Morgunblaðið - 23.02.1985, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 23.02.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 1985 29 Óbyggðaste fnan og þróun byggðar á hö fuðbor gar svæðinu — eftir Júlíus Sólnes Nýlega birti Hagstofan tölur yf- ir fólksfjölda og búferlaflutninga milli staða á landinu. Á landinu öllu bjuggu 240 þúsund manns. Á höfuðborgarsvæðinu, sem er myndað af 9 sveitarfélögum, þ.e. Reykjavíkurborg, Kópavogi, Hafn- arfirði, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellssveit, Bessastaðahreppi, Kjalarneshreppi og Kjósarhreppi, bjuggu samtals 130.485 manns, sem er 54% þjóðarinnar. Um síð- ustu aldamót bjuggu 8 þúsund manns eða 10% þjóðarinnar á höf- uðborgarsvæðinu, svo hér má glöggt sjá hina miklu þjóðfélags- byltingu, sem hefur orðið á tuttug- ustu öidinni. Pjölgun íbúa milli ára varð mest á höfuðborgarsvæðinu eða 1,77% meðan fólksfjölgun á land- inu öllu var 0,94%. I þrem lands- hlutum, á Vesturlandi, Norður- landi eystra og á Austurlandi var um fólksfækkun að ræða. Þannig fækkaði Akureyringum t.d. um 28 manns. Þessar tölur sýna, svo ekki verð- ur um villzt, að vaxandi straumur fólks úr öllum landshlutum liggur til höfuðborgarsvæðisins. Kveður svo rammt að þessu, að forystu- menn landshlutasamtaka sveitar- félaga tala um, að verði ekkert að gert muni stíflan bresta, og stór- felldir fólksflutningar til höfuð- borgarsvæðisins muni leggja sveitir og byggðalög í eyði víðsveg- ar um landið. Jafnvel Akureyri, mesti þéttbýlisstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins, á í vök að verjast eins og tölurnar gefa til kynna. Sumum er þessi þróun ekkert á móti skapi og sjá ekkert athuga- vert við það, þótt þjóðin muni öll búa á höfuðborgarsvæðinu áður en langt um líður. Landið utan þess verði þá eitt allsherjar útivist- arsvæði, þar sem náttúran ein ráði ríkjum. Hugsanlegt sé þó að gera út á sjó frá einstaka ver- stöðvum, þar sem fólk dveljist tímabundið hluta af árinu. Aðrir, en þeir eru vonandi í miklum meirihluta, hafa hinsvegar áhyggjur af þessari þróun mála og velta því mjög fyrir sér hvað skuli til bragðs taka. í þeim fiokki eru flestir sveitarstjórnarmenn á höf- uðborgarsvæðinu, en það er mesti misskilningur, að það þjóni hags- munum þeirra bezt að fá hingað alla íbúa landsins sem fyrst. Sveitarstjórnarmenn og íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa hins vegar ekki verið spurðir ráða þeg- ar ríkisvaldið hefur með aðgerðum sínum ætlað að treysta byggð út á landsbyggðinni, sem virðist hafa borið lítinn árangur. Þeir hafa því látið sér nægja að halda áfram vinnu við skipulag byggðar á höf- uðborgarsvæðinu miðað við óbreyttar forsendur, en þá er gert ráð fyrir, að íbúatalan á næstu 40—50 árum verði 200—280 þús- und, allt eftir því hversu lengi ráðamenn ætla að berja höfðinu við steininn í byggðamálum. Óbyggðastefnan Fyrir tæpum 15 árum hóf ríkis- valdið miklar en skipulagslitlar aðgerðir í byggðamálum. Með til- komu Framkvæmdastofnunar og Byggðasjóðs skyldu vandamál dreifbýlisins og landsbyggðarinn- ar, utan höfuðborgarsvæðisins, leyst með miðstýringu og flutningi fjár úr sameiginlegum stjóðum út á land. Aukinn fiskafli, í kjölfarið á stækkun fiskveiðilögsögunnar, var hér lykilatriði, sem átti að tryggj a afkomu landsbyggðarinn- ar um aldur og ævi. Jafnframt var markvisst unnið að því að jafna búsetuskilyrði með því að byggja heilsugæzlustöðvar, skóla- og íþróttamannvirki út um ailt land og greiða niður hitunarkostnað, þar sem ekki var hægt að dæla ódýru heitu vatni beint upp úr jörðinni. Þessi viðleitni ríkisvaldsins hef- ur í huga almennings hlotið nafnið byggðastefnan. Henni má bezt lýsa með því að skoða aðalmark- mið hennar. Það er einfaldlega, að utan höfuðborgarsvæðisins búi um 100 þúsund manns í 100—1000 manna þorpum við sjávarsíðuna. í hverju slíku þorpi skal vera frysti- hús, einn til tveir skuttogarar, heilsugæzlustöð, grunnskóli, fjöl- brautaskóli og háþróaður tækni- iðnaður. í sveitum landsins var talið að 3.000—5.000 manns gætu haldið áfram þeirri offramleiðsu á landbúnaðarvörum, sem er einn af hornsteinum byggðastefnunnar. Hvergi mátti bær fara í eyði eða smástaður leggja upp laupana, sama hverju þyrfti að kosta til. Á þessu tímabii hefur t.d. verið al- gengt að leggja raflagnir heim að afskekktum kotjörðum fyrir millj- ónir króna, en ekki hvarflað að neinum að spyrja viðkomandi bónda, hvort hann vildi heldur fá peningana greidda beint og þá flytja í burt. Áður en allir peningar lands- manna urðu verðbólgudraugnum og erlendum Iánardrottnum að bráð gekk þetta furðanlega. Þann- ig snerist þróun íbúafjölda lands- byggðinni í hag á seinni hluta átt- unda áratugarins, og stóð íbúatal- an hér á höfuðborgarsvæðinu nán- ast í stað þetta sama tímabil. Nú er hins vegar komið að skuldadög- unum og við blasir hrun byggða- stefnunnar. Fólkið flykkist aftur til höfuðborgarsvæðisins, og von- leysi gerir vart við sig, jafnvel í sterkustu byggðakjörnum lands- byggðarinnar svo sem á Akureyri. Fámennir sveitahreppar nota meira en öll útsvör sín til þess að standa straum af skólakostnaði, og litlu staðirnir eiga fullt í fangi með að greiða ræstingarkostnað vegna heilsugæzlustöðvarinnar. 1 höndum ríkisvaldsins er byggða- stefnan orðin að óbyggðastefnu og smátt og smátt að leggja alla byggð á landinu, utan höfuðborg- arsvæðisins, í rúst. Margir sveit- arstjórnarmenn og áhrifamenn úti á landi eru þó meðsekir, hafa til dæmis beitt sér fyrir óraunsæj- um framkvæmdum og neitað að horfast í aumi við þann raunveru- leika, að Islendingar eru ekki nema 240 þúsund og verða senni- lega aldrei fleiri en 300—400 þús- und. Kommuskekkjan En hver er þá ástæðan fyrir því, að svo hrapallega hefur tekizt til. Ég held, að aðalástæðan sé nokkuð augljós. Hún byggir einfaldlega á kommuskekkju, sem gengur sem rauður þráður í gegnum allar áætlanir um eflingu byggðar úti á landi. Ef íslendingar væru 2,4 milljónir, það er tíu sinnum fleiri en þeir eru, gengi dæmið upp. Þá fyrst væri hægt að standa undir heilsugæzlukerfinu, grunnskólan- um og margvíslegri annarri þjón- ustu, sem fólk gerir kröfu um nú á tímum. Með rúmlega milljón íbúa utan höfuðborgarsvæðisins væri auðvelt að halda öllu landinu í byggð. Bora göt í fjöll, leggja vegi og flugbrautir, halda uppi full- komnustu þjónustu, sem völ er á, leggja grundvöll að hátækniiðnaði og meira að segja hafa háskóla á mörgum stöðum úti á landi. Staðreyndin er sú, að hinir rúm- lega 100 þúsund íbúar utan höfuð- borgarsvæðisins eru að sligast undan kostnaði við að reka þetta mikla þjónustukerfi, sem troðið hefur verið upp á þá. Þetta á ekki síður við um íbúa höfuðborgar- svæðisins, sem standa undir veru- legum hluta af herkostnaðinum. í rauninni má rekja ástæður fyrir bágbornum launakjörum á ís- landi, sem þó skipar sæti meðal fremstu þjóða heims, þegar þjóð- artekjur á mann eru mældar, til kommuskekkjunnar. Byggðakjarnar Valdimar Kristinsson, hagfræð- ingur, hefur ritað margar fróðleg- ar greinar í blöð og tímarit, þar sem hann hefur bent á nauðsyn þess að þjappa fólkinu í landinu betur saman. Hann á sennilega hugmyndina að þeirri stefnu að mynda tiltölulega fáa en öfluga byggðakjarna í landshlutunum, sem yrðu burðarásar landsbyggð- arinnar utan höfðborgarsvæðis- ins. Þessi kenning byggir einfald- lega á því, að hinir 100 þúsund íbúar landsbyggðarinnar eru vart til skiptanna. Hæfilegt virðist að gera ráð fyr- ir því, að utan höfuðborgarsvæð- isins myndist 3—4 öflugir þétt- býliskjarnar, sem telji 25—30 þús- und íbúa, einn í hverjum lands- hluta. í slíkum þéttbýliskjörnum væri hægt að standa undir þjón- ustukerfunum, skapa fjölbreytt menningarlíf og umfram allt skapa grundvöll fyrir iðnvæðingu. Iðnaður þrífst nefnilega ekki Júlíus Sólnes „Allt hjal um að Norðmenn séu að eyði- leggja sjávarútveg á Is- landi með styrkjum til norskra útvegsmanna er markleysa. Við erum að því sjáifir með því að ætla honum það hlut- verk að standa undir vonlausri byggða- stefnu.“ nema í þéttbýli, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þetta myndi að sjálfsögðu hafa í för með sér, að stórir hlutar lands- ins, sem nú eru í byggð, myndu verða óbyggð svæði. Spurningin er sú hvort það myndi gera nokkuð til. Gætum við þá ekki betur en áður notið óspilltrar náttúrunnar i þessu fallega landi okkar? Það skiptir hins vegar miklu, að landsbyggðin og ríkisvaldið taki höndum saman og reyni að stýra þessari þróun af einhverri skyn- semi í stað þess að láta allt reka á reiðanum eins og hingað til. Nú á tímum gerir fólk miklar kröfur til lífsins, hvar sem það býr. Fyrir utan fullkomna þjón- ustu á öllum þeim sviðum, sem nefnd hafa verið, vill það eiga greiðan aðgang að fjölbreytilegu menningarlífi, leikhúsum, bíóum, kaffi- og veitingahúsum, danshús- um, listasýningum og mörgu fleira. Það er ljóst, að fámenn þorp við sjávarsíðuna geta aldrei boðið upp á slíka hluti. Meira að segja Akureyri er of lítill bær til skipuoWBptopa HönjosoacARsvÆoisiNS VAV »V1 1:30.000 OKT 84 Þróun byggðar á höfuðborgarsvæðnu á næstu 40—50 árum. þess að geta boðið upp á það menningarlíf og þjónustu, sem al- menningur telur sjálfsagða nú á dögum. Fólk mun því áfram flytja til höfuðborgarsvæðisins, ef ráða- menn vilja ekki skilja þessar aug-5 ljósu staðreyndir. Það eina, sem kemur í veg fyrir, að stíflan bresti, eru þeir átthagafjötrar, sem felast i óseljanlegum fasteignum og mun hærra fasteignaverði á höfuðborg- arsvæðinu. Nú er svo komið, að nær engin lán eru veitt til íbúð- arbygginga utan höfuðborgar- svæðisins. Fólk utan af landi kýs heldur að fá lán til þess að byggja smáíbúðir í Reykjavík en fjárfesta í heimabyggð sinni. Jafnvel þótt sjávarafli myndi aukast og rífandi atvinna yrði í öllum fiskvinnsluhúsum úti á landi myndi það engu breyta. Störf í fiskvinnslu eru dæmigerð láglaunastörf og bendir ekkert til þess, að það muni lagast. Þau eru ekki eftirsóknarverð heldur, starfsins vegna, og ekki líkleg til þess að halda fólkinu heima. Þvert á móti hlýtur þéttbýlið að lokka til sín vinnuaflið með miklu fjöl- breyttari og eftirsóknarverðari störfum í iðnaði og þjónustugrein- um, sem að auki eru mun betur borguð. Allt hjal um að Norðmenn séu að eyðileggja sjávarútveg á ís- landi með styrkjum til norskra út- vegsmanna er markleysa. Við er- um að því sjálfir með því að ætla honum það hlutverk að standa: undir vonlausri byggðastefnu. í stað þess, að þessi mikilvæga at- vinnugrein okkar verður að fá að þróast og fyrst og fremst lúta stjórn arðsemissjónarmiða. Hóflega fullbyggt höfuðborgarsvæöi En ef ekkert breytist og fólkið streymir áfram til höfuðborgar-! svæðisins? Er hægt að koma allri þjóðinni fyrir þar? Á vegum Sam- taka sveitarféiaga á höfuðborg- arsvæðinu er nú unnið að gerð svæðisskipulags fyrir allt höfuð- borgarsvæðið frá Straumsvík upp í Kjós. Á meðfylgjandi mynd sést hvernig byggð mun þróast á höf- uðborgarsvæðinu á næstu 40—50 árum. Undirstaða hennar er aðal- skipulag Reykjavíkurborgar og hinna aðildarsveitarfélaganna, sem byggir á þróun undanfarinna ára og því, sem bezt verður spáð um framtíðina. Gráu svæðin sýna það, sem hef- ur verið kallað hóflega fullbyggt höfðborgarsvæði. Byggðin er þá orðin samfelld frá Hafnarfirði og upp að Mógilsá á Kjalarnesi. Til austurs afmarkast hún af eðli- legum ástæðum vegna náttúru- verndar, vatnsverndunarsvæða og 100 metra hæðarlínu yfir sjávar- máli. Það er athyglisvert, að byggðin breytist smám saman frá því að nesin út frá strandlengj- unni, fyrst og fremst Seltjarnarn- esið, eru þungamiðja höfuðborg- an er ás, sem liggur frá suðvestri til norðausturs, þ.e. frá Hafnar- firði um Kópavog, Árbæjar- og Grafarvogshverfi upp í Mosfells- sveit. Er ekki vanþörf á, að strax sé farið að huga að nauðsynlegum umferðaræðum, sem fylgja þess- um meginás. Á þessum svæðum rúmast um 220 þúsund íbúar. Dökku svæðin í suðri, við Úlfarsfell og víðar, gætu rúmað um 30 þúsund manns til viðbótar, en eru talin óheppilegri til byggingar. Að lokum mætti koma fyrir um 30 þúsund manns til viðbótar uppi á Kjalarnesi og fyrir sunnan Hafnarfjörð, þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að koma allri þjóðinni fyrir á höf- uðborgarsvæðinu. Vonandi kemur ; aldrei til þess, að það verði lausnin á byggðavandamálinu. Júlíus Sólnes er íormaöur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæó- inu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.