Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.02.1985, Blaðsíða 41
41 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 Áttræður: Sigurður M. Sveins son Reyðarfirði Hversu hraðfleyg er stundin, og ört líður ævitíð. Og þó. Enn er hann léttur í spori, enn léttari í máli, andinn hress og óbugaður, tilsvörin sem fyrr, kímin og mergjuð. Og samt er mér tjáð, að hann Sigurður sé áttræður í dag. Um aldur þýðir víst ekki að þræta við kirkjubækur, jafnvel þó af Suðurlandi séu. Fáeinar línur á hann skilið frá mér og mínum, þó ekki væri annað en til að óska honum allra heilla á heiðursdegi og árna honum ham- ingjuríkra lífdaga lengi enn og þakka honum góð og gjöful kynni. Ég ætti máske að minna sjálfan mig á að þakka honum fyrir morg- unferðirnar fyrir 30 árum, þegar þrautalendingin var ævinlega sú sama í hríð eða stórrigningu að hringja í Sigurð og fá hann til að ná í kennarablókina, sem ekki treysti sér til þess að fara þessa þrjá kílómetra í veðurofsanum. Reyndar er þrautalendingin ekki rétta orðið, því af annarri eins ljúfmennsku hefur ekki verið tekið í mín erindi fyrr né síðar. Eða mætti máske hverfa til nú- tímans og þakka fyrir dóttursyn- ina mína, sem dýrka hann og þarf engan að undra sem til þekkir. Já, margt mætti rifja upp af mætum minningum, gömlum sem nýjum. Mest er þó um vert, að maðurinn er ævinlega jafn sannur og sam- kvæmur sjálfum sér. Gamansemin og þessi tindrandi glettnu tilsvör og orðtök eru raunar sérgrein hans og sögur um það landfleygar, enda er orðheppnin með afbrigð- um. Ég veit að Sigurður fyrirgefur mér, þó ég minni á söguna um vin- inn, sem orð fór af að ekki væri alltaf ! sem beztu lagi undir stýri. Þegar Sigurður frétti af röskleg- um útafakstri hans varð honum að orði: Ja, nú hefur vínurinn verið „edrú“. Já, gaman væri nú að eiga sagnasafnið þó ekki væri nema að hluta og njóta þessara einstöku eðliskosta þinna og láta aðra njóta þar af. Ýmislegt hefur Sigurður starfað um dagana, en lengst var hann í starfi bifreiðaeftirlitsmanns á Austurlandi. Það starf mun vart með vinsælli störfum, allir þykj- ast vera í rétti, allt er í lagi hjá þeim, þeirra bifreið auðvitað allra bezt allra og ekkert að. En svo vel þekki ég til um Aust- urland allt, að erfitt hygg ég að yrði að finna nokkurn, sem bæri kala í brjósti til Sigurðar fyrir störf hans, hversu sem dómarnir kunna að hafa verið um bifreið viðkomandi á hverjum tíma. En góðvinina á hann ótalmarga vítt um svæðið. Vinsældir hans má rekja beint til samvizkusemi hans og réttsýni og ekki spillti glaðværðin og góð- vildin. Það var ekki embættis- mannahrokinn eða mikillætið, sem einkennir alltof marga, sem miklast af öðru en eigin verðleik- um. Frá þessum ferðum hans, sem oft voru erfiðar og erilsamar, eru margar kunnar sögur, sem lifa á stöðunum umvafðar þeirri hlýju, sem fylgdu manninum hvarvetna. Einlægni Sigurðar dregur enginn í efa, sem til þekkir, hreinskilni hans er við brugðið, tæpitungu- laust er allt hans tal og tepruskap- ur og „snobb“ eru honum sérstök andstyggð. Barngæði hans eru sérstök og hið góða hjartalag nýt- ur sín hvergi betur en þar. Ekki ætla ég að skiljast svo við þessa árnaðarósk til Sigurðar að ég ekki geti um ákveðni hans í skoðunum, þar hafa samvinnu- hugsjón og sönn félagshyggja átt fulltrúa góðan og tryggan tals- mann og þar með Framsóknar- flokkurinn. En aldrei hefur pólitískur ágreiningur skyggt á vináttu okkar, enda von, þar sem sjónar- mið hins eru virt og ofstæki víðs fjarri svo ljúfum manni. Freistandi væri að gera lífs- hlaupi hans verðugri skil en verða gerð hér í stuttri afmæliskveðju, bregða upp gleggri mynd af mann- kostadreng, sem skilað hefur sínu lífsstarfi með sóma og lífgað upp á umhverfi sitt með lifandi, léttum hnyttiyrðum, sem marga hefur glatt, en enga sært. Það bíður næsta tugar. Sigurður er fæddur að Öxnalæk í Ölfusi 23. febrúar 1905. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigríður Magnúsdóttir og Sveinn Hannes- son bóndi þar. Systkini hans voru fjögur. Sigurður ólst upp þar í Ölf- usinu, en ungur fór hann til Reykjavíkur, fór þar að vinna hjá Vegagerð ríkisins á veghefli og þótti afburða verklaginn og hæf- ur, jafnt við heflun sem viðgerðir. 1931 er hann svo sendur með fyrsta snjóbílinn austur á Reyð- arfjörð og þar verður svo starfs- vettvangur hans upp frá því, fyrst sem verkstjóri hjá Vegagerð ríkis- ins og síðan bifreiðaeftirlitsmað- ur. Eiginkonu sinni, Björgu Bóas- dóttur, Reyðarfirði, kvæntist hann 1932 og það var gæfuspor fyrir bæði. Þau eiga stóran og gjörvi- legan barnahóp. Ekki hefur húsmóðurstarfið hennar Beggu verið erfiðislaust, en létt lund og ágætt atgervi hennar skiluðu henni yfir alla örð- ugleika. Gott hefur verið að kynn- ast elskusemi hennar, hjálpfýsi og glaðlyndi og á síðustu árum hefi ég hlotið þá ánægju að kynnast henni enn betur, áhuga hennar á hinum margvíslegustu málum, ákveðnar skoðanir og lifandi skilningur, þó ljúflyndið við mitt fólk beri þar hæst. Samhent komu þau hjón upp barnahópnum sínum stóra, oft við þröngan kost, en aldrei var æðrast og þá voru nýtni og sparsemi dyggðir, sem dugðu vel þeim, sem þær áttu. Börn þeirra eru í aldursröð: Oddný húsmóðir, búsett í Nor- egi, Sigríður verslunarm. nú í Reykjavík, María meinatæknir á Akureyri, Sveinn vélstjóri í Hafn- arfirði, Bóas bifreiðaeftirlitsmað- ur á Eskifirði og Karl verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, búsettur í Kópavogi. Eitt barn þeirra dó í fæðingu. Sigurður eignaðist eina dóttur fyrir hjónaband, Svövu hæstaréttarritara í Reykjavík. Hlý er hamingjuóskin til Sig- urðar í dag, yljuð þökk fyrir ótald- ar ánægjustundir. Megi farsældin fylgja þér og þinni góðu konu á gæfubraut og njóttu áfram alls hins bezta, hress og horskur, sem ávallt áður. Lifðu heill, vinur kær. Helgi Seljan Græna lyft- an frumsýnd á Kirkjubæj- arklaustri Kirkjubæjarklaustri, 20. febrúar. IIM ÞESSAR mundir standa yf- ir æfíngar hjá llngmennafélag- inu Ármanni á Kirkjubæjar- klaustri á gamanleiknum „Græna lyftall“, eftir Avery Hopwood í þýðingu Sverris Thoroddsen. l»að er Jónína Kristjánsdóttir sem leikstýrir en hún hefur undanfarin ár leikst- ýrt hinum ýmsu verkum fyrir leikhópinn. Sl. ár var það „Sjó- leiðin til ILigdad" eftir Jökul Jakobsson sem fékk mjög góðar viðtökur. Frumsýningin á „Grænu lyft- unni“ verður á Kirkjubæjar- klaustri sunnudaginn 24. febrúar en síðan leggur leikhópurinn land undir fót og sýnir á Flúðum 27. febrúar, Borg í Grímsnesi 28., Hlégarði 1. mars, Félagslundi Gaulverjabæ 2., Vík í Mýrdal 3., Mánagarði 5. og Hrollaugsstöðum 6. mars. Lokasýning verður svo á Kirkjubæjarklaustri 7. mars. Ekki er að efa að margir munu notfæra sér þetta tækifæri til að sjá þennan bráðfyndna gaman- leik, ekki síður þeir sem sáu hann fyrir mörgum árum í uppfærslu hjá Leikfélagi Reykjavíkur en þar var hann sýndur vikum saman fyrir fullu húsi. HSH J Lesefni í stórum skömmtum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.