Morgunblaðið - 11.06.1985, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3,1. JÚNl 1985
63
• VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
' TIL FÖSTUDAGS
W(/JMTW*-UM-0 tr
Raunasaga gæludýraeiganda
Stebbi skrifar:
Ég er alveg yfir mig sár og reið-
ur og er satt að segja búinn að
vera það síðan um áramótin. Það
eru þessi bölvuð lög sem fara
svona í taugarnar á mér og ég
spyr: Er það forsvaranlegt að
skipta þjóðinni svona í tvennt með
löggjöf og það í lýðræðisþjóðfé-
lagi?
Þannig er mál með vexti að ég,
eins og fleiri, á mér gæludýr sem
ég hef haft með mér nánast hvert
sem ég fer og líður satt að segja
ekkert vel að þurfa að skilja við
það nema þá stutt í einu. Þó læt ég
það vera eftir heima þá sjaldan ég
fer í kirkju, sem er að vísu ekki
nema við jarðarfarir, og hef svo
sem alveg þolað við á meðan, það
skal viðurkennt. Eins hefur ekki
mátt taka þetta gæludýr með sér í
strætó, af hverju sem það nú er,
en það snertir mig ekki, því ég á
bíl.
Yfirleitt hef ég þó getað haft
Þebba litla með mér hvert sem er
í fullum rétti og hef látið sem vind
um eyrun þjóta þó að einhverjir
nöldrarar væru að finna að því við
mann að það sé ólykt af honum.
Ég hef alltaf litið svo á og lít enn
svo á að þetta sé mitt einkamál,
auk þess sem ég finn alls ekki
þennan ódaun sem sumir eru að
fjargviðrast yfir.
Svo var það rétt eftir áramótin
að ég fór í banka og tók vininn
með, að einhver kom og sagðist
vera starfsmaður og benti mér á
að ég mætti ekki hafa „svona dýr“
með mér inn í bankann. Ég spurði
hvað hann væri að meina og hann
sagði að það væri út af þessum
nýju lögum. Hvaða helv. ... lög-
um, sagði ég. Nú, lögunum sem
banna að koma með þessa dýra-
tegund inn á afgreiðslustaði og
verslanir, sagði hann. Svo að mað-
ur er bara ekki velkominn lengur,
sagði ég með þjósti en hann svar-
aði því til að víst væri ég velkom-
inn og meira en það, bara ef ég
vildi skilja „skepnuna" eftir fyrir
utan bankann. Ég hélt mér kæmu
ekki svona ólög við og fór rakleitt
með vininn og stillti honum upp á
afgreiðsluborð eins og ég var van-
ur að gera. Stúlkan sem kom að
afgreiða mig sagðist þá vinsam-
legast (!) benda mér á að ég yrði
að fara með hann útfyrir, hún
þyrfti ekki lengur að sætta sig við
svona „sóðaskap" eins og hún
orðaði það því að nú væri loksins
búið að banna þetta með lögum.
Það hljóp að sjálfsögðu ofsalega
í mig og ég rauk út í fússi. Eins og
ég sagði þá er ég varla búinn að ná
mér ennþá. Enda hefur maður
verið nærri því að segja hundeltur
þessa síðustu mánuði bara fyrir
það eitt að eiga þetta umrædda
dýr. Ég tek undir það sem einhver
sagði að það er verið að gera menn
að annars eða gott ef ekki þriðja
flokks borgara í sínu eigin landi
og ég vil að endingu skora á aðra
þefdýraeigendur í landinu að láta
til sín heyra í þessu máli.
U2 f sjónvarpið og til landsins
Halla og Hjördís skrifa:
Kæri Velvakandi:
Við erum hér tvær algjörir U2
aðdáendur og viljum endilega taka
undir það sem aðrir U2 aðdáendur
hafa skrifað hér í þennan dálk.
Við viljum einnig þakka fyrir
hönd þeirra sem áhuga hafa á
Duran Duran og þvíliku (þó að við
séum ekki í þeirra hópi) fyrir þá
tónleika sem komið hafa í sjón-
varpinu með þeim. En eitthvað
ætti að vera fyrir alla svo að við
viljum allra náðarsamlegast biðja
um tónleika með U2 í sjónvarpi
því að hljómsveit sú á sér mjög
marga aðdáendur hér á landi.
U2 hefur haldið marga tónleika
og flestir ef ekki allir hafa verið
mjög góðir og það hlýtur að vera
hægt að fá upptöku frá einhverj-
um þeirra. Við viljum beina þessai
tillögu til dagskrárgerðarmanna
sjónvarps og vonum að hún verði
Ein þreytt á ruglinu í aðdáendum
Duran Duran skrifar:
Kæri Velvakandi:
I grein sinni þann 4. júní sl. var
enn einn Duran Duran-aðdáandi
að biðja um hljómsveitina á Lista-
hátíð. Er ekki búið að segja þeim
það hundrað sinnum að hljóm-
sveitin sé búin að ráðstafa ferðum
sínum þetta árið?
Einnig er ég ósammála G.T. og
S.R. um að lagið „Some Like It
Hot“ og „Save a Prayer" hafi ekki
komist neitt áfram á vinsældalist-
Kaffi ekki fáanlegt
á matmálstímum
Athugasemd frá frönskum ferða-
löngum:
Skrýtið finnst okkur að ekki sé
hægt að setjast niður hvenær sem
er, á þessum annars góðu veit-
ingastöðum hér á landi, og panta
það sem manni helst langar í. Til
dæmis á þessum hefðbundnu mat-
málstímum Islendinga er ansi erf-
itt að fá kaffi eða te og slappa
aðeins af. Helst þarf maður að
panta sér „rétt dagsins“ eða
eitthvað slíkt þó maður hafi litla
lyst á öðru en smá kaffisopa og
hvíld. Á matmálstímum þýðir lítið
að koma inn á þessa staði. Ein-
göngu fæst þá matur og finnst
okkur þetta tóm peningagræðgi.
Svona lagað er ekki góð land-
kynning. Talað er um að laða
ferðamenn til landsins og finnst
okkur að Islendingar ættu að gera
betur en þetta og láta ekki svona
mikið bera á peningagræðginni.
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að
skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli kl. 14 og 15, mánudaga
til föstudaga, ef þeir koma því ekki
við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orða-
skipti, fyrirspurnir og frásagiiir,
auk pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn,
nafnnúmer og heimilisföng verða
að fylgja öllu efni til þáttarins, þó
að höfundar óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér f
dálkunum.
Allt á skrifstofuna
★ Skrifborð
★ Tölvuboró
1 ★ Norsk gæðavara
★ Skjalaskápar
★ Veggeiningar
★ Ráðgjöf við skipulagningu J
tekin til greina. Síðan viljum við
endilega að kannaðir verði mögu-
leikar á að fá U2 til landsins.
Skrifið um annað efni
anum. Ég veit ekki betur en „Save
a Prayer" sé nú búið að gera það
gott á listanum og „Some Like It
Hot“ líka.
Kæru Duran-aðdáendur, reynið
að finna eitthvað annað til að
skrifa en þetta rugl. Ég er sam-
mála Ara um að Duran Duran-að-
dáendur séu eitthvað meiriháttar
ruglaðir.
E. TH. MATHIESEN H.F.
DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888
MEMOREX
Diskettur - Tölvusegulbönd
Þeir sem gera kröfur um hámarksöryggi gagna nota
einungis MEMOREX.
Fyrirliggjandi fyrir flestar gerðir tölva.
Allar MEMOREX diskettur og tölvusegulbönd eru gæðaprófuð
frá verksmiðju.
Biðjið um MEMOREX á næsta smásölustað.
MEMOREX er hágæða vara á góðu verði.
Heildsala, smásala
Umboðsmenn óskast víða um land.
Hafið samband við sölumenn í síma 27333.
acohf
Laugavegi 168, S 27333.
Fjölhœfo
grasafellan
Enginn rakstur!
Grasinu breytt í áburð!
★ Tvöfaldur hnífur, sem slær grasið svo
smátt að það fellur ofan í grassvörðinn og
nýtist þar sem besti áburður.
★ 2,5—5,5 cm sláttarhæð, sem er stillt með
léttu fótstigi.
★ Stjórnbúnaður fyrir mótor í handfanginu.
★ Góð varahluta- og viðgerðarþjónusta.
★ Árs ábyrgð ásamt leiðbeiningum um
geymslu og notkun, sem tryggja langa
endingu.
★ Verð aðeins kr. 13.450,-