Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 33 Búið að kippa þessu f liðinn ef þetta væru ekki Suðurnes - segir Jón Hjálmarsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Gerðahrepps „FÓLKI HÉK er mikil alvara. Við viljum ekki láta þetta drabbast niður, við ætlum að berjast. I‘að sem vantar er að ráðamenn fáist til að hlusta — enn scm komið er hafa þeir ekki sýnt vanda okkar mikinn áhuga,“ sagði Jón Hjálmarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Gerðahrepps, er blm. Morgunblaðsins tók hann tali í Garðinum. „Það er verið að selja héðan mjög lágu verði. Mér sýnist að það eigi enn eftir að syrta í álinn þeg- ar fer að ganga á kvóta bátanna. Við sjáum enga leið til að fá við- bótarkvóta í stað þeirra 3000 tonna sem við missum þegar tog- ararnir þrír verða farnir, og aðrar leiðir til uppbyggingar atvinnu- lífsins hér blasa ekki við. Undar- legust þykja okkur viðbrögð bank- anna — við erum furðu lostnir yfir þeim,“ sagði hann. „Það er bú- ið að fara í þingmenn og ráðherra, bankastjóra allra bankanna og sparisjóðinn, en alls staðar er komið að lokuðum dyrum. Ef þetta væri ekki á Suðurnesjum væri búið að bjarga málunum. Svo mikið er víst.“ þriðja togarann og fiskverkunar- húsin eru að loka. Það liggur í loftinu að fleiri loki á næstunni enda hefur verið tekið fyrir bankaviðskipti tveggja fyrirtækja, Guðbergs Ingólfssonar og Garðsk- aga. Garðskagi hefur þó þraukað án bankaviðskipta síðan í haust, þeir hafa fleytt sér áfram með því að flytja út ísaðan fisk í gámurn," sagði Jón. „Við fáum þá skýringu eina, að Útvegsbankinn sé að fækka viðskiptavinum í sjávarút- vegi. Það finnst okkur einkennileg skýring — það getur varla staðist að fyrirtækjum í heilum byggðar- lögum sé neitað um afurðalán. Það hefur mikið verið unnið í þessu af hálfu hreppsnefndarinnar og fleiri aðila hér en án árangurs. Mér skilst að frekar sé gefið í skyn að það gæti verið lokað á fleiri fyrir- tæki. Og stöðvist eitt fyrirtæki enn, þá förum við að finna fyrir talsverðu atvinnuleysi hér á staðnum." Jón Hjálmarsson sagði að allt fram til 1983 hefði fólki fjölgað jafnt og þétt í hreppnum. „Þá fór að halla undan fæti og fólki hætti að fjölga. Nú er svo komið, að hér er fjöldi húsa og íbúða til sölu á Það kemur ekkert í staðinn fyrir útgerð og fiskvinnslu Rætt við Finnboga Björnsson, oddvita Geröahrepps „ÞAÐ MA segja að í Garðinum sé allt að lenda í kaldakoli. Mörg fyrirtæki eru að hætta, bæði tímabundið og fyrir fullt og allt. Einn fiskvcrkandi sagði mér á dögunum, að hann borgaði allt upp í 200 þúsund krónur með hverri milljón króna saltfisksendingu til útlanda. Fiskverkun í Garðinum hefur að verulcgu leyti byggst á saltfiskverkun en nú heyrist mér það vera samdóma álit allra, sem ég hef rætt við, að ástandið hafi aldrei verið erfiðara en í dag,“ sagði Finnbogi Björnsson, oddviti Gerðahrepps, er Morgunblaðsmenn hittu hann að máli á ferð sinni um Garðinn. Jón Hjálmarsson og formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Gerðahrepps: Ráðamenn hafa ekki viljað hlusta á okkur. Finnbogi sagði að stærsta fisk- vinnslufyrirtækið í Garðinum, ís- stöðin, hefði hætt störfum og tveir af þremur togurum fyrirtækisins þegar verið seldir í burtu. Sá þriðji færi á næstunni. Fiskverk- un Guðbergs Ingólfssonar (sem jafnframt rak ísstöðina með son- um sinum) væri að hætta. Fisk- verkun Magnúsar Björgvinssonar væri að draga saman seglin og fyrirtækið Garðskagi ætti í tals- verðum erfiðleikum, einkum vegna þess að fyrirtækið hefði ekki haft eðlilega bankafyrir- greiðslu um margra mánaða skeið og ekki getað veðsett afurðir sín- ar. „Sumir liggja með miklar birgð- ir af skreið, sem bindur mikið fé,“ sagði Finnbogi. „Hvenær hægt verður að selja þá skreið er óvist á þessari stundu. Það segir sig líka sjálft að sala togara úr byggðar- laginu mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir heildarkvóta okkar, bátarnir hafa fengið þann kvóta sem togararnir hafa ekki nýtt á meðan þeir hafa verið á rækju. Við óttumst að takist ekki Varla hægt að halda í vonina öllu lengur - segir Guðmundur Ingvarsson hjá Garðskaga, sem beðiö hefur í sjö mánuði eftir bankafyrirgreidslu „AUÐVITAÐ er nánast útilokað að reka fyrirtæki, sem ekki fær bankafyrirgreiðslu. Við höldum áfram af einberri þrjósku — og svo vegna þess, að við höfum mætt miklum velvilja í Garðinum, hjá þing- mönnum og fleirum, sem allir eru af vilja gerðir til að leysa úr okkar vanda. En nú eru orðnir sjö mánuðir síðan okkur var fyrst sagt að mál okkar yrði leyst í dag eða á morgun og það er varla að maður geti haldið í vonina öllu lengur,“ sagði Guðmundur Ingv- arsson, framkvæmdastjóri útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækisins Garðskaga, í samtali við blaðamann Mbl. Hjá fyrirtæki hans vinna nú 75 manns á sjó og landi, þegar mest er að gera á sumrin vinna hjá fyrirtækinu 110—120 manns. Guðmundur sagði að í fyrrasumar hefði stærstu fyrirtækjunum í sjávarútvegi í Garði verið sagt upp viðskiptum við Útvegsbankann og vísað í sparisjóðinn. „Sparisjóðurinn treystir sér hins vegar ekki til að taka okkur í viðskipti," sagði hann. „Þeir segjast ekki geta tekið við svona stór- um fyrirtækjum “ Garðskagi gerir út línubát og togara, Gaut. Að vísu hefur togarinn verið í slipp síðan í byrjun ágúst — það brotnaði í honum vélin — en bátur- inn er gerður út. „Það hefur hjálpað mikið að fiskurinn af bátnum er auðseljanlegur, mest ýsa og þorskur," sagði Guðmundur. „En evrópskir gjaldmiðlar eru svo lágir að það er ekki einu sinni hægt að selja ferskfisk úr landi nema með bull- andi tapi. Enginn heldur það út lengi. Það væri hægt að vinna þennan fisk á markaði í Ameríku og Japan en vegna bankamálanna getum við ekki unnið í slikar pakkningar." Hann sagði að gert væri ráð fyrir að Gautur yrði afhentur 12. apríl næstkomandi. „Ég reikna enn með að fljótlega fáist niðurstaða í okkar mál, ekki síst vegna þess að fyrsti þingmaður kjördæm- isins, sem jafnframt er bankamálaráðherra, hefur lagt sig mjög fram um að leysa okkar mál eins og margir aðrir. En það er alveg öruggt, að togarinn verður ekki gerður út frá Garðinum nema þessum bankamálum verði kippt í liðinn.“ að útvega viðbótarkvóta verði margir bátar nærri búnir í vertíð- arlok. Sem stendur leggja hér upp 10—15 bátar.“ Hann sagði að þótt atvinnu- tækifærum í Garðinum hefði fækkað verulega að undanförnu hefði atvinnuleysið ekki enn kom- ið niður á heimamönnum. „Hér hefur frekar vantað fólk til vinnu og því er það einkum fólk úr Keflavík og Njarðvík, sem fyrst missir vinnuna hér,“ sagði hann. „En stöðvist eitt fyrirtæki hér til viðbótar, þá förum við að finna mjög áþreifanlega fyrir atvinnu- leysinu. Hér hefur einkarekstur lengst af verið með miklum blóma — það hafa verið starfrækt hér á milli 20 og 30 einkafyrirtæki, sem flest byrjuðu sem einskonar heim- ilisiðnaður. Ég held ég fari rétt með, að það eru einar tíu fisk- verkunarstöðvar starfræktar í Garðinum í dag, þær hafa verið miklu fleiri. Stærstu fyrirtækin eru að detta upp fyrir og það mun smita út frá sér — trésmíðaverk- stæðin, vélsmiðjan, rafmagns- verkstæðið, netaverkstæðið og bílaverkstæðið, hjá þessum þjón- ustufyrirtækjum mun dragast verulega saman þegar fjárupp- sprettan þornar. Við sjáum í dag aðeins brot af þeim vanda, sem við eigum eftir að standa frammi fyrir á þessu ári. Þegar líður fram á vorið eigum við eftir að fá til úrlausnar verulegan vanda í at- vinnumáium. Þá gæti ástandið orðið skelfilegt." Finnbogi Björnsson benti á, að atvinnumarkaður á Suðurnesjum væri „mjög þröngur. I Keflavík hafa fiskvinnslustöðvar verið lagðar niður og atvinnutækifæri ekki skapast annars staðar á svæðinu," sagði hann. „Fólk hleyp- ur því ekki á milli stöðva. Hér voru um tíma yfir 20 frystihús, flest frekar lítil. Auðvitað var kannski ekki þörf fyrir öll þau hús og enn síður núna, þegar aflakvóti hefur verið settur á. En við sjáum ekki, að hægt sé að beina þessu fólki annað.“ — En hvað er þá til ráða? „Það er von að menn spyrji. Ég hef spurt sjálfan mig en hef engin svör á reiðum höndum. Það hefur lítið verið gert til að skapa önnur Finnbogi Björnsson að loka á fyrirtækin oddviti: Hvort á eða heimilin? atvinnutækifæri hér og menn hafa ekki alltaf verið sammála um í hvaða farvegi þau ættu að vera. Það sem er ljóst er að ef útgerð og fiskvinnsla gengur ekki þá kemur ekkert í staðinn í dag eða á morg- un.“ — Hefur sveitarstjórnin í Garðinum haft frumkvæði um nýsköpun í atvinnumálum? „Við höfum gætt þess að hafa ávallt lóðir undir iðnaðar- og fisk- vinnslufyrirtæki og reynt að liðka til fyrir mönnum með því að veita þeim gjaldfrest á gatnagerðargj- öldum, aðstöðugjaldi og svo fram- vegis. En við höfum ekki tekið beinan þátt i uppbyggingu fyrir- tækjanna, ef það er það sem þú átt við.“ Finnbogi sagði að Garðsmenn stæðu nú frammi fyrir því, að vera með atvinnurekstur, sem ekki væri aflögufær. „Við reynum að sýna þeim biðlund með greiðslu rafmagnsreikninga og þess háttar — en ríkið heimtar sitt og það þýðir að þol rafveitunnar er á þrotum," sagði hann. „Því er eig- inlega um tvennt að ræða fyrir okkur í því sambandi: annaðhvort að loka á atvinnufyrirtækin í þeirri von að hægt verði að kría út úr þeim einhverja peninga, sem ekki eru til, eða þá að láta loka fyrir rafmagn á allt byggðarlagið. Hvorn kostinn myndir þú velja?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.