Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 51 Bréfritari telur að þó að uppsagnir kennara komi til framkvæmda 1. marz verði hægt að starfrækja framhaldsskólana áfram til vors. I>ví ættu stúdentsefni ekkert að þurfa að óttast. AFMÆLISÞAKKIR Hjartans þakkir til allra sem glöddu miy á 90 ára afmæli mínu. Gud blessi ykkur öll. Elín Jóhannesdóttir frá Patreksfirði. Innilegt þakklœti færi éy börnum mínum oy tengdabörnum fyrir ánægjulegar samveru- stundir á 80 ára afmæli mínu þann 16. febníar. Einnig þakka cg ættingjum og vinum fyrir gjafir, blóm og heillaskeyti. Hinrik Jóhannsson, Helgafelli. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðlsflokksins verða til viðtals i Valhöll, Háaleit- isbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö á mótl hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. Með lögum skal land byggja Menntamálaráðherra hefir nú framlengt til 1. júní uppsagnar- frest þeirra framhaldsskólakenn- ara, sem sagt hafa upp störfum frá febrúarlokum. Síðan hafa kennarar látið að því liggja, að þeir hafi hug á að hafa framleng- inguna að engu og hætta störfum í febrúarlok, hvað sem lög þar um segi. í fréttum 12. febr. þráspurði fréttamaður ráðherra, hvað hann hygðist gera, ef kennararnir færu samt. Ráðherra vék sér undan að svara því beint, en tók fram, að slíkt væri tvímælalaust lagabrot, og hann tryði því ekki, að kennarar gerðu sig seka um slíkt. Kvaðst hann því ekki ræða það frekar . Vonandi er að kennarar láti ekki þá góðu trú, sem ráðherra hefir á löghlýðni þeirra, sér til skammar verða. Væri nú samt ekki vissara, svona til öryggis, að ráðherra gerði kennurum ljóst, strax eftir 22. febr., að við þá kennara, sem ekki hefðu afturkallað uppsagnir sínar fyrir 1. mars, yrði ekki frek- ar rætt, og að þeir, sem svo illa hefðu við skóla sína skilið, yrðu ekki aftur að þeim ráðnir. Máski að þeir hugsuðu sig þá betur um. Ef allt um þrýtur, verða fræðsluyfirvöld að gera allt sem unnt er til að draga úr þeim óþæg- indum, sem nemendur verða fyrir vegna brotthlaups kennaranna. Skólana má starfrækja áfram til vors, þar sem a.m.k. þriðjungur kennaranna mun starfa áfram, en að sjálfsögðu verður ekki hjá því komist að draga verulega úr kennslunni. Nemar geta lesið sín- ar námsgreinar utanskóla, undir umsjón og leiðbeiningum kennara, sem í starfi eru. Próf milli bekkja mætti að skaðlitlu fella niður í vor en lokapróf ætti ráðuneytið með hjálp kennara í starfi og/eða ann- arra hæfra manna að sjá um að fram færi líkt og áður. Nemar ættu því ekki að tefjast á námsbrautinni, en kannske leggja ögn meira að sér þessa þrjá mán- uði til vors. Hér er því engin vá fyrir dyrum, ef vel er á haldið af hálfu ráðu- neytisins. Neskaupstað, 15. febrúar 1985, Eyþór Pórðarson Möðruyallahreyfingin Með upplýsingu lands og lýðs frá byrjun þessarar aldar hafa skottur og aðrir draugar horfið í skuggann. Uppvakningar af ýmsu tagi áttu að koma fram hefndum fyrir misgerðir eða sært stolt, sem ekki hafði tekist að hefna fyrir svo að um munaði. Því fer fjarri að nútímamenn séu sáttfúsari en fyrri tíma menn en þeir beita e.t.v. ekki sömu aðferðum og fyrr á tím- um. Nú þegar allt logar í verkföllum og hótunum um að ganga úr starfi þrátt fyrir málamyndasamþykkt- ir, eru kennarar og starfsfólk sjúkrahúsa í Reykjavík og víða um land í miklu uppnámi sem rekja má beint til kröfunnar um þrjátíu prósent kauphækkun. Stjórnandi þessarar kröfugerðar, Kristján Thorlacius, fullyrti að nógir pen- ingar væru til svo að hann og hans fylgifiskar væru ekki til viðtals um minni kauphækkun. Þar að auki hefðu opinberir starfsmenn fengið verkfallsrétt og þann rétt ætti að nota til þess að sýna mátt samtakanna (þ.e. Kristjáns og co.). Opinberir starfsmenn hafa fengið greitt kaup fyrirfram (einn mánuð) og ætlaðist Kristján til þess að opinberir starfsmenn í verkfalli væru á fullum launum. Þetta fór þó ekki eins og Kristján fullyrti og samið var um helmingi lægri kauphækkun en krafist var í upphafi og allt að mánaðarkaup glataðist. Áberandi margir seðlar voru auðir þegar samið var. Kristján gat ekki vísað á pen- ingana sem hann hafði sagt til- tæka, en hann sagðist vera tiltölu- lega ánægður. Ekki gat sú ánægja verið til hagsbóta fyrir þá sem Kristján þóttist vera að berjast fyrir. Þeirra hagur er verri, vísi- talan rýkur upp, gengið er fallið um meira en tuttugu prósent og vextir hafa stórhækkað. Við þess- ar aðstæður versnar hagur laun- þega og stjórnvöld ráða lítið við þessa kollsteypu. Sá efnahagsbati sem áunnist hafði, er rokinn út í veður og vind og framsóknarmenn sem eru ábyrgir fyrir stjórninni öðrum fremur, eru mjög að- þrengdir. Var það ekki tilgangurinn með verkfalli opinberra starfsmanna, að koma fram hefndum fyrir hrakfarir Kristjáns og ólafs Ragnars Grímssonar, sem ætluðu að taka Framsóknarflokkinn í sína þjónustu en urðu að láta sér nægja að stofna svokallaða Möðruvallahreyfingu, sem ólafur Ragnar yfirgaf eins og sökkvandi skip en Kristján sat eftir með skömmina? Skúli Ólafsson, Klapparstíg 10. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til (ostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnlcyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Laugardaginn 23. fabrúar voröa til viðtals Páll Gíalaaon, formaður f framkvæmdanefnd vegna byggingaatofnana f þágu aldraöra og f stjórn heilbrigðiaráða og ajúkraatofnana í Reykja- vík, og Vilhjélmur G. Vil- hjálmaaon í atjórn fólaga- málaráða og umferðar- nefndar í Reykjavík. Aðalfundur nema Aðalfundur Nemendasambands Menntaskólans á Akureyri verður haldinn í veitingahúsinu Torfunni (efri hæö) þriðjudaginn 26. febrúar 1985 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning stjórnar. Félagar eru hvattir til að mæta. Stjórnin Flugskólinn hf. Bóklegt einka- flugmannsnámskeið verður haldið á vegum Flugskólans hf. og hefst 1. mars nk. Upplýsingar eru gefnar í síma 28970 og 14824. Verkleg kennsla fyrir A-próf, B-próf og blindflug. Flugskólinn hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.