Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR11. JÚNÍ 1985
• Píoneeríng micro-electromc tecríoology
• Super-light pumice • Export beer
• People • Swlmming, lcelandlc style
Tímaritið
Modem Iceland:
Tækninýjung-
ar á sviði
sjávarútvegs
á íslandi
NÝTT HEFTI af tímaritinu Mod-
ern Iceland kom út fyrir skömmu
og fjallar það aðallega um tækni-
nýjungar á sviði sjávarútvegs á ís-
landi. í yfirliti er gerð grein fyrir
' margvíslegum tæknibúnaði, sem
íslenzk fyrirtæki hafa framleitt til
útflutnings.
Þá eru í þessu tölublaði ýmsar
fréttir úr íslenzku viðskiptalífi og
grein um stöðu efnahagsmála í
landinu. Fjallað er um útflutning
á ferskum fiski, sagt frá starfsemi
erlendra fyrirtækja á íslandi og
gerð grein fyrir íslenzkri frí-
merkjaútgáfu. Þá er starfsemi
samgöngufyrirtækja og ferðamál
til umfjöllunar í blaðinu og einnig
er lýst framleiðsluvörum nokk-
urra innlendra iðnfyrirtækja.
Modern Iceland er tímarit á
ensku um viðskipti, framleiðslu-
starfsemi og samgöngumál á ís-
landi. Blaðið kemur út fjórum
sinnum á ári og er dreift víða um
lönd á vegum helztu fyrirtækja,
samtaka og opinberra stofnana á
sviði utanríkisverzlunar. Ritstjóri
er Robert Mellk en útgefandi er
útgáfuþjónustan Víkverji.
(I r rrétutilkynningii.)
Skoðanakönnim DV:
Sjálfstæð-
isflokkur
eykur fylgi
— Alþýðubandalag
tapar
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
unnið verulega á samkvæmt
skoðanakönnun sem gerð var á
vegum DV um síðustu helgi.
Fær flokkurinn 40,9% fylgi ef
aðeins eru teknir þeir sem tóku
' afstöðu í könnuninni, en í
DV-könnun, sem gerð var í
mars síðastliðnum hafði Sjálf-
stæðisflokkurinn fylgi 36,1%
kjósenda. Samkvæmt könnun-
inni tapar Alþýðubandalagið
mestu fylgi, fer niður í 10,5%en
var með 15,1% í könnuninni í
mars.
Ef aðeins eru teknir þeir
sem afstöðu tóku fær Alþýðu-
flokkurinn nú 19,0% en hafði
19,9% í marskönnuninni,
Framsóknarflokkurinn fær
nú 14,3% en hafði 16,2% i
mars, Bandalag jafnaðar-
manna fær nú 7,9% en hafði
5,6% og Samtök um kvenna-
lista fá nú 6,4% en höfðu
6,7%. í mars. Flokkur manns-
ins fær 0,9%< en hafði 0,3% í
mars.
Hækkun göjuskatts og eignarskattsauki:
Gengur þvert á stefnu og gef-
in fyrirheit ríkisstjórnarinnar
— segir Eyjólfur Konráð Jónsson
Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður fjárhags- og viðskiptanefndar efri
deildar, leggur til að frumvarp til laga um sérstaka fjáröflun til húsnæðis-
mála verði fellt. í nefndaráliti segir þingmaðurinn að með flutningi frum-
varpsins gangi ríkisstjórnin þvert á stefnu sína og fyrirheit um skattalækkan-
ir.
Aðrir stjórnarþingmenn í
fjárhags- og viðskiptanefnd, þeir
Valdimar Indriðason, (S), Egill
Jónsson, (S) og Jón Kristjáns-
son, (F) leggja til að frumvarpið
verði samþykkt.
Nefndarálit Eyjólfs Konráðs
Jónssonar fer hér á eftir í heild:
„Með flutningi frumvarps
þessa gengur ríkisstjórnin þvert
á birta stefnu sína og margítrek-
uð fyrirheit um skattalækkanir.
í þessu efni er fylgt fordæmi
vinstri stjórna frá 1978 sem
kristallaðist í svokölluðum
Ólafslögum þar sem ofstjórnar-
æðið var lögfest.
Stefna þessi gekk sér til húðar
1983 þegar verðbólguhraði var
kominn í 130% miðað við eitt ár,
erlendar skuldir hrönnuðust upp
í mesta góðæri íslandssögunnar
og gjaldmiðiliinn var hruninn.
Úrræðin höfðu ætíð verið þau að
dengja yfir nýjum sköttum,
einkum neyslusköttum i kjölfar
gengisfellinga og kjaraskerðing-
ar eða sem fyrirboða slíkra að-
gerða, en samhliða var hindrað
að íslenskir peningar mættu
vera í umferð til annarra en út-
valdra og sjávarútveginum kom-
ið á vonarvöl þegar hvergi var
starfsfé að fá nema á okurkjör-
um hjá Aröbum og Ameríku-
mönnum. Þennan vítahring ætl-
aði ríkisstjórnin að rjúfa og
tókst framan af margt vel og enn
er unnið að umbótamálum. En
meginstefnubreytingin í skatta-
og peningamálum hefur látið
standa á sér.
Fyrsti liður svokallaðra „mild-
andi aðgerða" í stefnuskrá ríkis-
stjórnarinnar 1983 hljóðar svo:
Skattar og tollar, sem nú
leggjast með miklum þunga á
ýmsar nauðsynjavörur verði
lækkaðir.
Þetta ákvæði var sett að skil-
yrði fyrir stuðningi við stefnu
stjórnarinnar áður en hún var
mynduð og samþykkt af öllum
þingmönnum Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks enda mátti
ljóst vera að dæmið gat aldrei
gengið upp nema til þessara úr-
ræða væri gripið samhliða
frjálsræði í peningamálum. Að
framkvæmd þessa þýðingar-
mesta ákvæðis var mikið unnið
strax síðla árs 1983 og síðar, en
ákvörðun hefur aldrei verið tek-
in. Þvert á móti var söluskattur
hækkaður á síöasta þingi um
hálfan af hundraði án þess að sú
aðgerð skipti einangruð öðru
máli en því að auglýsa fyrir al-
þjóð að ofsköttunarstefnunni
skyldi haldið áfram þrátt fyrir
gagnstæð loforð. Afleiðingarnar
þekkja allir.
Hækkun söluskatts nú er röng
ákvörðun. Þvert á móti ber að
standa við marggefin fyrirheit
um skattalækkanir til að tryggja
vinnufrið og kveða verðbólguna í
kútinn. Lækkun okurtolla og
skatta á brýnustu nauðsynjavör-
ur hvers einasta manns er nú
sem fyrr vænlegasta úrræðið
enda hefði slík skattalækkun tví-
efld áhrif; hún mundi gera
launafólki unnt að una við minni
kauphækkanir og hún væri bein
aðgerð gegn verðbólgu gagn-
stætt þessu frumvarpi.
Vandi húsbyggjenda er mikill,
úr honum og erfiðleikum at-
vinnuveganna ætti að bæta með
því að gera Seðlabanka íslands
— eða a.m.k. heimila honum —
að fullnægja þeirri frumskyldu
sinni „að annast seðlaútgáfu og
vinna að því, að peningamagn i
umferð og framboð lánsfjár sé
hæfilegt..." í stað þess að
„loka“ viðskiptabönkum og
sparisjóðum og færa allt fjár-
málalíf þjóðarinnar til útlanda
en sprengja upp vexti á „al-
mennum" markaði innanlands
Eyjólfur Konráð Jónsson
því að engum er heimilað að gefa
út peninga, starfsfé, ávísanir á
mikla auðlegð lands og þjóðar,
svo að jafnvægi geti myndast á
peningamarkaði og mismunun
og ranglæti linni. Hér er fylgt
tveim andstæðum stefnum, ann-
ars vegar eru vextir frjálsir en
hins vegar er hindrað að fram-
boð fjár sé eðlilegt.
Að því er söluskattshækkun
nú varðar til aðstoðar húsbyggj-
endum er auk þess um að ræða
kaldhæðnislega þversögn. Skatt-
urinn leggst auðvitað með marg-
földum þunga á þá sem eru að
Kjartan Jóhannsson (A), hefur
lagt fram breytingartillögu við frum-
varp til lánsfjárlaga 1985, þar sem
gert er ráð fyrir að ríkissjóður ábyrg-
ist skuldbindingar fiskeldisstöðva
gagnvart Framkvæmdasjóði íslands
vegna lántöku hjá Norræna fjárfest-
ingarlánasjóðnum, allt að 150 millj-
ónum króna.
Sami þingmaður hefur einnig
byggja. Þeir þurfa ekki einungis
að borga hækkunina á neyslu-
vörunum eins og aðrir, heldur til
viðbótar á öllu því sem til íbúð-
arinnar þarf, einmitt þegar erf-
iðleikarnir eru mestir. Þess er þá
að gæta að gífurlega há aðflutn-
ingsgjöld eru lögð á ýmsar bygg-
ingarvörur svo sem á hreinlæt-
istæki og eldhúsbúnað en ofan á
þau og álagningu leggst sölu-
skatturinn með miklum þunga.
Og svo má húsbyggjandinn, þeg-
ar greiðslubyrði hans er þyngst,
eiga von á stórhækkuðum eign-
arskatti ef honum kynni að
auðnast að halda húsinu og
flytja inn í það.
Engin orð er unnt að hafa um
það ákvæði að „af tekjuafgangi
Áfengis- og tóbaksverslunar
ríkisins skulu 30 millj. kr. renna
til húsnæðismála..." af því að
ríkissjóður er svo illa haldinn að
hann getur ekki greitt upphæð-
ina.
Þess er loks að gæta að skatt-
heimta þessi er ekki hugsuð til
að mæta einhverjum halla eins
sjóðs eða annars innanlands eða
utan. Hér er einungis um það að
ræða, að færa fé frá almenningi
til ríkisins, sem það síðan lánar
út með fullri verðtryggingu og
vöxtum. Það er með öðrum orð-
um verið að færa eignarráðin frá
fólkinu til ríkisins.
Með tilvísun til þess er ljóst að
1. minni hluti leggur til að frum-
varpið verði fellt.“
lagt fram, ásamt Svavari Gests-
syni (Abl), tillögu um að fjármála-
ráðherra verði heimilað að gefa út
verðtryggð ríkisskuldabréf, án
vaxta. Nýta á andvirði bréfanna
til að flýta verkáföngum frá gild-
andi vegaáætlun. Lagt er til að
ríkissjóði verði heimiluð lántaka
allt að 150 milljónum króna, vegna
þessa.
Breytingartillaga við lánsfjárlög:
Ríkissjóður ábyrgist skuld
bindingar fiskeldisstöðva
Stuttar þingfréttir
Odagsettar þinglausnir
— Eldhús á þingi í kvöld
Eldhúsdagur
ídag
Ekki er gert ráð fyrir miklum
fundahöldum á Alþingi í dag,
enda „eldhúsdagur" að kveldi,
þ.e. almennar stjórnmálaum-
ræður, sem útvarpað verður frá
Alþingi.
Sameinað þing mun þó vænt-
anlega funda milli klukkan tvö
og fjögur miðdegis.
Ódagsettar
þinglausnir
Þinglausnir eru enn ódagsett-
ar. Hugur stóð til þess að ljúka
þingi fyrir þjóðhátíð, 17. júni nk.
Ekki er enn ljóst, hvort slíkt
tekst. Allt eins getur farið svo að
þing standi fram í eða út næstu
viku.
Næsta víst er að þingið af-
greiðir lánsfjárlög og lög um
tekjuöflun til húsnæðislánakerf-
isins (þ.e. um sérstakt 1% hús-
næðisgjald á söluskattsstofn og
0,25% eignakattsauka). Mikill
hugur er í sumum þingmönnum
að ná einnig fram nýjum fram-
leiðsluráðslögum. Einnig svo-
kölluðum „þrílembingum", þ.e.
stjórnarfrumvörpum um þróun-
arfélag (nýsköpun í atvinnulífi),
Byggðastofnun og Fram-
kvæmdasjóð, að ógleymdu sjóða-
frumvarpinu, sem líka er í far-
vatninu. Þá er þingið langleiðina
gengið með bjórfrumvarp og
frumvarp um frjálsara útvarp.
Ljúki þingi fyrir þjóðhátíð er
líklegt að eitthvað af framan-
greindum málum verði lagt í
salt.
Lánsfjárlög
Frumvarp til lánsfjárlaga
1985 var afgreitt til þriðju og
síðustu umræðu í síðari þing-
deild í gær. Samþykktar vóru
nokkrar breytingartillögur frá
stjórnarliðum. Breytingartillög-
ur stjórnarandstöðu, sem ti.l at-
kvæða komu, vóru felldar.
• •
Onnur frum-
vörp við enda-
punkt
Nokkur önnur mál gengu og til
síðustu umræðu í neðri deild í
gær og gátu hugsanlega orðiö að
lögum á ráðgerðum kvöldfundi í
gær, eða síðar í þessari viku:
frumvarp um ríkislögmann,
frumvarp um sölu Þörunga-
vinnslunnar við Breiðafjörð,
frumvarp um veitinga- og gisti-
staði og frumvarp um Veðdeild
Búnaðarbanka Islands. Frum-
varp Egils Jónssonar (S) um
dýralækni í fisksjúkdómum gekk
til nefndar og annarrar umræðu
í síðari þingdeild.
Krafizt var nafnakalls um
frumvarpið um sölu Þörunga-
vinnslunnar (eftir aðra um-
ræðu). 28 þingmenn greiddu at-
Kjartan Ólafsson
kvæði með frumvarpinu, enginn
gegn, átta sátu hjá og þrír vóru
fjarverandi.
Kjartan Ólafs-
son tekur sæti
á þingi
Kjartan Ólafsson, fyrrv. rit-
stjóri, tók í gær sæti á Alþingi í
fjarveru Guðrúnar Helgadóttur
(Abl.), sem er fjarverandi er-
lendis í opinberum erindagjörð-
um. Kjartan er fyrsti varaþing-
maður landskjörinna þing-
manna Alþýðubandalags.