Morgunblaðið - 02.03.1985, Síða 43

Morgunblaðið - 02.03.1985, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. MARS 1985 43 ÍSLENDINGAR í OREGON „Blóta þorrann“ m Islenskir nemendur við háskólana í Eugene, Corvallis og Portland Oregon og fjölskyldur þeirra héldu Þorrablót í lok janúar á Columbia George Hotel. Þarna voru samankomnir 50 til 60 landar. Þrenn íslensk hjón búa þarna í næsta nágrenni og vinna eiginmennirnir á hótelinu þ.e. þeir Ari Georgsson yfirmatreiðslumaður og aðstoðarframkvæmdastjóri, Auðunn Sæberg Einarsson yfirþjónn og Birgir Stefánsson þjónn. Tvær íslenskar stúlkur hafa einnig unnið þarna um skeið. Menn tóku að sögn vel til matar síns, en þótti vanta hákarlinn og brennivínið íslenska. Sungin voru ættjarðarljóð og dansað við börnin fram undir miðnætti. Placido er forfallinn knatt- spyrnuaðdáandi Placido Domingo, ítalski söngvarinn heimsfrægi hefur áunnið sér gífurlegar vinsældir og virðingu fyrir einhverja fáguðustu söngrödd í klassískri tónlist sem um getur. „Perhaps Love“, hver man ekki eftir laginu á sam- nefndri hljómplötu sem fór eins og eldur í sinu á sinum tíma. Það liggur fyrir stjörnum á borð við Placido, að ferðast til flestra heimshorna og koma fram á söngskemmtunum og tónleikum, jafnvel að leika í kvikmyndum, en hann leikur aðalkarlhlutverkið í nýrri kvikmyndauppfærslu af Carmen. Á svona maður einhver áhuga- mál önnur en vinnu sina, eða hef- ur hann tima þótt hann vildi gjarnan? Svarið er já, Placido er forfallinn knattspyrnuaðdáandi, horfir á fótbolta við hvert tæki- færi, en skemmtilegast þykir hon- um að spila sjálfur og það gerir hann hvenær sem færi gefst. „Það er bara allt of sjaldan,“ segir hann og bætir við að snerpan fari þverr- andi. Hann hafi þó ekki hug á að leggja skóna á hilluna nærri strax, enda sé hann enginn atvinnumað- ur í íþróttinni. „Bara verst hvað maður er þreyttur eftir hvern leik nú orðið, en þegar maður hefur náð andanum aftur finnur maður vellíðanina hrislast um kroppinn,“ segir söngvarinn frægi. COSPER „ Góí>\ mábur, pa getur augsýnilega t KkC rdðid \J\B per'\r\gac)rícðqir\a,." Cosrta ©t 9753 VIRÐISAUKA- SKATTUR — Kostir og gallar Félag íslenskra iðnrekenda og Verslunarj'áð ís- lands efna til sameiginlegs kynningarfundar um virðisaukaskatt þriðjudaginn 5. mars nk. í Átt- hagasal Hótel Sögu. Dagskrá: 14.00—14.15 Mæting. 14.15— 14.30 Fundarsetning. Ragnar S. Halldórsson formaður VÍ. 14.30—15.15 Kynning á virðisaukaskatti. Árni Kolbeinsson, skrifstofustjóri fjármálaráðu- neytisins. 15.15— 16.00 Kostir og gallar virðisaukaskatts. Lýður Friöjónsson, fjármálastjóri. Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri. 16.00—17.30 Almennar umræður. Fundarslit. Fundarstjóri: Víglundur Þorsteinsson, formaður FÍI. ^^FÉLAG ÍSLENSKRA A VERZLUNARRÁÐ IIIIÐNREKENDA M ÍSLANDS STÖDVID meó AQUA SIGNAL vatnsskynjaranum Vatnstjón eru dýr og óþörf. Nýi AquaSignal vatnsskynjarinn varar við leka með 85 db hljóðmerki um leið og hann kemst í snertingu við vatn eða aðra vökva. Hann er fyrirferðarlitill og krefst ekki auka- búnaðar. Hann gengur fyrir 9 volta rafhlöðu, sem dugar til að gefa stanslaust hljóðmerki í allt að 5 sólarhringa. AquaSignal vatnsskynjarinn er med 1 árs ábyrgð. TEPPABÚDIN SUÐURLANDSBRAUT 26 - SlMI 84850

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.