Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 11.06.1985, Qupperneq 68
ttgnnfrlfifetfe HL DAfiLEGRA NOTA KEILUSALURINN OPINN 10.00-00.30 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Kollafjarðarstöðin: Ráðherra leyfir sleppingu seiða (.andbúnaðarrádherra hefur ákveðið að heimila Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði að sleppa í haf- beit þeim gönguseiðum sem í stöð- inni eru. Búist er við að fyrstu seiö- unum verði sleppt í dag. Eins og kunnugt er kom nýrnaveiki upp í stöðinni í vetur. Stöðin var þá sett í sóttkví og sölubann og síðan var ákveðið að farga öllum ungseiðum í stöðinni. í rannsóknum sem síðan hafa verið gerðar á gönguseiðum í stöð- inni fundust engin merki um nýrnaveiki, og var því ákveðið að sleppa þeim í hafbeit frá stöðinni. Verður stöðin sótthreinsuð í sumar og gerðar sérstakar varúð- arráðstafanir við hrognatöku í haust. Vegna sölubanns stöðvarinnar verður sleppt um 200 þúsund seið- um í hafbeit frá henni í sumar en það eru þrisvar sinnum fleiri seiði en í fyrra. Aftur á móti verður engum seiðum sleppt frá stöðinni á næsta ári þar sem búið er að farga öllum ungseiðum í stöðinni. Sjö togarar eru á veiðum SJÖ TOÍiARAR úr Reykjavík eru að veiðum þrátt fyrir verkfall undir- manna á litlu togurunum og samúð- arverkfall undirmanna í Sjómanna- , félagi Reykjavíkur á stærri togurun- um. Sáttafundur í deilunni hefur ekki verið boðaður og virðist hún vera í nær óleysanlegum hnút. Togarinn Keilir RE 37, sem gerður er út af íslensku umboðs- sölunni hf., lét úr höfn í Hafnar- firði á sunnudaginn með yfirmenn eina um borð, sex af 8—10 manna áhöfn. Skráning skipverja var færð frá Reykjavík til Hafnar- fjarðar í fyrri viku og telur Sjó- mannafélag Reykjavíkur að þann- ig sé útgerðarfélagið að fara á skjön við lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Hefur félagið í hyggju að kæra útgerðina vegna þessa. Bjarni V. Magnússon, for- stjóri útgerðarinnar, sagðist reikna með að Keilir yrði viku eða tíu daga í veiðiferðinni en kvaðst ekki reikna með að aflanum yrði landað erlendis. Þá er Reykjavíkurtogarinn Karlsefni nýlega farinn á veiðar á nýjan leik eftir að hafa selt afla sinn í Þýskalandi sl. fimmtudag. Ragnar Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Karlsefnis, sagði í gær að líklegast myndi togarinn snúa til Reykjavíkur að lokinni þessari veiðiferð en útilokaði ekki að aflinn yrði aftur seldur ytra. „Sjómenn á Karlsefni eru ekki í verkfalli fyrr en togarinn er kom- inn í höfn,“ sagði hann og játaði því, að með þessari tilhögun væri útgerðin að komast hjá því að skipið stöðvaðist vegna verkfalls sjómanna í Reykjavík. Fimm aðrir togarar eru enn að veiðum. Þeir höfðu látið úr höfn áður en til samúðarverkfallsins kom. Til móts við sumar og sól MorgunblaAid/ÚL.K.M. Bjórfrumvarpið fer á ný til neðri deildar Efri deild Alþingis samþykkti þjóðaratkvæðagreiðslu í nótt en tillaga þess efnis var fyrir nokkru felld í neðri deild MEIRIHLUTI efri deildar Alþingis samþykkti um kl. I í nótt að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram um bjórfrumvarpið eins og það var samþykkt í neðri deild Alþingis. Þetta hefur það í Fór með sér að málið þarf á nýjan leik að fara fyrir neðri deiid Alþingis, þar sem þegar hefur verið felld breytingartillaga Karvels Pálma- sonar í þá veru að frumvarpið skuli ekki öðlast lagagildi fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem meirihluti þjóðarinnar lýsi sig samþykkan frumvarpinu. Áheyrendapallar efri deildar Alþingis voru þéttsetnir í allt gærkveldi, þegar önnur umræða fór fram um bjórfrumvarpið. Eyjólfur Konráð Jónsson mælti fyrir meirihlutaáliti allsherjar- nefndar efri deildar sem var í þá veru að hann samþykkti frumvarpið. Ragnar Arnalds mælti hins vegar fyrir breyt- ingartillögu um þjóðaratkvæða- greiðslu. Tillaga um að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar var felld með 11 atkvæðum gegn 6, 1 sat hjá, en tillagan um þjóðaratkvæða- Reynt til þrautar að finna samningaleið FRAMKVÆMDASTJÓRN Vinnuveitendasambands íslands fundaði í gærmorgun og ræddi stöóu samningamálanna. Var þar ákveðió að reyna til þrautar að finna leið sem gæti borið árangur í samningum við verkalýðs- hreyfinguna. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði í gær: „Á fundi framkvæmdastjórnarinnar í morgun var staða samningamál- anna rædd, eftir viðræður samn- ingaráðsins og fulltrúa VSÍ við öll landssamböndin. Á þessum fundi var farið yfir það sem fram hefur komið í þessum viðræðum, auk þess sem samþykkt var að fela samningaráðinu að reyna til þrautar hvort ekki væri unnt að finna leið sem gæti borið árangur í samningum við verkalýðshreyf- inguna." Hefur nú verið ákveðið að full- trúar VSÍ og fulltrúar ASÍ og formenn landssambanda hittist á fundi kl. 16 síðdegis í dag. greiðslu var samþykkt með 12 atkvæðum gegn 6, 2 voru fjar- verandi. Viðhaft var nafnakall við atkvæðagreiðslu, og þegar Jón Helgason dómsmálaráð- herra gerði grein fyrir sínu at- kvæði, lýsti hann því yfir að hann liti þannig á að þingdeild- in vildi ekki heimila það sem í frumvarpinu fælist, og því segði hann já. Ragnar Arnalds gerði jafnframt grein fyrir sínu at- kvæði, en greindi þá frá því að þetta væri rangur skilningur dómsmálaráðherra. Ekkert væri hægt að segja til um af- stöðu einstakra þingmanna til bjórfrumvarpsins, þótt þeir greiddu þjóðaratkvæðistillög- unni atkvæði sitt. Tillagan um þjóðaratkvæðagreiðslu gerir ráð fyrir að slík atkvæða- greiðsla fari fram á þessu ári. Þeir sem voru tillögunni um þjóðaratkvæði samþykkir voru Árni Johnsen (S), Davíð Aðal- steinsson (F), Egill Jónsson (S), Eiður Guðnason (A), Haraldur Ólafsson (F), Helgi Seljan (Abl.), Jón Helgason (F), Karl Steinar Guðnason (Á), Ragnar Arnalds (Abl.), Kristín Ást- geirsdóttir (Kvennalisti), og Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S). Andvígir voru: Björn Dag- bjartsson (S), Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Jón Kristjánsson (F), Kolbrún Jónsdóttir (BJ), Stefán Benediktsson (BJ) og Valdimar Indriðason. Fjar- staddir voru þingmennirnir Al- bert Guðmundsson (S) og Sal- ome Þorkelsdóttir (S). Mikil fækkun lánsumsókna LÁNSUMSÓKNUM hjá Lifeyris- sjóði verslunarmanna hefur fækkað verulega það sera af er þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. í maí- mánuði á þessu ári bárust sjóðnum 116 beiðnir um lán en í maí 1984 voru lánsbciðnir hjá Lífeyrissjóði verslunamanna um 170 talsins. Guðmundur H. Garðarsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að lán úr sjóðn- um væru að mestu leyti veitt til fólks sem stæði í íbúðarkaupum eða húsbyggingu og því mætti ætla að verulegur samdráttur hefði orðið á slikum framkvæmd- um hjá verslunarfólki. Auk þess samanburðar sem gerður var á lánaumsóknum í mái nefndi Guð- mundur H. Garðarsson einnig að í mars í fyrra hefðu umsóknir verið um 190 en hefðu verið um 120 í mars á þessu ári. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti lífeyr- issjóður landsins en í hann greiða um 16 þúsund manns allt árið og rúmlega 30 þúsund yfir sumartím- ann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.