Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985 Opið bréf um áfengismál Á undanförnum mánuðum hef- ur mikið verið rætt um sölu áfengs bjórs á Islandi í kjölfar frumvarps til laga um breytingu á áfengislög- um. Stjórn Lögreglufélags Reykja- víkur hefur rætt þessi mál á fund- um sínum og telur rétt koma eftir- farandi á framfæri: Verulegur þáttur í störfum lög- reglunnar er að leysa málefni sem tengjast notkun áfengis. Má því ætla að lögreglumenn hafi meiri reynslu en flestir aðrir af þeim vandamálum sem tengjast áfeng- isneyslu. Tæpast er umdeilanlegt að með tilkomu áfengs bjórs mun neysla áfengis aukast og þar með eftir- litsþáttur lögreglunnar. Lögreglumenn telja sig t.d. hafa orðið vara við verulega aukningu á ölvun við akstur í þeim umdæm- um sem svokallaðar „bjórkrár" hafa verið stofnaðar. Einnig bendum við á að áfeng- isneysla unglinga hefur aukist mjög mikið undanfarin ár. Og er þa reynsla annarra þjóða að ungl- ingar sækja í áfengan bjór sem þá verður viðbót við aðra neyslu áfengis. Þessu til staðfestingar bendum við á nýgerða könnun Landlæknis- embættisins þar sem kemur fram að 87% ungs fólks á aldrinum 15—20 ára hafi neytt áfengis. Auk þessarar könnunar vitum við af störfum okkar að aldur þeirra sem neyta áfengis er allt niður í 11 ára börn. Slík dæmi verða ekki dregið fram í dagsljósið vegna trúnaðar okkar við skjól- stæðingana. Vandamál þetta er svo stórt að ef ekki verður gert átak til úrbóta nú þegar verður það ævarandi blettur á þjóðfélagi okkar. Stjórn Lögreglufélags Reykja- víkur tekur ekki efnislega afstöðu til „bjórfrumvarpsins" en telur rétt að benda á að samþykkt þess leiðir til aukinnar löggæslu og aukins kostnaðar þar af leiðandi sem fellur í hlut ríkissjóðs að greiða. Bendum við því alþingis- mönnum á að ætíð verður að taka tillit til aukinnar löggæsluþarfar þegar sett eru ný lög sem lögregl- unni er ætlað að hafa eftirlit með og á það ekki síst við ef áðurnefnt „bjórfrumvarp" verður samþykkt. Sú stefna stjórnvalda að draga úr löggæslu með því að leyfa ekki fjölgun í lögregluliðum hlýtur því að vera mjög varhugaverð. Að lokum beinum við því til stjórnvalda að þau, nú á ári æsk- unnar, hlutist til um stóraukna fræðslu til almennings um áfeng- ismál. Fyrir hönd Lögreglufélags Reykjavíkur, SvavarG. Jónsson, lHjrgrímur Guðmundsson. Rannsóknir á streymi Atlantssjávar norður með Vesturlandi DAGANA 30. maí og 2. júní lögðu leiðangursmenn á Rs. Arna Frið- rikssyni tveimur straummælinga- duflum vestur og norðvestur af land- inu. Fyrra duflinu var lagt vestur af Breiðafirði á 500 metra dýpi á stað 63 13,8 N og 27 31,4 V (Loran C 63035,2-45998,5). Síðara duflinu var lagt í friðaða hólfið norður af Kögri á 250 metra dýpi á stað 67 09,5 N 22 53,6 V (Loran C 62472,2 46711,8). Báðar lagnirnar eru lóðréttur strengur með neðansjávar duflum og búnar fjarstýrðum sleppibún- Fyrirhugað er að mælingar standi í a.m.k. eitt ár og verður skipt um segulbönd í straummæl- unum tvisvar á þeim tíma. Fyrst í byrjun október og aftur í byrjun febrúar. Skip, sem stunda veiðar í ná- grenni þessara lagna, eru beðin að sýna varkárni, en upplýsingar um staðina munu liggja fyrir hjá næstu strandstöðvum Landsím- ans. (FrétUtilkynning frá Hafrannsóknastofnuninni) i3 Allii eru sammálcx um ágrœti VWGOLF VW GOLF CITY er sömu kostum búinn O HANN er sérhannaöur til sendiíeröa og ílutnings á smávörum. 0 HANN er einstaklega lipur í notkun og snar í snúningum. O HANN er aíar léttur á íóömm varðandi eldsneytis- og viðhaldskostnaö. O HANN skilar ótnílega vel upphaílegu kaupverði við endursölu. O HANN kostar aðeins kr. 398.000 með dieselvélyip 0 HANN íœst einnig með bensínvél. aði. Eru um 200 metrar niður á fyrra duflið en um 100 metrar niður á hið síðara. Tilgangur þessara rannsókna er að kanna streymi Atlantssjávar norður með Vesturlandi inn á Norðurmið og tengsl þess við veð- urfarsþætti. Jafnframt tengjast þær ýmsum líffræðilegum rannsóknarverkefn- um stofnunarinnar. copco ELDHÚSÁHÖLDIlY gömul hugmynd Copco eldhúsáhöldin eru fram- leidd hjá N.A. Christensen & Co. AS. i Danmorku. Copcti eldhúsáhöldin eru framleidd úr potti í þremur lita útfærslum, þ. e. í svörtu, hvítu og svart hvítu. Nýja Ccpco línan er hönnuð af Bernadotte & Björn og Michael Lax sem eru fremstu honnuðir á þessu sviði í Danmorku og í Bandarík|- unum. nútíma hönnun Copco eldhusáhöldin má nota hvort sem er á hellu, vfir opn- um eldi eða inní ofni. Copco eldhúsáhöldin hitna mun fvrr en áhold i oðrum gæðaflokk- um, þannig sparar Copco um- talsverða orku og tíma. Opið laugardaga. Póstsendum. ELDHÚSÁHÖLD ÚR POTTI gomui hugmvnd - nútima honnun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.