Morgunblaðið - 11.06.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 11.06.1985, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR II. JUNÍ 1985 Hollandspistill: Meistaraverk í Rotterdam — eftir Eggert H. Kjartansson Laugardaginn 18. maí var ég viðstaddur opnun sýningarinnar „Meistaraverk frá Hermitage í Leningrad". Sýningin er í Boy- mans van Beuningen-safninu i Rotterdam. Á henni er 41 mál- verk, allt meistaraverk. Þessi verk voru máluð af hollenskum og flæmskum myndlistarmönnum á 17. og 18. öld. Það er því hægt að segja að þau séu komin heim í tveggja mánaða heimsókn. Undir- búningsvinna sýningarinnar hefur tekið 10 ár. Upphaflega leit út fyrir að menningaryfirvöld Sov- étríkjanna vildu ekki lána nema fáein verk. Síðan breyttist viðhorf sovéskra yfirvalda, og m.a. í til- efni sérstakra menningarsam- skipta milli Rotterdamborgar annarsvegar og Leningrad hins- vegar fékk safnstjórn Hermitage leyfi til þess að lána 41 verk. Hollensk og flæmsk Jist í Hermitagesafninu Hermitagesafnið í Leningrad á eitt stærsta safn listaverka sem máluð voru af hollenskum og flæmskum listamönnum á 17. og 18. öld. Pétur mikli og síðar Katr- ín mikla áttu mestan þátt í því að byggja safnið upp. Pétur mikli hóf söfnunina, en hægt er að segja að það hafi verið Katrín sem tók af skarið með því að kaupa upp heilu einkasöfnin og jafnframt vera með útsendara og umboðsmenn á öllum helstu listaverkamörkuðum Evrópu, svo sem í París, Amster- dam og London. Náði hún að byggja upp á ótrúlega skömmum tíma vel samsett og umfangsmikið safn. Við listaverkakaupin var ekki eingöngu tekið tillit til þess hvað var á boðstólum af listaverk- um hverju sinni. Menningar- straumar samtíðarinnar skipta miklu máli. Sem dæmi um slík áhrif er að verk eftir meistarana Jacob van Ruisdael og Frans Snijder voru mikið keypt á 18. öld- inni en hlutfallslega minna fyrr og síðar. Rembrandt Harmensz van Rijn (1606—1669) Fyrir margan listaverkaunn- andann hér í Hollandi er mál- verkið Flóra (Flora) hápunktur þessarar sýningar. Það sýnir Flóru, gyðju vors og blóma, sem Rembrandt málaði árið 1634. Fyrirsætan var Sasika van Uyl- enburgh sem hann giftist. Lista- verkið gefur góða mynd af hæfi- leikum Rembrandts. Þegar það er skoðað gaumgæfilega er hægt að sjá hvernig Rembrandt hefur leit- að ákveðins forms við gerð þess. Andlit og hendur málaði hann með léttum mjúkum pensilförum. Mynstur og fellingar í fötunum eru með olíkenndri áferð svo sem þau glansa lítið eitt en blómin og plönturnar sem skreyta hár og göngustaf Flóru gefa til kynna að leitast hefur verið við að mála þau í sem réttustum hlutföllum. Lengi vel voru sérfræðingar ekki á einu máli um það hvað þetta málverk héti. Það var ekki fyrr en 1893 að komið var með sönnunargagn sem hægt var að byggja nafngiftina Flóra á. Önnur verk Rembrandts á þess- ari sýningu eru „Hin heilaga fjöl- skylda" sem hann málaði 1645 og „Andlitsmynd af manni" sem var máluð 1661. Jacob Isaacksz van Ru- isdael (1628/29—1682) Tvö málverkanna eru eftir landslagsmálarann van Ruisdael sem rétt eins og Rembrandt var uppi á 17. öld. Van Ruisdael sem er lang frægastur landslagsmál- ara frá þessum tíma, byggði öll Jacob van Ruisdael: „Fenjalandslag“ verk sín út frá nokkrum afgerandi þáttum í því landslagi sem hann málaði. Málverkið „Fenjalands- lag“ (Het moeras) er gott dæmi um þau vinnubrögð. í Fenja- landslagi er umhverfið ákveðið af nokkrum fullþroska trjástofnum. Laufblöð trjánna gefa svo aftur góða mynd af þeirri nákvæmni sem van Ruisdael leitaðist við að viðhafa í vinnubrögðum sínum. Með aðstoð birtu- og skyggninga- ráhrifa hefur honum tekist að mála laufblöðin þannig að þau virðast lifa. Blár himinn með nokkrum óveðursskýjum mynda baksvið þessa landslags. Innan fenjalandslagsins er að finna eilíft samspil lífs og dauða. Van Ruisda- el var fyrsti málarinn sem vitað er til að hafi málað mikilleika nátt- úrunnar af slfkri nákvæmni sem raun ber vitni. Verk nokkurra flæmskra mynd- listarmanna sem voru uppi á 17. og 18. öld eru einnig á þessari sýn- ingu. Þannig er þar til dæmis verkið „Sjálfsmynd með foreldr- um, bræðrum og systrum" (Zelfp- ortret met ouders, broers en zust- ers) sem Jacob Jordaens málaði um 1615. Þetta málverk er eitt af elstu verkum meistarans. Persón- urnar í málverkinu eru breiðleitar og þeim hefur verið þjappað sam- an á tiltölulega litlum fleti. Verkið geislar frá sér lífskrafti og það er málað með minna tilliti til smá- atriðanna en margur samstarfs- maðurinn hans viðhafði. Með mál- tíðina sem miðpunkt verksins málaði Jordaens sjálfan sig spil- andi á strengjahljóðfæri ásamt fjölskyldu sinni. Englarnir þrír sem systur hans tvær líta andakt- ugar til gegna sérstöku hlutverki innan þessa verks. Þeir túlka sálir þriggja systkina Jordaens sem lét- ust á unga aldri. Tvö verk á sýningunni eru eftir Frans Snijder sem eins og Jorda- ens lifði á seinni hluta 16. aldar og fyrri hluta þeirrar 17. Snijder málaði fyrst og fremst verk með hreyfingarlausa hluti sem fyrir- mynd. Á 18. öldinni voru verk Snijders mjög vinsæl vegna lita- dýrðar þeirra. Málverkið „Ávextir í skál á rauðum borðdúk" (Vrucht- en in een schaal op een rood taf- elkleed) gefur góða hugmynd um mikla nákvæmni sem Snijder viðhafði við endursköpunina á dúknum. HERAS FENCE SYSTEMS í Hollandi er stærsta fyrirtæki í Evr- ópu, sem framleiöir tilbúnar staöl- aðar giröingar og giröingarhliö. Heras er þekkt um allan heim fyrir vandaöa framleiöslu, góöa þjón- ustu og hagstætt verö. Heras er einnig vel þekkt á íslandi og eru nú mörg íþrótta- og athafnasvæði girt meö Heras girðingum. Heras býöur netgiröingar, rimlagiröingar og giröingarhliö af öllum stæröum og geröum. Einnig færanlegar girö- ingar sem hægt er aö færa á milli athafnasvæöa. Auðveld uppsetning og ná- kvæm verídýsing Hafiö samband, fáiö upplýsingar og látið senda ykkur litmyndabækl- inga og sannfærist um möguleik- ana. Hagvís Kiapparstíg 16 sími 1 85 66 Fyrsta flokks hollensk gæöavara á hagstæöu veröi Línudans Kvikmyndlr Sæbjörn Valdimarsson Austurbæjarbíó: Á bláþræði (Tight- rope) ★★ Leikstjóri og handrit: Richard Tuggle. Kvikmyndataka: Bruce Surt- ees. Tónlist: Lennie Niehaus. Techn- icolor. Uandari.sk, frumsýnd 1984, frá Warner Bros. 115 mín. Aðalhlut- verk: Clint Eastwood, Genevieve Bujold, Dan Hedaya, Allison Eastwood, Jennifer Beck. Clint Eastwood er að þessu sinni all-fjarri hinum gamal- kunna, harðsoðna Dirty Harry karakter, en fer nú með hlutverk Wes Block og sögusviðið er hið ill- ræmda, „franska hverfi" í New Orleans. Block er í morðdeild lög- reglu borgarinnar, lífsþreyttur, leiður, fráskilinn og býr með tveimur, ungum dætrum sínum. Hann sækir sér stundarfróun í arma hinna herskárri gleðikvenna hverfisins, eða á sömu slóðir og afkastamikill morðingi sækir fórnarlömb sín. Block er settur yfir rannsókn þessara fjöldamorða og gengur hægt að leysa gátuna. Líkin hrannast upp og þar kemur að morðinginn er kominn á hæla lögreglumannsins. í lokin ræðst hann inná heimili Blocks, og síðar á vinkonu hans, (Bujold). Block er mun mannlegri pers- óna en þær sem Eastwood túlkar oftast í myndum sfnum. Hann Eastwood ásamt dóttur sinni, AIIi- son, í Á bláþræði. undirstrikar þá einmanakennd, öryggisleysi og eilífu hættur sem ógna starfi lögreglumannsins sí og æ. Þetta gengur vel, framan af. En Tuggle er enginn Hitchcock og miðbik myndarinnar er leiðinlega endurtekningargjarnt. Leikstjórn- in sviplaus, spennan fellur niður og í rauninni erum við búin að sjá þetta allt saman oft áður. Undir lokin nær myndin sér á strik aftur, en án alls frumleika í frásögn. Það er hinn sterki karakter Eastwoods sem heldur Á bláþræði saman, án hans væri hún hvorki fugl né fiskur. En hætt er við að stjarna Eastwoods fari hratt lækkandi ef hann vandar ekki leikstjóraval sitt betur í framtíð- inni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.