Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRtJAR 1985 SVIPMYNDIR ÚR STARFINU í nýja Vökuheimilinu á Hverfisgötu 50. Vökufélagar í útilegu fyrir nokkrum árum. m-é' „Á götunni“ Aðferð Vöku til að vekja athygli á húsnæðisvanda stúdenta. Frá ráðstefnu Evrópusamtaka lýðræðissinnaðra stúdenta sem haldin var hér á landi 1982. Vökufélagar á ferðalagi. Guðný Björk Eydal nemi í þjóðfélagsfræði: „Auðvelt að vera kona í Vöku“ Guðný Björk Kydal er stúdent frá IMennta.skólanum á Akureyri og stundar nám í þjóðfélagsfrsði. Hún er í stjórn Vöku. „Það er staðreynd að jafnrétti er að aukast innan háskólans eins og annars staðar í þjóðfélaginu, enda þótt hægt miði. Stúlkum hef- ur fjölgað jafnt og þétt í fjöl- brauta- og menntaskólum og þá einnig í háskólanum. En tölur segja ekki alla söguna. Fólk skipt- ist mjög í deildir eftir kynjum og það verður að viðurkennast að í félaj sstarfi eru strákar miklu virkari en stelpur. Sem dæmi get ég nefnt að í minni deild — þjóð- félagsfræðideildinni — er kven- fólkið í yfirgnæfandi meirihluta. Samt eru strákar í meirihluta í öilum stjómum og nefndum. Það er ekki áf því að þeir séu svo yfir- gangssamir. Þetta er okkur að kenna. Við erum tregar til að taka þátt í félagsstörfum. Ástæðurnar eru engan veginn einfaldar. Hér kemur ýmislegt til — persónu- legar ástæður og uppeldisáhrif. En það er eftirtektarvert að ís- land og Svíþjóð eru einu löndin í þessum heimshluta þar sem kvennahreyfingar eru ekki starf- andi innan háskóla. I þessum löndum er þátttaka kvenna í fé- lagslífi innan háskólanna minni en annars staðar. Þær virðast leita út fyrir skólana og sinna sín- um félagsmálum á öðrum vett- vangi." „Kanntu skýringu á þessu?" „Nei, en mig grunar að það sé af því að skipulag félagsstarfanna henti þeim síður en karlmönnum. Ég heíd að bað sé nokkuð Ijóst að Guðný Björk Eydal konur séu fúsar til þátttöku og telji alls ekki eftir sér að leggja fram vinnu sina, en hins vegar virðist mér þær hræddar við að halda ræður. En ég get með sanni sagt að það er auðvelt að vera kona i Vöku og ég hef aldrei fund- ið fyrir því að það hái mér þar að vera kona eða að ég hafi verið lát- in gjalda þess, nema síður sé.“ „Heldurðu e.t.v. að það sé heppi- legra fyrir konur að starfa í sér- stökum samtökum?" „Nei. Þær geta að vísu fengið dýrmætan stuðning í sérstökum kvennasamtökum en ég held að þær eigi að geta fundið sér stað í þeim samtökum sem fyrir eru. Það væri til baga að dreifa þeim kröft- um sem eru að vinna að ákveðnum málefnum og að mínu viti verða karlar og konur að leysa þau mál- efni sem fyrir liggja í sameiningu. En konur verða að vera ákveðnari og þær verða að rækta með sér sjálfsöryggi. Ég held að ákveðin hætta sé fólgin í því að konur telji sér trú um að jafnréttismál séu komin í nógu gott horf. Það eru þau ekki, eins og sjá má á því að enn hópast konur í þær greinar sem eru illa launaðar. í Háskóla íslands er ekki nema ein kona prófessor. Það segir sína sögu. En við þurfum að halda áfram að vinna að jafnrétti. Ástandið nú er liður í þróun sem vissulega tekur sinn tíma og þegar á heildina er litið sé ég ekki ástæðu til að vera svartsvn.“ Tapað - fundið Stjórn vöku hefur beðið Morg- unblaðið fyrir eftirfarandi orð- sendingu: Eftirtalin gögn vantar í skjalasafn Vöku: Fundargerða- bækur Vöku frá 1956 til 1967 og 1971 til 1977. Rit lýðræðissinn- aðra stúdenta frá 1937, 1947 og 1948. Blað lýðræðissinnaðra stúdenta: Okt. og des. 1937, okt. 1939, okt. 1940, okt. 1941, feb. og okt. 1942. okt. 1944, okt. 1949, okt. 1950, okt. 1952., 4. tbl. 1958-59, okt. 1960, 2. tbl. 1960-61, 9. tbl. 1969, 1., 2., 3., 4. og 5. tbl. 1970,2. tbl. 1971,2. tbl. 1975. Ef menn finna eitthvað af ofannefndum gögnum hjá sér og mega missa þau, væri best ef þeir gætu komið þeim til eða haft samband við núverandi formann Vöku, Óla Björn Kára- son. Önnur tölublöð Vökublaðs- ins væru einnig vel þegin. Ef einhver veit hvar fundar- gerðarbækur Stúdentaráðs frá árunum 1920—39, 1942—44 og 1948—52 eru niðurkomnar, ætti sá hinn sami endilega að hafa ! samband við skrifstofu Stú- f dentaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.