Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985
ALVARLEGAR ATVINNUHORFUR í GARÐI:
Best að hætta
áður en maður
missir allt saman
- segir Guðbergur Ingólfsson, sem rekið
hefur stærstu fiskvinnslufyrirtækin í Garði
GUÐBERGUR Ingólfsson hcfur rekið fiskverkun í 35 ár, mörg undan-
farin ár með sonum sínum sjö. I*eir hafa rekið tvö stærstu fyrirtækin í
fiskvinnslu og útgerð í Garði, ísstöðina og Fiskverkun Guðbergs Ing-
ólfssonar, og verið með 150—200 manns í vinnu þegar mest hefur verið.
Nú eru þeir að selja allt sitt og hætta. „Við höfum verið að tapa
fjármunum síðustu 2—3 árin og höfum ekki áhuga á því lengur,“ sagði
Guðbergur í samtali við blaðamann
„Rekstrargrundvöllur hefur
enginn verið í mörg ár en það
hefur keyrt um þverbak á síð-
ustu 2—3 árum,“ sagði hann.
„Fiskvinnslu og útgerð hefur
verið gefinn kostur á að bæta við
skuldir sínar með skuldbreyting-
unum en það þýðir aðeins að
maður á minna og minna í fyrir-
tækjunum. Það er tilgangslaust,
sýnist mér, að vera að lána
mönnum af og til — það gerir
ekki annað en hækka skulda-
markið. Sú var tíðin að við átt-
um meira en helming í þessum
fyrirtækjum. Nú þökkum við
fyrir ef við getum gert upp við
alla. Það nær náttúrlega engri
átt og þá er best að hætta áður
en maður missir allt út úr hönd-
unum á sér. Ég hef séð hvernig
menn í kringum okkur hafa orð-
ið eignalausir og hef ekki áhuga
á að lenda í því sama.“
Hann sagði að hjá fyrirtækj-
um þeirra feðga hefðu unnið
60—70% af öllu fólki, sem starf-
aði að fiskvinnslu í Garðinum.
„Það hefur ekki verið neitt at-
vinnuleysi hér, árum saman höf-
um við sótt fólk, 50—70 manns,
með rútum til Keflavíkur og
Niarðvíkur," sagði Guðbergur.
„Ég sé því ekki að vinna heima-
manna muni minnka mikið þótt
við hættum, það á ekki að vera
sérstakur vandi fyrir fólk að fá
vinnu — þótt auðvitað dragist
eitthvað saman fyrir húsmæður,
sem hafa verið í frystihúsunum.
Ég er ekki að gera lítið úr því —
eins og launaþróun hefur verið í
fiskvinnslu síðustu tíu árin eða
svo, þá veitir ekki af að tvær
fyrirvinnur séu á hverju heimili.
Staðan í þessari atvinnugrein er
hinsvegar orðin svo slæm, að það
er ekki hægt að borga meira
kaup — jafnvel þótt maður feg-
inn vildi.“
Guðbergur Ingólfsson sagðist
ekkert vera farinn að hugsa um
hvað tæki við þegar hann hætti
Mbl.
rekstri fiskverkunarinnar. „Ég á
miklu starfi ólokið hér,“ sagði
hann, „það verður unnið hérna
fram í maí. Það er raunar nap-
urt til þess að hugsa, eftir að
hafa unnið í þessu alla ævi — ég
fór á sjóinn fjórtán ára gamail
— að það sé ekki hægt að láta
unga menn taka við þessu. Ég
held að strákarnir mínir ættu að
passa sig á að koma hvergi ná-
lægt fiski. Þeir fá miklu betra
kaup annars staðar. Og sannast
sagna sé ég engan standa upp úr
í dag, að minnsta kosti ekki hér
á Suðurnesjum, þar sem ég þekki
vel til.“
Þegar við höfðum gengið með
Guðbergi um húsið og vorum að
kveðja sagði hann: „Þið hefðuð
átt að koma hingaö fyrir tveim-
ur árum. Þá vorum við bjartsýn-
ir og uppgangur í öllu. Nú er
þetta ekkert til að tala um leng-
ur.“
Guðbergur Ingólfsson fiskverk-
andi og útgerðarmaður: Hef ekki
áhuga á að verða alveg eigna-
laus...
Ellert Eiríksson sveitarstjóri: Einkareksturinn leggur upp laupana.
Höfum lánað árstekjur
hreppsins á 3 árum
- til fyrirtækja í sjávarútvegi, segir
Ellert Eiríksson sveitarstjóri
„Á SÍÐUSTU þremur árum hefur svcitarfélagið lánað fyrirtækjum hér í
sjávarútvegi sem svarar árstekjum Gerðahrepps í formi aðstöðugjalda,
fasteignagjalda, raforkureikninga og svo framvegis. Það er dýrt, ég var
til dæmis að fá inn á borð hjá mér reikning frá Rafmagnsveitum ríkisins
fyrir dráttarvexti á síðasta ári. Það er reikningur upp á 111 þúsund
krónur. Fyrir þetta liggjum við svo undir ámæli hjá endurskoðandanum
og fleirum fyrir linkind í innheimtunni. Það er auðvitað rétt en hvað
eigum við að gera?“ spurði Ellert Eiríksson, sveitarstjóri í Garði, þegar
Morgunblaðsmenn hittu hann að máli á skrifstofu hans þar.
„Eg get nefnt til dæmis," hélt vinnuleysið á Suðurnesjum hafi
hann áfram, „að í gær hringdi til
mín maður til að biðjast vægðar.
Hann skuldaði tvö þúsund krón-
ur fyrir rafmagnsnotkun á heim-
ilinu og það blasti við að lokað
þessi sami maður ekki bliknað
þótt ég hefði sent honum milljón
króna rafmagnsreikning.
Ástandið hér hefur mikið breyst
til hins verra á þeim tveimur ár-
um, sem liðin eru síðan ég tók
við þessu starfi."
— Hvað er framundan hér?
„Það vildi ég gjarnan vita,“
svaraði sveitarstjórinn. „Þótt at-
lítið bitnað á heimamönnum enn
sem komið er velkist enginn í
vafa um, að það mun gera það.
Hvenær það verður fer eftir
hvort fyrirtækin halda út vertíð-
ina. Eitt vandamálið er að fyrir-
tækjum í fiskiðnaði hefur verið
sagt upp bankaviðskiptum við
Útvegsbankann. Það hefur í för
með sér að Fiskverkun Guðbergs
Ingólfssonar hættir og Garð-
skagi fleytir sér áfram með út-
flutningi ferskfisks í gámum.
Bankinn hefur ekki viljað
tryggja, að fleiri fyrirtækjum
verði ekki sagt upp viðskiptum
og þá er útlitið ekki mjög glæsi-
legt, sýnist mér.
Auðvitað er þetta bölvaður
darraðardans. Það er kannski
vísbending um hvað er að gerast
að hér eru tveir bræður á sex-
tugsaldri, sem hafa gert út bát
og verið með fiskverkun í smáum
stíl í nokkra áratugi. Þeir búa á
arfleifð föður síns og hafa alltaf
farið mjög vel með enda strang-
heiðarlegir og duglegir menn.
Nú er svo komið að þeir gátu
ekki borgað sér nema hálf laun á
síðasta ári og höfðu enga mögu-
leika á að halda bátnum við,
hvað þá að endurnýja hann eða
kaupa í hann nauðsynleg tæki.
Fyrir nokkrum árum áttu út-
gerðarmenn almennt góð hús og
óku um á góðum bílum — það er
liðin tíð hér á Suðurnesjum. Þeir
hafa verið að hætta einn af öðr-
um á undanförnum árum — og
allt er það einkareksturinn, sem
leggur upp laupana. Þetta er lát-
ið gerast átölulaust í sterkasta
vígi Sjálfstæðisflokksins!" sagði
Ellert, sem sjálfur er dyggur
sjálfstæðismaður, og hló við.