Morgunblaðið - 11.06.1985, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985
Stórir dvergar
arhöfundur hélt fram af þeirri
þröngsýni og vanþekkingu sem
einkenndi grein hans í heild. Til
dæmis er hægt að finna stöku
verk eftir Bergman á leigunum.
Ég og starfsbróðir minn Sæ-
björn Valdimarsson höfum
ítrekað vakið athygli á slíkum
myndum sem því miður hafna
yfirleitt utan við svokallaða
vinsældalista yfir myndbönd. Ég
ætla að benda á enn eitt slíkt
afbragðsverk að þessu sinni.
Ástralir hafa síðasta áratug
rekið kvikmyndagerð sem stend-
ur framleiðslu flestra annarra
þjóða framar, hvað varðar fersk-
leika, vandvirkni og kunnáttu í
beitingu myndmáls. Svo hefur
farið allra síðustu ár að margir
af helstu leikstjórum Ástrala
hafa verið keyptir úr landi og
fluttir til gósenlands kvik-
myndaiðnaðarins, Bandaríkj-
anna. Þetta hefur orðið hlut-
skipti manna eins og Freds
Schepisi, Bruce Beresford og
Peters Weir. Sá síðastnefndi er
hinn ókrýndi konungur ástr-
alskrar kvikmyndagerðar, rétt
rúmlega fertugur að aldri. Nýj-
asta mynd hans Witness, er ein
af aðalmyndum þessa árs vestra.
Á íslenskum myndbandaleig-
um er verulega fjölbreytt úrval
ástralskra bíómynda. Og ég
verða að segja eins og er, að það
er meiri fengur að slíkum spól-
um en gömlum verkum eftir
Bergman og Fellini, einfaldlega
vegna þess að verk hinna síðar-
nefndu hafa verið sýnd hér og
verða sýnd hér i kvikmyndahús-
um og sjónvarpi. Miklu frekar er
undir hælinn lagt hvort myndir
upprennandi spámanna komist á
tjöldin. Þannig hefur næsta
mynd Peters Weir á undan
Witness, The Year of Living
Dangerously, ekki fengið náð
fyrir augum kvikmyndahúsaeig-
enda en er aftur á móti haldið til
haga á myndbandamarkaðnum.
The Year of Living Danger-
ously er gerð 1982 og fæst við
svipað viðfangsefni og ágætar,
tökumaður og túlkur, er siðferði-
leg og dramatísk viðmiðun alls
sem gerist. Leikkonan Linda
Hunt skapar hér einhverja
merkilegustu mannlýsingu sem
sést hefur í kvikmyndum seinni
ára og fékk verðskulduð Óskars-
verðlaun fyrir bragðið. Þessar
velskrifuðu persónur og næm til-
finning handritsins jafnt fyrir
samfélagi fréttamanna sem
heimamanna, svo og fínlega
stefjuð tónlist Maurice Jarre,
eru verðugt hráefni fyrir hinn
hæfileikamikla leikstjóra Peter
Weir. Hann klúðrar heldur engu,
þótt deila megi um hinar lukku-
legu lyktir myndarinnar. The
Year of Living Dangerously tek-
ur bæði Under Fire og The Kill-
ing Fields fram, fyrst og fremst
vegna þess að hún er fallegur
skáldskapur með margar víddir,
ekki aðeins blanda af pólitiskum
þriller og faglegri heimildamynd
um fréttaefni.
Stjörnugjöf: The Year of Living
Dangerously ★ ★ ★ '/2
Garrett, Seymour og Chauveau reyna eitthvað í þá áttina að leika í
Vogun vinnur ...
Rocky
öreiganna
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Regnboginft: Vogun vinnur ...
(Longshot) ‘/4
Leikstjóri: E.W. Swackhammer.
Kvikmyndataka: Jacques Haitk-
in, Eastmancolor, Widescreen.
Handrit: Russell Manzatt.
Framleiðandi: Peter J. Kares.
Bandarísk, frá Continental Film.
Aðalhlutverk: Leif Garrett,
Linda Manz, Ralph Seymour,
Zoe Chauveau.
„Hress ungmenni í harðri
samkeppni," segir í auglýsingu
„Vogun vinnur, vogun tapar
... “ , þá bendir nafnið ekki sfður
á einhverja drengilega baráttu
drífandi æskufólks, en um hvað
skyldi svo þessi „fjöruga og
skemmtilega, nýja bandaríska
mynd fjalla? Það hlýtur að valda
vonbrigðum, keppni í þeirri göf-
ugu íþrótt, handstýrðu fótbolta-
spili.
Vogun vinnur ..., er því enn
einn ættingi Rocky, að vísu mjög
fjarskyldur. Við erum búin að
sjá Rocky hjólreiðanna, körfu-
þoltans, keiluspilsins, svo nokk-
uð sé nefnt og talsverða fátækt
andans þarf til að láta sér detta
í hug ekki háreistari keppnis-
grein en fótboltaspilið!
Annars er Vogun vinnur ...,
svona ámóta slöpp að flestu
leyti, og flokkast í hóp hortitta.
Efnið þarf ekki margar línur;
Tveir unglingspiltar hyggjast
fjármagna Evrópuferð, þar sem
þeir ætla að snúa sér að atvinnu-
mennsku í fótbolta (!), með því
að sigra í stórmóti í fótbolta-
spili. Gömlu klisjunum blandað
með, ástinni, undirmálsstelp-
unni, illvígu foreldrunum,
o.s.frv., en þær eru alveg bragð-
lausar að þessu sinni. Leikurinn
er hroðalegur og myndin fram-
kallar í mesta lagi gæsahúð hjá
áhorfendum.
Myndbönd
Árni Þórarinsson
Nöldrari einn skrifaði grein
hér í Morgunblaðið fyrir nokkru
til að rægja þá sem rita um kvik-
myndir og myndbönd fyrir blað-
ið. Um það sífur segi ég ekki
aukatekið orð. En í leiðinni fór
maðurinn að fjargviðrast yfir
meintu menningarleysi sem
stafaði af myndbandavæðingu
og myndbandaleigum. Þetta er
býsna algengt raus. Þessi maður
virtist kannast við fjóra—fimm
sígilda kvikmyndaleikstjóra,
eins og Fellini og Bergman, og
hafði það til marks um menning-
arleysið í myndbandaleigunum
að verk þeirra fyndust þar
hvergi í hillum. Ég hef að vísu
margsinnis bent á það í þessum
dálkum að úrvali sígildra verka
kvikmyndasögunnar, einkum
evrópskra, væri stórlega ábóta-
vant á leigunum. En því fer þó
fjarri að skortur sé á vönduðum,
nýjum og gömlum bíómyndum á
þessum markaði, eins og grein-
Fyrstur með fréttirnar — Mel Gib-
son í The Year of Living Danger-
ously.
nýrri myndir á borð við Under
Fire og The Killing Fields. Hinn
vörpulegi ástralski leikari Mel
Gibson, sem nú er orðinn alþjóð-
leg stjarna, fer prýðisvel með
hlutverk ungs fjölmiðlamanns
sem sendur er til Indónesíu á
ólgutímum árið 1965 þegar
stjórn Sukharnos riðar til falls,
hungursneyð og bylting komm-
únista vofir yfir. Eins og fjöl-
miðlamennirnir í fyrrnefnu
myndunum tveimur verður Gib-
son að taka eigið siðgæði til
endurmats, gera upp á milli hins
kalda fjarræna mats frétta-
mannsins og tilfinninga sinna og
ábyrgðar sem manneskju. Þetta
uppgjör helgast fyrst og síðast
af samskiptum hans við tvær
persónur, ástarsambandinu við
enskan stjórnarerindreka, sem
leikinn er af Sigourney Weaver,
og vináttusambandinu við
dverginn Billie, sem Linda Hunt
leikur. Þessi dvergur er lykil-
persónan í myndinni, risavaxin
persóna í eðli sínu þrátt fyrir
líkamlega smæð. Billie, sem er
aðstoðarmaður Gibsons, mynda-
í hringiðuveröld
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Þorri Jóhannsson: _ HÆTTULEG
NÁLÆGÐ. 75 bls. Útg. Skákprent.
Keykjavík 1985.
Þorri Jóhannsson telst til
yngstu skáldakynslóðarinnar. Eigi
að síður er hann nú — tuttugu og
tveggja ára — að senda frá sér
þriðju ljóðabókina. Hin fyrsta,
Sálin verður ekki þvegin, kom út
1980, en önnur bókin, Stýrður
skrfll, kom út í fyrra.
Svo er sagt að skáldakynslóð
Þorra sé bæði uppreisnargjörn og
leitandi. Vafalaust eru það orð að
sönnu. En til að nálgast ljóð Þorra
þarf að hafa fleira að miði. Áhrif
frá kvikmyndum og tónlist verður
líka að hafa með í dæminu. Hlið-
sjón af nútíma myndlist er sömu-
leiðis í sjónmáli.
í vetur sem leið heyrði ég Þorra
lesa upp úr þessari ljóðabók sinni,
óprentaðri, á menningarvöku á
Hellissandi. Þegar skáld les sjálft
ljóð sín má gerst heyra hvað það
er að fara. Ljóð Þorra markast að
nokkru leyti af áhrifum frá súrre-
alisma. Sú stefna hefur lengi höfð-
að til ungra skálda. Sennilega
vegna þess að með myndmáli
súrrealista má auðveldlega tjá það
sem er venjulegt og hversdagslegt
og sjálfsagt — eða fáránlegt —
allt eftir því hvernig á það er litið.
Þorri stendur samt í nokkurri
fjarlægð frá Medúsuhópnum.
Sjónarhorn hans eru önnur.
Það er nöpur ádeila á nútíma
iífshætti sem mér þykir meira
áberandi í þessum ljóðum. Þorri
er ófeiminn við að skyggnast und-
ir glansyfirborð hlutanna og
kveða upp úr með þá sjón sem þar
blasir við. Sjálfsrýni skáldsins er
líka miskunnarlaus. Þorri gerir
atlögu að því lífsmynstri sem ger-
ir manninn að hugsunarlausum og
sjálfumglöðum vanaþræl. Hann
leitast við að lýsa lífinu — ekki
eins og sómakær meðalmennskan
ástundar að auglýsa það og túlka
— heldur eins og það í raun og
veru er. Undir sléttum farða
hversdagslífsins leynast fleiri
drættir en þeir sem dregnir eru á
yfirborð. Vélrænir lifnaðarhættir
færa manni ekki staðlaðar tilfinn-
ingar og ást og fegurð eftir stimp-
ilklukku, heldur þvert á móti. Sú
heimsmynd, sem fjölmiðlunin
minnir svo rækilega á daglega,
verður heldur ekki til að treysta
sálargrundvöllinn. Ekki er auðvelt
að samþætta alla þá ringulreið í
stuttu ljóði. En í ljóðinu Ónnur leit
sýnist mér Þorri þó koma heim og
saman mörgum þeim óskipulegu
svipleiftrum sem sækja að vitund
manns úr ýmsum áttum í veröld
sem er sífellt á hreyfingu og á
hverfanda hveli:
Égaé
úthverfa munstriA
það er
bleika birtan
fjarlcga suðid
græna slýjan
og áþreifanleg ný hætta
í raunverulegri vímu
brot á tíma
gólfid glitrar
okunnur geimur
annar heimur
líkaminn leitar í alheiminn
í tvennt
og hugsunin í þrennt
kaldir straumar skilja
um of
fjarlægðin og útstreymið
eru átakanleg.
Hreyfingin.
I»etta er allt svo átakanlegt!
Það er kaldhæðni í þessu Ijóði
eins og mörgu öðrum ljóðum bók-
arinnar. Karlmannlegt er að
bregðast æðrulaust við fyrirgangi
umhverfisins og gefa yfirborðs-
virðuleika langt nef. Og mæta
framtíðinni með því að sitja á
klósettinu og lesa skrípó (Kali). í
Ijóðinu Á hreyfingu spyr ég standa
meðal annars þessar línur:
Hæg tortíming er að
vera til.
Og í Ijóðinu Sýning varpar
skáldið fram margræðum spurn-
ingum:
Þorri Jóhannsson
Er ég í raun framleiðsla
þessarar forvitni?
þessara tilviljana?
þessara viðbragða?
V issulega óttast ég allt ókomið.
Á sýningum ykkar
hef ég sjaldan nennt
að staldra við
og oft skelfur hönd mín
við útrás.
W.já
fáðu þér bara
dagblað til að kíkja í,
mynd til að skoða.
t ljóðinu Skömmtuð stund talar
skáldið um þessa:
hurðalausu skipulögðu
hringiðuveröld.
Vel og nákvæmlega að orði kom-
ist. Ég bendi líka á fyrirsagnir
ljóða eins og Komplexakór og Trufi-
andi vald sem út af fyrir sig segja
nokkuð. Og þá ekki síður heitið á
síðasta ljóði bókarinnar, Tími er
ímyndun. Þar birtir Þorri býsna
opinskátt andsvör sín við þeirri
götóttu þekkingu og þeim óskráðu
og oft á tíðum úreltu lífsreglum
sem ungu skáldi er fengið í vega-
nesti.
Sem heild er þessi bók bæði
samstæð og persónuleg. Gjarnan
beinir skáldið skeytum að valdinu
sem oftar en ekki birtist í gervi
prúðbúinnar lágkúru. Þar talar
hann fyrir munn sinnar kynslóðar
sem kýs að spinna sér sjálf sína
örlagaþræði. Það er ný tegund af
einstaklingshyggju sem skýrist
ekki að öllu leyti með gömlum út-
listunum á því kunnuglega hug-
taki. Þetta er kynslóð sem vill
vera í friði með sitt.
Málfar Þorra er víða klárt og
beinskeytt og — teprulaust, væg-
ast sagt. Fyrir koma nýstárlegar
orðasamsetningar sem þjóna þeim
tilgangi að dusta rykið af inni-
haldslausum hugtökum og bregða
þeim upp sem öfugmælum; sýna
fram á hvað gengi þeirri var orðið
lágt.
Myndir Óskars Thorarensens
fara að mínum dómi vel við ljóðin.
Og útgefandinn hefur að sínu leyti
gert bókina vel úr garði. Ljóðasöfn
eiga alltaf nokkuð undir útlitinu;
það er síður en svo hégómamál.
Hér hefur þeirri hlið málanna ver-
ið tilhlýðilega sinnt.