Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 29 Óbyggðaste fnan og þróun byggðar á hö fuðbor gar svæðinu — eftir Júlíus Sólnes Nýlega birti Hagstofan tölur yf- ir fólksfjölda og búferlaflutninga milli staða á landinu. Á landinu öllu bjuggu 240 þúsund manns. Á höfuðborgarsvæðinu, sem er myndað af 9 sveitarfélögum, þ.e. Reykjavíkurborg, Kópavogi, Hafn- arfirði, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellssveit, Bessastaðahreppi, Kjalarneshreppi og Kjósarhreppi, bjuggu samtals 130.485 manns, sem er 54% þjóðarinnar. Um síð- ustu aldamót bjuggu 8 þúsund manns eða 10% þjóðarinnar á höf- uðborgarsvæðinu, svo hér má glöggt sjá hina miklu þjóðfélags- byltingu, sem hefur orðið á tuttug- ustu öidinni. Pjölgun íbúa milli ára varð mest á höfuðborgarsvæðinu eða 1,77% meðan fólksfjölgun á land- inu öllu var 0,94%. I þrem lands- hlutum, á Vesturlandi, Norður- landi eystra og á Austurlandi var um fólksfækkun að ræða. Þannig fækkaði Akureyringum t.d. um 28 manns. Þessar tölur sýna, svo ekki verð- ur um villzt, að vaxandi straumur fólks úr öllum landshlutum liggur til höfuðborgarsvæðisins. Kveður svo rammt að þessu, að forystu- menn landshlutasamtaka sveitar- félaga tala um, að verði ekkert að gert muni stíflan bresta, og stór- felldir fólksflutningar til höfuð- borgarsvæðisins muni leggja sveitir og byggðalög í eyði víðsveg- ar um landið. Jafnvel Akureyri, mesti þéttbýlisstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins, á í vök að verjast eins og tölurnar gefa til kynna. Sumum er þessi þróun ekkert á móti skapi og sjá ekkert athuga- vert við það, þótt þjóðin muni öll búa á höfuðborgarsvæðinu áður en langt um líður. Landið utan þess verði þá eitt allsherjar útivist- arsvæði, þar sem náttúran ein ráði ríkjum. Hugsanlegt sé þó að gera út á sjó frá einstaka ver- stöðvum, þar sem fólk dveljist tímabundið hluta af árinu. Aðrir, en þeir eru vonandi í miklum meirihluta, hafa hinsvegar áhyggjur af þessari þróun mála og velta því mjög fyrir sér hvað skuli til bragðs taka. í þeim fiokki eru flestir sveitarstjórnarmenn á höf- uðborgarsvæðinu, en það er mesti misskilningur, að það þjóni hags- munum þeirra bezt að fá hingað alla íbúa landsins sem fyrst. Sveitarstjórnarmenn og íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa hins vegar ekki verið spurðir ráða þeg- ar ríkisvaldið hefur með aðgerðum sínum ætlað að treysta byggð út á landsbyggðinni, sem virðist hafa borið lítinn árangur. Þeir hafa því látið sér nægja að halda áfram vinnu við skipulag byggðar á höf- uðborgarsvæðinu miðað við óbreyttar forsendur, en þá er gert ráð fyrir, að íbúatalan á næstu 40—50 árum verði 200—280 þús- und, allt eftir því hversu lengi ráðamenn ætla að berja höfðinu við steininn í byggðamálum. Óbyggðastefnan Fyrir tæpum 15 árum hóf ríkis- valdið miklar en skipulagslitlar aðgerðir í byggðamálum. Með til- komu Framkvæmdastofnunar og Byggðasjóðs skyldu vandamál dreifbýlisins og landsbyggðarinn- ar, utan höfuðborgarsvæðisins, leyst með miðstýringu og flutningi fjár úr sameiginlegum stjóðum út á land. Aukinn fiskafli, í kjölfarið á stækkun fiskveiðilögsögunnar, var hér lykilatriði, sem átti að tryggj a afkomu landsbyggðarinn- ar um aldur og ævi. Jafnframt var markvisst unnið að því að jafna búsetuskilyrði með því að byggja heilsugæzlustöðvar, skóla- og íþróttamannvirki út um ailt land og greiða niður hitunarkostnað, þar sem ekki var hægt að dæla ódýru heitu vatni beint upp úr jörðinni. Þessi viðleitni ríkisvaldsins hef- ur í huga almennings hlotið nafnið byggðastefnan. Henni má bezt lýsa með því að skoða aðalmark- mið hennar. Það er einfaldlega, að utan höfuðborgarsvæðisins búi um 100 þúsund manns í 100—1000 manna þorpum við sjávarsíðuna. í hverju slíku þorpi skal vera frysti- hús, einn til tveir skuttogarar, heilsugæzlustöð, grunnskóli, fjöl- brautaskóli og háþróaður tækni- iðnaður. í sveitum landsins var talið að 3.000—5.000 manns gætu haldið áfram þeirri offramleiðsu á landbúnaðarvörum, sem er einn af hornsteinum byggðastefnunnar. Hvergi mátti bær fara í eyði eða smástaður leggja upp laupana, sama hverju þyrfti að kosta til. Á þessu tímabii hefur t.d. verið al- gengt að leggja raflagnir heim að afskekktum kotjörðum fyrir millj- ónir króna, en ekki hvarflað að neinum að spyrja viðkomandi bónda, hvort hann vildi heldur fá peningana greidda beint og þá flytja í burt. Áður en allir peningar lands- manna urðu verðbólgudraugnum og erlendum Iánardrottnum að bráð gekk þetta furðanlega. Þann- ig snerist þróun íbúafjölda lands- byggðinni í hag á seinni hluta átt- unda áratugarins, og stóð íbúatal- an hér á höfuðborgarsvæðinu nán- ast í stað þetta sama tímabil. Nú er hins vegar komið að skuldadög- unum og við blasir hrun byggða- stefnunnar. Fólkið flykkist aftur til höfuðborgarsvæðisins, og von- leysi gerir vart við sig, jafnvel í sterkustu byggðakjörnum lands- byggðarinnar svo sem á Akureyri. Fámennir sveitahreppar nota meira en öll útsvör sín til þess að standa straum af skólakostnaði, og litlu staðirnir eiga fullt í fangi með að greiða ræstingarkostnað vegna heilsugæzlustöðvarinnar. 1 höndum ríkisvaldsins er byggða- stefnan orðin að óbyggðastefnu og smátt og smátt að leggja alla byggð á landinu, utan höfuðborg- arsvæðisins, í rúst. Margir sveit- arstjórnarmenn og áhrifamenn úti á landi eru þó meðsekir, hafa til dæmis beitt sér fyrir óraunsæj- um framkvæmdum og neitað að horfast í aumi við þann raunveru- leika, að Islendingar eru ekki nema 240 þúsund og verða senni- lega aldrei fleiri en 300—400 þús- und. Kommuskekkjan En hver er þá ástæðan fyrir því, að svo hrapallega hefur tekizt til. Ég held, að aðalástæðan sé nokkuð augljós. Hún byggir einfaldlega á kommuskekkju, sem gengur sem rauður þráður í gegnum allar áætlanir um eflingu byggðar úti á landi. Ef íslendingar væru 2,4 milljónir, það er tíu sinnum fleiri en þeir eru, gengi dæmið upp. Þá fyrst væri hægt að standa undir heilsugæzlukerfinu, grunnskólan- um og margvíslegri annarri þjón- ustu, sem fólk gerir kröfu um nú á tímum. Með rúmlega milljón íbúa utan höfuðborgarsvæðisins væri auðvelt að halda öllu landinu í byggð. Bora göt í fjöll, leggja vegi og flugbrautir, halda uppi full- komnustu þjónustu, sem völ er á, leggja grundvöll að hátækniiðnaði og meira að segja hafa háskóla á mörgum stöðum úti á landi. Staðreyndin er sú, að hinir rúm- lega 100 þúsund íbúar utan höfuð- borgarsvæðisins eru að sligast undan kostnaði við að reka þetta mikla þjónustukerfi, sem troðið hefur verið upp á þá. Þetta á ekki síður við um íbúa höfuðborgar- svæðisins, sem standa undir veru- legum hluta af herkostnaðinum. í rauninni má rekja ástæður fyrir bágbornum launakjörum á ís- landi, sem þó skipar sæti meðal fremstu þjóða heims, þegar þjóð- artekjur á mann eru mældar, til kommuskekkjunnar. Byggðakjarnar Valdimar Kristinsson, hagfræð- ingur, hefur ritað margar fróðleg- ar greinar í blöð og tímarit, þar sem hann hefur bent á nauðsyn þess að þjappa fólkinu í landinu betur saman. Hann á sennilega hugmyndina að þeirri stefnu að mynda tiltölulega fáa en öfluga byggðakjarna í landshlutunum, sem yrðu burðarásar landsbyggð- arinnar utan höfðborgarsvæðis- ins. Þessi kenning byggir einfald- lega á því, að hinir 100 þúsund íbúar landsbyggðarinnar eru vart til skiptanna. Hæfilegt virðist að gera ráð fyr- ir því, að utan höfuðborgarsvæð- isins myndist 3—4 öflugir þétt- býliskjarnar, sem telji 25—30 þús- und íbúa, einn í hverjum lands- hluta. í slíkum þéttbýliskjörnum væri hægt að standa undir þjón- ustukerfunum, skapa fjölbreytt menningarlíf og umfram allt skapa grundvöll fyrir iðnvæðingu. Iðnaður þrífst nefnilega ekki Júlíus Sólnes „Allt hjal um að Norðmenn séu að eyði- leggja sjávarútveg á Is- landi með styrkjum til norskra útvegsmanna er markleysa. Við erum að því sjáifir með því að ætla honum það hlut- verk að standa undir vonlausri byggða- stefnu.“ nema í þéttbýli, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þetta myndi að sjálfsögðu hafa í för með sér, að stórir hlutar lands- ins, sem nú eru í byggð, myndu verða óbyggð svæði. Spurningin er sú hvort það myndi gera nokkuð til. Gætum við þá ekki betur en áður notið óspilltrar náttúrunnar i þessu fallega landi okkar? Það skiptir hins vegar miklu, að landsbyggðin og ríkisvaldið taki höndum saman og reyni að stýra þessari þróun af einhverri skyn- semi í stað þess að láta allt reka á reiðanum eins og hingað til. Nú á tímum gerir fólk miklar kröfur til lífsins, hvar sem það býr. Fyrir utan fullkomna þjón- ustu á öllum þeim sviðum, sem nefnd hafa verið, vill það eiga greiðan aðgang að fjölbreytilegu menningarlífi, leikhúsum, bíóum, kaffi- og veitingahúsum, danshús- um, listasýningum og mörgu fleira. Það er ljóst, að fámenn þorp við sjávarsíðuna geta aldrei boðið upp á slíka hluti. Meira að segja Akureyri er of lítill bær til skipuoWBptopa HönjosoacARsvÆoisiNS VAV »V1 1:30.000 OKT 84 Þróun byggðar á höfuðborgarsvæðnu á næstu 40—50 árum. þess að geta boðið upp á það menningarlíf og þjónustu, sem al- menningur telur sjálfsagða nú á dögum. Fólk mun því áfram flytja til höfuðborgarsvæðisins, ef ráða- menn vilja ekki skilja þessar aug-5 ljósu staðreyndir. Það eina, sem kemur í veg fyrir, að stíflan bresti, eru þeir átthagafjötrar, sem felast i óseljanlegum fasteignum og mun hærra fasteignaverði á höfuðborg- arsvæðinu. Nú er svo komið, að nær engin lán eru veitt til íbúð- arbygginga utan höfuðborgar- svæðisins. Fólk utan af landi kýs heldur að fá lán til þess að byggja smáíbúðir í Reykjavík en fjárfesta í heimabyggð sinni. Jafnvel þótt sjávarafli myndi aukast og rífandi atvinna yrði í öllum fiskvinnsluhúsum úti á landi myndi það engu breyta. Störf í fiskvinnslu eru dæmigerð láglaunastörf og bendir ekkert til þess, að það muni lagast. Þau eru ekki eftirsóknarverð heldur, starfsins vegna, og ekki líkleg til þess að halda fólkinu heima. Þvert á móti hlýtur þéttbýlið að lokka til sín vinnuaflið með miklu fjöl- breyttari og eftirsóknarverðari störfum í iðnaði og þjónustugrein- um, sem að auki eru mun betur borguð. Allt hjal um að Norðmenn séu að eyðileggja sjávarútveg á ís- landi með styrkjum til norskra út- vegsmanna er markleysa. Við er- um að því sjálfir með því að ætla honum það hlutverk að standa: undir vonlausri byggðastefnu. í stað þess, að þessi mikilvæga at- vinnugrein okkar verður að fá að þróast og fyrst og fremst lúta stjórn arðsemissjónarmiða. Hóflega fullbyggt höfuðborgarsvæöi En ef ekkert breytist og fólkið streymir áfram til höfuðborgar-! svæðisins? Er hægt að koma allri þjóðinni fyrir þar? Á vegum Sam- taka sveitarféiaga á höfuðborg- arsvæðinu er nú unnið að gerð svæðisskipulags fyrir allt höfuð- borgarsvæðið frá Straumsvík upp í Kjós. Á meðfylgjandi mynd sést hvernig byggð mun þróast á höf- uðborgarsvæðinu á næstu 40—50 árum. Undirstaða hennar er aðal- skipulag Reykjavíkurborgar og hinna aðildarsveitarfélaganna, sem byggir á þróun undanfarinna ára og því, sem bezt verður spáð um framtíðina. Gráu svæðin sýna það, sem hef- ur verið kallað hóflega fullbyggt höfðborgarsvæði. Byggðin er þá orðin samfelld frá Hafnarfirði og upp að Mógilsá á Kjalarnesi. Til austurs afmarkast hún af eðli- legum ástæðum vegna náttúru- verndar, vatnsverndunarsvæða og 100 metra hæðarlínu yfir sjávar- máli. Það er athyglisvert, að byggðin breytist smám saman frá því að nesin út frá strandlengj- unni, fyrst og fremst Seltjarnarn- esið, eru þungamiðja höfuðborg- an er ás, sem liggur frá suðvestri til norðausturs, þ.e. frá Hafnar- firði um Kópavog, Árbæjar- og Grafarvogshverfi upp í Mosfells- sveit. Er ekki vanþörf á, að strax sé farið að huga að nauðsynlegum umferðaræðum, sem fylgja þess- um meginás. Á þessum svæðum rúmast um 220 þúsund íbúar. Dökku svæðin í suðri, við Úlfarsfell og víðar, gætu rúmað um 30 þúsund manns til viðbótar, en eru talin óheppilegri til byggingar. Að lokum mætti koma fyrir um 30 þúsund manns til viðbótar uppi á Kjalarnesi og fyrir sunnan Hafnarfjörð, þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að koma allri þjóðinni fyrir á höf- uðborgarsvæðinu. Vonandi kemur ; aldrei til þess, að það verði lausnin á byggðavandamálinu. Júlíus Sólnes er íormaöur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæó- inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.