Morgunblaðið - 11.06.1985, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNf 1985
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 30 kr. eintakiö.
Almætti
mannsins
Isjónvarpsviðtali á dögun-
um komst Kristján Ál-
bertsson, rithöfundur, sem
fæddist 1897, svo að orði að
honum þætti sem hann hefði
lifað þrjár aldir. Hina fyrstu
fyrir styrjöldina sem hófst
1914, aðra árin milli stríða og
hina þriðju eftir síðari heims-
styrjöldina. Kristjáni þóttu
árin fyrir 1914 skemmtilegust
þegar hann leit til baka.
Hann minntist þess að þá
hefði ríkt friður í Evrópu í
heila öld, eða frá lyktum Nap-
óleons-stríðanna, menning,
listir og vísindi hefðu
blómstrað í bjartsýni sem
sótti styrk sinn í hinn langa
frið.
Þessi ummæli hins aldna og
lífsreynda manns stangast í
veigamiklum atriðum á við
þær hugmyndir sem sam-
tímamenn hafa um sjálfa sig,
að aldrei hafi mannkyni mið-
að jafn óðfluga fram á veg og
eftir síðari heimsstyrjöldina,
þegar tæknihæfileikar
mannsandans og auðlegð
jarðar hafa verið nýttar til
hins ítrasta og mannkynið er
að verða að einni heild fyrir
tilstyrk byltingar í upplýs-
ingatækni. Kristján Alberts-
son vísar til þess tíma, þegar
menn voru enn að feta sig
áfram á braut hins óþekkta
og vissu að þeir stóðu á mörk-
um þess að ná fullu valdi á
tækninni sem leitt hefur til
hinna stórstígu breytinga síð-
ar á 20. öldinni.
Séra Heimir Steinsson vík-
ur að þessu sama efni í
sunnudagshugvekju Morgun-
blaðsins og segir meðal ann-
ars: „Megineinkenni þeirra
lífsviðhorfa, sem settu svip
sinn á framanverða 20. öld,
var sannfæringin um það, að
manninum væri í raun fátt
eitt ómattugt. Þessi almætt-
ishyggja hefur beðið skipbrot.
Það er mjög að vonum. Trúin
á takmarkalausa framfara-
hæfni mannsins og mannlegs
samfélags var byggð á sandi.
Leitun mun að öðrum eins
sjálfsblekkingum og þeim, er
einkenndu hin ýmsu „vísinda-
legu“ viðhorf undangenginna
mannsaldra. Nú standa þær
blekkingar á berangri í óvið-
felldinni nekt menningarlegr-
ar lágkúru, trúarlegs glund-
roða, þjóðfélagsupplausnar og
náttúruspjalla."
Á þeim þremur öldum, sem
Kristján Albertsson talaði
um þegar hann leit yfir eigið
æviskeið, hefur hraði tímans
aukist jafnt og þétt, ef svo má
að orði komast, og það orðið æ
erfiðara fyrir manninn að
fylgjast með hvað þá heldur
að varðveita það sem áunnist
hefur. Of lítið er gert af því að
staldra við og meta það sem
um er rætt í ljósi fortíðarinn-
ar, átta sig á því hvort þráin
eftir nýjungum og viðleitni til
að sanna almætti sitt sé ekki
á stundum beinlínis skaðleg
og oft eftirsókn eftir vindi.
Séra Heimir Steinsson
mælir með hófsemi í hug-
vekju sinni og segir á einum
stað: „Meginmarkmiðið er að
halda í horfinu, en forðast
það ofdramb, sem er and-
stæða hófstillingarinnar og
leiðir menn og þjóðir til
falls.“ Þessi boðskapur verður
ekki nægilega oft ítrekaður.
Maðurinn er ekki almáttugur
og verður það ekki, sama hve
vel hann getur hagnýtt vís-
indi og tækni. Gleymist þessi
einfalda staðreynd er voðinn
vís.
Hófsemi
í orðum
I* almennum umræðum og
kröfugerð hvers konar er
nauðsynlegt að þeir sem
fremstir standa gæti hófsemi
í orðum. Mörg dæmi eru til
um það, að ógætilegur mál-
flutningur hefur gert illt
verra og tafið fyrir því að
brýn verkefni fengju úrlausn.
Nú síðustu daga hefur verið
skýrt frá því af hálfu þeirra
sem vilja bæta kjör fóstra að
það ríki „neyðarástand" í
dagvistarmálum barna í
Reykjavík vegna launakjara
starfsfólksins. í sjónvarps-
fréttum var á föstudagskvöld-
ið leitast við að rökstyðja
„neyðarástandið" og andmæla
yfirlýsingum Ragnhildar
Helgadóttur, menntamála-
ráðherra, á Alþingi þess efnis
að hér væri of fast að orði
kveðið.
Um það er óþarfi að deila,
að vandræði skapast á dag-
vistarheimilum eins og í
frystihúsum ef enginn fæst til
að vinna þar vegna lágra
launa. En að tala um „neyðar-
ástand“ á dagvistarheimilum
í Reykjavík er orðum aukið.
Hvaða orð skyldu þeir, sem
telja þetta ástand neyð, nota
um ástandið í Eþíópíu eða
Bangladesh?
KRAKKARNIR í
Á HÚSAVÍK HEI
A barna-
heimilinu
eru um
120 börn
„BESTIBÆR er barnílesta barna-
heimili landsins. Hér em um 120
börn, 80 á leikskóladeild og 40 á
dagheimilinu," sagði Helga Stef-
ánsdottir, forstöðukona barna-
heimilisins Bestabæjar á Grænuvöll-
um á Húsavík, í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins. Börnin voru
að fara út til leikja, gleði skein úr
hverju andliti.
„Ætlarðu að setja mynd af
okkur í Moggann?" spurðu nokkrir
hraustir strákar þegar þeir stilitu
sér upp við forláta valtara, sem er
vinsælt leiktæki á lóðinni. Við ját-
uðum því og þá var auðsótt að fá
að taka mynd og börnin stilltu sér
stolt upp við valtarann. „Ég hef
stundum sagt, að ef ekki er grátið
meira á heimilum þá er ástandið
gott/ skaut Helga inní.
„A milli 60 og 70 börn eru á
biðlista. Húsvískar húsmæður
leysa vandann með því að skiptast
á að gæta barna, þannig að ein
gætir þeirra fyrir hádegi meðan
önnur gætir þeirra eftir hádegi.
Algengt er að konur hér séu í
vinnu hálfan daginn," sagði Helga.
— Hafið þið á Húsavík átt í erf-
iðleikum með að fá fóstrur til
starfa, eins og víða?
„Nei, við höfum þvert á móti
orðið að neita fóstrum um störf.
Hér er enginn fóstruskortur. Sex
fóstrur starfa á heimilinu, tæp-
lega tvær á deild. Helst hefðum
við viljað hafa tvær fóstrur á deild
ásamt ófaglærðri, en menn hafa
ekki vilja segja ófaglærðu fólki
upp.
Við erum með aðstoð við
þroskaheft börn, þannig að þau
þurfa ekki að sækja aðstoð til
Reykjavíkur. Ásdís Hallgríms-
dóttir, fóstra, hefur haft veg og
vanda af þessu starfi í tengslum
við Kjarvalshús. Þetta hefur gef-
Útflutningsverðmæti
milljörðum minna
— þeirri staðreynd
stöndum við frammi
fyrir þegar rætt er
um nýja kjara-
samninga, segir fram-
kvæmdastjóri
Vinnuveitenda-
sambandsins
VERÐMÆTI heildarútflutn-
ings landsmanna var 186
milljónum bandaríkjadala,
eða 7,7 milljörðum króna,
minna í fyrra en það var
1980. Verðmæti sjávarafurða
hefur dregist enn meira sam-
an. Það var 197 milljónum
bandaríkjadala, eða rúmlega
8 milljörðum króna, minna í
fyrra en 1980. Þetta kom
fram í samtali sem Morgun-
blaðið átti við Magnús Gunn-
arsson, framkvæmdastjóra
Vinnuveitendasambands fs-
lands, í framhaldi af tillögum
VSÍ um gerð nýrra kjara-
samninga og ramma þeirra.
Þessar upplýsingar hefur VSÍ lagt
fram í viðræðum sínum við aðild-
arfélög og -sambönd ASÍ um nýja
kjarasamninga á undanfornum
dögum og vikum.
VERÐMÆTI UTFLUTNINGS (f.o.b.
í milljónum dollara
89 18
á ársver < $ \ s 8250
7832 \
64 56 i 65 “ f 425
6086
Útflutningur alls 651 791 931 903 677 745 745
Ýmislegt —
I
Iðnaöarvörur-----
I
Búvörur -
Sjávararvörur----
Nettó
vaxtagjöld —j- 58
202
I
174
144
%
1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984