Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinmars 1985næsti mánaðurin
    mifrlesu
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 02.03.1985, Síða 42

Morgunblaðið - 02.03.1985, Síða 42
42 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 Mýmörg verkefni framundan hjá Jagger og félögum Á myndinni til haegri er dóttir Husseins Jórdaníu- konungs 13 ára gömul sem var að fara að gifta sig og áður en það gerðist þurfti að lengja og rétta læri og legg hennar. Með henni á myndinni er aðstoðarlækn- fclk í fréttum Fólk er alltaf að velta fyrir sér hvort Mick Jagger og Jerry Hall ætli ekki að fara að gifta sig. Sumum finnst að það hljóti að fara að koma að því, þau hafi ver- ið svo lengi saman og hún sé orðin barnsmóðir hans. Mick er kannski ekki alveg á sömu skoðun, hann var spurður um þetta mjög nýlega og það stóð ekki á svarinu: „Að ganga í hjónaband er eins og að skrifa undir 365 daga samning og hafa ekki hina minnstu hugmynd um hvað stendur í honum og þá á ég ekki bara við smáa letrið." Að þessu mæltu staðfestir Mick að hjónaband sé ekki á dagskrá hjá sér og vinkona sín Jerry sé því sammála, það hafi ekkert upp úr sér: „Hví að ganga í hjónaband úr því við erum hamingjusöm eins og er,“ spyr Mick undrandi á svip. 'V Jagger er nú 41 árs gamall og margir ráku trpp stór augu er það spurðist að hann hygði á sóló- plötu, án aðstoðar félaga sinna í „Rolling Stones". Það hefur hvílt mikil leynd yfir öllu saman og Mick hefur verið á þönum með fræga leikara til Suður-Ameríku til að taka upp myndsegulband til kynningar gripnum. Er plötunnar beðið með talsverðri óþreyju, enda hefur höfuðpaur Stones ekki gert slíkt fyrr, einungis Bill Wyman bassaleikari reynt það með heldur daufum árangri. Aðspurður um hvort sveitin væri að leggja upp laupana og hvort félagar hans væru sér ekki reiðir að ætla sér slíkt hlutverk á eigin spýtur segir Mick: „Reiðir, nei öðru nær. Við ræddum þetta og þeir lýstu engri gremju. Keith Richard sagði: „Drífðu þig úr því þú ætlar í þetta á annað borð, en gleymdu því ekki að þú tekur áhættu." Hvað sjálfan mig varðar, þá hef ég gengið með þetta í maganum í 10 ár og ég vissi á fertugsafmæli mínu að ef ég færi ekki að láta verða af þessu, þá yrði það gleymt og grafið áður en ég vissi af. Þess vegna fór ég á stúfana nú. Sveitin? Nei, við erum sko rétt að byrja, í vinnslu er fyrsta platan af þremur sem við höfum samið um við CBS, hún ætti að koma með vorinu," segir eldhress Mick Jagger á fimmtugs- aldri... Helgi kominn á endurhæfingardeild Borgarspítalans ásamt þjálfara sínum Anne Melen. HELGIÓSKARSSON \11 Hefur nú lengst um 34 sentimetra „Þeir þurfa að vera sterkir og trúa og treysta á sjálfa sig‘ Eins og ýmsum er orðið kunn- ugt hefur Helgi óskarsson farið til Rússlands i lengingar- meðferð oftar en einu sinni, ásamt föður sínum. Með viljafestu og kjarki hefur þessi ungi drengur lagt á sig ómældan sársauka og erfiði til að árangur mætti nást. Helgi er nú tiltölulega nýkominn heim frá Rússlandi úr enn einni meðferð ytra og á dögunum hitti hann blm. og sagði stuttlega frá þessari ferð. „Ég kom heim í desember sl. eftir tæplega 11 mánaða dvöl. Að þessu sinni voru læri mín lengd um 12 sentimetra og mjóhryggur- inn (bakið) lengdur og réttur um 2 sm. Þannig að nú hef ég lengst um 34 sentimetra frá byrjun, því upp- haflega var ég 1,14 m langur en er í dag 1,48 m. Aðgerðin gekk mjög vel og biðin var ekki löng er til Rússlands kom, aðeins tvær vikur. Það tók þrjá mánuði að skrúfa og lengja, 3 til 4 mánuði að byggja upp beinin og síðan var ég í æfing- um unz heim kom. — Hefur þú verið hérna á endurhæfingardeild Borgarspítal- ans síðan þú komst heim? „Já og það var tekið einstaklega vel á móti mér. Hérna eru frábær- ir þjálfarar og læknar og ég vildi gjarnan koma á framfæri innilegu þakklæti til allra hérna. Ég var einungis 29 kíló þegar ég kom heim þreyttur og þurfti virkilega á góðum „mömmumat" að halda. Hérna er ég búinn að ná mér upp aftur í venjulega þyngd þ.e.a.s. 37 kíló svo ekki er 'nú farið illa með mig. — Var maturinn svona ómögu- legur? „Það má segja að hann hafi ekki hentað mér alveg því hann var svo allt öðruvísi en ég var vanur að heiman. Að vísu fór pabbi í nokkra daga til Moskvu að ná í mat, en fyrir utan það og matinn Búið að slá upp afmæli á spítalanum því einn drengjanna er sést á myndinni átti afmæli. Strákarnir eru Rússar, Armenar, Júgóslavi og svo íslendingurinn Helgi. sem við tókum með okkur að heiman var fæðið ólíkt okkar ís- lenska mat. — Ertu nú alveg búinn í leng- ingaraðgerðum í bili? „Nei, nei, næst hyggst ég fara i sumar og þá til að láta lengja leggina og líklega verð ég í u.þ.b. mánuð þá. Eftir jólin ætla ég svo að leggja enn aftur í hann og þá til að fara í aðgerð þar sem handlegg- ir mínir yrðu lengdir. — Hvernig fer með nám þitt? „Ég er að hugsa um að geyma það þangað til ég er alveg búinn að fara í lengingarnar. Það er of mik- ið fyrir mann að vera í hvoru tveggja í senn, svo skólinn bíður líklega fram á r.æsta ár. — Er þetta, sársaukinn, kvlð- inn og það allt, þess virði að leggja út í þetta? „Já, veistu það að auðvitað kvíð- ir maður fyrir fyrst og þetta eru mikil átök, en þegar árangurinn sést þá verður það þess virði, það er engin spurning. Eg vil endilega ráðleggja öllum þeim sem þurfa á aðgerðum sem þessum að halda, að fara, en þeir verða að vera sterkir og treysta og trúa á sjálfa sig.

x

Morgunblaðið

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
111
Assigiiaat ilaat:
55740
Aviisini allaaserineqarsimasut nalunaarsornikut:
3
Saqqummersinneqarpoq:
1913-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
30.09.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Saqqummerfia:
Redaktør:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-Massakkut)
Haraldur Johannessen (2009-Massakkut)
Saqqummersitsisoq:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-Massakkut)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsori:
Ilassut:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 51. tölublað (02.03.1985)
https://timarit.is/issue/119971

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

51. tölublað (02.03.1985)

Gongd: