Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985
M úisKýrbi dKse-ttuna ft/rir konunni pinni
og henn't finnst ob viá ættum G&> L^ggjo. * poB.'
ást er .
... að njóta gleðinn-
ar saman
TM Rea. U.S Pat. Ofl.—aM rtghts rtserved
I Los Angetes Tlmes
rlghts reservr
>3 Syndtcate
Kæri hcrra soldán. Ekki gætir þú
látið svo sem einn kvenmannsbelg
af hendi rakna til fátæks manns?
HÖGTSTI HREKKVÍSI
„ VES<IE>, takx / "
Hlutleysi ríkisfjölmiðlanna?
Hilmar Jónsson skrifar:
í sumar var haldin alþjóðleg
menningarráðstefna í Reykjavík á
vegum bindindismanna með þátt-
töku um 20 þjóðlanda. Aðalræðu-
maður var dr. Jan Ording, heims-
þekktur maður fyrir störf hjá Al-
þjóðaheilbrigðisstofnuninni. Sjón-
varpið var beðið að hafa viðtal við
hann. Það var gert en bara lítill
hluti þess birtur. Einn ráð-
stefnudaginn var farið niður á
Lækjartorg. Þátttakendur voru
500—600. Sjónvarpið var beðið að
taka mynd af göngunni. Orðrétt
svar fréttamanns við þeirri bón:
„Látið ykkur ekki detta í hug að
bindindismenn séu betri en aðrir."
Og þar við sat. Að dómi sjón-
varpsmanna er bruggarinn Gutt-
ormur Erlendsson mun merki-
legri. Um hann og við hafa birst
þrír fréttaþættir.
Gamall maður, Ingþór Sigur-
björnsson, hefur safnað saman
geysilegu magni fata og annars
varnnings og sent oft og mörgum
sinnum til þurfandi fólks í Pól-
landi. Móttakandi eru dr. Renata
Rimler og pólska biskupakirkjan.
Þegar óskað var að Sjónvarpið
segði frá þessari starfsemi Ing-
þórs, sem er fullkomlega sam-
bærileg við starf þjóðkirkjunnar i
Eþíópíu, var því neitað. Líkleg
ástæða: Ingþór er bindindismaður
og hjálparstarfið fer fram undir
merki IOGT.
Á Selfossi brast á búllustríð. Þá
var hlaupið upp til handa og fóta
af hálfu Sjónvarpsins og dóms-
málaráðherra kallaður á teppið
fyrir að hafa sunnlenska vínveit-
ingastaði ekki nógu lengi opna.
Þá er skammt að minnast sí-
bylju í útvarpi og sjónvarpi um
nauðsyn bjórs og bjórdrykkju. Lít-
ið dæmi eru fréttirnar um út-
reikning embættismanna á því
hvað bjórdrykkjan þyrfti að vera
mikil til að skila 900 milljónum í
ríkiskassann. Er þá reiknað í lítr-
um hvað hver íbúi landsins, 15 ára
og eldri, þyrfti að svolgra til að
dæmið gengi upp. Til að vega á
móti þessum linnulausa áróðri
áfengissinna var þess óskað af
hálfu bindindishreyfingarinnar að
gerður yrði Kastljósþáttur, þar
sem skoðanir bjórandstæðinga og
bindindismanna fengju líka að
heyrast. Á það var fallist með
miklum eftirtölum og málið falið
Sigrúnu Stefánsdóttur. Sá þáttur
hefur nú birst flestum til furðu.
Þar var vendilega þagað um
áfengisbölið og hvað áfengis- og
vímuefnaneysla kostar þjóðina.
Einn viðmælenda óskaði ekki eftir
að viðtal við sig yrði birt þegar
honum var ljóst hvernig allt var í
pottinn búið. Svo virðist sem Sjón-
varpinu sé fyrirmunað að fjalla
um áfengismálið á hlutlausan og
eðlilegan hátt. Svona viðbrögð fá
bindindismenn ekki hjá öðrum
fjölmiðlum. Er þetta hið marg-
rómaða hlutleysi ríkisfjölmiðl-
anna? Eða eru hér einhverjar
óskýrðar ástæður að baki?
Vistmenn á Hrafnistu.
Þessir hringdu .. .
Góður aðbúnaður
á Hrafnistu
Sveinn Sveinsson, Hrafnistu
skrifar:
í DV 31. janúar sl. var grein
birt sem engan veginn átti við
Hrafnistu í Reykjavík enda er
forstjórinn okkar hér búinn að
svara greininni.
Maðurinn sem skrifaði nefnda
grein var eitthvað að þvæla um
lélega læknaþjónustu á Hrafn-
istu. Ég var veikur í fyrravetur
og Guðmundur læknir hér hjá
okkur læknaði mig að fullu og
öllu. Svo er það með okkur gam-
almennin að við þurfum mörg
okkar á meöulum að halda og
stúlkurnar hér sem afhenda þau
gera það með bros á vör. Sama
er að segja um stúlkurnar sem
færa okkur matinn.
Það er dásamlegt aö vera á
Hrafnistu. Ég þakka hjartanlega
fyrir mig og þá þjónustu sem
mér er veitt og bið kærlega að
heilsa.
Tímabærar umbætur
á Skíðaskálanum
Margrét hringdi:
f Mbl. 16. febrúar sl. var
stærðar lesmál þar sem kona
nokkur amast við umbótum á
Skíðaskálanum í Hveradölum.
En sitt sýnist hverjum. Áður
hefur verið heldur nöturlegt að
líta heim til þessa litla skála. Nú
er hann orðinn aðlaðandi að
utan og innan. Sérstaklega er
glerskálinn heppilegur fyrir það
fólk sem vill neyta nestis og at-
hafna sig með börn. Slíkir staðir
eru algengir erlendis. í gamla
skálann fara þeir sem kjósa aðra
þjónustu.
Haft er orð á að viðgerningur
sé fyrirmynd hjá því bjartsýna
hæfileikaríka fólki sem staðinn
rekur. Það væri leitt ef skíða-
skálinn (þótt ekki eigi hann
langa sögu) hlyti sömu örlög og
sá gamli merki sögustaður Kol-
viðarhóll.
Tímarnir breytast, ferðafólki
fjölgar og gerðar eru meiri kröf-
ur til áningastaða en áður. En
eins og á horfir munu vegfarend-
ur hafa ánægju af að líta við í
Skíðaskálanum i Hveradölum, á
skíöum eða skíðalausir.
Takk fyrir
Daglegt mál
Útvarpshlustendur hringdu:
Okkur langar til að færa Sig-
urði G. Tómassyni bestu þakkir
fyrir þátt sinn Daglegt mál.
Þátturinn er alveg með eindæm-
um vel fram settur og skemmti-
legur en væri ekki hægt að
lengja tíma hans ögn? Það er
allt of lítið að hafa bara fimm
mínútur í einu.
Þunnt ísfólk
Kona hringdi:
Mig langar að spyrja Ingi-
björgu Jónsdóttur. sem íslenskar
barnabækurnar ísfólkið, hvers
vegna þær eru 120 bls. þynnri í
íslensku þýðingunni?
Af veggjakroti
Lesandi skrifar:
Sendi þér til gamans vísu eftir óþekktan í tilefni af frétt í Morgun-
blaöinu 8. febrúar sl. i sambandi við veggjakrot.:
Það á að hengja hunda þá
hábiilvaða seggi,
sem að skrifa skammir á
símaklefa veggi.
Landið verði
eitt kjördæmi
Ingimundur Sæmundsson skrif-
ar:
Kæri Velvakandi.
Ég má til að láta skoðun mína í
ljós. Það má mikið spara með því
að gera landið að einu kjördæmi
og fækka þingmönnum um fimm-
tán til tuttugu og gera þingið að
einni málstofu. Með því mætti
kannski rimpa örlítið í fjárlaga-
gatið. Svo á að sameina flokkana.
Það er nóg að hafa þá fjóra.
Það er allt of mikil sundrung í
þjóðfélaginu, það vantar mikið á
ef ekki er hægt að koma sér saman
um sanngjörn málalok sem þjóð-
inni eru til heilla.
Það er ljótt til þess að vita hvað
landið okkar er skuldugt og það af
manna völdum, því ég álít að ís-
land sé besta land í heimi og ég
bið Guð að blessa landið okkar.