Morgunblaðið - 23.02.1985, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985
25
Bettino Craxi og Helmut Kohl:
Skilyrtur stuðningur
við geimvopnaáætiun
Bonn, 22. febrúar. AP.
BETTINO Craxi, forsætisrádherra ít-
alíu, og Helmut Kohl, kanzlari Vest-
ur-Þýzkalands, létuí dag í Ijósi skilyrt-
an stuöning við geimvopnarannsókna-
tilraunir Bandaríkjamanna.
Craxi og Kohl kváðu efnahags- og
tækniávinning af rannsóknunum
gífurlegan og rannsóknirnar gætu
leitt til framþróunar á mörgum
sviðum, sem óskyld væru vopnum.
Veður
víða um heim
Lagtt Hæet
Akureyri 3 skýjaö
Amtterdam +3 3 skýjaö
Aþena 0 7 tkýjaO
Barcelons 10 akýjaö
Berlln +5 0 skýjeö
BrUseel 2 6 tkýjaö
Chicago 3 6 rigning
Dublin 4 11 ekýjaó
Feneyjar 6 þoka
Frankfurt +5 +1 •kýjað
Genf +17 0 bjart
Helsínki +19 +12 bjart
Hong Kong 9 11 rigning
Jerúsalem 0 5 ekýjaó
Kaupm.höfn +5 +2 snjók.
Las Palmas 16 rigning
Lisaabon 9 11 ekýjaö
London 3 4 ekýjaö
Loa Angeles 14 23 bjart
Luxemborg 1 hálfak.
Malaga 15 hálftk.
Mallorka 12 ekýjaö
Miami 21 23 ekýjaö
Montreal 2 3 bjart
Moakva +21 +9 bjart
New York 1 8 •kýja«
Oaló +7 +2 •kýjaö
Paría +1 8 bjart
Peking +13 +1 bjart
Reykjavík 1 slydduál
Rio de Janeiro 21 38 skýjaO
Rómaborg 0 9 bjart
Stokkhólmur +14 +9 bjart
Sydney 20 25 bjart
Tókýó 1 9 bjart
Vinarborg +7 +1 •njók.
Þórahöfn 7 rigning
Frá því Ronald Reagan Banda-
ríkjaforseti kynnti áætlanir um
geimvopnarannsóknir fyrir tveimur
árum hafa tillögur hans mætt
takmarkaðri hrifningu í V-Evrópu.
Franskir embættismenn hafa t.d.
gagnrýnt áætlanirnar og sagt þær
kynnu að auka á vopnakapphlaup
stórveldanna.
Kohl sagði að Vestur-Þjóðverjum
hefði ekki verið boðin aðild að rann-
sóknunum og sagði hann Þjóðverja
ekki mundu taka þátt í þeim, þótt
boðið væri, ef ekki yrði um að ræða
skipti á tækniþekkingu. Þjóðverjar
yrðu einnig að fá aðgang að öllum
upplýsingum varðandi rannsókn-
irnar.
Annars snerist fundur Kohl og
Craxi fyrst og fremst um málefni
Evrópubandalagsins og kváðu að
leysa þyrfti allan ágreining sam-
fara inngöngu Spánar og Portúgals
i bandalagið svo að af inngöngu
ríkjanna gæti orðið 1. janúar
næstkomandi.
Allsherjarverkfall ^
í vesturhluta Beirút
Beirút, 22. febnítr. AP.
LEIÐTOGAR helstu fylkinga shita
og drúsa í Líbanon hvöttu fylgis-
menn sína til allsherjarverkfalls í
Líbanon í dag, til að mótmæla því
hve stjórnvöldum hefur orðið lítið
ágengt í þá átt að bæta efnahag
landsins. Vesturhluti Beirút, sem er
einkum byggður fólki úr hópum þess-
um, lamaðist gersamlega, en í aust-
urhlutanum gekk allt sinn vanagang,
enda búa þar fyrst og fremst kristnir
menn sem hlýddu ekki kalli shita og
drúsa.
Umræddir leiðtogar sögðu þetta
aðeins byrjunina á viðamiklum að-
gerðum sem gripið yrði til ef verð
á matvöru hætti ekki að hækka úr
hófi fram. Verslanir, skrifstofur,
bankar og fleira var lokað í vestur-
hlutanum í dag, en lögregluyfir-
völd sögðu að allar helstu sam-
gönguleiðir milli borgarhlutanna
hefðu verið opnar. Ekki fylgdu
fregnir hvort verkfallskallinu var
hlýtt í norðurhluta landsins þar
sem Sýrlendingar ráða ríkjum, eða
i suðurhlutanum þar sem ísraelar
sitja enn.
Fimm Líbanir féllu í síðustu að-
gerðum ísraela i fimm þorpum
syðst í Líbanon. Voru ísraelar að
reyna að koma höndum yfir
skæruliða sem herjað hafa á Isra-
ela síðustu vikurnar og þeir sem
féllu reyndu að forðast handtökur
og gripu til vopna. 65 manns voru
handteknir og jarðýtur jöfnuðu 15
hús við jörðu.
TUKALLATURN
Ryozo Kobayashi, kráareigandi í Tókýó, var í fjögur og hálft ár að
dunda sér við að hlaða turninn á myndinni, en byggingarefnið er
10-yena peningar, sem hver um sig er jafngildur tveim krónum íslen.sk-
um. í turninn fóni 95.000 peningar og er verðmætið tæpar 160.000 ísl.
kr. Hann er metri á hæð, 45 sm að ummáli og vegur 450 kg.
Genscher lætur af
flokksformennsku
Bonn. 22. febrúar. AP.
HANS Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur Þýska-
lands lætur af formennsku Frjálsa Demókrataflokksins, smá-
flokks sem hefur myndað og splundrað samsteypustjórnum í
landinu árum saman, er ársþing flokksins veröur haldið í
Saarbrucken um helgina. Hann hefur verið utanríkisráðherra
í meira en áratug og þó hann láti af formennsku flokksins,
mun hann sitja út kjörtímabilið að minnsta kosti sem utan-
ríkisráðherra.
Genscher hefur verið formaður
Frjálsa demókrataflokksins í 11
ár og á þeim árum hefur þessi litli
flokkur haft meiri völd og áhrif í
Vestur-Þýskalandi heldur en
stærð hans verðskuldar. Það er
jafnan litið til FDP eftir kosn-
ingar til að ná meirihluta atkvæða
á þingi, þannig hefur þessi litli
flokkur komið málum sínum að.
Genscher hefur verið ötull tals-
maður batnandi samskipta aust-
urs og vesturs og á sama tíma og
Bandaríkin og Sovétríkin ræddust
vart við, hélt hann tengslum við
austurblokkina, ekki síst Austur-
Þýskaland. Samt sem áður er
hann ötull stuðningsmaður vest-
rænnar varnarsamvinnu. Lengst
af á ferli sínum sem flokksfor-
maður hefur hann getið sér gott
orð sem klókur stjórnmálamaður
sem tekur réttar ákvarðanir og
skynsamlegar. í seinni tíð er hon-
um þó kennt um hnignun flokks-
ins. Berst FDP nú harðri baráttu
fyrir tilveru sinni og eru rík verk-
efni framundan uns næstu þing-
kosningar fara fram árið 1987. Er
FDP í skugganum á Græningjum,
nýliðunum á vestur-þýska þing-
inu, auk þess sem djúpstæður
ágreiningur er í röðum helstu
ráðamanna flokksins.
Martin Bangeman, efnahags-
ráðherra Vestur-Þýskalands er
talinn líklegasti arftaki Genschers
í formannsstólinn, ekki tekur
a.m.k. Otto Lambsdorf við sætinu,
en hann sagði af sér embætti
efnahagsráðherra í júní á síðasta
ári eftir ásakanir um mútuþægni.
Sá atburður varð einnig til að rýra
álit almennings á flokknum.
HVERFAFUNDIR BORGARSTJORA1985
Hvað hefur
áunnist?
Hvert stefnum
við?
DAVÍD ODDSSON BORGARSTJÓRI FLYTUR RÆÐU
OG SVARAR FYRIRSPURNUM FUNDARGESTA
6.FUNDUR
Árbæjar- og
Seláshverfi
Sunnudagur 24. febrúar kl. 15.00 í Fé-
lagsheimilinu Ársel viö Rofabæ.
Fundarstjóri: Vilhjálmur B. Vilhjálms-
son, deildarstjóri.
Fundarritari: Jóhannes Óli Garðarsson,
framkvæmdastjóri.
Davíö Oddsson, borgarstjóri, flytur
ræöu og svarar fyrirspurnum fundar-
gesta.
Á fundinum verða sýnd líkön, lit-
skyggnur og skipulagsuppdrættir.
REYKVÍKIN GAR!
FJÖLMENNIÐ Á HVERFAFUNDI BORGARSTJÓRA.
KOMIÐ SJÓNARMIÐUM YKKAR Á FRAMFÆRI OG KYNNIST
UMHVERFI YKKAR BETUR.