Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985
67
Ferðamannatíminn
hafinn á Selfossi
FERÐAMANNATÍMABILIÐ svokallaða yfir sumarmánuðina cr hafið
hér á Selfossi eins og annars staðar. Ferðamenn með bakpoka sjást á
götum og í ferðamannaverslunum raá heyra framandi tungur.
Þeir ferðamenn sem hafa
viðdvöl á Selfossi nýta sér það
flestir að staðurinn er vel í sveit
settur með það fyrir augum að
fara héðan í dagsferðir til ferða-
mannastaða við hálendisbrún-
ina.
Það eru einkum útlendingar
sem koma við á Selfossi þó auð-
vitað séu undantekningar þar á.
Margir ferðamannanna eru á
bílaleigubílum en flestir nýta sér
áætlunarferðir Sérleyfisbíla
Selfoss frá Reykjavík að Selfossi
Selfoss:
Margir vilja
gista í svefn-
pokaplássi
Nokkuð um bókanir
segir Díana Óskars-
dóttir hjá Gistiþjónust-
unni
ÞEIR FERÐAMENN eru margir
sem kjósa að haga ferðum sínum
þannig að vera sjálfum sér nógir
um flest og leita eftir aðastöðu þar
sem þeir geta haft sína hentisemi.
í Gagnfræðaskólanum á Selfossi
er rekin ferðamannaþjónusta af
þessu tagi.
Það er Gistiþjónustan á Sel-
fossi sem býður gestum upp á
svefnpokapláss í Gagnfræða-
skólanum. í skólastofunum eru
rúm og skilrúm hafa verið sett
upp þannig að gestir hafa ekki
ónæði hver af öðrum þó margir
séu í sömu skólastofu. Þá býðst
gestum að elda sjálfir sínar
máltíðir og snæða þær í matsal
skólans.
Gistiþjónustan, sem einnig
var starfrækt á sl. ári, opnaði
þessa þjónustu formlega 1. júní
sl. Díana Óskarsdóttir starfs-
maður Gistiþjónustunnar sagði
að gestir væru þegar farnir að
koma og margir vildu nýta sér
þessa þjónustu. Á sl. sumri voru
og Gullfossi og Geysi.
Ferðamönnum stendur til
boða gisting á tveimur stöðum á
Selfossi, Hótel Þóristúni, sem
opið er allt árið og hjá Gistiþjón-
ustunni í Gagnfræðaskólanum,
þar sem er svefnpokapláss. Þá
eru margir sem nýta sér ágætt
tjaldsvæði. Báðir þessir staðir
eru tilbúnir að taka við þeim
ferðamönnum innlendum sem
erlendum sem leggja vilja leið
sína um Selfoss.
Díana Óskarsdóttir
gestir Gistiþjónustunnar nær
eingöngu útlendingar í hópum
eða einir á ferð, en ferðamanna-
hópum er veitt matarþjónusta
og framreiddur matur í mötu-
neyti skólans. Nokkuð var um
það á sl. sumri að íþróttahópar
gistu hjá Gistiþjónustunni og
notfærðu sér hina góðu íþrótta-
aðstöðu sem hér er á Selfossi.
Díana sagði að nokkuð væri
um bókanir fyrir sumarið fyrir
hópa en það væri þó mun minna
en útlit hefði verið fyrir í vetur
þegar ferðaskrifstofur pöntuðu.
Afpantanir kæmu inn á vorin.
Hún kvaðst eiga von á því að
íþróttahópar kæmu til dvalar
líkt og á sl. sumri og að straum-
ur ferðamanna yrði nokkur, alla-
vega væru þeir fyrr á ferðinni en
í fyrra.
Gistiþjónustan annast einnig
rekstur tjaldsvæðisins og er
annað tveggja fyrirtækja sem
bjóða ferðamönnum gistingu á
Selfossi.
Steinunn Hafstað og Hótel Þóristún.
Selfoss:
„Sumarið leggst
alltaf vel í mig“
— segir Steinunn Hafstað í Hótel Þóristúni
HÓTEL Þóristún hefur verið starfrækt síðan 1969, að Steinunn Hafstað
keypti húsið og hóf hótelrekstur þar. í hótelinu eru 17 herbergi, 9 í húsinu
sjálfu og 8 í garðhúsi sem reist var 1973.
Hótel Þóristún stendur
steinsnar frá Ölfusárbökkum og
frá því er fagurt útsýni yfir ána
til fjalla. í hótelinu er aðbúnað-
ur gesta góður. Þeim býðst
morgunverður auk gistingar og í
húsinu er setustofa fyrir gesti og
sjónvarpsherbergi. Að koma inn
á hótelið er Hkt og að koma inn á
hlýlegt heimili en það er einmitt
það sem gestir hafa rómað.
Steinunn Hafstað, eigandi
hótelsins, sagði að mikið væri
um svonefnda „stop over“-gesti
sem kæmu og færu í stutta skoð-
unarferðir á bílaleigubílum um
nágrennið. Þá væri nokkuð um
að fólk hringdi beint frá útlönd-
um og pantaði gistingu. Um
hlutfallið milli innlendra og er-
lendra gesta sagði Steinunn að
mun meira væri af útlendingum
að sumrinu en nærri eingöngu
íslendingar að vetrinum. Komið
hefði fyrir að hótelið fylltist á
vetrum þegar Hellisheiði teppt-
ist fyrirvaralaust. Við eitt slíkt
tilfelli hefði hún sjálf teppst í
Reykjavík og þurfti að stjórna
hótelinu í gegnum síma, en einn
gestanna tók á móti fólkinu og
gaf því kaffi eftir tilsögn Stein-
unnar. Síðan sagðist hún hafa
mætt fólkinu í Þrengslunum
morguninn eftir.
Aðspurð um komandi sumar
sagði Steinunn: „Það leggst allt-
af vel í mig að búa mig undir
sumarið á vorin, sem er yndis-
legur tími.“ Hún sagði að frá
nóvember til febrúar hefði stefnt
í það að hótelið væri yfirbókað í
verulegum mæli, en afpantanir
dyndu nú yfir frá ferðaskrifstof-
unum. „Mér finnt það ætti að
vera hægt að hafa betri stjórn á
þessum hóppöntunum en ferða-
skrifstofurnar sýna,“ sagði
Steinunn. Hún sagði að í fjöl-
miðlum væri það blásið upp að
aðsókn ferðamanna yrði mikil
yfir sumartímann. Þetta gerðist
að vetri en svo að vori sæist að
lítið væri að marka þetta, a.m.k.
hjá okkur úti á landsbyggðinni.
Um væri að ræða áætlanir í kolli
ferðarskrifstofufólks, hugmynd-
ir sem ekki stæðust þegar á
reyndi.
Steinunn sagði einnig að er-
lendir ferðamenn kvörtuðu
gjarnan yfir að fá ekki upplýs-
ingar um hótel úti á landi. „Það
er fjöldi manns,“ sagði Steinunn,
„sem hefur komið til mín og
spurt hvernig standi á því að það
fái ekki upplýsingar á flugaf-
greiðslum erlendis um staði úti á
landi. Það eru dæmi um að fólk
fær þær upplýsingar að aðeins
tvö hótel í Reykjavík taki á móti
erlendum ferðamönnum. Fólkið
segir gjarna þegar þetta ber á
góma: „Við erum ekki komin til
Islands til þess að dvelja í
Reykjavík, við viljum sjá land-
ið.“
Ég spurði Steinunni að því
hvað það væri sem gerði það að
verkum að hún hefði starfað svo
lengi við hótelrekstur, en slík
störf hefur hún stundað síðan
1944. „Þetta er svo skemmtileg
vinna,“ sagði Steinunn og leit út
um glugga hótelsins, „að ég hef
ekki getað slitið mig frá henni.“
Texti og myndir:
SIGURÐUR JÓNSSON
Pú færð gjaldeyrinn í utanlandsferðina hjá okkur.
Ef eitthvað er eftir (aegar heim kemur er tilvalið að opna gjaldeyrisreikning
og geyma afganginn á vöxtum til seinni tíma.
Iðnaöarfaankinn