Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 25 Bettino Craxi og Helmut Kohl: Skilyrtur stuðningur við geimvopnaáætiun Bonn, 22. febrúar. AP. BETTINO Craxi, forsætisrádherra ít- alíu, og Helmut Kohl, kanzlari Vest- ur-Þýzkalands, létuí dag í Ijósi skilyrt- an stuöning við geimvopnarannsókna- tilraunir Bandaríkjamanna. Craxi og Kohl kváðu efnahags- og tækniávinning af rannsóknunum gífurlegan og rannsóknirnar gætu leitt til framþróunar á mörgum sviðum, sem óskyld væru vopnum. Veður víða um heim Lagtt Hæet Akureyri 3 skýjaö Amtterdam +3 3 skýjaö Aþena 0 7 tkýjaO Barcelons 10 akýjaö Berlln +5 0 skýjeö BrUseel 2 6 tkýjaö Chicago 3 6 rigning Dublin 4 11 ekýjaó Feneyjar 6 þoka Frankfurt +5 +1 •kýjað Genf +17 0 bjart Helsínki +19 +12 bjart Hong Kong 9 11 rigning Jerúsalem 0 5 ekýjaó Kaupm.höfn +5 +2 snjók. Las Palmas 16 rigning Lisaabon 9 11 ekýjaö London 3 4 ekýjaö Loa Angeles 14 23 bjart Luxemborg 1 hálfak. Malaga 15 hálftk. Mallorka 12 ekýjaö Miami 21 23 ekýjaö Montreal 2 3 bjart Moakva +21 +9 bjart New York 1 8 •kýja« Oaló +7 +2 •kýjaö Paría +1 8 bjart Peking +13 +1 bjart Reykjavík 1 slydduál Rio de Janeiro 21 38 skýjaO Rómaborg 0 9 bjart Stokkhólmur +14 +9 bjart Sydney 20 25 bjart Tókýó 1 9 bjart Vinarborg +7 +1 •njók. Þórahöfn 7 rigning Frá því Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti kynnti áætlanir um geimvopnarannsóknir fyrir tveimur árum hafa tillögur hans mætt takmarkaðri hrifningu í V-Evrópu. Franskir embættismenn hafa t.d. gagnrýnt áætlanirnar og sagt þær kynnu að auka á vopnakapphlaup stórveldanna. Kohl sagði að Vestur-Þjóðverjum hefði ekki verið boðin aðild að rann- sóknunum og sagði hann Þjóðverja ekki mundu taka þátt í þeim, þótt boðið væri, ef ekki yrði um að ræða skipti á tækniþekkingu. Þjóðverjar yrðu einnig að fá aðgang að öllum upplýsingum varðandi rannsókn- irnar. Annars snerist fundur Kohl og Craxi fyrst og fremst um málefni Evrópubandalagsins og kváðu að leysa þyrfti allan ágreining sam- fara inngöngu Spánar og Portúgals i bandalagið svo að af inngöngu ríkjanna gæti orðið 1. janúar næstkomandi. Allsherjarverkfall ^ í vesturhluta Beirút Beirút, 22. febnítr. AP. LEIÐTOGAR helstu fylkinga shita og drúsa í Líbanon hvöttu fylgis- menn sína til allsherjarverkfalls í Líbanon í dag, til að mótmæla því hve stjórnvöldum hefur orðið lítið ágengt í þá átt að bæta efnahag landsins. Vesturhluti Beirút, sem er einkum byggður fólki úr hópum þess- um, lamaðist gersamlega, en í aust- urhlutanum gekk allt sinn vanagang, enda búa þar fyrst og fremst kristnir menn sem hlýddu ekki kalli shita og drúsa. Umræddir leiðtogar sögðu þetta aðeins byrjunina á viðamiklum að- gerðum sem gripið yrði til ef verð á matvöru hætti ekki að hækka úr hófi fram. Verslanir, skrifstofur, bankar og fleira var lokað í vestur- hlutanum í dag, en lögregluyfir- völd sögðu að allar helstu sam- gönguleiðir milli borgarhlutanna hefðu verið opnar. Ekki fylgdu fregnir hvort verkfallskallinu var hlýtt í norðurhluta landsins þar sem Sýrlendingar ráða ríkjum, eða i suðurhlutanum þar sem ísraelar sitja enn. Fimm Líbanir féllu í síðustu að- gerðum ísraela i fimm þorpum syðst í Líbanon. Voru ísraelar að reyna að koma höndum yfir skæruliða sem herjað hafa á Isra- ela síðustu vikurnar og þeir sem féllu reyndu að forðast handtökur og gripu til vopna. 65 manns voru handteknir og jarðýtur jöfnuðu 15 hús við jörðu. TUKALLATURN Ryozo Kobayashi, kráareigandi í Tókýó, var í fjögur og hálft ár að dunda sér við að hlaða turninn á myndinni, en byggingarefnið er 10-yena peningar, sem hver um sig er jafngildur tveim krónum íslen.sk- um. í turninn fóni 95.000 peningar og er verðmætið tæpar 160.000 ísl. kr. Hann er metri á hæð, 45 sm að ummáli og vegur 450 kg. Genscher lætur af flokksformennsku Bonn. 22. febrúar. AP. HANS Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur Þýska- lands lætur af formennsku Frjálsa Demókrataflokksins, smá- flokks sem hefur myndað og splundrað samsteypustjórnum í landinu árum saman, er ársþing flokksins veröur haldið í Saarbrucken um helgina. Hann hefur verið utanríkisráðherra í meira en áratug og þó hann láti af formennsku flokksins, mun hann sitja út kjörtímabilið að minnsta kosti sem utan- ríkisráðherra. Genscher hefur verið formaður Frjálsa demókrataflokksins í 11 ár og á þeim árum hefur þessi litli flokkur haft meiri völd og áhrif í Vestur-Þýskalandi heldur en stærð hans verðskuldar. Það er jafnan litið til FDP eftir kosn- ingar til að ná meirihluta atkvæða á þingi, þannig hefur þessi litli flokkur komið málum sínum að. Genscher hefur verið ötull tals- maður batnandi samskipta aust- urs og vesturs og á sama tíma og Bandaríkin og Sovétríkin ræddust vart við, hélt hann tengslum við austurblokkina, ekki síst Austur- Þýskaland. Samt sem áður er hann ötull stuðningsmaður vest- rænnar varnarsamvinnu. Lengst af á ferli sínum sem flokksfor- maður hefur hann getið sér gott orð sem klókur stjórnmálamaður sem tekur réttar ákvarðanir og skynsamlegar. í seinni tíð er hon- um þó kennt um hnignun flokks- ins. Berst FDP nú harðri baráttu fyrir tilveru sinni og eru rík verk- efni framundan uns næstu þing- kosningar fara fram árið 1987. Er FDP í skugganum á Græningjum, nýliðunum á vestur-þýska þing- inu, auk þess sem djúpstæður ágreiningur er í röðum helstu ráðamanna flokksins. Martin Bangeman, efnahags- ráðherra Vestur-Þýskalands er talinn líklegasti arftaki Genschers í formannsstólinn, ekki tekur a.m.k. Otto Lambsdorf við sætinu, en hann sagði af sér embætti efnahagsráðherra í júní á síðasta ári eftir ásakanir um mútuþægni. Sá atburður varð einnig til að rýra álit almennings á flokknum. HVERFAFUNDIR BORGARSTJORA1985 Hvað hefur áunnist? Hvert stefnum við? DAVÍD ODDSSON BORGARSTJÓRI FLYTUR RÆÐU OG SVARAR FYRIRSPURNUM FUNDARGESTA 6.FUNDUR Árbæjar- og Seláshverfi Sunnudagur 24. febrúar kl. 15.00 í Fé- lagsheimilinu Ársel viö Rofabæ. Fundarstjóri: Vilhjálmur B. Vilhjálms- son, deildarstjóri. Fundarritari: Jóhannes Óli Garðarsson, framkvæmdastjóri. Davíö Oddsson, borgarstjóri, flytur ræöu og svarar fyrirspurnum fundar- gesta. Á fundinum verða sýnd líkön, lit- skyggnur og skipulagsuppdrættir. REYKVÍKIN GAR! FJÖLMENNIÐ Á HVERFAFUNDI BORGARSTJÓRA. KOMIÐ SJÓNARMIÐUM YKKAR Á FRAMFÆRI OG KYNNIST UMHVERFI YKKAR BETUR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.