Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 15 Eigin ógæfusmiður Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson SKÍRNIR. Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags. 158. ár. Ritstjór- ar: Kristján Karlsson, Sigurður Líndal. 1984. Syrpa um Kristján Fjallaskáld eftir Matthías Viðar Sæmundsson er það efni í Skírni sem að þessu sinni vekur mesta athygli undir- ritaðs lesanda. í syrpunni hrekur Matthías Viðar hina rómantísku ástarsögu Kristjáns, en hún átti að hafa steypt honum í ógæfu. Að sögn Matthíasar Viðars var lífs- hlaup Kristjáns „ekki eins drama- tískt og þjóðsagan lét í veðri vaka. Kristján var aldrei svikinn af brigðulli ástmey; fremur að hann ryfi heit við stúlku sem, að sögn, unni honum hugástum og beið hans í festum árum saman. Krist- ján ruddi sjálfur þá götu sem leiddi hann i dauðann löngu fyrir aldur fram. Hann var eigin ógæfu smiður. Bölsýni hans óx af djúp- settu þunglyndi sem í samfélagi við ofurnæma sjálfskennd gat af sér hans bestu ljóð. Tilfinningarn- Kristján Jónsson Fjallaskáld ar sannar, ótvíræðar, þótt tilefnin væru stundum skálduð, ímynduð." Matthías Viðar býr líka til prentunar Sögur og ritgerðir eftir Kristján Fjallaskáld sem eins og svo mörg ljóð skáldsins sýna þann mikla kraft sem í honum bjó þrátt fyrir dauðadýrkunina. í langri ritgerð, Bókmenntum og þýðingum, fjallar Ástráður Eysteinsson m.a. um þýðingu Matthías Viðar Sæmundsson Halldórs Laxness á Vopnin kvödd eftir Ernest Hemingway. Eins og vænta mátti dregur Ástráður margt aðfinnsluvert fram hvað varðar þýðingu Halldórs, en sumt er svo smálegt að varla tekur að nefna það. Margar lausnir Hall- dórs á þýðingarvanda eru af því tagi sem kalla má skáldaleyfi, frjálsræði í túlkun, en ekki mis- skilningur á frumtexta. Um þýðingar skrifar líka Pétur Knútsson Ridgewell. Hann veitir ýmsar gagnlegar upplýsingar um vinnubrögð Halldóru B. Björnsson við þýðingu Bjólfskviðu. Þorsteinn Gylfason á langa grein um efnið Hvað er réttlæti? Margt skarplegt kemur fram í hugleiðingum Þorsteins, en sumt er um of fjarkennt. Skýringin er ef til vill sú að frjálshyggjan getur naumast talist skemmtilegt um- ræðuefni. Dómur í dagsljósi nefnist rit- smíð eftir Eirík Jónsson, en í henni tekur hann sér fyrir hendur að gera athugasemdir við að rit hans, Rætur íslandsklukkunnar, var talið óhæft til doktorsvarnar af þeim Peter Hallberg, Ólafi Halldórssyni og Sveini Skorra Höskuldssyni. Eiríkur verst fim- lega í Skírni. Nokkrar fróðlegar greinar aðrar eru í Skírni, þeirra á meðal Lög og lagasetning á íslenzka þjóðveldinu eftir Sigurð Líndal. Til nýjunga má telja að kvæði séu birt í Skírni, en að þessu sinni eru þau tvö og bæði eftir Kristján Karlsson: Brú í garði og Hún gekk inn í hug- mynd. Bókmenntalega séð er Skírnir fremur rýr að þessu sinni, en það breytir ekki því að hér er saman- komið töluvert efni sem að minnsta kosi sumt á erindi á prent í virðulegu ársriti. Eyrarbakki: Vatnsleysi hrjáir íbúa Eyrarbakka, 21. febrúar. SKIPTA átti um djúpvatnsdæluhjá Vatnsveitu Eyrarbakka sl. laugar- dag. Átti að taka dæluna upp til endurnýjunar og setja aðra nývið- gerða í staðinn. En svo fór, að sú nýviðgerða bilaði eftir örstutta stund og þegar sú sem upp hafði verið tek- in úr holunni var sett niður reyndist hún einnig biluð. Voru Eyrbekkingar því kaldavatnslausir fram á þriðju- dagskvöld. Hins vegar var nóg af heitu vatni og bætti það nokkuð úr skák. í morgun var síðan aftur vatnslaust, en nú er vatnið komið aftur. Virðist því ennþá vera um einhverja erfið- leika að ræða í þessum efnum. Þrátt fyrir vatnsleysið var haldið eldfjörugt þorrablót á laugar- dagskvöldið, en margur mun hafa saknað kalda vatnsins sárlega morguninn eftir. Vonir standa til að vatn verði tekið að streyma úr krönum Eyrbekkinga í kvöld. Þetta vatnsleysi hefur hins vegar bagað á ýmsan hátt og einkum í fiskvinnslu. Reyndar hefur afli báta verið með allra tregasta móti það sem af er vertíð og sjaldan eða aldrei unnið með fullum afköstum í frystihúsinu. Óskar a-cJoor seúan EXS Margfaldur verðlaunabíll á ameríska bílamarkaönum. Bifreiö er vekur óskipta athygli og aðrir bílaframleiöendur hafa tekiö til fyrirmyndar. Já þaö er ekkert smáræöi sem boöiö er uppá í þessum btl. Sérklæöning, aflstýri, rafdrifnar rúöur, sóllúga, útvarp/kassettutæki, raflæs- ingar, 440 lítra farangursrými og margt fleira. Verö: 593.800 beinsk. EXS 614.330 sjálfsk. EXS 2-door Hatchback Hinn stvinsæli Civic er nú á ótrúlega hagstæöu veröi. Þessi bíll er svo sannarlega peninganna viröi, því rúmbetri 5 manna smábíll er ekki á markaönum. Vél: 1350 cc, 71 DIN — hestöfl, 5 gíra eöa sjálfskiptur og allt annaö. Verö aðeíns frá kr. 368.000,-. CIVIC SPORT — enn betri útfærsla á hinum vinsæla Civic. Viöbragö er ótrúlega gott aöeins 9,7 sek á 100 km hraða. Vél. 1500 cc, 85 DIN — hestöfl, 5 gíra, litaöar rúöur, sóllúga — sérhönnuð sportsæti og margt fleira. En þaö sem vekur athygli er veröiö aöeins kr. 414.600,-. 4-door Sedan gl Þessi stórskemmtilegi og rúmgóöi fjölskyldubíll kem- ur þér svo sannarlega á óvart. Hér er lagt mest uppúr rými, þægindum og sparneytni. Vél 1500 cc, 85 DIN — hestöfl. Viöbragó 10,7 sek. í 100 km hraöa. Farangursrými 420 lítra. Verö aðeins frá kr. 420.000.-. SPORT BÍLASÝNING í DAG LAUGARDAG FRÁ 1—5 HOAJDA. Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, SÍMAR 38772 — 39460.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.