Morgunblaðið - 11.06.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985
Skákmótinu í Eyjum lýkur í kvöld:
Lein keppir við Helga
og Jóhann um efsta sætið
ÞRETTÁNDA og síðasta umferð al-
þjóðlega skákmótsins í Vestmanna-
eyjum verður tefld í dag. Lein var
efstur eftir tólftu umferð í gærkvöld
með 9/i vinning. Hann mun því
væntanlega keppa um efsta sætið við
þá Helga Ólafsson og Jóhann Hjart-
Bogdan
Wodiczko
látinn
BOGDAN Wodiczko, aðalstjórnandi
Sinfóníuhljómsveitar íslands á árun-
um 1965—68, lést í Krakow í Pól-
landi 12. maí sl. Wodiczko var kom-
inn á eftirlaun en síðustu ár starfs-
ævinnar kenndi hann hljómsveitar-
stjórum við tónlistarháskólann í
Varsjá. Wodiczko var tvígiftur og
fráskilinn, og lætur eftir sig tvo syni.
Bogdan Wodiczko fæddist 5. júlí
1911 í Varsjá. Hann stundaði nám
við marga af bestu tónlistarskól-
um landsins. í seinni heimstyrj-
öldinni var hann tekinn til fanga
og sat í fangabúðum nazista í
Þýskalandi. Eftir stríðið kenndi
arson. Helgi var í gærkvöld með HV2
vinning og Jóhann með IVi vinning
og unna biðskák.
Úrslit í 12. umferð voru þau, að
Jón L. Árnason vann Tisdall,
Helgi vann Ásgeir Þ. Árnason og
Lein vann Eyjapeyjann Björn
Karlssoh. Short og Guðmundur
Sigurjónsson gerðu jafntefli.
Þrjár skákir fóru í bið: skák Ingv-
ars og Jóhanns, og er Jóhann tal-
inn vera með unnið tafl, skák
Plasketts og Braga Kristjánssonar
og skák Karls og Lombardys og er
Karl talinn vera með unnið tafl.
Þessar skákir voru tefldar í
gærkvöld og átti þá einnig að
ljúka biöskák þeirra Shorts og
Ingvars úr miðju mótinu.
Staðan í mótinu að öðru leyti en
því sem að framan greinir er sú,
að Guðmundur og Jón L. eru með
7 ’/fe vinning hvor, Karl og Short
eru með 6 'k vinning og unnar
biðskákir, og Lombardy er með 6
vinninga.
Morgunblaðið/Ulfar Agústsson
Nýkjörin stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna: Þórunn Gestsdóttir fremst til vinstri og við blið hennar er Anna
Borg, framkvæmdastjóri LS.
Landsþing sjálfstæðiskvenna:
Oflugt starf framundan hjá félög-
um sjálfstæðiskvenna um allt land
— segir Þórunn Gestsdóttir, nýkjörinn formaður
Á landsþingi sjálfstæðiskvenna, sem haldið var á ísafirði um síðustu helgi
var Þórunn Gestsdóttir, Reykjavík, kjörin formaður landssambands sjálf-
stæðiskvenna og tekur hún við af fráfarandi formanni, Halldóru Rafnar,
Reykjavík, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
„Ég veit ekki hversu góður kvæmdastjórn um þrjá og sitja í
Bogdan Wodiczko
hann við ýmsa tónlistarháskóla,
var hljómsveitarstjóri, þ.á m. að-
alstjórnandi við Ríkisóperuna í
Prag. Hann ferðaðist vítt og
breytt og var stjórnandi í flestum
löndum Evrópu. Wodiczko kom í
fyrsta skipti til íslands árið 1960
og stjórnaði einum tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitarinnar, en árið
1965 gerðist hann aðalstjórnandi
hennar og var það fram til ársins
1968. Wodiczko var mjög annt um
íslenskt tónlistarlíf, og stuðlaði
mjög að framgangi hljómsveitar-
innar sem var í örri þróun á þess-
um árum.
sporgöngumaður ég er en mér er
ijúft að ganga í spor þeirra mætu
kvenna, sem hafa verið á undan
mér og um leið vona ég að mér
takist að marka mín eigin spor,“
sagði Þórunn. „Með mér í stjórn-
inni er valinn hópur og ekki vafa-
mál að eftir svona gott þing er
öflugt starf framundan hjá félög-
um sjálfstæðiskvenna um allt land
því ég trúi ekki öðru en að svona
þing smiti út frá sér. Við í stjórn-
inni vonumst til að okkar framlag
verði til að efla pólitíska vitund
sjálfstæðiskvenna, landi og þjóð
til góðs."
í tíð fráfarandi stjórnar var
tekin upp sú nýbreytni að skipa
fimm manna framkvæmdastjórn,
sem í áttu sæti hluti af fjórtán
manna aðalstjórn. Þetta fyrir-
komulag gafst vel, sem sést á þvi
að haldnir voru rúmlega 30 fundir
í framkvæmdastjórn á síðasta
kjörtímabili. Nýkjörna stjórnin
hefur ákveðið að fjölga í fram-
henni á þessu kjörtímabili þær
Þórunn Gestsdóttir, formaður,
Reykjavík, Erna Mathiesen, vara-
formaður, Hafnarfirði, Ragn-
heiður Ólafsdóttir, ritari, Akran-
esi, og var hún einnig kjörin rit-
stjóri fréttabréfs landsambands-
ins, Anna Pálsdóttir, gjaldkeri,
Reykjavík, Bergþóra Grétarsdótt-
ir, Reykjavík, Steinunn Ásthildur
Sigurðardóttir, Kópavogi, Vigdís
Pálsdóttir, Keflavík, og Hulda
Guðbjörnsdóttir, Selfossi. Aðrar í
aðalstjórn eru Birna Guðjónsdótt-
ir, Sauðárkróki, Jósefína Gísla-
dóttir, ísafirði, Svanhildur
Björgvinsdóttir, Dalvík, Svava
Gunnlaugsdóttir, Borgarnesi, Þór-
unn Sigurbjörnsdóttir, Akureyri,
og Hanna Birna Jóhannsdóttir,
Vestmannaeyjum.
Frummælendur um aðalmál
þingsins, „Nútímakonan, heima og
heiman", voru þær Esther Guð-
mundsdóttir, Reykjavík, sem tal-
aði um konur í forystu, Ragnhild-
ur Ólafsdóttir, Akranesi, sem tal-
aði um rétt heimavinnandi
kvenna, Oddrún Kristjánsdóttir,
Reykjavík, sem talaði um konur og
vinnumarkaðinn og Geirþrúður
Charlesdóttir, ísafirði, sem talaði
um menntunarmöguleika kvenna.
Að sögn Þórunnar Gestsdóttur
kom fram í erindunum og þeim
umræðum, sem spunnust á eftir,
að þrátt fyrir baráttu kvenna á
undanförnum árum fyrir sínum
málefnum, þá sé það í raun hænu-
fet, sem hefur verið stigið og nú í
lok kvennaáratugar eru enn mikil
verkefni framundan. Meginverk-
efni landsambandsins verður að
halda til streitu baráttunni fyrir
auknu jafnrétti hvar sem er í
þjóðfélaginu. Erindin sem flutt
voru á ráðstefnunni verða gefin út
í „Þingtíðindum" síðar og þar
verða einnig raktir aðrir viðburðir
þingsins.
Landsþingið, sem haldið er á
tveggja ára fresti, sóttu 90 sjálf-
stæðiskonur af öllu landinu og
stóð það í þrjá daga að þessu sinni.
Þetta í fyrsta skipti, sem þingið er
haldið er utan Faxaflóasvæðisins
og sá sjálfstæðiskvennafélagið á
ísafirði um allan undirbúning.
Formaður þess er Sigrún Hall-
dórsdóttir.
Sveitarfélög íhuga inn-
lenda lántöku með
útgáfu skuldabréfa
ÍSLENSK sveitarfélög íhuga nú
möguleika á því að afla lánsfjár inn-
anlands með útgáfu skuldabréfa.
Þetta kom fram á fundi Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga á
Þingvöllum í gær. Þar flutti Þor-
Tómas Árnason seðlabankastjóri:
„Grundvallarmunur á
tillögu og lagasetningu
EKKERT liggur fyrir um að framkvæmdum við Seðlabankahúsið verði hætt
þrátt fyrir tillögu þá sem samþykkt var í efri deild Alþingis nú fyrir helgi.
Tillagan gerir ráð fyrir að Aiþingi feli ríkisstjórninni að athuga hvernig
æskilegast sé að nýta svonefnt Seðlabankahús og þá sérstaklega hvort það
hentaði Stjórnarráði íslands. Gerði tillagan einnig ráð fyrir því að ósamn-
ingsbundnar framkvæmdir væru stöðvaðar, unz ákveðið hefði verið hvernig
húsið skyldi nýtt.
Tómas Árnason seðlabanka-
stjóri var í gær spurður hvort for-
svarsmenn Seðlabankans litu
þannig á að Alþingi gæti sagt
þeim fyrir verkum, varðandi nýt-
ingu á Seðlabankahúsinu: „Al-
þingi getur auðvitað ekki sagt
okkur fyrir verkum, en Alþingi
getur sett lög, sem við verðum að
sjálfsögðu að hlýta. Hérna er ekki
um að ræða lagasetningu, heldur
tillögu til þingsályktunar. Á þessu
tvennu er auðvitað grundvallar-
munur."
Tómas sagðist ekki vita betur en
búið væri að fullskipa í bygging-
una, sem ætti eftir að verða vinnu-
staður 225 til 230 manna. í Seðla-
bankanum störfuðu um 130
manns. Auk þess flytti Reikni-
stofa bankanna í Seðlabankahús-
ið, þar sem um 70 manns starfa.
Þar að auki ætti Þjóðhagsstofnun
að flytja þarna inn, þar sem um 25
manns störfuðu.
Stefán Þórarinsson, starfs-
mannastjóri Seðlabankans, sagð-
ist ekki sjá hvernig þetta hús ætti
að nýtast annarri starfsemi en
starfsemi Seðlabankans. Húsið
væri sérhannað fyrir þá starfsemi,
og dýrustu verkþættirnir eins og
fjárgeymslur og húsnæði sem ætti
að hýsa alla starfsemi í kringum
það, væru einmitt vegna starfsemi
bankans. „Lokaáfangi byggingar-
innar er raunverulega hafinn,"
sagði Stefán, „og það er stefnt að
því að Reiknistofa bankanna flytji
inn 1. apríl á næsta ári og starf-
semi Seðlabankans og Þjóðhags-
stofnunar flytjist í nýju bygging-
una um áramótin eftir hálft annað
ár.“
Að sögn Baldurs Jóhannssonar,
byggingastjóra, starfa nú um 70
manns við Seðlabankabygginguna.
Nú er unnið að múrverki, pípu-
lögnum, raflögnum, málningu,
lyftuuppsetningu og lagningu
loftræstikerfis. Auk þess er verið
að leggja lokahönd á frágang ým-
islegs utandyra, svo sem bifreiða-
plön og þök.
steinn Guðnason viðskiptafræð-
ingur ræðu, þar sem hann gerði
grein fyrir stöðunni á verðbréfa-
markaðnum hérlendis og þróun
síðustu ára. Lýsti hann í stórum
dráttum helstu leiðum sem til
greina kæmu fyrir sveitarfélögin í
þessu máli og hvernig best væri að
standa að slíkri fjármögnun ef til
kæmi. Hann benti á að reynsla
undanfarinna ára sýndi að inn-
lend lán hafi reynst hagstæðari en
erlend. Taldi hann þá reynslu, sem
þegar er komin á svona lántökur
hérlendis vera það góða að sveit-
arfélögin ættu tvímælalaust að at-
huga þennan kost vel og marka
sér ákveðna stefnu í þessu máli á
næstu mánuðum.
Björn Friðfinnsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
sagði að erlend lán, einkum í doll-
urum, hefðu á undanförnum árum
reynst ýmsum sveitarfélögum,
sem staðið hefðu í miklum fram-
kvæmdum, afar þungur baggi.
Nefndi hann Hitaveitu Akraness
og Borgarfjarðar og Hitaveitu Ak-
ureyrar í þessu sambandi. Því
væru menn nú að leita nýrra og
hagkvæmari leiða til fjáröflunar
og hefði sambandið fengið Þor-
stein til að kynna sveitarstjórnar-
mönnum þessa leið. „Enn sem
komið er hefur þó ekkert sveitar-
félag ákveðið að ráðast í slíka
skuldabréfaútgáfu, svo mér sé
kunnugt um, en þessi mál eru í
athugun," sagði Björn Friðfinns-
son.