Morgunblaðið - 11.06.1985, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985
59
Ný hljómplata frá
Graham og Bergþóru
HUÓMPLATA Bergþóru Árnadótt-
ur vísnasöngkonu og Grahams
Smith fiðluleikara „Það vorar — a
musical affair, er væntanleg á mark-
aðinn innan skamms. Platan hefur
að geyma afraksturinn af u.þ.b. eins
árs samvinnu Bergþóru og Grahams,
en þau hafa leikið mikið saman á
krám borgarinnar, vísnakvöldum og
öðrum uppákomum, síðan þau
kynntust fyrst, á Jónsmessu í fyrra,
eins og segir í fréttatilkynningu.
Upptökur voru að mestu gerðar
í Mjöt við Klapparstíg undir
stjórn Jóns Gústafssonar. Þó voru
tvö af lögum Bergþóru tekin upp í
upptökustúdíói Geimsteins í
Keflavík, og sá Tryggvi Hubner
um það. Á plötunni eru samtals 10
lög, 6 eftir Bergþóru og 4 eftir
Graham.
Graham Smith er nú búa sig
undir að kveðja landið fyrir fullt
og allt, en hann mun flytja til síns
heimalands, Englands, í byrjun
júlí. Vonir standa þó til að hann
komi aftur til tónleikahalds í
október, fái platan jákvæðar und-
irtektir.
(Úr fréttatilkynningu)
Jólagjöf héðan árlega en heim-
sækir landið í fyrsta skipti í sumar
skipshafnarskrám er ólöf skráð
búrþerna á Ms. Gullfoss árið 1919.
Þá átti Ólöf heima á Hverfisgötu
47, en er sögð fædd í Dalasýslu. í
ættarskrá dalamanna, „Dala-
menn“ fann Sigurlaugur, nafn
Böðvars Guðmundssonar, bónda á
Skarði í Haukadal og þar kemur
fram að hann átti dóttur, ólöfu,
sem talin er hafa flutt til vestur-
heims.
Hjónin Böðvar Guðmundsson og
Elinborg Tómasdóttir frá Litlu-
Þverá í Miðfirði, bjuggu á Skarði
fram til ársins 1890 er Böðvar lést.
Börn þeirra önnur en ólöf voru,
Stefán á Fallandastöðum, hann
drukknaði 1906, Katrín, hún átti
Sigurvin Baldvinsson frá Stóra-
Múla í Saurbæ, Signý, hún átti
Eðvarð Hallgrímsson á Helga-
vatni í Vatnsdal, Jóhanna Kristín,
hún átti Gunnar Gunnarsson á
Akranesi, Daníel í Fossseli í
Hrútafirði og Sigurrós, hún átti
Björgvin Hermannsson, hús-
gagnameistara í Reykjavík.
Islandsferð Signýjar er gjöf frá
börnum hennar og mun hún dvelja
hér daganna 22. til 29. júní.
VESTUR-íslendingurinn Signý N. Stewart kemur hingað til lands í sumar í
leit að ættmönnum sínum og eru eiginmaðurinn, dóttir og tengdasonur með
í ferðinni. Signý er 65 ára gömul en móðir hennar, Ólöf Böðvarsdóttir, flutti
til Bandaríkjanna árið 1919 og bjó í New York þar til hún lést 1953.
I bréfi, sem dóttir Signýjar N.
Stewart skrifar til Eimskipafélags
íslands, kemur fram að afi henn-
ar, Jón Jónsson hafi verið í skips-
höfn ms. Gullfoss á árunum 1919
til 1920 á sama tíma og ólöf amma
hennar var skipsþerna um borð.
Signý fæddist í New York en
hefur alla tíð reynt að halda
tengslum við ísland þrátt fyrir að
hún hafi aldrei komið hingað. Hún
hefur sagt börnum sínum þjóðsög-
ur frá íslandi, rakið sögu landsins
fyrir þeim og verið áskrifandi að
tímaritum um ísland. Á hverjum
jólum hefur hún gefið börnunum
eitthvað sem pantað hefur verið
frá íslandi.
Sigurlaugur Þorkelsson, deild-
arstjóri hjá Eimskipafélagi Is-
lands staðfesti að hann hefði
fundið nafn Ólafar í skipshafn-
arskrám á Þjóðaskjalasafninu en
ekki nafn Jóns Jónssonar. I
Graham Smith og Bergþóra Árnadóttir
Askriftarsíminn er 83033
Minolta býöur stœrsta úrval ZOOM Minolta Ijósritunarvélarnar taka fró 15 til
Ijósritunarvéla sem völ er ó, enda ZOOM 50 eintök ó mín„ hafa allt að 1500
tœknin þeirra eigin uppfinning. Meö eintaka pappírsforöa og eru allar meö
ZOOM bjóöast nœr ótakmarkaðir kyrrstœöu myndboröi.
minnkunar og stœkkunarmöguleikar.
ZOOM UÓSRITUNARVÉLAR - HREIN TÖFRATÆKI
KJARAN
ÁRMÚLA 22 REYKJAVÍK SÍMI83022
MINOLTA
HEIMSINS MESIA ÚFVAL
AF ZOOM UÓSRÍIUNAÍ^ÆLUM