Morgunblaðið - 05.09.1985, Side 6

Morgunblaðið - 05.09.1985, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Háll sem áll Sú nýbreytni var tekin upp hjá sjónvarpinu nú á þriðjudag- inn að kynna f spjallþætti íslensk- an stjórnmálamann. í fyrsta þætti varð fyrir valinu Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra. Páll Magnússon og Elías Snæland Jónsson stjórnuðu fyrsta spjall- þættinum og var sá háttur hafður á að fyrst var rætt við fólk úti í bæ um Albert, svo spurðu þeir félagar fjármálaráðherra spjörunum úr og inná milli var svo skotið viðtöl- um við stjórnarandstæðinga úr þingflokkum og fékk það ágæta fólk að spyrja Albert einnar spurningar hvert. Albert var í fínu formi i þættinum og sannaði kappinn þá kenningu, sem hefir verið haldið á lofti að undanförnu, að hann leiki nánast einleik á refskákborði stjórnmálanna. Þannig kvað einn ágætur vinur minn er var viðstaddur spjallið f sjónvarpsstofunni upp þann dóm að Albert væri sennilega eini herstöðvarandstæðingurinn sem við tslendingar hefðum átt f rfkis- stjórn um árabil og vfsaði þar með til kjötmálsins fræga. Nú en svo undir lok þáttarins þegar Albert hafði lýst því yfir að hann væri ekki á móti því að varnarliðið malbikaði vegi landsins til að auð- velda herflutninga kæmi til strfðs — þá féllust vini mínum hendur og hann hristi hausinn. En svona er Albert, dálftið seinheppinn stundum en umfram allt alþýð- legur stjórnmálamaður sem skip- ar hér í Stór-Reykjavík svipað sæti og sumir landsbyggðar- þingmenn í sínu kjördæmi. Þannig geta menn nánast hvenær sem er labbað inná kontór hjá Albert og rætt sinn vanda, hefir mér skilist að ýmsir af „litlu mönnunum“ hjá ríkinu, sem Albert hefir verið að þjarma að með launastefnu sinni, hafi mætt hjá karli og beðið um launaflokkshækkun. En svona er Albert, honum hentar betur að hjálpa mönnum persónulega en úr fjarlægð, enda hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að hann ætti fremur að vera félagsmálastjóri í Stór-Reykjavík en fjármálaráð- herra, því sá sem skipar það emb- ætti þarf fyrst og fremst að hafa gifurlega yfirsýn yfir hið flókna gangverk samfélagsins, þannig að hann geti lyft öllu samfélaginu á hærra stig en ekki bara þeim sálum er rata inná kontórinn. Þessi skoð- un mín breyttist lítt við fyrr- greindan umræðuþátt. Álarœkt Ég gæti endalaust rabbað um hann Albert en mér finnst nóg að gert. { fyrsta lagi skiptir engu máli til eða frá hvað einhver dálkahöfundur úti i bæ segir um Albert Guðmundsson og í annan stað finnst mér lágmarkskurteisi að þeir menn er nenna að þræla á vettvangi stjórnmálanna fái stundum frið. Ekki öfunda ég þá, það veit sá sem allt veit, en ég öfunda svolítið Arna Gunnarsson fyrrum alþing- ismann er mætti í gærmorgun í hinn prýðilega morgunþátt Guð- mundar Árna og önundar Björns- sonar því Árni stefnir nú hraðbyri út úr skítkasti stjórnmálanna inní heim ríka fólksins eða eins og Árni sagði { viðtali við Önund... við erum þegar búnir að semja við hollenskan kaupmann um að hann kaupi alla framleiðslu okkar á mjög góðu verði. Árni á hér við stórframleiðsiu á áli sem hann hyggst senn hefja ásamt ýmsum fjársterkum aðilum fáist ... 10 línum haggað í lögum. Er bara að vona að Árna verði að ósk sinni þvi eins og hann sagði þá er meiri ágóðavon í álnum og regn- bogasilungnum en laxaræktinni, sem fer senn að verða stóriðja hjá Norsurum, Kanadamönnum og Rússum. Ólafur M. Jó hannesson Megas. Hann er nú kominn í slagtog við Kukl, þá rammgöldróttu ræflarokkshljómsveiL Bylgjur: Tónlist frá þriðja heiminum Þátturinn 1 £? 00 Bylgjur er á A U “■ dagskrá rásar 2 í dag klukkan fjögur. Það er Ásmundur Jónsson sem sér um hann að þessu sinni. — Hann sagðist myndu eyða mestum tlm- anum í tónlist frá þriðja heims löndum. „Ég legg út af þessari Rastafari-tónlist sem á uppruna sinn { Áfriku en er einnig mjög útbreidd við Karabíska hafið. Ég spila tónlist með lista- mönnum frá Nigeriu og Eþíópiu meðal annars. Ég reyni einnig að fjalla um það sem hér er í deiglunni. Það er þá helst djasshátíðin sem fyrir- huguð er um miðjan sept- ember. Eins verður nokkru púðri eytt í sam- starf hljómsveitarinnar Kukls og Megasar, „Sjáðu hvað ég sé“. BarnaútvarpiÖ: Farið í heimsókn í skóla ■■ Barnaútvarpið 05. er á dagskrá út- varpsins i dag klukkan 17.05 eins og ver- ið hefur. Nýr umsjónar- maður þess hefur tekið við, Kristín Helgadóttir. I samtali við Morgunblaðið sagði hún að þátturinn i dag snerist fyrst og fremst um skólann. „Við förum i nokkra skóla og tölum við krakk- ana, hvernig þeim liki að byrja aftur í skólanum hvaða væntingar þau hafi af honum. Líklega skrepp- um við líka í búðir til að athuga hvað krakkar þurfi að kaupa af skóla- dóti. Áuk þess spilum við af plötum og höfum viðtöl við krakka á aldrinum tiu til fjórtán ára en þáttur- inn er aðallega miðaður við þann aldurshóp." Fimmtudagsumræðan: Um dagvistunarmálin ■I Fimmtudags- 35. umræðan i kvöld snýst um dagvistun barna. Áð sögn Einars Sigurðssonar fréttamanns, sem stjórn- ar þættinum, koma fjórir gestir, Ingibjörg H. Jónsdóttir fyrir hönd fóstra, en hún er formað- ur fósturfélagsins, Anna Jónsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins i dagvistarmálum, Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir frá Sókn og Katrín Did- riksen frá foreldrafélag- inu. „Þær deilur sem hafa orðið vegna dagvistarm- ála, einkum hér i Reykja- vík, verða ræddar. Þetta snýst auðvitað allt um hversu erfitt reynist að fá faglært fólk til að starfa á dagheimilum." Aðalhciður Bjarnfreðsdóttir er meðal þeirra sem taka þátt í fimmtudagsumræð- unni í kvöld. Samantekt um Fjalaköttinn ■i Þegar klukkuna 55 vantar fimm “ mínútur í átta i kvöld verður útvarpað á rás 1 dagskrá um Fjala- köttinn, það gamla og merka hús, sem Elisabet Jökulsdóttir tók saman. Fjalakötturinn er sem kunnugt er eitt af elstu húsum bæjarins og hafa lengi staðið hávaðadeilur um hvort eigi að rífa hann eða endurbyggja. Nú er búið að rifa helming húss- ins en hinn helmingurinn bíður örlaga sinna. Fjalmkötturinn. Sumum er sárt um að missa hann. ÚTVARP FIMMTUDAGUR 5. september 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpiö. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Málræktarþáttur. Endurtekinn þáttur Helga J. Halldórssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö: — Ragnar Snær Karlsson talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Glatt er i Glaumbæ" eftir Guöjón Sveinsson. Jóna Þ. Vernharösdóttir les (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr.. dagblað- anna (útdr.). Tónleikar. 10.45 Málefni aldraðra. Þáttur i umsjá Þóris S. Guö- bergssonar. 11.00 „Eg man þá tiö“. Lög frá liðnum árum. Um- sjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 1130 Tónleikar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 „Nú brosir nóttin". Æviminningar Guðmundar Einarssonar. Theódór Gunn- laugsson skráði. Baldur Pálmason les (7). 14.30 Miðdegistónleikar. Kammertónlist eftir Johann- es Brahms. a. Sextett f Es-dúr op. 81b. Neil Sanders og James Buck leika á horn, Emanuel Hur- witz og Ivor McMahon á fiðl- ur, Cecil Aronowitz á lágfiðlu og Terence Weil á selló. b. Sónata I Es-dúr op. 120 nr. 2 fyrir klarinett og planó. Gervase de Peyer og Daniel Barenboim leika. 15.15 Tföindi af Suöurlandi. Umsjón: Þorlákur Helgason. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 A frlvaktinni. Sigrún Siguröardóttir kynnir óskalög sjómanna. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið. Sjórnandi: Kristln Helgadótt- ir. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til- 19.15 A döfinni. 19.28 Nýju fötin keisarans. Látbragðsleikur eftir ævintýri H.C. Andersens. Sögumaður Sigmundur örn Arngrlms- son. Þýöandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið.) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Kosningar I Noregi. Fréttaþáttur frá Boga Ag- ústssyni. 21.10 Heldri manna llf. kynningar. Daglegt mál. Sig- urður G. Tómasson flytur þáttinn. 19.55 Fjalaköttur. Ellsabet Jökulsdóttir tekur saman dagskrá um þaö fræga hús. 20.45 Einsöngur I útvarpssal. Ragnheiður Guðmundsdóttir syngur lög eftir Emil Thor- oddsen og Johannes Brahms. Olafur Vignir Al- bertsson leikur meö á planó. 21.20 Erlend Ijóö frá liönum ár- um. Kristján Arnason kynnir Ijóðaþýöingar Helga Hálf- danarsonar. Sjötti þáttur: Letrið eillfa. Lesarar: Karl Guðmundsson og Kristin Anna Þórarinsdóttir. (Aristocrats.) Lokaþáttur. Breskur heimildamynda- flokkur I sex þáttum um aö- alsmenn I Evrópu. I þessum þætti kynnumst viö hinni öldnu og auðugu Thurn- og Taxis-ætt I Þýskalandi. Höf- uð ættarinnar, Jóhannes þrins, á nokkur iðnfyrirtæki, miklar jaröeignir I Evrópu og Amerlku og veglega höll I Regensburg. Þýöandi Ragna Ragnars. Þulur Ellert Sigur- björnsson. 22.05 Skálkapör. 21.45 Frá hjartanu. Umsjón: Kristján R. Krist- jánsson. R0VAK. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvöldsins. 22.35 Fimmtudagsumræöan. Dagvist barna. Umsjón: Ein- ar Sigurðsson. 23.35 Samleikur á flautu og hörpu. Heidi Molnar og Rouja Eyn- ard leika. a. Tónlist úr „Orfeusi og Evridls" eftir Christoph Willi- bald Gluck. b. Sónata I c-moll eftir Louis Sophr. c. „Syrinx" fyrir einleiks- flautu eftir Claude Debussy. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. (Les Vilaines Maniéres.) Svissnesk-frönsk blómynd frá 1973. Leikstjóri Simon Edelstein. Aöalhlutverk: Jean-Luc Bideau og Franc- ine Rabette. Söguhetjan stjórnar vinsælum útvarps- þætti. Gestir hans eru ein- göngu ungar, ógiftar konur sem hann vefur um fingur sér. En dag nokkurn kynnist hann óvænt konu sem sýnir honum sjálfan sig I nýju Ijósi. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.20 Fréttir I dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Asgeir Tómas- son og Kristján Sigurjóns- son. 14.00—15.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leópold Sveins- son. 15.00—16.00 I gegnum tlöina Stjórnandi: Þorgeir Ast- valdsson. 16.00—17.00 Bylgjur Framsækin rokktónlist. Stjórnandi: Arni Daníel Júll- usson. 17.00—18.00 Einu sinni áður var Vinsæl lög frá 1955 til 1962 — Rokktlmabilið. Stjórnandi: Bertram Möller. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hlé 20.00—21.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 10 vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21.00—22.00 Gestagangur Gestir koma I stúdló og velja lög ásamt léttu spjalli. Stjórnandi: Ragnheiður Dav- Iðsdóttir. 22.00—23.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23.00—24.00 Kvöldsýn Stjórnandi: Tryggvi Jakobs- son. SJÓNVARP F0STUDAGUR 6. september

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.