Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 Austurríki: Nýtt áfall fyrir rík- isstjórn Sinowatz V ínarborg, 22. febrúar. AF. KARL SEKANINA, byggingartnálaráðherra Austurríkis, hefur sagt af sér embætti eftir að hafa flækst í fjármálahneyksli. Hann á erfitt með að útskýra hvernig hann borgaði einbýlishús sitt, sem þykir í stærra lagi. Einnig er hann sakaður um að hafa bruðlað með verka- lýðssjóði. Sekanina sagði einnig af sér formennsku í verkalýðsfélagi stáliðnaðarmanna á mánudaginn og bar fyrir sig „persónulegum ástæðum“. Hann sagðist jafnframt vera niöurbrotinn maður vegna hinna „rakalausu" ásakana, hann væri saklaus af þessu öllu saman, en vegna hneykslisins gæti hann ekki setið áfram sem ráðherra. Afsögn ráðherrans er enn eitt fór stjórnin undan í flæmingi og áfallið sem dynur yfir stjórn Freds Sinowats. í síðasta mánuði GENGI GJALDMIÐLA Ekkert lát á risi dollarans London, 22. Tebrúar AP. EKKERT lát er á hækkun dollar- ans gagnvart öðrum gjaldmiðlum og hefur yfirlýsing Reagans Bandaríkjaforseta, enn orðið til að styrkja hann. Sagði hann, að stjórn sín myndi ekkert gera til að lækka á dollaranum risið. Þegar gengisskráningu lauk í kvöld var pundið lægra en það hefur áður verið og fengust þá fyrir það 1.0730 dollarar en 1.0830 í gær. Dollarinn hefur heldur aldrei verið hærri gagn- vart franska frankanum og ít- ölsku lírunni og hefur ekki ver- ið hærri gagnvart vestur-þýska markinu og hollenska gyllininu í 13 ár. Á fréttamannafundi í gærkvöldi sagði Reagan, að það væri komið undir öðrum þjóð- um að styrkja sitt eigið efna- hagslíf en ekki Bandaríkjunum og að ekkert yrði gert til að veikja stöðu dollarans. Staðan gagnvart helstu gjaldmiðlum var þessi í kvöld: Fyrir dollarann fengust 3,3900 v-þýsk mörk (3,3485); 2,8560 svissneskir frankar (2,8450); 10,2550 franskir frank- ar (10,2425); 3,8390 hollensk gyllini (3,7975); 2.111,00 ítalsk- ar lírur (2.083,00) og 1,3870 kanadískir dollarar (1,3402). hætti við áform um að ryðja ósnortið skóglendi við Dóná til að reisa orkuver vegna gífurlegra óvinsælda. Síðan kom mál stríðs- glæpamannsins Walter Reder sem sneri heim eftir fangelsis- dvöl í Ítalíu. Varnarmálaráðherr- an Friedhelm Frischenschlager tók á móti Reder við heimkomuna og bauð hann velkominn. Varð hann geysilega óvinsæll fyrir vik- ið og lá við stjórnarkreppu vegna málsins. Bæði Sinowatz og Fris- chenschlager hafa beðist opinber- lega afsökunar vegna þessa, en stjórnin varð enn fallvaltari. EITURVOPN Sérfræðingar thailenzka hersins athuga flugskeyti, sem skotið var inn í Thailand frá Kambódíu fyrir skömmu. Þeir sögðu að í flugskeytinu hefði verið banvænt eiturgas — fosföt og blásýra. Viðræður við námumenn verða ekki reyndar frekar London, 22. febrúar. AP. Margaret Thatcher forsætisráð- herra Bretlands sagði á lokadegi Bandaríkjaheimsóknar sinnar, að gerðar hefðu verið úrslitatilraunir til að leysa brezku námadeiluna, og að frekari viðræður væru tilgangslaus- ar. Á fimmta hundrað námamenn sneru til vinnu í dag, að sögn brezka kolafélagsins, í kjölfar þess að slitnaði upp úr því, sem ríkis- stjórnin kallaði lokatilraunir til að leysa námadeiluna með samn- ingum. Stjórnarfulltrúar sögðu að eng- ar frekari samningaviðræður yrðu reyndar og Peter Walker orku- ráðherra spáði því að ný bylgja námamanna, sem snúa myndu til vinnu, mundi senn byrja. Brezk blöð segja í dag að harð- línumaðurinn Arthur Scargill, formaður samtaka námamanna, væri einangraður og stæði frammi fyrir ósigri. í Suður-Wales, þar sem stað- festa verkfallsmanna hefur verið hvað mest, hittust leiðtogar námamanna til þess m.a. að ræða möguleikann á því að skipa mönnum sínum, sem eru 19.600, til vinnu. óttast Welskir námamenn að einangrast með nýjum flaumi námamanna til vinnu. Sagði kolafélagið að 443 náma- menn til viðbótar hefðu snúið baki við verkfallinu og mætt til vinnu á morgunvakt í dag. Samkvæmt því væru 87.940 námamenn að störf- um, eða 47% allra félaga í samtök- um námamanna. Aquino-málið: Réttarhöld yfir Ver og félögum hafin Snýr Begin sér að stjórnmálum á ný? Manila, 22. febrúar. AP. RÉTTARHÖLD hófust í dag í máli Fabians Ver, yfirmanns herafla Filipps- eyja, tveggja annarra hershöfðingja, 22 hermanna og eins óbreytts borgara, sem sakaðir eru um morðið á Benigno Aquino leiðtoga stjórnarandstöðunnar og sakamanninum Rolando Galman. Aðaldómarinn segir vitnaleiðslur munu fara fram daglega til þess að flýta réttarhöldunum sem verða má. Saksóknari hefur fallist á niðurstöð- ur rannsóknarnefndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að hermenn, sem fylgdu Aquino út úr flugvél, er hann sneri til Manila, hafi myrt hann, en ekki Galman, eins og sam- særismenn úr her landsins vildu láta líta út fyrir. Jerúsalem, 22. febrúar. AP. MENACHEM Begin, fyrrverandi forsætisráðherra ísraels, sem sagði af sér embætti í september 1983 og hætti þá afskiptum af stjórnmálum, „íhugar það nú í fullri alvöru að hefja á ný þátttöku í stjórnmálum,“ samkvæmt frásögn blaðs- ins Jewish Chronicle. „Ég hef ekki enn tekið ákvörð- un,“ hefur blaðið eftir Begin í dag í símaviðtali. Segir blaðið, að for- sætisráðherrann fyrrverandi hafi verið frískur og í bezta skapi. Eru þetta fyrstu ummælin, sem höfð eru eftir Begin varðandi þær bollaleggingar, sem átt hafa sér stað að undanförnu í blöðum í ísrael þess efnis, að hann hyggist segja skilið við þá einveru, sem hann hefur búið við og snúa sér aftur að stjórnmálum. Begin hefur þjáðst af þung- Norðmenn vilja tollfríðindi í stað fiskveiðiheimilda Asbjorn Haugstvedt verzlunar- málaráðherra Noregs sagði á fundi í Tromsö að Norðmenn væru reiðubúnir að veita ríkjum Evrópu- bandalagsins flskveiðiheimildir í norskri lögsögu í skiptum fyrir tollfríðindi á mörkuðum banda- lagsins fyrir norskar sjávarafurðir. Norðmenn standa nú verr að vígi en áður á mörkuðum Evr- ópubandalagsins með sjávaraf- urðir sínar. Þá kveður Haugst- vedt að verndarstefna banda- lagsins muni aukast stórum ef af inngöngu Spánar og Portúgals verður um næstu áramót, eins og til stendur, og yrðu það afar slæm tíðindi fyrir Norðmenn, ef þeir hefðu ekki áður náð hag- stæðum samningum við banda- lagið, þar sem miklir markaðir væru á Spáni og í Portúgal. Jafnframt hefði til skamms tíma verið vonast til að þróunin yrði sú að litið yrði á EB- og EFTA- ríkin sem einn og sama markað- inn en reyndin hins vegar orðið þveröfug. Haugstvedt sagði að ýms fisk- veiðiríki hefðu gert mjög hag- stæða samninga við Evrópu- bandalagið og tók sem dæmi Kanada, sem fengið hefði toll- fríðindi á mörkuðum bandalags- ins gegn fiskveiðiheimildum. Að sögn Haugstvedt hefur verzlunarmálaráðuneytið haft frumkvæði að því að koma nýj- um samningaviðræðum af stað við Evrópubandalagið. I þeim viðræðum yrðu Norðmenn að einbeita sér að tollfríðindum fyrir sjávarafurðir sinar, í stað þess að spyrða saman sjávar- og landbúnaðarafurðir, eins og í síðustu samningum fyrir röskum áratug. lyndi síðan konan hans dó. Þá hefur hann ekki verið heill heilsu, líkamlega eftir skurðaðgerð á blöðruhálskirtli, sem hann gekkst undir á sínum tíma. Jewish Chronicle heldur því fram, að Begin hafi að undanförnu átt fundi með Yitzhak Shamir utan- ríkisráðherra, sem tók við af hon- um sem leiðtogi Likud-banda- lagsins. Þá hafi Begin einnig átt fundi með þeim Moshe Arens, fyrrverandi varnarmálaráðherra, og Brian Urquhart, aðstoðar- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóöanna, sem kom til ísraels í þeim tilgangi að freista þess að finna samkomulagsgrundvöll fyrir brottflutningi ísraelska herliðsins frá Líbanon. ísraelsk stjórnvöld tilkynntu í dag mikla verðhækkun á matvæl- um og eldsneyti og hafa verka- lýðsfélög í landinu jafnt sem samtök atvinnurekenda brugðizt mjög ókvæða við og mótmælt þessum hækkunum harðlega. Brauð, mjólkurvörur og kjöt af alifuglum hækkaði að meðaltali um 25% og bensín um 11%. Hafa þessar miklu hækkanir orðið til þess, að verkalýðsfélög og at- vinnurekendur eru þegar teknir að hóta þvi að slíta því samkomu- lagi, sem áður hafði verið gert við stjórnvöld um að halda i skefjum bæði launum og verðlagi í land- inu. Verðbólgan i ísrael í fyrra nam 445%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.