Morgunblaðið - 11.06.1985, Síða 62
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. JtJNÍ 1985
fflMMtt
„ $ly5a-try9^'in^in KonS rcnnur
át cftir fiVrjmtcwi m'mLitur. "
ásí er ...
... að bœta ráð sitt
TM Reg. U.S. Pat. Off.-all rights reserved
C1985 tos Angeles Times Syndicate
'íé-
Ég er viss um að þér fellur betur
þessi opna gerð af hjálmunum?
HÖGNI HREKKVÍSI
Lítið hugsað
um öryrkja
JJ. skrifar:
Mig langar að skrifa um öryrkja
og aldraða. Hvernig er hægt að
ætlast til að við lifum á 11.000
þegar aðrir fá 20—70.000 krónur á
mánuði.
Þarna finnst mér að ríkið ætti
að koma til móts við fólkið, sem er
á stofnunum. Hvers vegna er ekki
farið eftir lögum í sambandi við
húsnæði fyrir okkur? Sumir
byggja og byggja og gera ekki ráð
fyrir okkur sem erum með hækjur
og eru í hjólastólum. Ég get nefnt
fjölda dæma hjá ríki og borg þar
sem ekki er gert ráð fyrir okkur:
Þjóðleikhúsið, Borgarbókasafnið,
ÁTVR, Borgartún 7 og fleiri hús-
byggingar. Nú, síðan eru það allir
veitingastaðirnir til dæmis Broad-
way, Hollywood, Þórskaffi, Klúbb-
urinn, Safarí og fleiri staðir. Mig
langar því að vita hvort starfsfólk
þessara staða og stofnana sé til-
búið til að bera okkur tvisvar til
þrisvar upp og niður stigana. Það
mætti halda að þið hugsið lítið
nema um sjálfa ykkur.
Forðist þjófa
Jón Sigurðsson hringdi:
Það er víst faraldur erlendis
að verið sé að ræna fólk og
finnst mér allt í lagi að benda
fólki á að til eru veski, sem eru
svokölluð innanklæðaveski fyrir
peninga og eru þessi veski seld í
bönkum. Það er alveg ástæðu-
laust að láta slíkt óhapp koma
fyrir. Það er bæði óþægilegt og
bagalegt í alla staði.
Til dæmis var verið að tala um
að strákarnir, sem fóru í hjól-
reiðakeppnina erlendis fyrir
stuttu, voru rændir sínu fé.
Hefðu þeir verið með slíkt veski,
hefði þetta líklega ekki komið
fyrir.
Köttur í óskilum
Klsa Dragen hringdi:
Ég er með kött í óskilum, sem ég hefði viljað koma heim til sín eða
vita hvort einhver góðhjartaður myndi vilja taka hann að sér.
Ég bý við Bergstaðastrætið og þann 20. maí sl. kom þessi köttur og
bankaði upp hjá mér. Hann er svartur fressköttur með hvítar loppur
og hvítan háls og upp að neðri vör vinstra megin. Hann er líka hvítur
undir kviði og er með hvít veiðihár. Þetta er ungur og vel vaninn
köttur, blíður og góður. Upplýsingar um kisu eru hjá Kattavinafélag-
inu, Dýraspítalanum eða í síma 10539.
Meðfylgjandi mynd er af ketti þessum.
Rás 2 reynir að gera öllum til hæfis
Þorsteinn hringdi:
Það hafa margir skrifað í dálk
þinn og tjáð sig um hvað rás 2 sé
leiðinleg og t.d. á miðvikudaginn
síðasta sá ég fyrirsögn er sagði
„Er eitthvað að í Efstaleitinu?"
Ég fór strax að lesa greinina og
fannst mér hún meiri vitleysan
og bréfritarinn kvartar yfir því
að hann heyri ekki þá tónlist
sem honum finnst góð. Hann
segir m.a. að það sé martröð að
hlusta á rás 2. Ég á mína uppá-
haldshljómsveit, sem heitir
„Tears for Fears" og hef ég ekki
heyrt mikið í henni á rás 2, en
þrátt fyrir það fer ég ekki að
kvarta í blöðum út af því.
Ég er alveg viss um að um-
sjónarmenn rásar 2 reyna að
gera öllum hlustendum til hæfis
og finnst mér að rás 2 eigi mikið
lof skilið. Ásgeir og Páll eiga
mikið lof skilið fyrir vinsælda-
listann svo og fleiri góðir menn
þarna í Efstaleitinu.