veggja
skólans. En þegar tillit er tekið til slíkra
ástæðna teljum við árangurinn af þessari
Guðmundur Jóhannsson
undirskriftasöfnun þegar orðinn mjög góð-
an.“
„Hafa slíkar baráttuaðferðir eitthvað að
segja?“
„Það teljum við vera. Við teljum skynsam-
legar fortölur og sanngjarnar ábendingar
mun vænlegri til árangurs en harkalegar
aðgerðir. Nefna má að þessi undirskrifta-
söfnun þjónar m.a. þeim tilgangi að þjappa
þeim þremur fylkingum stúdenta sem starfa
innan háskólans saman um hagsmuni stofn-
unarinnar í heild, enda þótt söfnunin fari
fram í nafni Vöku, og það er hreint ekki svo
lítils virði. Hér er verið að leggja áherzlu á
kröfur sem hljóta að teljast bæði sjálfsagð-
ar og réttmætar. Á meðan háskólinn er
ríkisrekinn verður ríkisvaldið að standa við
sínar skuldbindingar varðandi rekstur skól-
ans.“
„Sérðu möguleika á einkarekstri stofnun-
arinnar?"
„Það væri ekki úr vegi að <anna slíka
möguleika. Ef ríkisvaldið getur ekki sinnt
oessu )á verður að leita annarra eiða. Ég
held að flestir geri sér grein iyrir þvi að
sparnaður í þjóðfélaginu hlýtur að segja til
sín í háskólanum ekki síður en annars stað-
ar, enda er hér ekki verið að tala um neinn
fjáraustur. Það er einfaldlega verið að tala
um að búa svo að háskólanum að þau verð-
mæti sem til eru orðin fari ekki forgörðum."