Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985
Minning:
Rannveig Jóns-
dóttir, Hafnarfirði
Fædd 10. júní 18%
Dáin 16. febrúar 1985
Rannveig Jónsdóttir, okkar
ástkæra frænka, verður í dag lögð
til hinstu hvílu. Hún hefur hlotið
eilífa hvíld frá veikindastríði sl. 6
ára, hvíld sem var henni kærkom-
in.
Ranka, eins og okkur var tamt
að nefna hana, eignaðist aldrei
börn, og þó. Við, börnin og barna-
börnin afa heitins og ömmu að
Hvaleyrarbraut 5 í Hafnarfirði,
urðum ósjálfrátt hennar börn líka.
Betri ástúð og umhyggju var ekki
hægt að veita okkur í svo ríku-
legum mæli sem Ranka gerði. Á
Hvaleyrarbrautinni var heimili
Rönku í 18 ár, hjá Sigurjóni Jóns-
syni bróður hennar og konu hans,
Vilborgu Pálsdóttur. Mikils hefð-
um við farið á mis, hefði leið
Rönku ekki legið þangað árið 1960.
Og fyrir okkur, sem fæddumst eft-
ir þann tíma, er lítt mögulegt að
hugsa sér heimili afa og ömmu án
Rönku. Hún las mikið fyrir okkur,
og tók í spil, en sjaldnast voru
prjónarnir langt undan. Oftar en
ekki var vikið að okkur sokkum
eða vettlingum og margri lítilli og
kaldri hendinni hlýjaði hún í
gegnum árin.
Þessi yndislega frænka var allt-
af að hugsa um aðra, minna bar á
kröfum í eigin garð. Erfið lifsbar-
átta yngri áranna var hennar lífs-
ins skóli, sem við máttum læra svo
margt gott af.
Þjáningum er lokið og Ranka
horfin á vit eilífs friðar og birtu.
Henni viljum við, Vilborg amma
og ég, þakka dýrmæta samfylgd á
lifsleiðinni. Blessuð sé minning
hennar.
Far þú í friði.
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Bobba
Rannveig Jónsdóttir fæddist að
Efri-Brúnavöllum á Skeiðum hinn
10. júní 18%, dóttir hjónanna Sig-
urveigar Þórarinsdóttur og Jóns
Þorleifssonar er þar bjuggu.
Systkini Rannveigar er upp kom-
ust voru: Gróa, er í hartnær 70 ár
átti heimili sitt að Stóra-Núpi í
Gnúpverjahreppi, Þórarinn, er"y
drukknaði við sjósókn 27 ára að
aldri og Sigurjón múrarameistari
í Hafnarfirði. Systkinin eru nú öll
látin.
Þegar Rannveig var 6 ára hættu
foreldrar hennar búskap á Efri-
Brúnavöllum og ólst Rannveig síð-
an upp á Árhrauni á Skeiðum.
Liðlega tvítug að aldri réðst hún
til starfa að Stóra-Núpi. Var hún
þar í fimmtán ár á fjölmennu
heimili, allan tímann ásamt Gróu
systur sinni. Haustið 1931 flutti
hún að Skaftaholti í sömu veit.
Réðst hún þar til hjónanna Stein-
unnar Jónsdóttur og Halldórs
Benjamínssonar. Var þar oft
margt í heimili, sérstaklega að
sumarlagi þegar börn og ungl-
ingar komu til sumardvalar. Þeg-
ar þau brugðu búi 1955, flutti
Rannveig með þeim til Reykjavík-
ur og bjó hjá þeim til ársins 1960,
er hún flutti til Hafnarfjarðar til
Sigurjóns bróður síns og Vilborg-
ar Pálsdóttur konu hans. Átti hún
þar gott heimili, eins og vænta
mátti, og naut hún samvistanna
við bróður sinn og mágkonu. Síð-
ustu æviárin dvaldist Rannveig á
sjúkradeild Elliheimilisins
Grundar í Reykjavík.
Rannveig reyndist húsbændum
sínum vel að Stóra-Núpi og í
Skaftaholti. Hún var vandvirk til
verka, ósérhlífin og snyrtileg. Hún
var ágætum gáfum gædd, vel
minnug og fróð um samtíð og
liðna tíð, var ljóðelsk, kunni
ógrynni kvæða og hafði yndi af
bókum. Hún var trúhneigð og
hjartahlý, og lét sig skipta velferð
vina sinna og ættingja.
Rannveig var vinamörg. Var af-
ar kært með henni og systkinum
hennar og systkinabörnum, og
einnig bast hún vináttuböndum
við tengdafólk sitt. Barnlaus var
hún, en átti barnaláni að fagna.
Þau hændust að henni, ekki síst
börn systkinabarna hennar, og
voru þau henni mikill gleðigjafi.
Naut hún virðingar og mikillar
umhyggju alls þessa fólks allt til
hinstu stundar.
Á árunum í Skaftaholti batt
hún eilífa tryggð við Steinunni og
Halldór, börn þeirra og allt heim-
ilisfólk. Vináttu hennar áttum við
móðir mín ávallt vísa upp frá þvi.
í bernskuminningum mínum frá
Skaftaholti og úr Nökkvavogi er
hún aldrei langt undan. Þegar við
sveitafólkið fluttum suður tók það
tíma að venjast stórborginni. Var
að mörgu að hyggja fyrir lítinn
snáða, og þvi gott að eiga þær að
allan daginn, ömmu og Rönku.
Síðustu árin heimsóttu vinir
hennar og vandamenn hana á
sjúkradeild Grundar og fylgdust
með líðan hennar. Þeir sáu um-
hyggju góðs starfsliðs Grundar og
færa því bestu þakkir.
Langri vegferð Rannveigar
Jónsdóttur um lífsins dal er lokið.
Hún andaðist 88 ára að aldri 16.
febrúar síðastliðinn og verður í
dag til moldar borin. Hún mun
hvíla að Stóra-Núpi við hlið Gróu
systur sinnar. Ættingjar og vinir
Rannveigar minnast hennar með
hlýhug og þakklæti og gleðjast í
minningunni.
HBJ
„Hin langa þraut er liðin
nú loksins hlaustu friðinn
og allt er orðið rótt.“
(V. Briem)
Í dag kveðjum við góðan vin,
Rannveigu Jónsdóttur afasystur
okkar, eða Rönku eins og hún var
ætíð kölluð. Ranka lést 16. febrúar
á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund eftir stranga sjúkdóms-
legu, sem stóð í rúmlega 6 ár.
Okkur systkinunum langar til
að minnast hennar og þakka með
fáeinum orðum. Við vorum svo
lánsöm að kynnast Rönku eftir að
hún fluttu til afa okkar og ömmu á
Hvaleyrarbraut 5 í Hafnarfirði. Á
þessum árum dvaldi Ranka oft
langtímum saman á heimili okkar
á Tómasarhaga 14. óhætt er að
segja að komu hennar var ávallt
beðið með mikilli eftirvæntingu,
jafnt af okkur sem félögum okkar,
hún var ekki síður þeirra vinur.
Hjá Rönku fundum við krakkarnir
svo mikla hlýju og umhyggju og
ekki síst skilning, allt saman
nokkuð sem við munum ávallt
geyma í minningunum um hana.
Það er og verður alltaf erfitt að
meta þá þætti, sem mest áhrif
hafa á lífsviðhorf hvers og eins, en
eitt er víst, að við systkinin erum
þakklát fyrir að hafa fengið tæki-
færi til að alast upp í návist þess-
arar góðu konu og kynnast hennar
einstöku viðhorfum til lífsins. Hjá
henni kynntumst við þeirri gleði
sem getur verið fólgin í því að
veita frekar en að þiggja.
f gegnurn tíðina myndaðist
mjög náið samband milli móður
okkar og Rönku, sem hélst fram á
síðustu stund. Þótt Rönku væri
vegna veikinda meinað að tjá sig í
máli síðustu 6 árin var auðséð að
þær skildu hvor aðra enda mótað-
ist allt þeirra samband af miklu
trausti og umhyggju fyrir hvor
annarri.
Við systkinin og fjölskyldan öll
þökkum Rönku fyrir samveru-
stundirnar f gegnum árin. Þær
minningar munu geymast með
okkur.
„Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
Systkinin Tómasarhaga 14
Hafdís Halldórs-
dóttir - Kveðjuorð
Vegna mistaka sem urðu við birt-
ingu þessarar minningargreinar í
blaðinu í gær er hún birt hér aftur,
um leið og beðist er afsökunar á
mistökunum.
„... og aldrei svo svart yfir sorgarranni
að eigi geti birt fyrir eilífa trú.“
Það var sem ég væri slegin ill-
þyrmilega þegar mér barst sú
harmafregn á sunnudaginn var að
vinkona mín, Hafdís Halldórs-
dóttir, hefði týnt lífi í bílslysi að-
faranótt laugardagsins 16. febrúar
sl.
Kynni okkar hófust er við áttum
báðar heima í Keflavík og vorum
bekkjarsystur. Mjög fljótlega
bundumst við böndum vináttu og
átti sú gagnkvæma tillitssemi eft-
ir að styrkjast, aukast og eflast.
Enn sem komið er hefur það ekki
átt fyrir mér að liggja að eiga
margar vinkonur eða vini. Þá á ég
við félaga sem ég hef getað leitað
til og rætt við þau vandamál sem
eitt og sérhvert okkar hlýtur að
standa frammi fyrir misjafnlega
oft. En ef sú félagafátækt var
eitthvað til að amast yfir bætti
Hafdís hana ríkulega upp.
Atvikin höguðu því þannig að á
miðju ári 1981 flutti ég frá Kefla-
vík og settist að á Selfossi. Ekki
varð sú breyting á búsetu þó til
þess að rýra þau vináttubönd, sem
til hafði verið stofnað milli okkar
Hafdísar. Þau styrktust miklu
fremur og ævinlega héldum við
sambandi með því meðal annars
að skiptast á sendibréfum.
Ég varð því harmi slegin og mig
setti hljóða er ég heyrði þau tíð-
indi að Hafdís hafði verið kölluð
svo sviplega burt úr okkar samfé-
lagi.
Nú sest ég niður og skrifa þess-
ar línur vegna þess að mig langar
með þeim hætti að heiðra minn-
ingu Hafdísar Halldórsdóttur,
þeirrar góðu vinkonu minnar. Ef
til vill væri þó mesta virðingin
fólgin í því ef upp kæmi sú staða,
að mér auðnaðist kjarkur og þor
til að framfylgja einhverjum þeim
löngunum og framtíðardraumum
sem Hafdís beið eftir að rættust.
Ég held líka að við sem kveðjum
Hafdísi Halldórsdóttur nú og
syrgjum hana svo mikið megum
ekki láta brottför hennar verða til
þess að við gefum eftir. Treystum
því heldur að æðri máttarvöld
leggi okkur lið nú sem endranær
og styrki okkur svo við fáum yfir-
stigið þann harm sem nú hefur
dunið yfir.
Um leið og ég þakka Hafdísi
ferðalagið, sem varð svo átakan-
lega stutt, votta ég foreldrum
hennar, systkinum og öðrum ást-
vinum mína dýpstu samúð.
Kristín María
Minning:
Guörún Soffía
Gunnarsdóttir
8. október 18%
Dáin 11. febrúar 1985
1 dag verður til moldar borin á
Sauðárkróki Guðrún Soffía Gunn-
arsdóttir. Hún var fædd 8. október
18% í Keflavík í Hegranesi, dóttir
hjónanna er þar bjuggu þeirra
Gunnars Ólafssonar og Sigurlaug-
ar Magnúsdóttur.
Fyrst þegar Guðrún fór að
heiman var hún ráðskona hjá
Ólafi bróður sínum í Garði í sömu
sveit. Árið 1928 giftist hún Páli
Stefánssyni. Þau bjuggu fyrst á
^Ásgeirsbrekku og Enni í Viðvík-
ursveit en fluttu síðan til Sauð-
árkróks og bjuggu á Suðurgötu
18B.
Guðrún eignaðist 3 börn; Sigur-
laugu, búsetta á Akureyri, Aðal-
fríði, Reykjavík, og Stei'án a Sauð-
árkróki.
Æskuheimili Guðrúnar í Kefla-
vlk var í alfaraleiö þá daga og þvi
mjög gestkvæmt.. Hún talaði oft
um hve móðir hennar tók vel á
móti gestum er bar að garði. Hún
sagði að móðir hennar hefði viljað
vera svöng sjálf en vita af ein-
hverjum fara svöngum frá heimil-
inu.
Guðrún ólst upp i hópi 14 systk-
ina sem flest settust að heima i
héraði. Hún var sú eina af systkin-
unum sem búsett var á Sauðár-
króki og var oft mannmargt í
Gunnuhúsi eins og þar var oft
nefnt. Kom þá best í ljós höfð-
ingsskapur hennar og gestrisni,
líkt og forðum á æskuheimili
hennar i Keflavík. Ég minnist
þess til dæmis þegar hún flýtti sér
heim úr vinnu í matarhléum til að
gefa gestum sínum að borða.
Guðrún var víðlesin og greind
kona. Hún var í ríkum mæli gædd
því sem áður fyrr var nefnt,
brjóetvit. Svo ekki sé talaó um hve
stáiminnug hún var og ættfróð.
Sví) þegar árin fóru aö færast yfir
hafði ég oft mikla unun af þvi að
sitja og hlýða á hana segja frá
æskuheimili sínu og uppvaxtarár-
um, þá færðist hýr svipur yfir
andlit gömlu konunnar því eflaust
hafa þessar minningar verið henni
kærar.
Þó Guðrún hafði flutt úr sveit-
inni bar blómagarðurinn hennar
því vitni að þar var kona á ferð
sem unni náttúrinni.
Síðustu æviárin bjó hún í sama
húsi og sonur hennar og tengda-
dóttir. Það hefur eflaust verið
henni styrkur í ellinni að hafa þau
hjónin og ömmubörnin í sama
húsi.
Ég mun ætíð minnast Guðrúnar
föðursystur með þakklæti og og
hlýhug. Ég vil að lokum votta ætt-
ingjum hennar mína innilegustu
samúð. Fari hún í friði.
Magnús Pétursson
Nú þegar leiðir skilja og við
setjumst niður til að kveðja ömmu
okkar bregður upp ýmsum mynd-
um og atvikum frá liðnum árum
sem við áttum með henni. Allar
vísurnar sem hún kenndi okkur og
gáturnar. Við eigum meira að
segja til skrifaðar stílabækur með
ýmsu sem hún sagði okkur frá.
Okkur er í minni þegar amma
var að koma úr fiskvinnunni. Hún
stóð aftan á vörubílspaili. Við
löhbuðum þú gjarnan á móti bíln-
um og hún veifaði okkur þegar
hún sá tii okkar. Það var gott að
heimsækja hana og okkur leið vel
þar. Það var svo fallegur garður-
inn og við lékum okkur í brekk-
unni fyrir ofan bæinn hennar á
Suðurgötunni. Þetta var líka svo
skemmtilegt hús með dularfullum
kjallara. Stundum fór hún þangað
niður og þá vorum við nú satt að
segja svolítið hræddir um hana.
Svo flutti amma með Stebba á
Öldustíginn. Þangað var niV iíka
gott að koma. Henni þótti gaman
aö fá fólk í heimsókn. Alltaí vav
frystikistan full af mat, og „bakk-
elsi" og hún hafði yndi af því að
veita öðrum af því. Hún hafði nú
líka gaman af því að fara á mann-
amót. Minnisstætt er þegar amma
og Jóhanna ætluðu í kirkju saman.
Þá gisti Jóhanna hjá henni og þær
voru allan morguninn að hafa sig
til. Enda voru þær svo glerfínar á
upphlutunum að sjaldan hafði
maður séð annað eins. Og það var
gaman að horfa á eftir systrunum
þá.
Amma sagði okkur margar sög-
ur frá fyrri tímum sem við geym-
um. Sagði okkur oft söguna um
þær systurnar, þegar Jón ósmann
ferjaði þær yfir ósinn. Hann hafði
beðið þær að halda í taugina eitt
augnablik. Þó þær væru margar
rann taugin úr greipum og þær
fengu ekki við neitt ráðið. Þá hafði
Ósmann hlegið. En amma hló líka
þegar hún sagði okkur söguna.
Þær voru margar sögurnar og
stundum sátum við saman langt
fram á nótt.
Við töluðum oft um hvað hún
ætti það gott aö geta búið sjálf þó
árin legðust yfir. En auðvitaö var
hjálparhellan ekki langt. undan.
Það var ómetanlegt. fyrir hana að
búa á neðri hæðinni hjá Stcbba og
Veigu og sjá barnabörnin vaxa úr
grasi og verða fullorðiö fólk.
Við kveðjum ömmu okkav i
hinsta sinn og við vitum að hún
var tilbúin í þessa ferð. En mynd-
irnar geymum við og minninguna.
Palli, Gaukur og Stebbi