Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985
Opið bréf um
áfengismál
Á undanförnum mánuðum hef-
ur mikið verið rætt um sölu áfengs
bjórs á Islandi í kjölfar frumvarps
til laga um breytingu á áfengislög-
um.
Stjórn Lögreglufélags Reykja-
víkur hefur rætt þessi mál á fund-
um sínum og telur rétt koma eftir-
farandi á framfæri:
Verulegur þáttur í störfum lög-
reglunnar er að leysa málefni sem
tengjast notkun áfengis. Má því
ætla að lögreglumenn hafi meiri
reynslu en flestir aðrir af þeim
vandamálum sem tengjast áfeng-
isneyslu.
Tæpast er umdeilanlegt að með
tilkomu áfengs bjórs mun neysla
áfengis aukast og þar með eftir-
litsþáttur lögreglunnar.
Lögreglumenn telja sig t.d. hafa
orðið vara við verulega aukningu á
ölvun við akstur í þeim umdæm-
um sem svokallaðar „bjórkrár"
hafa verið stofnaðar.
Einnig bendum við á að áfeng-
isneysla unglinga hefur aukist
mjög mikið undanfarin ár. Og er
þa reynsla annarra þjóða að ungl-
ingar sækja í áfengan bjór sem þá
verður viðbót við aðra neyslu
áfengis.
Þessu til staðfestingar bendum
við á nýgerða könnun Landlæknis-
embættisins þar sem kemur fram
að 87% ungs fólks á aldrinum
15—20 ára hafi neytt áfengis.
Auk þessarar könnunar vitum
við af störfum okkar að aldur
þeirra sem neyta áfengis er allt
niður í 11 ára börn. Slík dæmi
verða ekki dregið fram í dagsljósið
vegna trúnaðar okkar við skjól-
stæðingana.
Vandamál þetta er svo stórt að
ef ekki verður gert átak til úrbóta
nú þegar verður það ævarandi
blettur á þjóðfélagi okkar.
Stjórn Lögreglufélags Reykja-
víkur tekur ekki efnislega afstöðu
til „bjórfrumvarpsins" en telur
rétt að benda á að samþykkt þess
leiðir til aukinnar löggæslu og
aukins kostnaðar þar af leiðandi
sem fellur í hlut ríkissjóðs að
greiða.
Bendum við því alþingis-
mönnum á að ætíð verður að taka
tillit til aukinnar löggæsluþarfar
þegar sett eru ný lög sem lögregl-
unni er ætlað að hafa eftirlit með
og á það ekki síst við ef áðurnefnt
„bjórfrumvarp" verður samþykkt.
Sú stefna stjórnvalda að draga
úr löggæslu með því að leyfa ekki
fjölgun í lögregluliðum hlýtur því
að vera mjög varhugaverð.
Að lokum beinum við því til
stjórnvalda að þau, nú á ári æsk-
unnar, hlutist til um stóraukna
fræðslu til almennings um áfeng-
ismál.
Fyrir hönd Lögreglufélags
Reykjavíkur,
SvavarG. Jónsson,
lHjrgrímur Guðmundsson.
Rannsóknir á streymi
Atlantssjávar norður
með Vesturlandi
DAGANA 30. maí og 2. júní lögðu
leiðangursmenn á Rs. Arna Frið-
rikssyni tveimur straummælinga-
duflum vestur og norðvestur af land-
inu.
Fyrra duflinu var lagt vestur af
Breiðafirði á 500 metra dýpi á stað
63 13,8 N og 27 31,4 V (Loran C
63035,2-45998,5). Síðara duflinu
var lagt í friðaða hólfið norður af
Kögri á 250 metra dýpi á stað 67
09,5 N 22 53,6 V (Loran C 62472,2
46711,8).
Báðar lagnirnar eru lóðréttur
strengur með neðansjávar duflum
og búnar fjarstýrðum sleppibún-
Fyrirhugað er að mælingar
standi í a.m.k. eitt ár og verður
skipt um segulbönd í straummæl-
unum tvisvar á þeim tíma. Fyrst í
byrjun október og aftur í byrjun
febrúar.
Skip, sem stunda veiðar í ná-
grenni þessara lagna, eru beðin að
sýna varkárni, en upplýsingar um
staðina munu liggja fyrir hjá
næstu strandstöðvum Landsím-
ans.
(FrétUtilkynning frá Hafrannsóknastofnuninni)
i3
Allii eru sammálcx um ágrœti
VWGOLF
VW GOLF CITY
er sömu kostum búinn
O HANN er sérhannaöur til sendiíeröa og ílutnings á smávörum.
0 HANN er einstaklega lipur í notkun og snar í snúningum.
O HANN er aíar léttur á íóömm varðandi eldsneytis- og viðhaldskostnaö.
O HANN skilar ótnílega vel upphaílegu kaupverði við endursölu.
O HANN kostar aðeins kr. 398.000 með dieselvélyip
0 HANN íœst einnig með bensínvél.
aði. Eru um 200 metrar niður á
fyrra duflið en um 100 metrar
niður á hið síðara.
Tilgangur þessara rannsókna er
að kanna streymi Atlantssjávar
norður með Vesturlandi inn á
Norðurmið og tengsl þess við veð-
urfarsþætti.
Jafnframt tengjast þær ýmsum
líffræðilegum rannsóknarverkefn-
um stofnunarinnar.
copco
ELDHÚSÁHÖLDIlY
gömul hugmynd
Copco eldhúsáhöldin eru fram-
leidd hjá N.A. Christensen &
Co. AS. i Danmorku. Copcti
eldhúsáhöldin eru framleidd úr
potti í þremur lita útfærslum,
þ. e. í svörtu, hvítu og svart
hvítu. Nýja Ccpco línan er
hönnuð af Bernadotte & Björn
og Michael Lax sem eru
fremstu honnuðir á þessu sviði
í Danmorku og í Bandarík|-
unum.
nútíma hönnun
Copco eldhusáhöldin má nota
hvort sem er á hellu, vfir opn-
um eldi eða inní ofni. Copco
eldhúsáhöldin hitna mun fvrr
en áhold i oðrum gæðaflokk-
um, þannig sparar Copco um-
talsverða orku og tíma.
Opið laugardaga.
Póstsendum.
ELDHÚSÁHÖLD ÚR POTTI
gomui hugmvnd - nútima honnun