Morgunblaðið - 11.06.1985, Síða 54

Morgunblaðið - 11.06.1985, Síða 54
54 c8ei tt'PJl ,IÍ ÍI JOAOUtdlflí .aiGi JHiílíOflOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985 HINN MANNLEGI ÞÁTTUR/eftir Ásgeir Hvítaskáld Forboðni bjórinn Herra, Ólafur J.B. Kveldúlfsson, góðtemplari frá Jólabóli var á gangi niður við höfn seint um sunnudagskvöld. Hann var ný- kominn af stórstúkufundi þar sem hann hafði haldið stormandi ræðu og predikað út af áfengisbölinu. Þessi 66 ár sem hann hafði lifað hafði aldrei áfengi komið inn fyrir varir hans, ekki svo mikið sem einn dropi. Þessvegna var hann æðsti maður stórstúkunnar. Hann heyrði sitt eigið fótatak í kvöld- kyrrðinni og hóstaði vegna flensu sem lengi hafði angrað hann. Virðuleiki var i öllu fari hans, mest í svipnum. En það var bara á yfirborðinu. ólafur J.B. var varaþingmaður fyrir Austurlandskjördæmi eystra og sat oft á Alþingi. Hann beitti sér sérstaklega gegn nokkrum ungum mönnum sem vildu leyfa bjórdrykkju í landinu. En á ís- landi var bannað að selja bjór og stranglega bannað að drekka hann. Það varðaði fangelsi og ef um slæm tilfelli var að ræða þá gat sökudólgurinn átt von á að vera sendur til Ameríku þar sem hann yrði látinn dúsa á 8 mánaða betrunarnámskeiði. En margir sátu í fangelsi út af bjórdrykkju um þessar mundir. ólafur J.B. frá Jólabóli var viss um að ef leyft yrði að drekka bjór á íslandi þá myndi hann eyðileggja lifrina í þjóðinni og menn myndu fá sér þegar þeim sjálfum sýndist. Hon- um fannst allt í lagi þó nokkrir drykkju brennivín að víkingasið og lúskruðu á konum sínum. Bjór- inn myndi kenna mönnum að drekka í hófi, það var ekki hægt. Þá kæmu eldgos og öskufall og skrattinn myndi birtast. Nei, bjór var hámark eitursins. Ólafur J.B. hafði fundið fyrir einhverri undarlegri tilfinningu þetta kvöld. Aðeins þessa helgi yrði hann í bænum, snemma næsta morgun færi hann með rútu heim í heiðardalinn. Hann fann fyrir einhverri undarlegri löngun til að gera eitthvað ljótt. Þess vegna gekk hann þarna í rökkrinu niður á kæja, þar sem angaði af blautu mjöli. Fjallfoss lá við bryggju og var hálfnað við að skipa upp úr honum. Bretti stóðu í stöflum við skipshlið, gámar og ýmislegt dót. Ólafur hneppti að sér fína frakkanum og um hann fóru illar hugsanir. Þegar hann Baer á Höfðaströnd í Skagafirði, 10. júní. EFTIR hvítasunnuhret hefur ekki hlýnað verulega og ennþá er nokk- ur fönn í fjöllum eftír það hret. En þó má heita gott veður á degi Kristneshæli: Engar tak- markanir „ÞAÐ ER rangt að takmarkanir verði á starfi Kristneshælis í sumar vegna sumarleyfa starfs- fólks. við munum halda uppi fullu starfi í sumar,“ sagði Bjarni Arth- úrsson, framkvæmdastjóri Kristnesshælis, í samtali við Morgunblaðið vegna fréttar á sunnudag um að takmarkanir verði á starfi hælisins í sumar. horfði á ryðgaða síðu fraktskips- ins langaði hann til subbulegra hafna i fjarlægum löndum. ólafur fann að innst inni þráði hann að fara í ferð með svona skipi, vera órakaður og ganga um í vinnuföt- um, drekka bjór og brennivín, láta tattovera sig á handlegginn og hafa viðskipti við spænskar, jafn- vel þeldökkar konur. Allar sálir þrá að vera frjálsar. Hví gæti hann ekki verið manneskja um tíma. Ólafur J.B. barðist gegn þessum hugsunum. Hann var heiðursfélagi ungtemplarafélags- ins, kennari í sunnudagaskólan- um. Hann mátti ekki hugsa svona, átti að vera góð fyrirmynd. Svo hann hraðaði för sinni, ætlaði upp á Hótel Sögu, þar sem hann hélt til, eins og virðulegum bónda og þingmanni sæmir. En allt í einu sá hann glitta í litla flösku sem stóð í holu í timb- urbúnti. Líkt og einhver væri að fela hana þar. Ólafur vildi halda förinni áfram en eitthvað dró hann til að athuga málið. Þar byrjuðu mistökin. Þetta var lítil flaska með löngum ávölum stút og yfir tappanurri var gulllitaður silf- urpappír. Áður en hann vissi hafði hönd hans tekið flöskuna og hann las utan á miðann. Þetta var danskur bjór Tuborg gull, óupp- tekinn. Einhver hafði falið flösk- una þarna fyrir tollyfirvöldum og smyglað henni svona inn í landið. Ólafur J.B. sá fyrir sér glans- myndir af Jesú og hvar Guð al- máttugur gráhærður fylgdist með honum. Það var þangað í himna- ríki sem hann langaði svo að kom- ast á efsta degi. En í æðum ólafs J.B. brann löngun. Löngun til að drekka þennan umtalaða og bann- aða bjór, án þess nokkur sæi. Hann streittist á móti freisting- unni, en tapaði. Á móti sínum ytri vilja stakk hann flöskunni inn á sig og gekk af stað. Hann sá róna sem var að gramsa í öskutunnu og leit upp. Sá var í rifnum og krumpuðum frakka, bólugrafinn, og þegar Ólafur sá soltin augu hans varð hann hræddur og tók til fótanna. Með bjórinn ískaldann inn á sér sá hann sjálfan sig í predikunarstólnum. Hann reyndi að hlaupa burt frá guðamyndun- um. Lögreglubíll ók rólega Tryggvagötuna og skelfingu lost- inn flúði Ólafur J.B. inn í sund. Svitinn spratt fram á enni hans; hjartað hamaðist í brjóstinu. hverjum, 4 til 10 stiga hiti um há- daginn. Gróðri skilar vel, eða svip- að og á síðasta vori. Sums staðar er þegar farið að láta út naut- pening. Sauðburður gekk alls stað- ar vel sem til er vitað og kartöflur eru að skjóta upp blöðum og lofa góðu ef sumar verður hlýtt. Fiskafli var góður í maí í Skaga- firði og áta var mikil inni á firðin- um. Ennþá er silungur í sjó út- troðinn af loðnu. En fiskur inni á firðinum virðist vera uppurinn að mestu, að minnsta kosti í bili. At- vinna í frystihúsum er eins og að venju uppistaða í atvinnulífi fólksins. Byggingaframkvæmdir á Sauðárkróki eru þó miklar en lítið byggt í sveitinni. Það má heita að sumarhugur sé nú í öllu fólki, enda er sumarið komið. Björn í Bæ Ólafur vissi að hann hafði orðið freistingunni að bráð. Þegar löggan var farin skellti hann sér inn í símaklefann beint á móti Bæjarins bestu. Þar hringdi hann utanbæjarsímtal. „Já, halló, mamma. Þetta er ég. Ég kemst ekki með rútunni í fyrramálið. Ég verð upptekinn í alla nótt við að predika fyrir mjög villtum ungmennum sem hafa orð- ið svalllífi að bráð. Kem kannski með seinni rútunni. Þó getur farið svo að ég verði hér í bænum í nokkra daga. Þú lítur eftir fjár- húsunum og mundu að kitla Bú- kollu á bak við eyrun áður en hún er mjólkuð." Ólafur vissi ekki að honum var veitt eftirför. Á bak við Bæjarins bestu, þar sem stóð ruslagrind með svörtum plastpoka, dró Ólaf- ur J.B. yfirtemplari upp bjórflösk- una. Og nú var ekki lengur virðing yfir svipnum. Hann strauk mjúk- ar línur flöskunnar og bar hana upp í Ijósið. Glampinn i augum hans var fullur losta. Hann var á valdi freistinganna. Holdið er veikt. Varlega, til að brjóta ekki stútinn, byrjaði hann að ná tapp- anum af með lykli. Titraði og skalf af hræðslu; líkaminn sjúkur af löngun. Það var of seint að snúa við. Hann vildi smakka þennan drykk eins og allir frjálsir menn í öðrum löndum. „Blúbb," sagði tappinn og skaust út í loftið. Froða steig upp í stútnum. Fyrst þefaði ðlafur af drykknum. Næst bar hann votann stútinn upp að vörunum svo hallaði hann flöskunni og lokaði augunum. Hvað myndi ske, yrði hann drykkjusjúklingur, já ábyggilega. Myndi hann tapa jörðinni og öll- um eigum sínum, já ábyggilega. Myndi lifrin í honum skemmast, já ábyggilega. Rannsóknir höfðu sýnt að í bjórlöndum var mun meira um lifrarskemmdir. ólafur vissi að íslendingar voru ekki fær- ir um að ákveða sjálfir hvað þeim var fyrir bestu, þar var hann með- talinn. Þetta var hans dauðadóm- ur. En löngur.in var sterkari. Hann fann kaldan vökvann renna upp í sig og niður vélindað. Þetta var framandi á braðið, eins og sykurlaus gosdrykkur. Þarna stóð, miðaldra virðulegur maður í roki, að drekka bjór í felum seint á sunnudagskvöldi. Hann vissi ekki hvað hann átti í vændum. Brátt var flaskan hálf. Þá allt í einu skaut róni höfði fyrir horn. „Hæ, félagi. Fannstu eitthvað liðugt?" Ólafur J.B. hrökk í kút. Sam- stundis var flaskan komin undir frakkann. „Gefurðu ekki bróðir þínum og samstarfsmanni og félaga á sömu braut, smá sopa. Svona til hress- ingar aumri og einmana sál.“ Ólafur hristi hausinn og vildi strunsa burt. En róninn gekk í veg fyrir hann. „Ég sá þú fannst flösku í timb- urstafla." „Nei, herra, ég er ekki með neitt." „Þú kallar mig herra. Ert þú nýr hér í strætinu. Sérðu ekki að ég er enginn herra, ég er eins og þú. Gefðu bróður þínum smá sopa, bara smá.“ Rokið feykti slitnu hári hans og soltin augu störðu á frakka Ólafs. „Ég er ekki með neitt." „Ég veit hvað þú ert með. Ef þú deilir þessu ekki með þjáninga- bróður þínum þá næ ég í lögregl- una. Þú veist hvað er gert við menn sem drekka svona bannaða bjórdrykki." ólafur titraði í hnjánum af hræðslu. Hann vissi ekkert betra ráð en að taka til fótanna. Róninn tók stefnuna á lögregluvarðstof- una í Tollhúsinu. Hlaupandi eins og fætur toguðu, fór Ólafur fram- hjá Pósthúsinu, með þumalputt- ann í stútnum. Þessi flaska hafði dregið hann inn í heim syndanna; niður í sor- ann, á einu andartaki. Honum skrikaði fótur, kylliflatur datt þungur líkaminn í götuna. Er hann opnaði augun var andlitið klesst ofan í göturæsið; sá rimlana og fann skolpfýluna sem steig upp. „Guði sé lof,“ sagði hann er kom í ljós eftir þukl, að flaskan var ekki brotin. Ólafur J.B. sem var fyrrverandi virðulegur templari staulaðist á fætur. Frakkinn hafði rifnað, all- ur orðinn krumpaður, ataður ryki og skít. Drulluklessa var komin á aðra kinnina. Þar sem hann hljóp út á Austurstrætið var hann nán- ast óþekkjanlegur frá þvi sem áð- ur var. Allur virðuleikinn í nýrök- uðu andlitinu var á bak og burt, slæpingjahrukkur komnar í stað- inn. Vindurinn gnauðaði í grjótbygg- ingunum við göngugötuna, pylsu- vagn á hjólum stóð þar og var búið að setja hlera fyrir alla glugga. Ólafur var einn með bjórnum. í skoti fékk hann sér sopa. „Aha ... “ stundi hann af ánægju. Freistingin er sæt. Nú var hann alveg hættur að streitast á móti, allar guðamyndir voru á brott. Honum var andskotanum sama um allt mannorðið eins og það lagði sig. Hann fann að alkohólið sem læðst hafði inn í æðarnar hafði rekið flensuna úr líkaman- um. Ekkert hor var lengur í nef- inu, enginn særindi í hálsinum og enginn hósti. Þar fyrir utan kom enginn verkur í lifrina. En hann vissi að menn sem drukku bjór á íslandi urðu að gjalda það háu verði. Og það heyrðist sírenuvæl. Fyrst eitt í fjarska en svo mörg úr öllum áttum og nálguðust óðfluga. Ólafur hljóð inn í portið hjá Nýja Bíó, þar komst hann ekki lengra. Brátt heyrði hann bílhurðum skellt og sá blikkandi ljósglampa á húsveggjum. Honum tókst að klifra upp þakrennu og brátt var hann kominn upp á bárujárnsþak- ið á Hressingarskálanum. Þá sá hann fjóra lögreglubíla á Lækjar- torgi og einn sjúkrabíl keyra upp á kantsteininn. „Þarna er hann,“ heyrðist sagt og þeir beindu ljóskösturum á hann. „Það er bannað að drekka bjór á íslandi. Viltu koma niður og þú færð vægan dóm,“ galaði yfirlög- regluþjónn í gjallhorn. Olafur steytti hnefa á móti og stökk út í tré og lét sig síga niður í garðinn á bak við Hressó. Þar stóðu hvítir garðstólar í óreiðu, líkt og skilið hefði verið við þá í flýti. ðlafur raðaði stólum við eitt borðið, settist og ímyndaði sér að hann væri á útikaffihúsi. Drakk svo bjórinn í rólegheitum og naut þess. Taldi sopana, hafði þá litla til að drýgja flöskuna. Honum var sama þó Iöggan væri á hælunum. Bara ef hann fengi að drekka þennan bjór til hinsta dropa. Skagafjörður: Enn fönn í fjöllum eftir hvítasunnuhretið Vegna þess hann var fyrirmynd ungmenna þá fengi hann þungan dóm, þyngsta dóm sem nokkur maður gat fengið fyrir að drekka bjór. Á íslandi var það stór glæp- ur. Ólafur heyrði trampið í lög- regluþjónunum uppi á þakinu, heyrði þytinn í laufinu og fann sætleikann streyma í æðum sér. Hann verkjaði ekkert í lifrina, skrítið. ólafur vissi að hann var kenndur i fyrsta sinn og honum fannst það dásamlegt. Héðan í frá mundi hann drekka á hverjum degi. „Hvað ætli hún Búkolla mín myndi segja ef hún sæi mig núna, sú yrði hneyksluð, ha, ha, ha ... “ röflaði hann við sjálfan sig. „Þú litla bjórflaska sem komst inn í mitt auma líf. Þú dásamlega flaska með þínum töfradrykk. Hvað er svona slæmt við þig. Má maður ekki sjálfur ákveða sín ör- lög. Hví er íslendingum bannað að njóta þín. Það rennur af mér á morgun, og ég verð samur maður á ný.“ Með stigum og aðstoð körfubíls komu lögregluþjónarnir niður í garðinn. Ólafur stóð upp og öskr- aði á móti þeim: „Komið bara og takið mig. Ég hef ekkert gert af mér, þó ég hafi drukkið einn bjór. Víkingarnir flúðu frá óréttlæti í Noregi og til íslands þar sem þeir stofnuðu nýtt ríki með nýjum sanngjörnum lög- um. En þetta er kúgun. Það hefur hver maður rétt til að ákveða sjálfur hvað fer inn fyrir hans varir.“ „Ekki vera með mótþróa, gefðu þig okkur á vald og dómurinn verður aðeins fangelsisvist." Ólafur sá hvítar kollhúfur um allt. Hann vissi að lögregluforing- inn var að ljúga þessu til að fá minni mótspyrnu. Þrátt fyrir allt yrði hann sendur til Ameríku og settur í rafmagnsstólinn. Hann flýtti sér að taka síðasta sopann. „Ég vil fá að vera manneskja," galaði hann. Skyndilega var gripið fast um handlegginn á honum. Þeir höfðu náð honum, glóðvolg- um með flösku í hendi. Lögreglu- foringinn glotti. Ólafur vissi að hans beið 8 mánaða námskeið á lokuðu hæli með sálfræðiívafi. Hann vildi slíta sig lausan og hlaupa út í frelsið. „Ólafur, J.B. Herra, Ólafur J.B. vaknaðu, maður." Heyrði ólafur í svefnrofunum. Allt í einu vaknaði hann upp af vondum draumi. Hann sat á hörð- um stól inn á Alþingi og hafði sofnað fram á borðið, kominn með krumpaða kinn. Það var Albert Guðmundsson sem hélt í arm hans. Sólin skein inn um gluggann og í salnum var þykk hitamolla og svitalykt. „Ætlarðu ekki að greiða bjór- frumvarpinu atkvæði þitt.“ „Ha, hva ... “ sagði Ólafur og þurrkaði framan úr sér svitann. „Ertu með eða á rnóti." Allir alþingiskarlarnir horfðu á hann. „Þeir sem eru með bjórfrum- varpinu, vinsamlegast rétti upp hönd,“ endurtók fundarstjóri, neðri málstofu, neðri deildar. ólafur J.B. Kveldúlfsson frá Jólabóli rétti upp hönd. Allur þingheimur ætlaði að missa út úr sér augun. „Ólafur, hvað ertu að hugsa, það er ekki þér líkt að láta bjórmálið fara í gegn. Það veltur allt á þínu atkvæði." Þá mundi Ólafur að hann var formaður stórstúkunnar, hafði haldið ræður og skrifað greinar gegn bjórnum. Var góð fyrirmynd ungtemplara, hafði aldrei látið vín inn fyrir sínar varir nema í draumi. Hann hafði varað við hættunni á lifrarsjúkdómum ef bjór yrði leyfður í landinu. „Afsakið, ég var hálf sofandi," sagði ólafur og tók niður hendina. Og rétt einu sinni í 13. sinn var bjórfrumvarpið fellt á Alþingi ís- lands. Alþingið sem stofnað var á Þingvöllum árið 1000 í nafni rétt- lætis og til að varðveita persónu- frelsi. I fjarska heyrði ólafur J.B. er fundarstjórinn sló með tréham- ar, sem þýddi að fundi var slitið og allir áttu frí það sem eftír var dagsins. ólafur J.B. setti aftur upp sinn fyrri virðingarsvip.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.